Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.07.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 30. JÚLÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 T Í M A V É L I N Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur var ráðinn til forsætisráðuneytisins í sex mánuði til að sinna ráðgjöf í efnahagsmálum, einkum á sviði peninga- og fjármálamarkaðar. Tryggvi Þór var forstöðumaður Hagfræðistofnunar í 15 ár og var oftar en ekki leitað til hans eftir áliti á stöðu efnahagsmála og hvaða úrbætur væru mögulegar. Það verður forvitnilegt að heyra hvaða til- lögur til úrbóta Tryggvi Þór kemur með en hér er upprifjun á athugasemd- um frá honum í gegnum tíðina. Guðný Helga Herbertsdóttir rýndi í fortíðina. Ég sagði ykkur það TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON hefur reynst sannspár um íslenskt efnahagslíf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Seðlabanki gæti því byggt upp gjaldeyrisvarasjóð og breytt krónu í dollara. Þá gæti ríkið rekið ríkissjóð með myndarlegum afgangi með því að skera niður útgjöld.“ Morgunblaðið, 22. ágúst 2002. „Ég held að algjörlega sé ljóst að ríkisstjórnin verður að koma fram með trúverðugt útspil núna til að ná tökum á verðbólgunni. Þó svo að peningamálastefna Seðlabankans slái á þróunina með hækkun vaxta tekur það svo langan tíma að virka að meira þarf til að koma. Því tel ég óumflýjanlegt að gera eitthvað í skattamálum og reyna að draga saman útgjöldin.“ Fréttablaðið, 14. júní 2006. Seðlabankinn „Ég tel að athuga ætti vel kosti þess að reka hér fjármálastefnu sem byggðist á að ríkisútgjöld yxu sem nemur langtímahagvexti og að ef vikið yrði frá þeirri reglu þá þyrfti framkvæmdavaldið að útskýra fyrir Alþingi og almenningi hvers vegna það væri gert, svipað og Seðlabankinn þarf nú að útskýra frávik frá verðbólgumarkmiði sínu. Þetta myndi hafa sveiflujafnandi áhrif og styðja peningamálastefnuna mun betur en nú er. Jafnframt myndi reglan leiða til aukins gagnsæis og aga í ríkisfjármálum.“ Morgunblaðið, 24. nóvember 2001. „Aðilar vinnumarkaðarins og fjármálafyrirtækin verða að sýna ábyrgð í nýfengnu frelsi og láta af þeim pilsfaldakapítalisma sem enn ein- kennir Ísland. Það þýðir ekkert að hlaupa til og biðja hið opinbera um hjálp þegar eitthvað bjátar á, menn verða að líta sér nær. Hlutverk hins opinbera er að setja sanngjarnar leikreglur og skapa öryggisnet fyrir þá einstaklinga sem fara út af sporinu af einhverjum ástæðum en ekki að hjálpa einstökum fyrirtækjum vegna vanhugsaðra ákvarðana stjórnenda þeirra.“ Morgunblaðið, 5. júní 2002. „Ef ætlunin er að lækka skatta er nauðsynlegt að skera niður ríkisút- gjöld að minnsta kosti sem skattalækkunum nemur. Að öðrum kosti er hætt við ofþenslu í hagkerfinu.“ Fréttablaðið, 12. ágúst 2005. Hagstjórn Í skýrslu Hagfræðistofnunar um hag- stjórnarumhverfið og sambýli atvinnu- vega frá 2006 nefnir Tryggvi Þór að breytingar á íbúðalánamarkaði hafi verið mistök sem búið hafi verið að vara sterklega við með ítarlegri skýrslu Hagfræðistofnunar. „Atburðarásinni var þar lýst svo nákvæmlega að hún hefði eins getað verið skrifuð eftir á en stjórn- málamenn skelltu algjörlega skollaeyrum við þessu.“ Fréttablaðið, 21. desember 2006. Tryggvi Þór hefur lengi talað fyrir sölu á Íbúðalánasjóði til bankanna. „Þeir gætu þá breytt honum í heildsölubanka og ríkið gæti greitt bönkunum fyrir að standa undir byggða- og félagslegum markmiðum sem stjórnvöld vilja ná.“ Fréttablaðið, 28. júní 2006. Þegar hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækk- uðu í 18 milljónir sagði Tryggvi Þór þetta hafa verið kolranga aðgerð: „Bæði seðla- bankastjóri og forsætisráðherra hafa talað um það að draga saman í lánum og því er þetta það sem maður átti síst von á. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig þeim dettur í hug að gera þetta á þessum tíma.“ Fréttablaðið, 18. apríl 2006. Íbúðalánasjóður Í kjölfar þess að fjárlagafrum- varp var sett fram árið 2003 sagði Tryggvi í viðtali við Fréttablað- ið: „Heilbrigðismálin ættu að vera létt á fóðrunum en það er greini- lega einhvers konar vanskipulag í þeim.“ Hann lagði jafnframt til að stórframkvæmdum yrði frestað, s.s. að tónlistarhús yrði ekki byggt í Reykjavík á meðan mesta spenn- an væri í efnahagslífinu. „Ef allir leggjast á eitt mun góðærið skila sér til almennings en ef menn fara út af sporinu verða timburmenn- irnir miklir. Verðbólga, samdrátt- ur og sársauki. Þá fyrst brotlend- um við.“ Í viðtali við Morgunblaðið 22. nóvember 2004 benti Tryggvi Þór á nauðsyn þess að sýna aðhald í ríkisútgjöldum með tilliti til stór- iðjuframkvæmda. „Það er sérstak- lega brýnt að skattalækkunum, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið á næstu árum, verði mætt með samsvarandi niðurskurði ríkisút- gjalda.“ Benti hann á ýmsa mögu- leika á niðurskurði og sagði að niðurskurðurinn þyrfti ekki endi- lega að beinast að velferðarkerf- inu eða menntamálunum. Fleiri leiðir væru færar, til dæmis að- hald hjá hinu opinbera í ríkisfram- kvæmdum og að ígrunda vel hve- nær skattalækkunum yrði komið á og kynna þær með góðum fyr- irvara. „Ef skattalækkanir eru til- kynntar með góðum fyrirvara nær hagkerfið og efnahagsstjórnin að aðlaga sig og búa sig mun betur undir neikvæðu áhrifin af slíkri lækkun.“ Tryggvi benti einnig á möguleika á niðurskurði í utan- ríkisþjónustu og í framlögum til atvinnuvega í viðtali við Morg- unblaðið 10. september 2004. Í Fréttablaðinu 17. júní 2006 taldi hann að meðal framkvæmda sem ætti að fresta væru hátækni- sjúkrahús, Sundabraut og mislæg gatnamót í Reykjavík. „Svo þarf að skipuleggja hvernig framkvæmdir koma inn aftur þannig að þær setji ekki efnahagslífið úr skorðum.“ „Ég tel að ríkið verði að koma mjög sterkt að samningum og draga eins mikið úr ríkisútgjöld- um og mögulegt er. Það er ljóst að Seðlabankinn ræður tæpast við þetta einn,“ hafði Fréttablaðið eftir Tryggva 14. september 2005. Í Fréttablaðinu 15. apríl 2006 hvatti Tryggvi íslenska ríkið til að draga úr útgjöldum og almenning til að halda að sér höndum í neyslu og borga frekar upp skuldir sínar. „Þetta eru samt eins og heilræði til fermingarbarna. Það fara fæst- ir eftir þessu nema þeim sé stillt upp við vegg.“ Aðhald í ríkisútgjöldum „Við [Gylfi Zoëga ritaði skýrslu Hagfræðistofnunar um framtíðarskipan gengismála ásamt Tryggva Þór] teljum mjög mikilvægt fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland með sínar sveiflur að hafa sjálfstæða peningamálastefnu. Jafnframt teljum við að sveigjanleikinn í hagkerfinu sé meiri við núver- andi fyrirkomulag heldur en við fastgengi.“ Markaðurinn, febrúar 2006. „Miklar og hraðar fjármagnshreyfingar nútímans þar sem gjaldeyrir streymir með ógnarhraða um heimshagkerfið rífa lönd eins og Ísland með sér. Með háum stýrivöxtum og frjálsum fjármagnsflutningum inn og út úr landinu er íslenska hagkerfið berskjaldað fyrir þessu brimróti hins alþjóðlega fjármálamarkaðs. Evran býður upp á vörn gegn þessu.“ Ráðstefna Alþjóðamálastofnunar 24. nóvember 2006. „Ef menn hysja ekki upp um sig buxurnar er evran eini kosturinn. En ég vil frekar að menn hysji upp um sig buxurnar. Ef samspil hagstjórnartækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leiðir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýjan gjaldmiðil.“ Fréttablaðið, 21. desember 2006. Krónan/Evran „Það má segja að við séum komin að eins konar tíma- bundnum endimörkum góðu áranna. Þetta gengur yfir á einu eða tveimur árum. Svo byrjar ballið aftur.“ Morgunblaðið, 13. apríl 2006 „Ef ríkisstjórnin og Seðlabankinn koma með trúverðuga áætlun varðandi hagstjórn og hvernig verðbólgu verði náð niður ætti verkalýðshreyfingin að sitja hjá og ekki gera kröfur um launa- hækkanir við endurskoðun á kjarasamningum.“ Fréttablaðið, 14. september 2005. „Það þarf að létta á hagkerfinu 44 milljörðum með einhverjum hætti á þessu ári. Fleiri leiðir eru færar en niðurskurður á framkvæmdum. Við gætum líka hækkað skatta eða frestað skattalækkunum. Ekki vænleg leið að hækka aftur skatta á fyrirtækin. Alls ekki, frekar á einstaklingana.“ Fréttablaðið, 17. júní 2006. Tryggvi Þór og Frederic Mishkin tóku saman skýrsluna og olli hún straumhvörfum í umræðunni árið 2006. Skýrsl- an hrakti mikið af þeirri nei- kvæðu gagnrýni sem íslenskt efnahagslíf hafði fengið. Nið- urstaða skýrslunnar var að hverfandi hætta væri á fjár- málakreppu á Íslandi. Í skýrsl- unni kom einnig fram að fjár- málaeftirlit gæti orðið sterkara ef það færi fram innan vébanda Seðla- banka Íslands. Ísland sé lítið land með tak- markað bolmagn og þess vegna sé best að ein öflug stofn- un sjái um eftirlit með fjármagnsmark- aðnum, frekar en að þeirri ábyrgð sé dreift á tvær stofnanir. Mishkin- skýrslan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.