Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR
OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, 
OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, 
SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, 
OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 
12 STAÐIR
Stepp ehf  Ármúla 32  Sími 533 5060  www.stepp.is  stepp@stepp.is
Grafíka 2008
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
STJÓRNMÁL Framsóknarflokkurinn í 
norðvesturkjördæmi krafðist þess 
á kjördæmaþingi sínu í Reykholti 
um helgina að ítarleg rannsókn yrði 
gerð á hruni efnahagslífsins. ?Við 
leggjum mikla áherslu á að það 
verði ekkert dregið undan, að það 
verði engum hlíft í því og allar 
staðreyndir komi upp á borðið,? 
segir Sigurður Árnason, formaður 
kjördæmasambands norðvestur-
kjördæmis.
Jafnframt var á fundinum tekið 
undir ályktun miðstjórnar frá því í 
vor um að eðlilegt sé að spurningin 
um hvort ríkisstjórnin fái umboð til 
að ganga til aðildarviðræðna við 
ESB verði borin undir þjóðina í 
þjóðaratkvæðagreiðslu. ?Það er 
ekki mikil breyting þar. Við göng-
um heldur skemur en sumir hafa 
verið að gera annars staðar,? segir 
Sigurður.
Um 80 til 90 manns sóttu þingið 
og var Sigurður ánægður með dag-
inn. ?Það var ágætlega sótt hjá 
okkur og búnar að vera fínar 
umræður í allan dag, sem eðlilega 
hafa snúist mikið um efnahags-
ástandið.?
Hann vill ekki meina að hiti hafi 
verið í mönnum. ?Nei, þetta var 
mjög málefnalegt, það var alls ekki 
hiti. Menn sögðu bara sínar skoðan-
ir og það var allt gert á mjög eðli-
legum nótum.? - fb
Kjördæmaþing Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB
FUNDUR Frá miðstjórnarfundi Fram-
sóknarflokksins í vor þar sem ályktað 
var, rétt eins og í gær, að eðlilegt sé að 
þjóðin fái að kjósa um aðild að ESB.
EFNAHAGSMÁL ?Ég tel að það hafi 
verið ólögmætt að beita hryðju-
verkalögunum til að ganga fram 
með þessum hætti,? segir Halldór 
J. Kristjánsson, fyrrverandi banka-
stjóri Landsbanka Íslands, um yfir-
töku breskra stjórnvalda á eignum 
Landsbankans.
Bresk stjórnvöld yfirtóku útibú 
Landsbankans í Bretlandi og dótt-
urfélagið Heritable Bank 7. október 
síðastliðinn. Eins og kunnugt er 
studdust Bretar við löggjöf gegn 
hryðjuverkum. Halldór segir yfir-
tökuna einfaldlega ekki hafa stað-
ist skilyrði þeirra laga um að 
aðgerðir þyrftu að vera yfirvof-
andi sem ógnuðu efnahag Bret-
lands.
?Reikningur sem varðaði 0,5 pró-
sent af heildarinnlánum í landinu 
getur nú varla talist hafa getað velt 
öllu efnahagskerfi Breta. Í öðru 
lagi var unnið að því fyrir þessa 
helgi að færa fjármuni til Bret-
lands þannig að ekki þyrfti að ótt-
ast að því væri öfugt farið. Þetta 
var gert til að standa á móti hugs-
anlegu útflæði úr Icesave-reikn-
ingunum þannig að við teljum ekki 
að skilyrði beitingar þessara laga 
hafi verið fyrir hendi fyrir utan 
hvað það var óþarft og ósmekklegt 
að beita þeim,? segir Halldór.
Aðspurður segir Halldór það 
vera skilanefndar Landsbankans 
að svara því hvort Bretar verði 
lögsóttir vegna aðgerða sinna. ?En 
almennt má segja að ef ólögmætar 
aðgerðir valda skaða þá er það 
samkvæmt hefðbundnum sjónar-
miðum eitthvað sem menn vilja fá 
að leysa úr,? segir hann. Ekki náð-
ist í gær í nefndarmenn skilanefnd-
ar Landsbankans.
Í yfirlýsingu sem Halldór og 
meðbankastjóri hans í Landsbank-
anum, Sigurjón Þ. Árnason, sendu 
frá sér á laugardag segir að bresk 
stjórnvöld hafi farið langt út fyrir 
valdsvið sitt og valdið ?ómælanlegu? 
tjóni með aðgerðum sínum. Hall-
dór nefnir sérstaklega í þessu sam-
bandi yfirtöku á Heritable-bankan-
um, áðurnefndu dótturfélagi 
Landsbankans. Það hafi verið 
algerlega óþarft inngrip gegn 
traustu félagi.
?Það verður auðvitað feykilegt 
fjárhagslegt tjón þegar tekinn er 
yfir banki og strax á fyrsta degi 
rifin úr honum innlánin, sem eru 
kjarninn í starfseminni. Þá glatast 
til dæmis möguleikinn á því að 
selja bankann sem starfhæfa ein-
ingu. Það er ekki nokkur vafi á því 
að Heritable-bankinn var afskap-
lega vel rekinn og góður banki með 
gott orðspor og það hefðu verið 
margir viljugir kaupendur að 
honum ef hann hefði ekki verið 
tekinn svona alveg að óþörfu,? 
segir Halldór J. Kristjánsson. 
 gar@frettabladid.is
Segja aðgerðir Breta 
hafa verið ólöglegar
Fyrrverandi bankastjórar segja bresk yfirvöld hafa unnið ómælt tjón með því 
að fara langt út fyrir valdsvið sitt og beita hryðjuverkalögum gegn Landsbank-
anum. Aðgerðirnar voru óþarfar og ólöglegar segir Halldór J. Kristjánsson.
EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnir Hol-
lands og Bretlands standa í vegi 
fyrir afgreiðslu fyrirhugaðs láns 
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til 
Íslands uns samið hefur verið um 
bætur til innstæðueigenda 
Icesave-reikninga í báðum þess-
um löndum. Þetta var fullyrt í 
frétt í hollenska dagblaðinu NRC 
Handelsblad um helgina og vísað í 
heimildarmenn innan hollenska 
fjármálaráðuneytisins þessu til 
staðfestingar. 
Í frétt blaðsins er tekið fram að 
fulltrúar bæði í hollenska og breska 
fjármálaráðuneytinu vildu ekki 
láta hafa þessar upplýsingar eftir 
sér undir nafni, svo lengi sem 
samningaviðræður stæðu enn yfir 
við íslensk stjórnvöld. 
Um 30.000 hollenskir aðilar, 
bæði einstaklingar, fyrirtæki og 
stofnanir, eru sagðir eiga um tvo 
milljarða evra inni á Icesave-net-
reikningum Landsbankans. Hol-
lensk stjórnvöld hafa boðist til að 
veita Íslandi lán til tíu ára fyrir því 
sem nemur lágmarks-innstæðu-
tryggingafjárhæðinni, 20.887 
evrur á hvern reikning, sem sam-
svarar yfir þremur milljónum 
króna á núverandi gengi. Bresk 
yfirvöld eru þegar farin að greiða 
hinum 230.000 Icesave-innstæðu-
eigendum í Bretlandi út innstæðu-
tryggingafé, sem þau síðan ætlast 
til að íslensk stjórnvöld endur-
greiði upp að sömu fjárhæð á 
hvern reikning. - aa
Deilan við Holland og Bretland um Icesave-reikninga Landsbankans: 
Hindra afgreiðslu IMF-láns
REIÐI Stuðningsmenn hollenska fót-
boltalandsliðsins mótmæla lokun Icesave 
á landsleik landanna fyrir skemmstu. 
NORDICPHOTOS/AFP
EGYPTALAND, AP Yfirvöld í 
Egyptalandi neituðu í gær að 
hleypa Omar Osama bin Laden, 
einum af sonum Al-Kaída-
leiðtogans alræmda Osama bin 
Laden, inn í landið og sendu 
hann til Katar. Þar með er 
Egyptaland þriðja landið sem 
meinar hinum sjálfskipaða 
?friðarsendiherra? um landvist. 
Bin Laden og bresk eiginkona 
hans lentu á alþjóðaflugvellinum 
í Kaíró um helgina eftir að þau 
reyndu án árangurs að fá 
pólitískt hæli á Spáni, á þeirri 
forsendu að þau óttuðust um 
öryggi sitt í arabalöndum. Parið 
var búsett í Egyptalandi undan-
farið ár. - aa
Bin Laden-sonur á hrakhólum: 
Vísað frá
Egyptalandi
FÁ EKKI HÆLI Omar Osama bin Laden og 
hin breska kona hans Jane Felix-Brown í 
viðtali í Kaíró í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HALLDÓR J. 
KRISTJÁNSSON 
OG SIGURJÓN Þ. 
ÁRNASON Fyrrverandi 
bankastjórar Lands-
bankans telja Breta 
hafa valdið ómæl-
anlegu tjóni með 
löglausri yfirtöku á 
eignum bankans.
FRÉT
T
ABL
AÐIÐ/BJÖRGVIN 
KJÖRKASSINN
Mættir þú í mótmæli í miðborg-
inni á laugardag?
JÁ 
18,3%
NEI 
81,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefði átt að gera íslensku 
bönkunum kleift að gera upp í 
evrum?
Segðu skoðun þína á Vísir.is
HAÍTÍ, AP Reiður múgur gerði í gær 
aðsúg að liðsmönnum björgunar-
sveita, sem hafa síðan á föstudag 
unnið að því að ná fólki út úr 
rústum þriggja hæða skólahúss 
sem hrundi í fátækra-úthverfi 
höfuðborgarinnar Port-au-Prince. 
Fólkið vildi mótmæla meintum 
hægagangi í björgunarstarfinu. 
Minnst 88 skólabörn og 
fullorðnir létu lífið er húsið 
hrundi, að því er virðist ekki af 
annarri ástæðu en þeirri að það 
var illa byggt. 
Rene Preval forseti, sem 
heimsótti vettvang nokkrum 
sinnum um helgina, sagði 
óstöðugu stjórnarfari og lélegu 
byggingaeftirliti um að kenna. - aa
Hruninn skóli á Haítí: 
Reiði meðal 
almennings
EFNAHAGSMÁL ?Viðræður okkar við 
breska fjármálaeftirlitið síðasta 
vor þörfnuðust hvorki atbeina 
íslenska 
fjármálaeftirlits-
ins né viðskipta-
ráðherra,? segir 
Halldór J. 
Kristjánsson, 
fyrrverandi 
bankastjóri hjá 
Landsbankanum. 
Halldór vísar þar 
til fullyrðinga 
um að Björgvin 
G. Sigurðsson hafi þegar í mars 
vitað af meintum vandræðum með 
Icesave-reikninga í Bretlandi. 
?Viðræðrunar snerust um 
lausafjárstýringu og engin sérstök 
vandamál voru í sambandi 
reikningana,? segir Halldór. Í 
yfirlýsingu frá Jónasi Fr. Jónssyni, 
framkvæmdastjóra Fjármálaeftir-
litsins, segir að hvorki hafi verið 
rætt við Björgvin í vor um að 
unnið væri að breytingum Icesave 
í dótturfélag né um gerð sam-
komulags við breska fjármálaeftir-
litið um umgjörð reikninganna. - gar
Bankastjóri og fjármálaeftirlit:
Ráðherra ekki 
sagt frá Icesave
BJÖRGVIN G. 
SIGURÐSSON
VIÐSKIPTI ?Engin lög voru brotin 
eins og gefið er í skyn og er allur 
málflutningur í fréttinni afar 
ósmekklegur,? segir í tilkynningu 
frá Hannesi Smárasyni, fyrrum 
stjórnarformanni FL-Group, í 
tilefni greinar sem birtist í 
sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. 
Þar segir að Hannes hafi í 
heimildarleysi látið flytja þrjá 
milljarða króna af reikningum FL 
til Kaupþings í Lúxemborg árið 
2005, til að hjálpa Pálma Haralds-
syni í Fons við kaup á lágjaldaflug-
félaginu Sterling.Enn fremur segir 
í tilkynningunni að endurskoðend-
ur hafi áritað uppgjör félagsins 
árið 2006 án athugasemda. - kg
Hannes Smárason:
Hafnar alfarið 
aðdróttunum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40