Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 — 282. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 BORÐLAMPAR FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Kaffirjómi í nýjum umbúðum Frábær út í kaffið og til matargerðar. Geymsluþolin mjólkurvara ms.is FÓLK Iceland Airwaves-tónlistar- hátíðin hefst í kvöld í miðborg Reykjavíkur og stendur fram á sunnudag. Alls munu um 4.500 gestir sækja hátíðina þetta árið. Þar af eru um 1.800 erlendir gest- ir. Að sögn Þorsteins Stephensen hjá Hr. Örlygi, sem sér um fram- kvæmd hátíðarinnar, komu fyrstu erlendu listamennirnir til landsins í gær. „Það kemur svo stór hópur í dag og enn stærri á morgun. Partí- ið er að byrja.“ Erlendir blaðamenn eru ætíð áberandi á Airwaves. Í ár er búist við 400 erlendum blaðamönnum frá þekktum tónlistarblöðum á borð við Rolling Stone, NME, Q og Vice svo fáein séu nefnd. Þá verða hér fulltrúar frá þekktum dag- blöðum eins og Guardian og Times. Óhætt er að segja að hátíðin komi á góðum tíma fyrir Ísland og Íslendinga. Ekki einasta er hún kærkomið tækifæri fyrir tónlistar- áhugafólk til að gleyma áhyggjum af efnahagsástandinu um stund heldur segir Þorsteinn að hátíðin skili dágóðri summu í þjóðarbúið. „Það var reiknað út í Viðskipta- blaðinu í fyrra að Iceland Air- waves sé 300 milljóna króna inn- spýting í miðborgarhagkerfið. Þá er allt reiknað með: hótel, veit- ingastaðir, bílaleigur og svo mætti áfram telja. Þetta er nú upphæð sem munar um í þessu árferði.“ - hdm Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefst í kvöld í miðborg Reykjavíkur: 300 milljóna króna innspýting RAGNAR AXELSSON Dvaldi meðal veiði- manna á Grænlandi • ferðir • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Hugsar skýrt innan um borgarísjaka á Grænl d Um fi Ragnar segir fátt jafnast á við það að aka um ísinn á hundasleða. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞEIR SEM VILJA LESA sér til um ástand fjallvega geta gert það á vefsíðunni www.vegagerd.is. Þar er að finna upplýsingar um umferð og færð um land allt, framkvæmdir, slysatíðni, skýrslur um umferðaröryggismál, skipulagða viðburði sem Vegagerðin stendur fyrir og margt fleira. EGGERT JÓHANNSSSON Þögul mótmæli feldskera Tekur bara við peningum frá Gordon Brown FÓLK 30 Ástæða til að komast heim Hafdís Huld kynnir lag sitt fyrst á Íslandi svo hún geti notið lífs- ins í heima- högunum. FÓLK 25 Látum verkin tala Hermann Hreiðarsson segir að það sé kom- inn tími til að landsliðið láti verkin tala. ÍÞRÓTTIR 26 Frelsi og sjálfstæði fjölmiðla Skýrsla dr. Herdísar Þorgeirsdóttur á sviði fjölmiðlaréttar verður lögð til grundvallar á sérstökum fundi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. TÍMAMÓT 18 % 20 40 60 80 100 40.000 slaufurSöfnunarmarkmið SJÁVARÚTVEGUR Geir H. Haarde forsætisráð- herra hvatti útflytjendur í gær til að flytja erlendar tekjur sínar til landsins og Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins að nauðsynlegt væri að auka gjaldeyristekjurnar með útflutningi. Á sama tíma fá íslenskir fiskútflytjendur þau boð frá breskum viðskiptavinum sínum að stjórnvöld í Bretlandi hafi fryst allt fjárstreymi til Íslands um óákveðinn tíma. „Ég held að menn ættu ekki að vera með neinar yfirlýsingar heldur halda áfram að vinna og koma hlutunum í lag því ef þeir gera það ekki þá er sjálfstoppað,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. „Ef atvinnulíf á að geta gengið á Íslandi þá verða gjaldeyrisviðskipti að vera í lagi, bæði út og inn í landið. Ef framleiðandi fær ekki peninginn sinn fyrir vöruna þá segir það sig sjálft að hann hættir að vinna.“ Ægir Páll Friðbertsson, forstjóri Ísfélagsins, sem meðal annars rekur frystitogara sem nú landar í Noregi, tekur í sama streng. „Við fengum olíu í síðustu viku með því að væla hana út. Þeir sögðu að við mættum búa okkur undir að þurfa að staðgreiða næst. Við áttum von á greiðslum frá Bretlandi en þær hafa ekki borist,“ segir Ægir Páll. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir forgangsatriði að koma gjaldeyris- mörkuðum í lag. „Við verðum að geta komið gjaldeyrinum heim. Sum fyrirtæki eiga allt að 100 milljónum erlendis sem þau komast ekki í. Við lifum nokkra daga af svona, en þessu verður að bjarga. Ef ekki vill betur verða menn að setjast upp í flugvél með stóra tösku og fara og ná í gjaldeyrinn.“ - jse, kóp Fiskútflutningur í hættu vegna gjaldeyriskreppu Forsætisráðherra hvetur útflytjendur til að flytja erlendar tekjur heim á sama tíma og bresk yfirvöld frysta fjárstreymi til Íslands. Vinnslu er sjálfhætt að óbreyttu, segir framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. BJART SYÐRA Í dag verður yfirleitt hæg norðlæg átt. Rigning eða slydda norðan til og austan einkum þegar líður á daginn, en yfirleitt bjart sunnan og suðvestan til. Hiti 0-7 stig, mildast syðst. Næturfrost. VEÐUR 4 4 2 2 3 3 BESTI KNATTSPYRNUMAÐUR ÍSLANDS Ásgeir Sigurvinsson var í gær valinn besti knattspyrnumaður Íslands frá árinu 1946. Kjörið var samvinnuverkefni Stöðvar 2 Sport og Knattspyrnusambands Íslands. Tíu voru tilnefndir. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNHAGSMÁL Uffe Ellemann- Jensen, fyrrverandi utanríkisráð- herra Danmörku, birti í gær grein í danska blaðinu Berlingske tidene undir heitinu Ísland í miðpunkti fjármálakrepp- unnar. Í greininni segir hann efnahagskrísuna reyna mjög á íslenska vini sína þótt sé vart hægt að finna duglegra og kraftmeira fólk. Stolt Íslendinga og sjálfstæði hafi einangrað þá. Íslendingar gjaldi nú sjálfstæði sitt dýru verði rétt eins og Bjartur í Sjálfstæðu fólki eftir Laxness áður. Á Íslandi hafi dregið úr lífsgæðum og frjáls verslun takmörkuð. Uffe telur að dugnaður Íslend- inga geti komið þeim út úr kreppunni. Þeir verði þó að átta sig á því að í heiminum nú sé styrkur fólks lítill standi það alltaf eitt. - kdk Uffe Ellemann-Jensen: Dýrt er sjálf- stæði Íslands UFFE ELLEMANN-JENSEN Ef ekki vill betur verða menn að setjast upp í flugvél með stóra tösku og fara og ná í gjaldeyrinn. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LÍÚ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.