Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						30 28. júlí 2008 MÁNUDAGUR
Tökur á þáttaröðinni Ástríði hefjast í næstu viku. Ilmur 
Kristjánsdóttir er þar í aðalhlutverki sem hin unga Ástríður, 
sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Ráðið 
hefur verið í helstu aukahlutverk líka, en þau Þórir 
Sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Friðrik Friðriksson, 
Kjartan Guðjónsson og Rúnar Freyr Gíslason munu öll koma 
fyrir í stærri hlutverkum í þáttaröðinni, að sögn leikstjór-
ans, Silju Hauksdóttur. ?Þau vinna flest hjá sama fjármála-
fyrirtæki og í sömu deild og Ástríður,? útskýrir hún.
?Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir munu 
líka koma fyrir í skemmtilegum hlutverkum,? bætir Silja 
við, en hún segir áhorfendur ekki eiga að vænta þess að sjá 
þekktum andlitum úr fjármálageiranum bregða fyrir á 
skjánum. ?Ég myndi nú samt segja að það verði spennandi 
andlit innan um, þó þau verði ekki úr þeim geira,? segir Silja 
dularfull. 
Áætlað er að tökum ljúki í byrjun september, en Ástríður 
verður í formi tólf framhaldsþátta, sem Stöð 2 mun að öllum 
líkindum taka til sýninga eftir áramót. - sun
1
67 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2345
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. jurt, 6. kúgun, 8. ról, 9. eldsneyti, 
11. í röð, 12. súla, 14. planta, 16. í 
röð, 17. nagdýr, 18. galdrastafur, 20. 
999, 21. lofttegund.
LÓÐRÉTT
1. á endanum, 3. guð, 4. mergð, 5. 
skjön, 7. kotbær, 10. hjör, 13. lær-
dómur, 15. stefna, 16. æxlunarkorn, 
19. nafnorð.
LAUSN
LÁ RÉ TT : 2 . gr as, 6. ok , 8. ark , 9. ko l , 
11 . aá, 12 . stöng, 14 . smári, 16 . gh, 
17 . mús, 18 . rún, 20 . im, 21 . óson. 
LÓ Ð R É T T : 1. loks, 3. r a , 4. ar agrúi, 5. 
ská, 7. k o tshús, 10 . löm, 13 . nám, 15 . 
ismi, 16 . gró, 19 . no. 
  ?Maður hlustar mikið á það 
sama. Ég er með mikið af gömlu 
íslensku í tölvunni, Ingimar 
Eydal, Ellý og Brunaliðið til 
dæmis, og svo hlustar maður á 
FM957 í bland.?
Inger Birta Pétursdóttir bifvélavirki.
?Enn þá að æfa? Heldur betur,? segir 
Margrét Sigurðardóttir - Magga massi. 
Magga er einhver frægasta vaxtarræktar-
drottning sem Ísland hefur alið af sér en 
nú er hún í pásu frá keppnum. Vökul augu 
sem stunda líkamsrækt í World Class sjá 
þar Möggu taka á því svo um munar. ?Ég er 
rosalega köttuð núna,? segir Magga sem 
hefur stundað vaxtarrækt í rúm 23 ár 
eða frá því hún var nítján ára gömul. Í 
dag er hún 42 ára og í fantaformi, 
jafnvel sínu besta formi. Enda hefur 
hún aldrei hlaupið í spik. ?Nei, ég hef 
aldrei hætt að æfa. Svo vill maður 
alltaf gera meira en maður er að 
gera hverju sinni þannig að ég held 
mér vel við efnið. Ég verð bara betri 
með árunum eins og maður segir.? 
Magga byrjaði í lyftingunum 
samhliða knattspyrnu, en hún æfði 
fótbolta með Leikni á sínum tíma. ?Ég var alltaf að 
skoða vaxtarræktarblöð og fann að mig langaði 
meira út í þetta,? segir Magga sem lagði skóna á 
hilluna í kjölfarið.
Magga starfar hjá Öryggismiðstöðinni og hefur 
gert það í um það bil eitt ár. ?Ég er á útkallinu 
þar. Það er mjög gott djobb,? segir Magga en 
aðspurð hvort hún hafi komist í hann 
krappan vill hún ekkert segja, enda bundin 
trúnaði. 
Að öðru leyti nýtur Magga sumarsins 
til hins ýtrasta og er sátt við lífið. ?Ég er 
sátt við lífið og mína fjölskyldu. Ég á 
yndislega konu og yndislegan son,? segir 
Magga massi - rúmlega fertug, í 
fantaformi og yfir sig ástfangin.
 - shs
Ástfangin og í fantaformi
NÓG AF 
SPENNANDI 
ANDLITUM
Silja Hauksdóttir 
segir að nóg verði 
af spennandi and-
litum í þáttaröðinni 
Ástríði, þó að þekkt-
um fjármálamógúl-
um muni tæplega 
bregða fyrir.
MAGGA MASSI Er í fantaformi 42 ára.
FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR
Spennandi andlit í Ástríði
Vinirnir Jarl Stefánsson og Carl 
Brynjar Dieterson hafa staðið í 
skútusmíðum undanfarin ár, með 
frekar óhefðbundnum aðferðum. 
?Ég fékk þá hugmynd þegar ég 
bjó úti í Kanada fyrir um sex, sjö 
árum síðan að það væri gaman að 
smíða sér skútu, taka sér frí frá 
vinnu í nokkur ár og sigla um 
heiminn. Ég tók upp símann og 
spurði besta vin minn, sem þá bjó 
á Íslandi, hvort hann langaði ekki 
að smíða eitt stykki skútu. Hann 
tók nokkuð vel í það og ég flutti 
aftur heim til að ráðast í málið,? 
útskýrir Jarl. 
Þeir kynntu sér í kjölfarið skútu-
smíði með lestri ítarlegra hand-
bóka. ?Við erum báðir tiltölulega 
laghentir en höfðum svo sem 
aldrei smíðað neitt sem átti að 
fljóta. Sem betur fer eru til nokkr-
ir doðrantar um þetta,? segir Jarl 
kíminn. Jarli og Carli fundust þó 
aðferðirnar sem bækurnar útlist-
uðu nokkuð frumstæðar. ?Ég vinn 
við tölvur og var sannfærður um 
að það að sveigja efnið sjálfur á 
milli nagla til að fá útlínur í bátinn 
væri ekki besta leiðin. Við réð-
umst þess vegna í það að búa bát-
inn til í þrívídd í tölvu, alveg niður 
í síðasta boltagat og skrúfu. Það 
fóru allnokkrir mánuðir í það,? 
útskýrir Jarl. 
?Næsta skref var að skera efnið 
niður, og við hugsuðum með okkur 
að það yrði nú dálítið vesen að 
gera það alltsaman í höndunum. 
Okkur fannst að það hlyti að vera 
stórgóð hugmynd að smíða vél til 
þess að skera þetta allt út,? segir 
Jarl kíminn. ?Það tók tvö og hálft 
ár,? bætir hann svo við. Þar að 
auki þurfti að búa til hugbúnað til 
að stýra vélinni, en enginn slíkur 
búnaður var fáanlegur. 
Vélin var hins vegar, eins og við 
má búast, nokkuð snarari í því að 
skera til stálið í skútuna en hendur 
þeirra félaga hefðu orðið. ?Það tók 
þrjá daga að skera allt, sem hefði 
tekið miklu lengri tíma í höndun-
um. Manni finnst þetta samt svo-
lítið öfugsnúið, að eyða tveimur og 
hálfu ári í vélina og svo þremur 
dögum í skurðinn,? segir Jarl. 
?Það er samt gaman að geta gert 
hlutina eftir eigin höfði,? segir 
Jarl, sem vonast til að skrokkur-
inn verði að mestu leyti tilbúinn 
með vorinu. 
Jarl kveðst lítil viðbrögð við 
þessum vinnuaðferðum hafa feng-
ið frá öðrum skútusmiðum, enda 
viti fáir af framtakinu. Það má 
hins vegar kynna sér betur á 
heimasíðunni rugludallur.com, 
sem, mikið rétt, er nafn skútunn-
ar. ?Okkur fannst það hæfa ágæt-
lega,? segir Jarl og hlær við.
 sunna@frettabladid.is
JARL STEFÁNSSON OG CARL BRYNJAR DIETERSON: SMÍÐA RUGLUDALL
Stunda skútusmíði með 
óhefðbundnum aðferðum
SKÚTUSMIÐIR Jarl Stefánsson og Carl Brynjar Dieterson standa nú í skútusmíðum með óhefðbundnum aðferðum, en þeir smíð-
uðu vél og gerðu hugbúnað til að létta sér lífið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í fjármálageirann
Þóra Karítas Árnadóttir og Kjartan 
Guðjónsson hafa tekið að sér hlutverk í 
þáttaröðinni, sem fjallar um unga stúlku 
sem kemur til starfa í fjármálafyrirtæki.
Gestir 101 hótels ráku 
upp stór augu þegar 
fríður hópur karla 
fékk sér sæti 
síðla kvölds á 
fimmtudag. Þar 
fór fremstur í 
flokki Jón Ásgeir 
Jóhannesson 
en auk þess voru 
með í för Pálmi 
Haraldsson, Þor-
steinn M. Jónsson 
og Ari Edwald. Þeir félagar dreyptu 
á rauðvíni og skeggræddu málin. 
Ekki fylgdi sögunni hvort þeir hefðu 
komist að því hver á heiðurinn af 
umdeildu FL-Group myndbandi 
sem gengur um netheima.
Tenórinn Garðar Thor Cortes steig 
á svið í fyrsta sinn á bandarískri 
grundu fyrir stuttu þegar hann kom 
fram á hinni virtu Newport tónlist-
arhátíð á Rhode Island. Tónleikar 
Garðars voru hápunktur hátíðar-
innar og var þeirra beðið með eftir-
væntingu. Tónleikarnir fóru þó ekki 
vel í alla og skrifar gagnrýnandi 
vefritsins Projo.com að þessir fyrstu 
tónleikar Garðars í Bandaríkjunum 
hefðu ollið vonbrigðum. ?Hann hóf 
tónleikana á lögum af plötu sinni 
Cortes en söngurinn var hvorki eins 
dramatískur né ástríðufullur og á 
geisladisknum, sem fékk mig til 
að halda að Cortes væri ekki jafn 
sannfærandi á sviði og í upptöku-
veri eða að hann hefði verið illa 
fyrirkallaður þetta kvöld,? skrifar 
gagnrýnandi Projo.com. 
Garðar Cortes hefur vakið 
verðskuldaða athygli úti í heimi 
undanfarið og því koma svona 
skrif nokkuð á óvart. Skipuleggj-
endur tónleikanna sögðu enda að 
Garðar hefði verið að jafna sig eftir 
veikindi og því ekki verið upp á sitt 
besta. ?Á heildina litið var lítið um 
magnaðan söng sem 
hreyfði við áhorf-
andanum né heldur 
fengum við að kynn-
ast þeim Cortes sem 
hefur tekið Evrópu 
með stormsveip. 
Þetta voru von-
brigði,? skrifar 
gagnrýnandinn 
að lokum.
 - fgg/sm
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ, SVÖR
Svör við spurningum á bls. 8 
 1. Sögu Borgarættarinnar frá 1921. 
 2. FH bar sigur úr býtum við ÍR.
 3. Risahvönn. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56