Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6  9. nóvember 2008  SUNNUDAGUR
Magnús Sigurðsson hlaut Bókmenntaverðlaun 
Tómasar Guðmundssonar 2008. Aðrir sem áttu handrit í 
keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menn-
ingar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Ingólfsnausti 
- Vesturgötu 1, sem fyrst eða fyrir 15. janúar 2009.  Einnig 
er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp 
dulnefni. Aðeins var opnað umslag með nafni 
vinningshafa. 
Bókmenntaverðlaun 
Tómasar Guðmundssonar
Menningar- og
ferðamálasvið
Reykjavíkurborgar,
Ingólfsnausti -
Vesturgötu 1,
101 Reykjavík,
menning@reykjavik.is
AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða 
haldin sem hér segir ef næg þátttaka fæst:
Í bifvélavirkjun 6. febrúar 2009, bifreiðasmíði 
30.-31. janúar og í bílamálun 6.-7.febrúar. 
Umsóknarfrestur er til 20.desember 2008.
Með umsókn skal leggja fram afrit af náms-
samningi, lífeyrissjóðsyfi rlit og burtfararskírteini 
með einkunnum eða staðfestingu skóla á því 
að nemi muni útskrifast í desember 2008.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er 
mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu 
okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni.
IÐAN - fræðslusetur,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík,
sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401,
netfang: idan@idan.is
EFNAHAGSMÁL ?Ég er algjörlega 
sammála meginrökum greinarinn-
ar,? segir Daniel Gros um grein 
þeirra Heiðars Más Guðjónssonar 
og Ársæls Valfells sem birtist í 
Fréttablaðinu í gær. Þar lögðu þeir 
til að í stað þess að taka sex millj-
arða króna lán verði gjaldeyris-
forði Íslendinga notaður til að taka 
einhliða upp aðra mynt sem lög-
mynt hér á landi. Gros er forstöðu-
maður Centre for European Policy 
Studies í Brussel og aðstoðaði 
hann Svartfellinga við einhliða 
upptöku á evru.
?Sérstaklega er ég sammála 
þeim viðvörunum að þessi lán, 
sem ríkisstjórnin hyggst taka, 
muni leggja 
þungar byrðar á 
heilar kynslóð-
ir. Hjá þessu 
verður að kom-
ast með öllum 
tiltækum 
ráðum.?
Alls er verið 
að leita eftir sex 
milljarða doll-
ara láni til að 
styrkja krón-
una. Þar af myndu um tveir millj-
arðar koma frá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, en fjórir milljarðar 
dollara kæmu frá hópi ríkja. Þar 
af hafa lánsloforð þegar fengist 
frá Noregi, Færeyjum og Pól-
landi. 
Gros segir að besti kosturinn 
fyrir Ísland nú sé að taka upp evr-
una. ?Ég myndi ekki bíða fram í 
janúar til að skipta um gjaldmiðil. 
Það getur gerst nánast strax.? 
Hann segir að þá þurfi einhliða 
upptaka evru ekki að tákna pólit-
ískar deilur við Evrópusambandið 
?ef Ísland útskýrir að þetta sé 
neyðarráðstöfun og að Ísland hafi 
fullkominn skilning á að það muni 
þurfa að uppfylla Maastricht-skil-
yrðin að einhverjum tíma liðnum, 
ef landið vill taka þátt í evrumark-
aðnum, eftir að það hefur gengið í 
Evrópusambandið.? - ss
Forstöðumaður Centre for European Policy Studies um niðurfellingu krónu:
Ekki bíða, skiptið strax
DANIEL GROS
STJÓRNSÝSLA Sigurður Einarsson, 
fyrrverandi stjórnarformaður í 
Kaupþingi, segir Davíð Oddsson 
seðlabankastjóra hafa hótað því 
að koma bankanum á kné.
Þetta kom fram í máli Sigurðar 
í sjónvarpsþættinum Markaðnum 
á Stöð 2 í gær. Í þættinum játti 
Sigurður aðspurður því að honum 
og Davíð hafi ?lent illilega saman? 
á fundi hjá Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum í Washington í fyrra. 
?Það er rétt, já, okkur lenti illa 
saman þar,? sagði Sigurður og 
staðfesti að Davíð hafi þá hótað að 
Kaupþing yrði ?tekið niður?. Orð 
Davíðs hafi verið óþægileg. ?Mér 
var mjög brugðið og ræddi þetta 
við mína nánustu samstarfs-
menn.?
Að sögn Sigurðar byggðist 
andúð seðlabankastjórans meðal 
annars á þeim fyrirætlunum 
Kaupþings að skrá hlutafé bank-
ans í evrum. Andstaða Seðlabank-
ans við það hafi hins vegar verið 
misráðin og ekki málefnaleg. Orð 
Davíðs voru að sögn Sigurðar þó 
aðeins hluti af þeirri ákvörðun 
Kaupþings að draga ósk um evru-
skráninguna til baka.
?Við vorum kallaðir ítrekað á 
fund í fjármálaráðuneytinu og 
beðnir um að draga þetta til baka. 
Við gerðum það vegna þess að við 
töldum ekki við hæfi, eins og 
umhverfið var þá, að stærsti 
banki þjóðarinnar væri í einhvers 
konar átökum við seðlabanka 
þjóðarinnar og fjármálaráðuneyt-
ið líka,? útskýrði Sigurður sem 
sagði Árna Mathiesen fjármála-
ráðherra síður hafa viljað kveða 
upp úrskurð í málinu.
Sagði Sigurður það hafa verið 
óþægilegt að reka stærsta banka 
landsins og hafa það á tilfinning-
unni að æðstu ráðamenn þjóðar-
innar beittu öllum brögðum til að 
koma höggi á bankann. ?Þetta er 
mjög sérkennileg staða að vera í,? 
sagði Sigurður sem rifjaði upp 
þegar Davíð tók innstæður sínar 
út úr bankanum til að mótmæla 
kaupréttarsamningum.
?Maðurinn er forsætisráðherra 
þá og síðan þegar viðkomandi 
hættir sem forsætisráðherra þá 
er hann gerður að formanni 
bankastjórnar Seðlabankans. 
Okkur fannst það alltaf mjög sér-
kennileg ráðstöfun,? sagði Sigurð-
ur.
Þegar Fréttablaðið náði tali af 
Geir Haarde forsætisráðherra 
síðdegis í gær kvaðst hann hafa 
verið á fundum allan daginn og 
hvorki séð viðtalið við Sigurð Ein-
arsson né kynnt sér innihald 
þess.
?Ég sé ekki ástæðu til að svara 
þeirri spurningu núna,? svaraði 
Geir aðspurður hvort ástæða væri 
til þess að sannleiksgildi ummæla 
Sigurðar yrðu rannsökuð. Kvaðst 
forsætisráðherra þurfa að hlusta 
á viðtalið áður en hann gæti tjáð 
sig um málið.
Ekki náðist í seðlabankastjór-
ana þrjá í gær.   gar@frettabladid.is
Fullyrt að Davíð hafi 
hótað Kaupþingi falli
Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir seðlabankastjóra hafa hótað því 
að knésetja bankann, meðal annars vegna áforma um að skrá hlutafé í evrum. 
Forsætisráðherra kveðst ekki hafa séð ummælin og tjáir sig ekki um þau.
DAVÍÐ ODDSSON GEIR HAARDE
SIGURÐUR EINARSSON ?Þetta er mjög sérkennileg staða að vera í,? segir fyrrverandi 
stjórnarformaður Kaupþings, sem telur bankann hafa verið beittan brögðum af 
æðstu ráðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
EFNAHAGSMÁL Að sögn Sigurðar 
Einarssonar, fyrrverandi 
stjórnarformanns Kaupþings, 
stóð Seðlabanka Íslands til boða 
mjög stór fjármögnun aðeins 
nokkrum vikum áður en hrun 
bankakerfisins fór af stað. 
Seðlabankinn hefði ekki viljað 
taka lánið því kjörin hafi ekki 
þótt nógu góð. Þetta kom fram í 
sjónvarpsþættinum Markaðnum 
á Stöð 2 í gær. Sagði Sigurður 
einn lánveitandanna hafa verið 
bandaríska bankann JP Morgan. 
Rætt hafi verið um að lánið yrði á 
bilinu 3 til 5 milljarðar dollara. 
Það er jafnvirði 75 til 125 
milljarðar króna í dag.  - gar
Gagnrýni á Seðlabankann:
Risaláni hafnað 
fyrir hrunið
EFNAHAGSMÁL Tryggvi Þór 
Herbertsson, sem var efnahags-
ráðgjafi Geirs Haarde forsætis-
ráðherra þar til hann hætti 
óvænt um miðjan síðasta mánuð, 
segist hafa mælt gegn yfirtöku 
ríkisins í Glitni í byrjun október. 
Þetta kom fram í viðtali við 
Tryggva í Markaðnum á Stöð 2 í 
gær.
?Ég sá það mjög fljótlega að 
með því að fara svokallaða 
Glitnisleið myndi það valda 
dómínó-áhrifum inn í hagkerfið,? 
sagði Tryggvi og játti því í 
Markaðnum að sér hefði fundist 
að hans rödd næði ekki nægjan-
lega í gegn.  - gar
Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar:
Var andvígur 
yfirtöku Glitnis
NOREGUR Landssamtök bygginga-
geirans í Noregi óskar eftir því að 
norska ríkisstjórnin grípi til 
ráðstafana til að koma í veg fyrir 
að kreppa verði á byggingamark-
aði í Noregi. 
Ný spá gerir ráð fyrir að 60 
þúsund launamenn finni fyrir 
kreppunni þegar framkvæmdir 
verða fyrir töfum eða stöðvast á 
næstu tveimur árum, eftir því 
sem fram kemur í norska 
ríkisútvarpinu, NRK.
Landssamtökin telja að 
efnahagur sveitarfélaganna þurfi 
að styrkjast og að sveitarfélögin 
þurfi að fá bætt tap og tekju-
minnkun.  - ghs
Norskur byggingageiri:
Óttast kreppu á 
tveimur árum
VIÐSKIPTI ?Ef tilfellið er að Kaup-
þingsmenn hafi hætt við umsókn 
um að fá að gera upp í evrum 
vegna pólitísks þrýstings voru 
það mistök hjá þeim, og líka mis-
tök hjá þeim sem um málið fjöll-
uðu að gera ekki allt sem hægt 
var til að bankinn gæti gert upp í 
evrum,? segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka 
atvinnulífsins, um þau ummæli 
Sigurðar Einarssonar, fyrrum 
stjórnarformanns hjá Kaupþingi, 
að hætt hafi verið við umsókn 
bankans um að fá að gera upp í 
evrum vegna tregðu fjármála-
ráðherra til að úrskurða í mál-
inu.
Vilhjálmur segir að það hefði 
aukið mjög stöðugleika hagkerf-
isins í heild hefði bönkunum 
verið gert kleift að gera upp í 
evrum allt frá árunum 2002 eða 
2003. ?Það hefði dregið úr hags-
veiflunni. Krónan ýkir hana en 
evran vinnur gegn henni. Bank-
arnir hefðu ekki getað lánað eins 
mikið út þegar gengi krónunnar 
var sem hæst, og það hefði hjálp-
að við að draga úr þenslu,? segir 
Vilhjálmur.
Spurður um meintar hótanir 
Davíðs Oddssonar í garð Kaup-
þings telur Vilhjálmur ekki þörf 
á sérstakri rannsókn á þeim. 
?Andstaða Davíðs við að bank-
arnir gerðu upp í evrum lá fyrir 
allan tímann. Davíð hefur aldrei 
legið á skoðunum sínum á mönn-
um og málefnum. Ég hef heyrt 
hann tala vel um menn og svo 
ekki jafn vel um aðra menn.? - kg
Framkvæmdastjóri SA um uppgjör banka í evrum:
Mistök að hindra bankana
EVRA Vilhjálmur Egilsson segir umræð-
una til framtíðar snúast um hvort 
bankarnir ættu að gera upp í krónum 
eða evrum.  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ertu sátt/ur við skipan nýrra 
bankaráða ríkisbankanna?
Já  
28,4%
Nei  
71,6%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Mættir þú á mótmæli í mið-
borginni á laugardag?
Segðu skoðun þína á vísir.is
KJÖRKASSINN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40