Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						20  5. október 2008  SUNNUDAGUR

sport@frettabladid.is

FÓTBOLTI Jónas Guðni Sævarsson, 

fyrirliði KR, var að vinna sinn 

þriðja bikarmeistaratitil í gær en 

hann varð bikarmeistari með 

Keflavík árin 2004 og 2006.

?Ég vinn bikarmeistaratitilinn 

alltaf á tveggja ára fresti, árin 

2004, 2006 og 2008, þannig að ég 

vinn bikarinn aftur árið 2010,? 

segir Jónas Guðni sigurreifur.

?Það er frábært að enda 

sumarið með þessum hætti og 

vera taplausir í níu síðustu 

leikjum okkar og landa titli. 

Maður getur ekki verið annað en 

ánægður með þetta sumar þó svo 

að við hefðum vissulega viljað 

vera nær toppnum í deildinni. Ég 

lít í raun og veru á þetta sem 

frábært sumar með bikarmeist-

aratitlinum. Það er bara þannig,? 

segir Jónas Guðni.  - óþ 

Jónas Guðni Sævarsson, KR:

Tek bikarinn 

aftur árið 2010

SIGURVEGARI Jónas Guðni Sævarsson 

vann bikarinn í þriðja skiptið á ferlinum 

í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

FÓTBOLTI ?Leikurinn var bara 

mjög jafn, eins og reyndar allar 

viðureignir liðanna í sumar og 

það var því svo sem vitað 

fyrirfram að þetta yrði bara stál í 

stál. Lítið var um færi og það er 

því óhugnanlega svekkjandi að 

við höfum þurft að sjá um að 

skora sigurmarkið fyrir þá og 

mér fannst ekki vera neinn 

meistarabragur yfir þessu hjá 

þeim,? segir Pétur Georg 

Markan, sóknarmaður Fjölnis, 

svekktur í leikslok.

?Þetta er í annað árið í röð sem 

við förum í þennan bikarúrslita-

leik og við vorum kannski frekar 

lítillátir í fyrra en nú vildum við 

bara vinna og ekkert annað. Það 

er því erfitt að vera eitthvað að 

stæra sig af því að hafa farið 

tvisvar í bikarúrslitaleik og tapa í 

bæði skiptin. Það er ömurlegt. 

Það er samt vissulega erfitt að 

segja eitthvað þegar allir eru að 

reyna sitt besta. Þá er þetta bara 

spurning um hvort þetta fellur 

þín megin eða ekki og þetta féll 

með KR í þessum leik.?   - óþ

Pétur Georg Markan, Fjölni:

Allir reyndu að 

gera sitt besta

ÁTÖK Fjölnismaðurinn Pétur Georg 

Markan reynir að stöðva KR-inginn 

Gunnar Örn Jónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

FÓTBOLTI Þjálfarinn Ásmundur Arnarsson hjá 

Fjölni, sem hefur gert frábæra hluti með 

Grafarvogsfélagið á undanförnum árum, var 

eðlilega svekktur í leikslok í gær. Ásmundur 

var tiltölulega sáttur með spilamennsku 

Fjölnis í fyrri hálfleik en allt annað en sáttur 

með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum.

?Við lögðum leikinn upp með að spila 

agaðan varnarleik og að keyra svo á þá eins 

mikið og tækifæri gáfu til og mér fannst við 

gera það ágætlega í fyrri hálfleik. Þá náðum 

við að skapa okkur nokkur færi sem hefðu 

getað skilað einhverju en síðasta sendingin 

klikkaði þá gjarnan. Í seinni hálfleik náðum 

við að mér fannst aldrei almennilegum takti 

við leikinn og vorum nánast bara í vörn og í 

einhverjum eltingarleik,? segir Ásmundur.

Fjölnismenn töpuðu einnig bikarúrslita-

leiknum í fyrra, þá eftir framlengdan 

úrslitaleik gegn FH, og það eykur ef eitthvað 

er á vonbrigðin með að hafa tapað nú gegn 

KR með marki á 89. mínútu.

?Það er alltaf leiðinlegt að fá á sig mark á 

lokamínútunum og það er skelfilegt að tapa 

með þeim hætti. En það er bara svona, 

óneitanlega súrt í broti en við getum náttúru-

lega verið sáttir með sumarið í heild sinni. 

Það er bara dálítið erfitt að sjá það núna því 

við ætluðum að vinna bikarinn og það er fúlt 

að fá silfrið aftur,? segir Ásmundur.  - óþ

Spútniklið Fjölnis þurfti að sætta sig við silfur, annað árið í röð, eftir tap gegn KR í úrslitaleik VISA-bikarsins:

Skelfilegt að tapa með þessum hætti

SVEKKTUR Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var 

eðlilega súr eftir svekkjandi tap gegn KR í gær.

FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

FÓTBOLTI KR varð í gær bikarmeist-

ari karla í ellefta sinn í sögu félags-

ins en Vesturbæjarstórveldið hefur 

unnið bikarinn oftast allra félaga á 

Íslandi. Logi Ólafsson, þjálfari KR, 

var brosmildur í leikslok eftir erf-

iðan úrslitaleik.

?Þetta var eins og við var að 

búast, erfiður leikur fyrir okkur. 

Við vissum að Fjölnismenn myndu 

liggja aftarlega á vellinum og 

reyna að beita skyndisóknum og 

við ætluðum að koma í veg fyrir 

það. Við pressuðum þá framarlega 

og reyndum þannig í veg fyrir að 

þeir næðu góðum sendingum fram 

völlinn. Það gekk ágætlega upp og 

þeir fengu ekki mörg færi. Að 

sama skapi gekk okkur erfiðlega 

að komast í færi vegna þess hve 

aftarlega þeir lágu og það var því 

kærkomið að fá þetta mark í lokin. 

Sigurinn skrifast klárlega á liðs-

heildina og eljuna sem við sýnd-

um,? segir Logi.

Leikurinn fór vægast sagt rólega 

af stað í gær og var tíðindalítill á 

upphafsmínútunum. Það var meira 

líf með KR-ingum eftir því sem 

líða tók á fyrri hálfleikinn á meðan 

Fjölnismenn lágu til baka og 

reyndu að beita skyndisóknum. En 

bæði lið áttu það sameiginlegt að 

þeim gekk illa að reka smiðshöggið 

á sóknarlotur sínar. Sóknaraðgerð-

ir beggja liða voru á stundum efni-

legar en þegar kom að því að taka 

síðustu sendinguna, var hún oftast 

nær alveg glæpsamlega léleg og 

lítið sem ekkert reyndi á mark-

verðina, Þórð og Stefán Loga. 

Stuðningsmenn liðanna létu til-

þrifaleysið þó ekki á sig fá og héldu 

uppi frábærri stemningu í stúk-

unni.

Vallaraðstæður voru vissulega 

ekki eins og best verður á kosið og 

Laugardalsvöllurinn var reyndar 

ekki í leikhæfu ástandi í gær-

morgun fyrir leikinn. En hvort sem 

það hefur haft áhrif á spilamennsku 

liðanna eða ekki þá var fátt sem 

gladdi augað í fyrri hálfleik og 

staðan markalaus þegar hálfleiks-

flautan gall.  

KR-ingar byrjuðu seinni hálf-

leikinn betur og á 53. mínútu áttu 

Gunnar Örn Jónsson og Björgólfur 

Takefusa skemmtilegt þrí hyrnings-

spil sem endaði með því Gunnar 

Örn átti fínt skot sem Þórður varði. 

Þetta var fyrsta skot KR-inga í 

leiknum sem hitti á markið.

KR-ingar héldu áfram að pressa 

án þess sem fyrr að skapa sér 

almennileg marktækifæri. Fjölnis-

menn virkuðu að sama skapi hug-

myndasnauðir og ólíkir sjálfum 

sér.

Það dró til tíðinda á 83. mínútu er 

hurð skall nærri hælum hjá Fjöln-

ismönnum þegar Grétar Sigfinnur 

Sigurðarson, varnarmaður KR, átti 

skalla í slá eftir hornspyrnu vara-

mannsins Óskar Arnar Hauksson-

ar. 

Óskar Örn átti eftir að reynast 

Vesturbæingum heldur betur 

drjúgur því þegar allt virtist stefna 

í framlengingu lét Óskar Örn að 

sér kveða á ný. 

Á 89. mínútu barst boltinn til 

kantmannsins vinstra megin fyrir 

utan vítateig Fjölnis og hann lét 

vaða að markinu. Boltinn virtist 

stefna fram hjá þegar hann hafði 

allt í einu viðkomu í Kristjáni 

Haukssyni, varnarmanni Fjölnis 

og þaðan fór hann í markið. KR-

ingar fögnuðu dátt, en Fjölnismenn 

trúðu ekki eigin óheppni.

Fjölnismenn gerða harða atlögu 

að marki KR-inga á lokaandartök-

um leiksins og gerðu tilkall til víta-

spyrnu í blálokin en dómarinn 

Magnús Þórisson flautaði ekki. 

Stuttu síðar flautaði Magnús svo til 

leiksloka og KR-ingar því VISA-

bikarmeistarar 2008.

KR-ingar voru talsvert á milli 

tannanna á fótboltaspekingum 

fyrir tímabilið og margir hverjir 

gerðu þá kröfu á að félagið næði að 

landa titli í sumar. Logi lét sér fátt 

um finnast um þannig tal þá og það 

hefur ekkert breyst núna þrátt 

fyrir bikarmeistaratitilinn. 

?Við erum ekki uppteknir af því 

sem aðrir eru að segja. Við viljum 

bara vinna okkar verk og vinna að 

okkar markmiðum, hvað svo sem 

öðrum finnst. En við skulum samt 

sjá hvað úrtölumenn segja fyrir 

næsta tímabil,? sagði Logi og glotti 

við tönn. omar@frettabladid.is

KR bikarmeistari í ellefta skiptið

KR-ingar hrósuðu 1-0 sigri í bragðdaufum úrslitaleik í VISA-bikar karla gegn Fjölnismönnum á Laugardals-

velli í gærdag. Sigurmarkið var sjálfsmark Kristjáns Haukssonar, varnarmanns Fjölnis, á 89. mínútu leiks-

ins. Fjölnismenn urðu þar með að sætta sig við silfurverðlaunin í VISA-bikarnum, annað árið í röð. 

STEMNING Það var sannarlega frábær 

stemning í stúkunni og áhorfendur létu 

vel í sér heyra.

SIGURÖSKUR KR-ingar fögnuðu að vonum gríðarlega á Laugardalsvellinum í gær. Á 

myndinni má sjá frá vinstri Grétar Sigfinn Sigurðarson, Jónas Guðna Sævarsson og 

Gunnlaug Jónsson í sigurvímu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

> Svekkjandi endir á ferlinum

Miðjumaðurinn knái Ágúst Gylfason hjá Fjölni lék sinn 

síðasta leik á ferlinum í tapinu gegn KR í gær og var að 

vonum svekktur í leikslok. ?Við vorum þéttir og fórum inn 

í leikinn með það að leiðarljósi að halda markinu hreinu 

og ná að lauma inn einu marki eða svo. Það var 

því erfitt að fá það í andlitið svona seint í leiknum 

að þeir nái að skora, það var erfitt að svara fyrir 

það,? segir Ágúst. ?Ég er harðákveðinn í því að 

ég er hættur en það er vissulega svekkjandi 

að enda þetta á þennan hátt. Sumarið er 

hins vegar í heildina búið að vera gott og 

að ná sjötta sætinu og úrslitaleik í bikarn-

um er mjög góður árangur og vonandi nær 

Fjölnir að byggja á því.? 

Pétur Hafliði Marteinsson, varnarjaxl 

KR, var í skýjunum með bikarsigurinn í 

gærdag og hrósaði sér í lagi sterkri liðsheild 

fyrir þá staðreynd að sigurinn hafi komist í 

höfn hjá KR.

?Það var frábært að enda tímabilið með 

bikarmeistaratitli. Svona eftir á að hyggja er mér 

nokkurn veginn sama hvernig leikurinn sjálfur 

spilaðist. Aðalmálið var að við næðum að 

halda þetta út, berjast áfram og ná að skora 

sigurmarkið og það gekk eftir og tilfinningin er 

gríðarlega ljúf,? segir Pétur Hafliði.

Pétur Hafliði átti stóran þátt í uppgangi Vestur-

bæinga eftir erfiða byrjun á keppnistímabilinu og var 

lykilmaður í varnarleik liðsins í sumar og myndaði 

öflugt miðvarðapar með Grétari Sigfinni Siguðarsyni. 

Pétur Hafliði skoraði einnig gríðarlega mikilvægt mark 

fyrir KR-inga í framlengdum undanúrslitaleik gegn 

Breiðabliki.

?Það sem er svo gaman við þetta allt saman er 

að vinna bikarmeistaratitilinn með liði sem er búið 

að vera stígandi í leik sínum og hefur verið að bæta 

sig jafnt og þétt í allt sumar. Við misstum liðin 

aðeins fram úr okkur í upphafi móts og það var 

erfitt en við misstum aldrei trúna á verkefninu og 

andinn í hópnum var alltaf frábær, sama á hverju 

bjátaði. Á ákveðnum tímapunkti settum við okkur 

þau markmið að ná sem allra lengst í bikarnum og það er 

algjörlega frábært að uppskera það með þessum hætti í lok 

tímabilsins,? segir Pétur Hafliði.

Pétur Hafliði hefur verið að melta það með sér hvað taki 

við hjá honum í lok sumarsins og aðspurður kvaðst hann vera 

búinn að ná lendingu í því máli.

?Ég býst við því að bikarúrslitaleikurinn verði minn síðasti leikur 

á ferlinum. Það er búið að vera frábært að vinna með þessum 

stráknum og ég held að það gerist ekki betra en að enda ferilinn á 

bikartitli með frábæru liði og með frábæra stuðningsmenn á bak 

við sig. Ég reikna með því að henda skónum í ruslið á eftir.?

KR-INGURINN PÉTUR HAFLIÐI MARTEINSSON: HEFUR AÐ ÖLLU ÓBREYTTU LEIKIÐ SINN SÍÐASTA LEIK Á FERLINUM

Reikna með því að henda fótboltaskónum í ruslið

Á FLUGI Logi Ólafsson, 

þjálfari KR, var tollerað-

ur í leikslok í gær. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48