Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						MARKAÐURINN 26. NÓVEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6
SKOÐUN
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
ORÐSKÝRINGIN
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 ? prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, 
Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: 
rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 ? prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@
posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. 
Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@
markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is
Fyrir þremur mánuðum ritaði 
ég grein í Markaðinn, sem bar 
yfirskriftina ?Með stein í skón-
um? en það er titillinn á smá-
sagnasafni sem Ari Kr. Sæmund-
sen stórkaupmaður sendi frá sér 
í sumar, skemmtilegar sögur. 
Allir hafa einhvern tímann feng-
ið stein í skóinn, annaðhvort hag-
rætt honum á milli tána, farið úr 
skónum og hent steininum, eða 
látið óþægindin ekki trufla sig 
umtalsvert. Ég líkti þessu við svo-
kölluð jöklabréf sem valda óþæg-
indum í íslensku efnahagslífi og 
munu sennilega að stórum hluta 
koma inn á íslenskan gjaldeyr-
ismarkað á næstu mánuðum og 
verða til þess að íslenska krónan 
taki töluverða dýfu, en muni þar 
á eftir styrkjast nokkuð.
Þetta var nokkuð hógvær sam-
líking og ekki óraði mig fyrir 
því að íslenskt fjármálalíf myndi 
nánast falla til grunna og íslenska 
krónan taka enn frekari dýfu.
Það er engu líkara en steinval-
an sé orðin að hnullungi og með 
það komast menn ekki hratt yfir. 
Það er jafnvel komið að því að 
við verðum að fara úr skónum og 
labba berfætt yfir hraunið. En ís-
lenska þjóðin hefur gert það áður 
að ganga yfir úfið hraun á léleg-
um skóm og mun örugglega tak-
ast það líka núna, spurning hvað 
það tekur langan tíma að komast 
yfir verstu torfærurnar.
HVAR LIGGJA MISTÖKIN?
Fólk vill fá að vita hvar mistökin 
liggja; hjá bönkunum, Seðlabank-
anum, ríkisstjórninni, Fjármála-
eftirlitinu, útrásarvíkingunum. 
Það er ekki enn komið á daginn 
en ljóst er að við duttum í nánast 
alla drullupollana sem voru á leið 
okkar og skaðinn er gríðarlegur.
En við eigum enn okkar nátt-
úruauðlindir; orkuna, sjávarafl-
ann, iðnaðinn, landbúnaðinn og 
síðast en ekki síst kraftmikið 
fólk. Það er skiljanlegt að fólk 
sé reitt og það verður að upplýsa 
almenning betur en gert hefur 
verið. Fólk veit að verði því á 
stórfelld skyssa, getur beðið þess 
brottvísun úr starfi, en ekki virð-
ist gegna sama máli hjá þeim sem 
bera ábyrgð á íslenskum fjár-
málaheimi, nú vill enginn bera 
ábyrgðina. Málið þarf að rann-
saka sem fyrst, þannig að allir fái 
sem gleggstar upplýsingar.
ORÐSTÍRINN LASKAÐUR
Hinn góði orðstír sem Ísland og 
Íslendingar hafa skapað sér er-
lendis hefur beðið stórfellda 
hnekki, allt of langan tíma tók 
að fá lausn á Icesave-deilunni 
og allt í einu bjóðast Þjóðverj-
ar til að lána Íslendingum fé til 
að leggja inn í tryggingarsjóð 
innstæðueigenda til að greiða út 
reikninga sem Kaupþing hafði 
stofnað í Þýskalandi. Þetta virt-
ist koma ráðamönnum á óvart, 
hvar voru tengslin? Skilanefnd-
in segir nógar eignir í bankanum. 
Af hverju koma ekki svona upp-
lýsingar fyrr? Fjölmiðlar magna 
fréttirnar upp, þegar illa upplýst-
ir fréttamenn telja allar innstæð-
ur Kaupþings og Landsbankans 
erlendis tapaðar og við þurfum 
helst að greiða þær allar! Von-
andi duga eignir bankanna til 
að hægt sé að greiða erlendum 
innstæðueigendum það sem þeir 
höfðu lagt inn í bankana. Við 
þetta mundi ímynd okkar stór-
lega batna. Við verðum að gera út 
okkar hæfasta fólk til að styrkja 
ímyndina á nýjan leik og nota til 
þess alla sem hægt er, hina pól-
itísku fulltrúa þar sem það á við 
en ekki síður okkar góða íþrótta-
fólk, listamenn og erlenda vel-
unnara þessarar þjóðar ? sem 
eru ófáir.        
SKORTUR Á FRAMKVÆMDAFÉ
Á næstu mánuðum þýðir lítið 
fyrir íslensk fyrirtæki, fjármála-
stofnanir og jafnvel orkufyrir-
tækin að leita eftir erlendri fjár-
mögnun. Það getur því orðið erf-
itt um framkvæmdafé á næstu 
mánuðum. Íslenska ríkið (Seðla-
bankinn) verður að nýta alla lána-
möguleika sem gefast til þess að 
endurlána til bankanna og ann-
arra aðila þannig að hér verði 
hægt að halda uppi hæfilegum 
framkvæmdum. Hinir nýju bank-
ar hafa verið seinir í gang og auð-
heyrt að það er mikið af vanda-
málum innan þeirra veggja, en 
fyrirtæki geta ekki endalaust 
beðið eftir því að bankarnir kom-
ist í gang.
Það verður nokkuð djúp dýfa 
sem við tökum hér á næstu mán-
uðum en við höfum alla burði til 
að rífa okkur upp á nýjan leik, 
jafnvel með hnullunginn í skón-
um.
VIÐ TJÖRNINA Að líkindum hefur þessi ekki tyllt sér á bekk við Tjörnina í Reykjavík til að losa stein úr skónum, heldur til að lesa í 
félagsskap gæsanna. Greinarhöfundur líkti jöklabréfum fyrir nokkru í Markaðnum við stein í skó, en segir nú engu líkara en efnahagslífið 
sé nú með hnullung í skónum. MARKAÐURINN/ARNÞÓR
Með hnullung í skónum
ORÐ Í BELG
Jafet S. 
Ólafsson
framkvæmda-
stjóri Veigs ehf.
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum 
réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafn-
vel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að 
ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki held-
ur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virð-
ist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða 
menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni.
Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með 
óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverð-
arfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem 
hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að 
bankaleynd ætti ?ekki lengur við hvað þessi atriði varðar?. Undir 
þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikil-
vægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað 
sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla 
falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir ein-
staklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýs-
ingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér 
hljóta einhverjar almennar og gegnsæj-
ar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu 
eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og 
sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum 
eða Fjármálaeftirlitið, að hafa aðgang 
að öllum upplýsingum sem þeir þurfa 
í sínum störfum. Það er enginn að tala 
um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, 
enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög 
og reglur, þurfa heimildir til rannsókna 
og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt 
hefur raunverulega verið sönnuð.
Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum 
í dag fjallar Ingimar Karl Helgason blaða-
maður um bankaleynd og fer yfir marg-
víslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur 
sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og 
nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, 
Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af 
hruni íslenska fjármálakerfisins. Niður-
staða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum 
dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki 
haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við banka-
leynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða.
Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyr-
irspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórn-
ar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar 
gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að 
liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt?
Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. 
Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín 
um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar 
hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að 
kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd 
af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir.
Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur 
og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita 
sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrum-
varp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja 
hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er 
bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? 
Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst 
svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði uppi á borðum.
Hvenær gilda reglur réttarríkisins og hvenær ekki?
Af bankaleynd
Björn Ingi Hrafnsson
Við slit hlutafélags eða einkahlutafélags, sem 
verða af öðrum ástæðum en við gjaldþrot, til 
dæmis ef hluthafar ákveða að leysa félag-
ið upp, er skipuð skilanefnd. Hlutverk henn-
ar er að koma eignum félagsins í verð, heimta inn 
útistandandi kröfur og greiða skuldir.
Skilanefnd þarf að fá löggildingu hlutafélaga-
skrár og tekur við öllum réttindum og skyldum 
stjórnar félagsins. Nefndin lýsir eftir kröfum í fé-
lagið, og að loknu kröfulýsingarferlinu fundar hún 
með eigendum félagsins og lánardrottnunum um 
greiðslu skulda. Þegar skilanefndin hefur lokið 
störfum er fyrirtækið leyst upp. Telji skilanefnd 
hins vegar að eignir félagsins dugi ekki fyrir kröf-
um skal bú félagsins tekið til gjaldþrotaskipta.
Við gjaldþrotaskipti skipar héraðsdómur skipta-
stjóra, og í stórum gjaldþrotum er skipuð skipta-
stjóranefnd, sem stundum eru 
kallaðar ?skilanefndir? þótt það 
sé ónákvæmni. 
Skilanefnd gerir í raun hið sama og 
skiptastjóri sem stýrir gjaldþrotaskiptum, 
en vinnur í umboði félagsins en ekki yfirvaldsins. 
Einn mikilvægasti munurinn á gjaldþrotaskiptum 
og starfi skilanefnda er að gjaldþrotaskiptum er 
ætlað að taka mjög skamman tíma, og almennir 
kröfuhafar fá oft lítið upp í sínar kröfur.
Starf skilanefnda getur þó tekið mjög langan 
tíma, til dæmis eru skilanefndir sem settar voru 
á fót í sænska og norska bankahruninu enn starf-
andi með hinum erlendu kröfueigendum, þar sem 
ekki er búið að koma öllum eignum gömlu bank-
anna í verð. Þannig er tryggt að almennir kröfu-
hafar fái sem mest upp í kröfur sínar.
Skilanefnd
   Að sjálfsögðu 
eiga þar til bærir 
eftirlitsaðilar eins 
og sérstakur sak-
sóknari í efna-
hagsbrotum eða 
Fjármálaeftirlitið, 
að hafa aðgang 
að öllum upplýs-
ingum sem þeir 
þurfa í sínum 
störfum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8