Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						8  10. október 2008  FÖSTUDAGUR
       1. Hvaða stofnun hefur alþjóð-
legu skammstöfunina IMF?
2. Hver er undirtitill væntan-
legrar bókar um Ólaf Ragnar 
Grímsson?
3. Hvaða sparisjóður tekur nú 
við stöðugum straumi nýrra 
viðskiptavina í kreppunni?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
EFNAHAGSMÁL ?Ég hef ekki orðið 
vör við að nokkuð hafi breyst hér. 
Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt 
mikið krepputal 
frá Kínverjun-
um,? segir 
Kristín Aranka 
Þorsteinsdóttir, 
starfsmaður 
íslenska 
sendiráðsins í 
Peking í Kína.
Kristín segist 
fylgjast vel með 
kínverskum 
fréttum. ?Maður heyrir fréttir af 
hrunum markaða víðs vegar um 
heiminn, og sérstaklega í Evrópu. 
Maður heyrir líka að markaðir í 
Kína hafi eitthvað lækkað eins og 
annars staðar í Asíu, en ástandið 
er greinilega ekki eins alvarlegt 
hér,? segir Kristín. - kg
Íslensk kona í Kína:
Heyri ekki mik-
ið krepputal
KRISTÍN ARANKA 
ÞORSTEINSDÓTTIR
EFNAHAGSMÁL Vilhjálmur Egils-
son, formaður Samtaka atvinnu-
lífsins, segist ekki velta því fyrir 
sér hvort eigi að skipta um Seðla-
bankastjóra. Hann gagnrýnir hins 
vegar peningastefnu bankans og 
telur aðkomu Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins óhjákvæmilega.
?Mér sýnist ekki vera neitt 
annað í stöðunni en að sjóðurinn 
komi að málum og við í Samtök-
um atvinnulífsins myndum ekki 
setja okkur á móti því. Ég tel 
bráðnauðsynlegt að lækka stýri-
vexti, það hefði átt að vera búið 
að því. Ég hef verið ósammála 
bankastjórum Seðlabankans hvað 
það varðar en ætla ekki að taka 
þátt í neinum nornaveiðum,? 
segir Vilhjálmur.
Grétar Þorsteinsson, formaður 
Alþýðusambands Íslands, segir 
stjórnvöld, og þar með Seðla-
bankann, ekki ráða við stöðuna. 
Því sé rétt að leita til Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins.
?Menn ráða ekkert við atburða-
rásina hér og nýjar fregnir bíða 
manns á hverjum morgni. Ég 
held að aðkoma sjóðsins væri af 
hinu góða og myndi veita okkur 
ráðgjöf og þann aðgang að fjár-
munum sem við þurfum á að 
halda,? segir Grétar.
Hann segir mjög mikilvægt að 
lækka stýrivexti og kallar eftir 
því að ríkisstjórnin taki ákvarð-
anir þar um.
 - kóp
Menn ráða ekkert við at-
burðarásina hér og nýjar 
fregnir bíða manns á hverjum 
morgni.
GRÉTAR ÞORSTEINSSON 
FORSETI ASÍ
EFNAHAGSMÁL Ágúst Ólafur 
Ágústsson, varaformaður Sam-
fylkingarinnar, hefur krafist þess 
að skipt verði um bankastjóra í 
Seðlabankanum. Nú eru banka-
stjórarnir þrír; Ingimundur Frið-
riksson, Eiríkur Guðnason og 
Davíð Oddsson. 
Heimildir Fréttablaðsins herma 
að málið hafi verið rætt á þing-
flokksfundi Samfylkingarinnar á 
miðvikudag og Ágúst Ólafur sé að 
tjá þá skoðun sem fram kom á 
þeim fundi. Hins vegar verður 
bankastjóraskipta ekki krafist á 
meðan mesta gjörningaveðrið 
gengur yfir. Ekki sé talið skyn-
samlegt að rugga bátnum frekar 
en orðið er.
Þeir þingmenn sem vildu tjá sig 
um málið voru allir orðvarir. 
Helgi Hjörvar vísaði í þá stefnu 
Samfylkingarinnar að yfir Seðla-
bankanum ætti að vera einn fag-
legur bankastjóri. ?Það hefur 
lengi verið stefna okkar. Þetta eru 
hins vegar ekki þeir sólarhringar 
sem við eigum að verja til að auka 
upplausn. Nú bíðum við þess að 
Davíð Oddsson þiggi lán af Rúss-
um og þegar við höfum unnið 
okkur út úr vanda dagsins er tíma-
bært að ræða endurskipulagningu 
Seðlabankans,? segir Helgi Hjörv-
ar, þingmaður Samfylkingarinn-
ar.
?Ég hef enga skoðun á þessu og 
held að betra sé að leita að lausn-
um en sökudólgum. Þessir menn 
voru ráðnir í embættið og eru þar 
þangað til annað er ákveðið,? segir 
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins. Spurður hvort 
hann treysti bankastjórunum til 
að leysa efnahagsvanda þjóðar-
innar segir hann: ?Ég hef ekki 
skoðun á því á þessu augnabliki.?
Kristján Þór 
Júlíusson, Sjálfstæðisflokknum, 
segir umræðuna ekki tímabæra 
og það væri ábyrgðarlaust í 
núverandi stöðu að skipta um 
stjórnendur. ?Ég treysti þeim á 
meðan mér eru ekki boðnir aðrir 
betri kostir.?
Ellert B. Schram, þingmaður 
Samfylkingarinnar, er hins vegar 
ekki í neinum vafa um að skipta 
eigi um bankastjóra. ?Það þarf að 
gjörbreyta peningastefnu bank-
ans og það verður ekki gert nema 
að skipta um menn í brúnni. 
Ummæli Davíðs í Kastljósinu 
höfðu gríðarleg áhrif og ég á erf-
itt með að sjá að hann geti setið 
eftir þau.?
Karl V. Matthíasson, þingmaður 
Samfylkingarinnar, segir að þegar 
um hægist eigi að fara yfir allt 
sviðið. ?Komi í ljós að bankinn 
hafi gert alvarleg mistök hljóta 
menn að skoða hvort þar þarf að 
stokka upp.?
 kolbeinn@frettabladid.is
Samfylkingin vill að 
Davíð Oddsson víki
Samfylkingarmenn vilja skipta um bankastjóra í Seðlabankanum. Heimildir 
Fréttablaðsins herma að ólíklegt sé að það gerist á meðan mesta gjörningaveðr-
ið gangi yfir en líklegt er að Davíð taki pokann sinn þegar hægist um. 
PÉTUR 
BLÖNDAL
ÁGÚST ÓLAFUR 
ÁGÚSTSSON
DAVÍÐ ODDSSON Varaformaður Samfylkingarinnar fer fram á að skipt verði um 
bankastjóra í Seðlabankanum. Líklega verður það gert þegar hægist um í efnahags-
málunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fulltrúar SA og ASÍ vilja aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Aðkoma gjaldeyrissjóðs góð
GRÉTAR 
ÞORSTEINSSON
VILHJÁLMUR 
EGILSSON
EFNAHAGSMÁL Efnahagsþrengingar 
á Íslandi og óhagstætt gengi 
krónunnar hefur orðið til þess að 
opnun byggingarvöruverslunar-
innar Bauhaus undir Úlfarsfelli í 
Reykjavík hefur verið frestað um 
óákveðinn tíma. 
Halldór Óskar Sigurðsson, 
framkvæmdastjóri Bauhaus á 
Íslandi, skýrði frá því í Frétta blað-
inu í gær að kreppan myndi ekki 
hafa áhrif á fyrirhugaða opnun í 
desember. Hann segir að nú sé 
frestun óhjákvæmileg enda ekki 
hægt að panta inn vörur vegna 
gengisins. ?Þetta gætu bara verið 
nokkrar vikur. Maður vonar það 
besta.? 
Húsnæðið sem nú mun standa 
autt er 22 þúsund fermetrar. Þar 
er ætlunin að 150 manns starfi og 
yrði þetta stærsta byggingar vöru-
verslun á Norðurlöndum.  - kdk  
Frestun um óákveðinn tíma:
Bauhaus frestar 
opnun á Íslandi
RÚSSLAND, AP Rússneskir ráða-
menn, sem boðið hafa Íslandi 
aðstoð í fjármálakreppunni, segja 
nú tíma kominn til að lægja öld-
urnar í samskiptum við Vestur-
lönd. Engin hætta sé á köldu stríði 
og leiðtogar Vesturlanda þurfi að 
halda ró sinni.
Á miðvikudag hélt rússneska 
herliðið á brott frá flestum þeim 
svæðum í Georgíu, sem eru utan 
aðskilnaðarhéraðanna Abkasíu og 
Suður-Ossetíu, þótt áfram séu her-
menn á nokkrum umdeildum 
svæðum.
Dmitrí Medvedev, forseti Rúss-
lands, notaði þessi tímamót til að 
hvetja Vesturlönd til þess að hætta 
nú öllum illdeilum um Georgíu: 
?Ekkert hefur gerst sem ekki má 
laga. Engin hætta er á nýju köldu 
stríði.?
Medvedev sagði hins vegar nauð-
synlegt að Rússland geri nýjan 
varnarsamning við Evrópuríki til 
þess að vega á móti einhliða 
aðgerðum Bandaríkjanna.
Bæði Medvedev og forveri hans, 
Vladimír Pútín, sem nú er forsæt-
isráðherra, hafa jafnframt ítrekað 
sakað Bandaríkin um að bera 
ábyrgð á fjármálakreppunni, sem 
nú sligar heiminn.
Pútín bætti því svo við í gær að 
kreppan hafi valdið óbætanlegum 
skaða á ímynd Bandaríkjanna sem 
leiðtoga hins frjálsa heims og sem 
leiðtoga frjálsra viðskipta í heim-
inum. ?Nú verður ekki aftur 
snúið,? sagði hann.  - gb
Rússneskir ráðamenn segja að Vesturlönd þurfi að halda ró sinni:
Engin hætta á köldu stríði
RÚSSAR Í GEORGÍU Rússneska herliðið 
hélt á brott frá Georgíu á miðvikudag, 
að undanskildum aðskilnaðarsvæðun-
um og nokkrum umdeildum svæðum 
öðrum.  NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL Sigríður Ingibjörg 
Ingadóttir, fulltrúi Samfylkingar í 
bankaráði Seðlabankans, sagði sig 
úr ráðinu í gærkvöldi. Hún bað 
jafnframt 
þjóðina 
afsökunar á 
því að hafa 
ekki fyrr axlað 
ábyrgð á 
hagstjórnar-
mistökum 
bankans.
?Undanfar-
in ár, mánuði, 
vikur og daga 
hafa verið gerð alvarleg mistök í 
hagstjórn Íslands og stjórn 
fjármálakerfisins. Seðla banki 
Íslands ber mikla ábyrgð á þeim 
mistökum,? segir Sigríður í 
tilkynningu. ?Ég hvet því 
bankastjóra Seðlabanka Íslands, 
Davíð Oddsson, Eirík Guðnason 
og Ingimund Friðriksson, til að 
axla sína ábyrgð á mistökunum 
og segja af sér nú þegar.?  - sh
Hvetur til afsagnar stjórnar:
Segir sig úr 
Seðlabankaráði
SIGRÍÐUR INGIBJÖRG 
INGADÓTTIR
Skuldaklukkan sprungin
Skuldir bandaríska ríkisins eru 
komnar yfir 10 þúsund milljarða dala, 
sem þýðir að ekki er pláss lengur fyrir 
nógu marga tölustafi á skuldaklukk-
unni svonefndu í New York til að sýna 
rétta skuldastöðu ríkisins. Skulda-
klukkan var sett upp árið 1989 til að 
vekja athygli á óhóflegri skuldasöfnun 
ríkisins, sem þá nam ?aðeins? 2,7 
þúsund milljörðum dala.
BANDARÍKIN
Símtöl til spákonu
Norska þingkonan Saera Khan hefur 
viðurkennt að hafa oft notað farsíma, 
sem þingið greiðir kostnað af, til þess 
að leita ráða hjá spákonu. Símreikn-
ingurinn fyrir síðustu þrjá mánuði 
nam 48 þúsund norskum krónum. 
Khan er nú farin í leyfi og ætlar ekki 
að bjóða sig aftur fram til þings. 
NOREGUR
DÓMSMÁL Tæplega fertugur 
karlmaður hefur verið dæmdur 
til að greiða 70 þúsund krónur til 
ríkissjóðs og 184 þúsund til konu 
sem hann sló í andlitið í félags-
heimilinu Valhöll á Eskifirði. 
Konan hlaut nokkra áverka og 
missti um tíma sjón á öðru auga.
Maðurinn neitaði sök frá 
upphafi. Hann kvaðst sjálfur hafa 
orðið fyrir árás nokkurra manna 
á umræddum stað og tíma. Hafi 
hönd hans lent á konunni þegar 
hann varði hendur sínar og það 
verið óviljaverk. Með hliðsjón af 
framburði vitna taldi dómurinn 
komna fram sönnun þess að 
maðurinn hefði slegið konuna. - jss 
Sekt og skaðabætur:
Missti sjón um 
skeið eftir högg
VEISTU SVARIÐ?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48