Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 2
2 10. október 2008 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir að ástandið í Bretlandi sé orðið afar viðkvæmt gagnvart íslenskum fyrirtækjum og starfsemi á þeirra vegum. Svo virðist sem upp sé komin harðvítug milliríkjadeila vegna innlánsreikninga Lands- bankans og það bitni harkalega á starfsemi Baugs, sem reki fjöl- margar verslanir í landinu og hafi um 55 þúsund manns í vinnu. „Fyrirtæki sem tryggja vöru- kaup okkar hafa haft samband og vilja segja upp öllum samningum við fyrirtækið. Ástæðan sem þau gefa upp er að íslensk stjórnvöld hafi gefið út þá yfirlýsingu að ekki standi til að greiða erlendar skuldir Íslendinga,“ segir Jón Ásgeir, en hann ræddi málið við Geir H. Haarde forsætisráðherra símleiðis í gær. Spurður hvort íslenskir kaup- sýslumenn beri ekki mikla ábyrgð á þeirri ímynd sem Ísland hafi nú í breskri umræðu, segir Jón Ásgeir að Baugur hafi um árabil staðið fyrir farsælum rekstri í Bretlandi, án nokkurra árekstra, og því sé þetta mikið áfall. „Ástandið er auðvitað algjör- lega ófært og við erum hér í mik- illi baráttu og þurfum fyrst og fremst að vernda þessi fyrirtæki og allt starfsfólkið. Við verðum að gera ráðstafanir í samræmi við það,“ segir Jón Ásgeir, en breskir fjölmiðlar gera því skóna að Baugur hyggist nú selja ein- hvern hluta af starfsemi sinni þar í landi. - bih Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Þórhallur, kveður ekkert við annan tón? „Jú, nú getum við virkilega farið að syngja raddað.“ Þórhallur Vilhjálmsson, markaðsstjóri Portus hf., sem sér um byggingu tónlist- arhússins, segist bjartsýnn á að húsið rísi þrátt fyrir skakkaföll í efnahagslífinu. Stjórnarformaður Baugs segir fyrirtækið lent inni í miðri milliríkjadeilu í Bretlandi: Ástandið algjörlega ófært Verðbólgumet enn á ný Verðbólgan í Simbabve hefur enn náð nýjum og áður óþekktum hæðum. Samkvæmt nýjustu útreikningum þar- lendra stjórnvalda mældist hún 231 milljón prósent í júlí síðastliðnum. Óháðir hagfræðingar telja hana nú mælast í milljörðum prósenta. SIMBABVE HÚSNÆÐISMÁL Einkarekin leigufé- lög, sem eru í viðskiptum við Íbúðalánasjóð, eru í greiðsluvand- ræðum. Íbúðalánasjóður hefur verið með þrjú til fjögur slík mál til umfjöllunar upp á síðkastið. „Við höfum fengið slíkar umsóknir og þeim er að fjölga,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður getur fryst lán að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. „Gerð sé ítarleg grein fyrir stöðu félagsins, framtíðarsýn og að frystingartíminn sé notaður til að endurskipuleggja starfsemina og að líkur séu á því að félagið sé betur í stakk búið til að standa við skuldbindingar sínar að frysting- artímanum liðnum,“ segir Guðmundur. Sum leigufélaganna eiga íbúðir í tuga- eða jafnvel hundruðatali. - ghs Forstjóri Íbúðalánasjóðs: Frysta lán leigufélaga EFNAHAGSMÁL Ekki liggur fyrir með hvaða hætti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti komið að endurreisn íslensks efnahags. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur rætt við sendinefnd sjóðsins sem hér hefur dvalið síðustu daga. „Við höfum verið aðilar að Alþjóðagjald- eyrissjóðnum frá 1945 og eigum þar auðvitað sama rétt á fyrirgreiðslu og aðrar þjóðir ef við óskum eftir henni,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við höfum haft ástæðu til að ræða þau mál all ítarlega við sendinefndina sem hér er stödd og kynnt okkur hvaða möguleika og hvaða skilyrði sjóðurinn setur. Ég á von á að okkur yrði vel tekið ef við myndum fara fram á þetta en við höfum ekki enn þá tekið afstöðu til þess.“ Skilyrði sjóðsins liggi ekki endanlega fyrir, þau þurfi að athuga betur. Geir segist trúa að Ísland geti öðlast traust meðal þjóðanna á nýjan leik; grunnstoðir samfé- lagsins séu sterkar og landsmenn geti aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Hann trúir að Íslending- um muni vegna vel þegar þeir verða lausir við þann skuldaklafa sem hlaðist hafði utan á fjármálakerfið enda mikilvægt við endurreisn trausts að semja um skuldir þjóðarbúsins og halda ríkissjóði skuldlaus- um. Aðspurður segir hann erfitt að segja til um hvenær hægt verði að endurheimta traustið, en vonandi komist mál í sem eðlilegast horf þegar búið verði að stofna nýja banka upp úr Glitni og Kaupþingi, líkt og gert var við Landsbankann í gær. „Það er ómögulegt að segja hve langan tíma þarf til að hlutirnir jafni sig út á við, kannski einhverja mánuði, kannski eitthvað meira.“ Spurður hvort til greina komi að ríkisstjórnin beiti sér fyrir flýtiframkvæmdum við byggingu álvers í Helguvík og stækkun þess frá því sem áður var áætlað segir Geir það sína skoðun að stjórnvöld ættu að beita sér fyrir að skapa fleiri störf. „Og þá kemur allt til greina að mínum dómi.“ - bþs Forsætisráðherra hefur rætt aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við fulltrúa hans: Skilyrði IMF enn í mótun GEIR H. HAARDE EFNAHAGSMÁL Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur samkvæmt læknisráði farið í veikindafrí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum og þar segir enn fremur að hann snúi að öllum líkindum fljótlega aftur til starfa. Hann er einn af þremur seðlabankastjórum ásamt Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni. - jse Seðlabankinn: Ingimundur í veikindafrí EFNAHAGSMÁL „Það er algjört van- traust á markaði gagnvart öllu sem snýr að Íslandi,“ sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í gær. Vegna þeirra aðgerða breskra yfirvalda að frysta eigur íslensku bankanna þar í landi og vegna almenns vantrausts gagnvart íslenskum fyrirtækjum lágu við- skipti fjölmargra íslenskra fyrir- tækja við útlönd nær niðri í gær. „Það eru bara öll viðskipti í frosti, hvort sem er í Bretlandi eða á Norðurlöndunum,“ bætti Andrés við. „Ég þekki mýmörg dæmi um það að fyrirtæki hér hafi viljað borga sínum erlendu birgjum reikninga sína en peningarnir hafa ekki skilað sér inn á bækur birgj- anna erlendis.“ „Þetta er bara þannig að við getum ekki átt viðskipti við útlönd, það eru öll greiðslukerfi hrunin niður,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. „Við erum að selja fisk en fáum hann ekki greiddan eins og staðan er, við getum heldur ekki borgað reikninga úti sem eru að gjaldfalla. Og vegna framkvæmda ætluðum við að kaupa vörur úti sem við ætluðum að láta flytja heim en það er heldur ekki hægt eins og er. Með öðrum orðum: Ísland er komið á lista yfir lönd sem njóta ekki trausts, ekki ólíkt því sem gerðist með Rússa eftir fall kommúnismans.“ Einnig hafa margir íslenskir útgerðarmenn ekki getað keypt olíu á skip sín víða erlendis nema með því að greiða hana fyrir fram en hingað til hafa slík kaup verið sett á reikning sem síðan er greidd- ur jafnvel mánuði eftir afhend- ingu. „Við erum í viðræðum við stjórn- völd um það hvernig við ætlum að komast í gegnum þetta,“ segir Frið- rik Jón Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna. „Og til að svo megi verða þá er náttúru- lega nauðsynlegt að eðlileg banka- viðskipti komist á og að lánalínur erlendra gjaldmiðla verði opnar og klárar. Ríkisstjórnin hefur náð nokkrum árangri í dag [gær] þannig að svo megi verða. Síðan þarf að fara í aðrar aðgerðir eins og til dæmis að fá framlengingu kúlulána sem eru ekki með einn gjalddaga, jafnvel frestun afborg- ana en sérstaklega að frysta fram- virka gjaldmiðlasamninga þangað til krónan styrkist.“ jse@frettabladid.is Viðskipti fyrirtækja við útlönd liggja niðri Fjölmörg íslensk út- og innflutningsfyrirtæki geta ekki átt viðskipti þar sem Ísland nýtur ekki lengur trausts. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mörg úrræði í pípunum til að koma sjávarútveginum til bjargar í þessum kröggum. FRIÐRIK JÓN ARNGRÍMSSON SIGURGEIR BRYNJ- AR KRISTGEIRSSON LÖNDUN Á REYÐARFIRÐI Hingað til hefur verið karpað um það hversu mikið má veiða en í gær var vandi sjávarútvegsins að viðskiptin lágu að mestu niðri. SLYS Herjólfur, eða skip frá Eistlandi sem leysir hann af, fékk á sig brotsjó rétt utan við mynni Þorlákshafnar með þeim afleiðing- um að þrír gluggar á farþegaþil- fari brotnuðu í gærkvöldi. „Sjórinn flæddi með glerbrotum og látum hérna inn og land- krabbarnir urðu ansi hræddir,“ segir Auðunn Jörgenson, sjómaður frá Vestmannaeyjum, sem var um borð. „En það var alveg stórkost- legt að sjá hversu vel þernurnar stóðu sig í því að róa mannskapinn niður. Ég er líka viss um það að hinn eini sanni Herjólfur hefði staðið þetta af sér án þess að láta á sjá.“ - jse Herjólfur fær á sig brotsjó: Öldurnar fóru inn um glugga NOREGUR Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, lætur nú rannsaka hvort íslenskar tryggingareglur eigi að halda um viðskiptavini Kaupþings í Noregi eða hvort norskar reglur gildi. Ef íslenskar reglur gilda þá eru innistæður tryggðar upp að 20 þúsund evrum. Ef norskar reglur gilda eru innistæður tryggðar upp að 2 milljónum norskra króna. „Ég mun taka málið upp með íslenskum stjórnvöldum,“ segir Kristin í Dagens Næringsliv. - ghs Fjármálaráðherra Noregs: Íslensku regl- urnar gildi VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í bandaríska bílaframleiðandanum General Motors féll um 31 prósent í Bandaríkjunum í dag eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor´s setti félagið á athugun- arlista með mögulega lækkun í huga. Fallið dró bandarískan hluta- bréfamarkað með sér með miklum skelli. Dow Jones- hlutabréfavísitalan hrapaði um 7,33 prósent og endaði í rúmum 8.500 stigum. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm og hálft ár. Gengi bréfa í DeCode féll um 8,44 prósent á sama tíma og endaði í 44 sentum á hlut. - jab Áfram órói á mörkuðunum: Lækkun á lækkun ofan FYLGST MEÐ TÖLUNUM Bandarísk hluta- bréf féllu talsvert í verði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ástandið er auð- vitað algjörlega ófært. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON STJÓRNARFORMAÐUR BAUGS SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.