Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 13
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 22. október 2008 – 43. tölublað – 4. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Norsk Hydro | Tekjur Norsk Hydro af áframhaldandi starf- semi eru meira en helmingi minni á þriðja ársfjórðungi en á sama tíma í fyrra. Samkvæmt nýbirtu uppgjöri eru þær 968 milljónir norskra króna, á móti 2.114 milljónum í fyrra. Ástæðan er sögð samdráttur á heimsmark- aði og aukinn kostnaður. Franskir bankar | Hlutabréf franskra banka hækkuðu hratt í gærmorgun eftir að stjórnvöld samþykktu að veita lán að upp- hæð 10,5 milljarðar evra til sex stærstu banka landsins. Christ- ine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka, segir að ekki sé verið að horfa til lausafjárþarfar bank- anna, heldur aðgangs einstakl- inga og fyrirtækja að lánsfé. Huga að öryggi | Kínversk stjórnvöld leggja nú sérstaka áherslu á öryggi barnavarnings. Forbes hefur eftir talsmanni kín- verskra stjórnvalda að áhersla sé lögð á öryggi í hvívetna, sérstak- lega hvað börn varði. Með þessu mun brugðist við áföllum tengd- um menguðum mjólkurvörum og innköllun á gölluðum vöggum í Bandaríkjunum. Norsk olía | Norðmenn hafa ekki í hyggju að draga úr olíufram- leiðslu líkt og OPEC-ríkin hafa lagt til. Í viðtali við norsku frétta- veituna NTB áréttaði Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, að slíkar ákvarðanir tækju Norð- menn á eigin forsendum. Áfall fyrir Parmalat | Hluta- bréf í ítalska matvælafyrirtæk- inu Parmalat féllu skarpt í gær eftir að fyrirtækið var í Banda- ríkjunum dæmt til að greiða Citigroup 364 milljónir dala í bætur. Parmalat höfðaði mál á hendur bankanum eftir þrot fé- lagsins 2003 og bankinn höfðaði mál á móti. Breskar fasteignir | Velta á breskum fasteignamarkaði hefur dregist saman um 53 prósent á einu ári samkvæmt nýbirtum tölum þar í landi. Samkvæmt frétt BBC voru 59 þúsund íbúð- ir seldar þar í landi í septemb- er, miðað við 126 þúsund á sama tíma í fyrra. Áslaug Árnadóttir, formaður stjórnar Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda, segist hafa vitað um hugsanlegar ábyrgðir sjóðs- ins vegna Icesave-reikninganna, þegar hún tók við sjóðnum í mars. Áslaug segir að sjóðnum berist upplýsingar um heildarstöðu inn- lána hjá bönkunum. Það sé ann- ars ekki brotið niður á einstaka reikninga. Spurð um hvort hún hafi gert einhverjar ráðstafan- ir vegna hugsanlegrar ábyrgð- ar sjóðsins á erlendum innstæð- um, vísar hún í að sjóðurinn fái upplýsingar um heildina og segir að greitt hafi verið til trygging- arsjóðsins í samræmi við lög. Ekki hafi verið vakin athygli ann- arra á hugsanlegum ábyrgðum sjóðsins vegna hárra innstæðna í bönkunum. Um hvort slíkt hafi áður verið gert, vísar hún á Jónas Þórðar- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóra sjóðsins. Jónas neitar að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Nítján milljarðar króna eru í íslenska tryggingarsjóðnum. Samkvæmt lögum um sjóðinn ábyrgist hann að lágmarki sem nemur 20.887 evrum hjá hverjum innistæðueiganda. Ábyrgðir vegna Icesave-reikn- inganna í Bretlandi gætu numið hundruðum milljarða króna. Stjórnvöld hafa sagst vona að eignir Landsbankans ytra dugi fyrir innistæðunum. - ikh Vissu um Ice- save-ábyrgðir Á BLAÐAMANNAFUNDI Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra og Geir H. Haarde for sætis ráðherra hafa sagst vona að eignir Landsbankans standi undir skuldbindingum tengdum Icesave. MARKAÐURINN/STEFÁN. Orðskýringin Hvað er bjarnarmarkaður? 6 Hugspretta Framtíðin liggur hjá sprotunum 4-5 Frosti Ólafsson Engin velmegun án framtíðar 6 Björn Ingi Hrafnsson skrifar „Það liggur í hlutarins eðli að Seðlabankinn getur tapað verulegu fé á hruni bankakerfisins enda var hann einn helsti lánveitandi bankanna. Í lok síðasta mánaðar skulduðu fjármálastofnanir Seðlabank- anum nær 500 milljarða króna, mikið af því lánað gegn veðum sem nú virðast haldlítil,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Kröfur Seðlabanka Íslands um aukin veð fjár- málafyrirtækja í endurhverfum viðskiptum ollu miklu uppnámi í íslensku fjármálalífi í gær. Frétta- blaðið skýrði frá því í gær, að svo virðist sem lang- stærstur hluti lánakrafna Seðlabankans í endur- hverfum viðskiptum við banka og fjármálastofnan- ir hér á landi hafi tapast við hrun bankanna síðustu daga. Seðlabankinn býður næst út endurhverf verð- bréf í dag og í vikunni hefur hann óskað eftir við- bótartryggingum hjá fjölmörgum fjármálafyrir- tækjum. Mesta krafan er gerð á hendur Icebank, en bankanum er gert að koma með viðbótarveð upp á 60 milljarða króna. Ólíklegt er að bankinn geti brugðist við þeirri beiðni og blasir því þrot við að óbreyttu, sem gæti haft keðjuverkandi áhrif á marga sparisjóði í landinu. Fundað var með stjórn- völdum og Seðlabanka vegna þessara mála í gær. Straumur lagði fram viðbótarveð í gær, sama gerði Askar Capital. VBS fjárfestingarbanki segir að verði staðið við samninga sem bankinn hafi gert, verði eigið fé ekki í hættu. Byr og SPRON sendu frá sér tilkynningu, þar sem fram kemur að greiðslu- miðlun þeirra innanlands hafi ekki farið gegnum Icebank. SPRON segist hafa gert ráð fyrir að kall- að yrði eftir frekari veðum og forsvarsmenn Byrs segjast aðeins hafa unnið með ríkisskuldabréf í við- skiptum sínum. „Ef Seðlabankinn væri venjulegt fyrirtæki eða banki stæði hann nú hugsanlega frammi fyrir tæknilegu gjaldþroti,“ segir Ólafur Ísleifsson lekt- or. „Komi til umtalsverðs eignatjóns bankans kemur í hlut ríkissjóðs að leggja honum til nýtt fé svo að hann verði starfhæfur. Hafa má í huga að eigið fé Seðlabankans er 90 milljarðar króna en óvissa ríkir um 350 milljarða króna.“ Kröfur Seðlabanka setja allt í uppnám Fjármálafyrirtæki í enn frekari vandræðum eftir kröfur Seðlabanka Íslands um aukin veð í endurhverfum við- skiptum. Fundað um málið við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. „Ákveðið var að skipta þessum bönkum upp í „góða“ og „slæma“ banka og þetta er skref í því ferli,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur auglýst ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda Landsbanka og Glitnis yfir í nýju ríkis- bankana. Eignir sem ekki eru fluttar eru fyrst og fremst kröfur á hina bankana og verðbréf þeirra. Þá verða allar eignir erlendra dótturfélaga, og kröfur bank- anna á útibú og dótturfélög erlendis, eftir í eldri bönkunum. Sömu leiðis munu „útlán í verulegri tapsáhættu“ skilin eftir. Samkvæmt auglýsingu FME fær skilanefndin nú 90 daga til að meta virði allra þeirra eigna sem fluttar eru yfir í nýju bankana. Sigurður Tómas Magnússon, lögfræðingur og kennari við Háskól- ann í Reykjavík, bendir á að að því ferli loknu hljóti að hefjast gjaldþrotaskipti gömlu bankanna. „Og þá ráða kröfuhafarnir ferðinni. Skiptastjóri eða kröfuhafar geta höfðað mál til endurheimtu verð- mæta sem ráðstafað hefur verið í bága við jafnræði kröfuhafa áður en gjaldþrotaskipti hófust.“ Sigurður telur ekki útilokað að kröfuhafarn- ir reyni þá jafnvel að rétta gerninga Fjármáleftir- litsins „og eiga dómstólar þá síðasta orðið, eins og í öðru. Í lögunum fólst röskun á eignarréttindum, en það verður að hafa í huga að Fjármálaeftirlit- ið hefur starfað undir neyðaraðstæðum og maður vonar að allir gerningar þess standist.“ Varðandi hvort skilanefndir gætu ekki allt eins ráðstafað til sölu innlendri starfsemi bankanna, líkt og ef lífeyrissjóðirnir hefðu keypt starfsemi Kaup- þings, segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra það ekki samrýmast heimildum þeirra. „Sam- kvæmt neyðarlögunum og uppleggi okkar er það þannig að Fjármálaeftirlitið tekur yfir alla starfs- semi bankanna og vald hluthafafundar. Upplegg- ið var að skipta starfseminni í tvennt, taka með lögmætum hætti innlenda hlutann út úr starfsemi gömlu bankanna og sjá til þess að í nýju bankana fari það eitt sem henni viðkemur,“ segir hann. Í gömlu bönkunum verði svo eftir gríðrleg verðmæti sem standi upp á skilanefndirnar að passa að fari ekki forgörðum. Björgvin segir lykilatriði í ferlinu að kröfuhöfum verði ekki mismunað. - msh / óká Vona að gerningar FME standist Skilanefndir hafa nú 90 daga til að meta virði eigna áður en kemur til gjaldþrotaskipta gömlu bankanna. Við gætu tekið málshöfðanir kröfuhafa. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Er prentverkið Svansmerkt? SEÐLABANKI ÍSLANDS Upphaflega stóð til að Seðlabankinn hefði forgang á veðskuldbindingar „gömlu“ bankanna en fallið var frá því þar sem sú skipan var ekki talin standast lög. MARKAÐURINN/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.