Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2  9. nóvember 2008  SUNNUDAGUR
VIÐSKIPTI Viðvörunarbjöllur hjá 
fjármálaeftirliti á Íslandi, 
Bretlandi og í viðskiptaráðuneytinu 
varðandi Icesave í Bretlandi fóru 
að hringja í marsmánuði, segir 
Sigurður Einarsson, fyrrverandi 
stjórnarformaður Kaupþings. 
Hann telur að enn vanti svör við 
þeirri spurningu, hvers vegna 
Landsbankinn hafi fengið að halda 
áfram að safna innlánum inn á 
Icesave í Bretlandi og svo í fleiri 
löndum, þegar eftirlitsaðilum hafi 
verið ljóst að hann stæði ekki 
undir því.
?Þetta er í marsmánuði. Bankinn 
fær áfram í sex eða sjö mánuði að 
auglýsa og safna frekari innlánum 
sem gera vandann enn 
illviðráðanlegri og ég skil ekki af 
hverju þetta var ekki stoppað þá 
af íslenska Fjármálaeftirlitinu eða 
íslenska bankamálaráðherranum 
sem síðar gerir sér sérstaka ferð 
til Bretlands og hittir 
fjármálaráðherrann hér og ekkert 
gerist. Þetta verður enn þá 
óskiljanlegra í mínum huga þegar 
haft er í huga hvernig var komið 
fram við Kaupþing hér í Bretlandi 
í lok september og byrjun október,? 
sagði Sigurður.
Sigurður telur stjórn 
Seðlabankans gjörsamlega hafa 
brugðist með því að stórefla ekki 
gjaldeyrisvaraforðann, þótt 
margir hafi kallað eftir því að 
innviðir íslensks efnahagslífs 
yrðu styrktir, þar á meðal hann. 
Sigurður bendir á að Kaupþing 
hafi á undanförnum árum reynt að 
minnka umsvif sín hér á landi og 
eftir á að hyggja hafi stærstu mis-
tökin verið þau að flytja ekki höf-
uðstöðvarnar úr landi, úr mynt-
svæði íslensku krónunnar sem 
bæri augljóslega ekki slíka starf-
semi. Þetta hefði átt að gera þegar 
viðræður voru um kaup á hol-
lenska bankanum NIBC. Hægt 
hafi verið að láta hollenska bank-
ann taka Kaupþing yfir, sem væri 
þá hollenskur banki í dag og hefði 
ekki farið í þrot. ?Þetta voru 
stærstu mistökin sem við gerð-
um.?
Sigurður segir einnig að ákvörð-
unin um að þjóðnýta Glitni sé 
algjört lykilatriði í því sem síðar 
gerðist. Hann segir að um leið og 
þær fréttir bárust Kaupþings-
mönnum hefði þeim litist afar illa 
á blikuna. ?Um nóttina hringdi ég 
síðan í iðnaðar- og forsætisráð-
herra og bað þá um að nota ekki 
þessa aðferðafræði. Þetta væri 
það versta sem menn gætu gert. 
Það hlaut engan hljómgrunn hjá 
þeim og okkur fannst skrýtið að 
við sem stærsti banki landsins 
hefðum ekki verið hafðir með í 
ráðum.?
Sigurður segist geta fullyrt að 
þetta hefði ekki farið eins og þetta 
fór ef Ísland væri með evru og 
með stuðning frá Evrópska seðla-
bankanum.
bjorn.ingi@markadurinn.is
FÖÐURLAUS
SONUR NÍU MÆÐRA
Sniglar í brjóstahaldara, 
fæðing út um eyra ? og
föðurlaus sonur níu mæðra.
Þetta eru dæmi um furður 
sem fjallað er um í þessari 
bráðskemmtilegu
bók eftir Jón Björnsson.
Snigla
fæðin
föðurlaus
Þetta er
sem fjal
bók e
D
Y
NAMO REYKJA
VÍK
Fjármálaeftirlitið átti 
að stoppa Icesave
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir að strax í 
mars hafi verið ljóst að Landsbankinn stæði ekki undir Icesave-reikningunum.
FÓLK Svo virðist sem vinsældir 
Kolaportsins séu meiri nú en 
nokkru sinni fyrr, því allir básar 
eru þegar upp 
pantaðir fram 
að jólum. ?Það 
hefur yfirleitt 
verið mikið að 
gera hjá okkur á 
þessum tíma 
árs, en það er að 
gerast miklu 
fyrr núna. 
Vinsældir 
Kolaportsins 
hafa vaxið jafnt og þétt, en það er 
engin spurning að það er meiri 
fólksfjöldi sem kemur að versla 
núna,? útskýrir Gunnar Hákonar-
son, framkvæmdastjóri Kolaports-
ins, og segir kreppuna óneitanlega 
hafa sitt að segja. ?Hvort sem fólk 
hefur lent illa í kreppunni eða ekki 
er það farið að hugsa betur um 
notagildi hlutanna og að hver 
króna skiptir máli,? bætir hann 
við.   - ag / sjá síðu 22
Allir básar upp pantaðir:
Kolaportið fullt 
í kreppunni
GUNNAR 
HÁKONARSON
Ölvaðir undir stýri
Þrír voru handteknir á höfuðborgar-
svæðinu í gær grunaðir um ölvun við 
akstur. Einn þeirra er á tvítugsaldri 
en hinir tveir á fimmtugsaldri. Að 
sögn lögreglunnar gekk fyrrinótt stór-
áfallalaust fyrir sig en eitthvað var um 
pústra á milli manna.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SLYS Þrír voru fluttir á slysadeild 
eftir harðan árekstur strætis-
vagns og tveggja fólksbíla á 
Hringbraut vestan við Njarðar-
götu um hálfáttaleytið í gær-
kvöldi. 
Talið er líklegt að annar 
bílstjórinn hafi verið að gefa 
hinum bílnum rafmagn og kom 
þá strætisvagninn aðvífandi með 
fyrrgreindum afleiðingum. 
Samkvæmt slökkviliðinu í 
Reykjavík er hugsanlegt að sá 
sem gaf rafmagnið hafi klemmst 
á milli bílanna. Vagnstjórinn var 
einn þeirra sem var fluttur á 
slysadeild en hann mun ekki 
hafa slasast illa. Tíu til fimmtán 
farþegar voru í strætisvagninum 
og fengu þeir áfallahjálp hjá 
starfsfólki Rauða krossins.  - fb
Þrír á slysadeild eftir árekstur:
Strætisvagn ók 
á tvo fólksbíla
HARÐUR ÁREKSTUR Áreksturinn í 
gærkvöldi var harkalegur. Þrír voru fluttir 
á slysadeild og tíu til fimmtán fengu 
áfallahjálp.  FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
DÝRALÍF Svartfugl af langvíuætt 
sem Náttúrugripasafnið í Vest-
mannaeyjum tók að sér í sumar 
hefur ekki sýnt neinn áhuga á að 
fara aftur út í frelsið þrátt fyrir 
ítrekaðar tilraunir til að koma 
honum þangað.
Kristján Egilsson, forstöðu-
maður safnsins, segir að fuglin-
um verði sennilega ekki sleppt 
fyrr en eftir áramót. ?Það var 
komið með hann í byrjun júlí. 
Strákar sem voru á tuðru úti á sjó 
fundu hann kaldan og hraktan. 
Við tókum hann í fóstur og höfum 
alið hann í sumar,? segir Kristján, 
sem reyndi að sleppa honum fyrir 
hálfum mánuði. ?Ég fór með hann 
út í Stórhöfða og setti hann þar á 
bjargbrúnina, skildi hann þar 
eftir og labbaði í burtu frá honum. 
Svo ætlaði ég að fylgjast með 
honum þegar hann tæki flugið en 
þegar hann heyrði hljóðið í öðrum 
fuglum hljóp hann til baka, kúrði 
sig við hliðina á mér og neitaði að 
fara.?
Kristján segir svartfuglinn 
mjög félagslyndan og að honum 
leiðist að vera einn. ?Hann kallar 
sífellt á mig og vill bara fá að 
vera einhvers staðar nálægt. Ég 
er að sýna fólki hann sem kemur 
á safnið og set hann á gólfið. Þá 
virðist hann alveg þekkja mig því 
þótt hann fari aðeins frá þá endar 
hann alltaf á því að stilla sér upp 
við hliðina á mér,? segir hann og 
bætir við: ?Þegar hann var minni 
átti hann til að fara upp á skóinn 
hjá mér og troða hausnum undir 
buxnaskálmina til að fá skjól.?
Spurður hvort hann vilji ekki 
bara taka svartfuglinn að sér sem 
gæludýr segir Kristján að það 
gæti orðið snúið. ?Það er kannski 
ekki vinsælt að vera með þetta 
heima hjá sér. Hann lætur frá sér 
fara þar sem hann stendur, hann 
fer ekkert eins og kötturinn í 
kassa.?  - fb
Svartfugl af langvíuætt neitar að yfirgefa Náttúrugripasafn Vestmannaeyja:
Félagslyndur og vill ekki frelsi
GÓÐIR VINIR Kristján Egilsson, for-
stöðumaður Náttúrugripasafnsins, og 
svartfuglinn eru orðnir góðir vinir.
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra neitar því að hafa vitað um vand-
ræði Landsbankans með Icesave-reikninga í Bretlandi í mars á þessu ári.
Í samtali við ríkisútvarpið í gær kvaðst viðskiptaráðherra fyrst hafa vitað 
um vandann í lok ágúst. Þetta stangast á við fullyrðingar Sigurðar Einarsson-
ar, fyrrverandi stjórnarformanns í Kaupþingi, á Markaðnum á Stöð 2 í gær 
og í Fréttablaðinu í dag.  - gar
VANDI ICESAVE VAR FYRST LJÓS Í ÁGÚST
EFNAHAGSMÁL ?Af umræðum má ráða að Landsbank-
inn hafi ekki haft eignir til að setja á móti Icesave-
innstæðum og því ekki orðið af dótturfélagavæðingu 
reikninganna. Þetta er alrangt,? segir í yfirlýsingu 
frá fyrrverandi stjórnendum Landsbankans.
Landsbankamennirnir segjast gefa yfirlýsinguna 
vegna ítrekaðra umræðna um að aðgerðir breskra 
yfirvalda gegn dótturfélagi Kaupþings, Singer & 
Friedlander, tengdist á einhvern hátt málefnum 
Landsbankans og umræðum um Icesave-reikning-
ana. Aðgerðirnar gegn Singer & Friedlander hafi 
verið á eigin forsendum eins og meðal annars hafi 
komið fram á breska þinginu.
Að sögn Landsbankamannanna átti bankinn ávallt 
nægilegt safn eigna til að mæta öllum skuldbinding-
um, þar með töldum innlendum og erlendum 
innlánum. Rangt sé að ekki hafi náðst að breyta 
Icesave í Bretlandi úr útibúi í dótturfélag vegna þess 
að Landsbankinn ætti ekki nægar eignir. Það hafi 
strandað á lagalegum atriðum:
?Bresk yfirvöld voru því miður ekki tilbúin til að 
koma til móts við Landsbankann um að leyfa 
bankanum að mynda jafnvægi  milli inn- og útlána í 
skrefum og þannig tryggja að lánasamningar 
bankans stæðust.?
Þá kemur fram í yfirlýsingunni að eignasafn 
Landsbankans þurfi að rýrna um helming til þess að 
ekki séu til nægar eignir til að mæta forgangskröf-
um á hendur bankanum, þar með töldum kröfum 
vegna Icesave.  - gar
Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans mótmæla fullyrðingum um Icesave:
Nægar eignir til fyrir Icesave
FYRRVERANDI BANKASTJÓRAR LANDSBANKANS Segja helming 
eigna þurfa að glatast svo þær dugi ekki fyrir Icesave innlánum.
LÖGREGLUMÁL Tveir pólskir 
karlmenn voru handteknir fyrir að 
hnupla matvörum úr verslun í 
Keflavík í fyrradag. Annar 
mannanna var handtekinn fljótt og 
örugglega en hinn náði að komast 
undan. Hann var handsamaður í 
gær með dúkahníf á sér sem hann 
sagðist nota til vinnu.
Mennirnir, sem eru á þrítugs-
aldri, voru báðir viðriðnir 
Keilufellsmálið sem kom upp í 
Breiðholti fyrir nokkru síðan 
þegar hópur manna réðst inn í hús 
þar sem Pólverjar búa og börðu þá. 
Að sögn lögreglunnar í Keflavík 
eru báðir mennirnir taldir 
hættulegir og eru þeir í farbanni 
vegna Keilufellsmálsins. Báðir eru 
þeir búsettir í Reykjanesbæ.  - fb
Tveir handteknir í Keflavík:
Keilufellsmenn 
stálu úr verslun
Páll, stendur til að buffa seðla-
bankastjórnina?
?Ekki í dag.?
Hljómsveitin Buff hafði verið bókuð á 
árshátíð Seðlabankans sem hefur verið 
frestað fram í janúar. Buff þurfti því að 
bóka sig á Sjallann á Akureyri í staðinn. 
Páll Eyjólfsson starfar hjá umboðsskrif-
stofunni Prime, sem hefur Buff á sínum 
snærum.
SPURNING DAGSINS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40