Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 13. febrúar 1982.
Utgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjori: Sig-
uróur Bryrvjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssón, Elias Snæiand Jóns-
son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. olafsson. Fréttastjóri: Páll Mc.gnósson.
Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes
Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason,
Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun:
Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón
Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins-
dóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síóumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auqlýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu
6.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf.
El Salvador
■ Fyrir nokkru svaraði Ólafur Jóhannesson utan-
rikisráðherra i Sameinuðu þingi fyrirspurn frá
Kjartani Jóhannssyni um afstöðu rikisstjórnar-
innar til atburðanna i E1 Salvador. í svari sinu
fórust utanrikisráðherra m.a. orð á þessa leið:
„Þessi mál hafa ekki verið rædd innan rikis-
stjórnarinnar, en ég og ráðuneyti mitt höfum
fylgzt með þróun mála i E1 Salvador eins og kost-
ur hefur verið. í þvi sambandi vil ég þó strax taka
fram að fréttiraf atburðum i E1 Salvador hafa oft
verið af fremur skornum skammti og oft litaðar
af sjónarmiðum þess deiluaðila, sem komið hefur
þeim á framfæri.
Undirrót þess skelfingarástands, sem rikt hef-
ur i E1 Salvador, er án alls vafa hið gifurlega
þjóðfélagslega óréttlæti, sem þar hefur viðgeng-
izt, og það hyldýpi, sem skilur hina fámennu yfir-
stétt frá öllum landslýð.
Þó að fréttum frá E1 Salvador verði að taka
með fyrirvara, er auðvitað ljóst, að i landinu er
háð borgarastyrjöld, og herforingjastjórnin er
hrein ógnarstjórn. Herforingjastjórnin hefur lýst
þvi yfir, að hún muni beita sér fyrir endurbótum,
m.a. með þvi að taka landsvæði úr höndum
stærstu landeigendanna og skipta þeim milli
smábænda og jafnframt að efna til lýðræðislegra
kosninga i landinu i marz á næsta ári. Fram-
kvæmd þessara fyrirheita er óhjákvæmilega i al-
gerri óvissu meðan óöld rikir i landinu og þvi
hlýtur fyrsta skrefið að verða að reyna að stilla til
friðar milli striðandi afla og koma á almennum
mannréttindum.
Ástandið i E1 Salvador hefur verið til umræðu
hjá Sameinuðu þjóðunum, bæði á allsherjarþing-
inu 1980 og 1981. Á báðum þessum þingum hafa
komið fram ályktunartillögur, sem fyrst og
fremst harma það ástand ofbeldis og mannfyrir-
litningar, sem rikir i E1 Salvador, beina þvi til
rikisstjórnar landsins að bæta úr ástandinu og
leita sætta, en jafnframt er i tillögunum skorað á
rikisstjórnir annarra rikja að senda ekki vopn til
E1 Salvador eða veita deiluaðilum þar aðra
hernaðaraðstoð.
Ennfremur er i þessum ályktunartillögum
undirstrikað, að það séu eingöngu ibúar E1 Salva-
dor sjálfir, sem ákveða eigi stöðu sina og framtið,
án afskipta nokkurra utanaðkomandi aðila, en að
mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna beri að
fylgjast náið með þeirri þróun, sem þar verður á
næstunni i framkvæmd mannréttinda og annarra
grundvallaratriða mannfrelsis.
ísland hefur lýst yfir fullum stuðningi við þess-
ar ályktunartillögur og greitt þeim atkvæði og
hafa þær báðar hlotið samþykki allsherjarþings-
ins.”
Siðustu fréttir frá E1 Salvador benda til þess að
enn fari ástandið þar versnandi. Þvi ber að leggja
aukna áherzlu á, að erlend riki hætti öllum
vopnaflutningum þangað, eins og allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna hefur ályktað, en i staðinn
verði unnið að sáttum milli þeirra aðila, sem þar
eigast við.
Þ.Þ.
menningarmál
Frá
einni
hlið
Matthias Jóhannessen:
ólafur Thors.
Ævi og störf.
1. og II.
Almenna bókafélagiö.
■ Enda þótt talsvert hafi verið
skrifaö um þetta rit þykir mér á-
stæöa til aö taka þátt i þeirri um-
ræöu. Veldur þar nokkru um aö
fólk sem lagt hefur stund á sagn-
fræði hefur fariö viöurkenningar-
orðum um verkiö eins og þaö væri
merkilegt i þjónustu sagnfræö-
innar.
Nú er ekki þvi aö neita aö þarna
er saman kominn mikill fróö-
leikur sem varöar stjórnmála-
söguna. Þarna er endurprentaö
býsna mikiö úr blaöagreinum
eftir Ólaf Thors og ræðum hans
samkvæmt Morgunblaöinu og
Alþingistlöindum. Þar við bætist
svo drjúgur skerfur úr einkabréf-
um og minnisblöðum Ólafs. Allt
er þetta heimildir en úr þeim er
löngum litiö unniö. Og stundum er
þetta meiri heimild um það
hverju Ólafur Thors trúöi,
en hvaö raunverulega átti sér
staö.
Sjálfstæðisflokkur og
sjálfstæðismál
Matthias segir að sjálfstæöis-
málin hafi veriö helsta baráttu-
mál Sjálfstæöisflokksins fyrstu
árin eftir stofnun hans.
Viö hverja var þá veriö að
berjast?
Ég hef siöan ég las þetta spurt
nokkra menn sem muna nokkuö
langt hvort þeir hafi heyrt nokk-
urn mann gera ráö fyrir ööru en
Island yröi lýöveldi þegar tlmi
sambandslaganna væri runninn
út. Ég hef engan vitaö gera ráö
fyrir ööru. Matthias telur þó aö
einhverjir menn I Sjálfstæöis-
flokknum hafi hugsaö sér fram-
hald á konungssambandi. En
hvergi man ég til aö talaö væri
fyrir þvi. Slikt hefur þvl fariö
hljóðlega.
Ég held þvi aö þaö sé alveg rétt
sem Matthias hefur eftir Sveini
Björnssyni að úrslit sjálfstæöis-
málsins hafi veriö ráöin meö
sambandslögunum 1918 þó aö 25
ára biötimi væri þar áskilinn.
Hitt er svo annaö mál aö Ólafur
Thors kann aö hafa imyndað sér
aö Sveinn Björnsson hafi viljað
halda konungssambandinu viö.
Matthias ræöir um áhuga
þeirra Ólafs Thors, Bjarna Bene-
diktssonar og Jónasar frá Hriflu
aö lýsa yfir lýöveldisstofnun 1942
vegna vanefnda Dana. Man ég vel
átökin um þann þátt skilnaöar-
málsins á flokksþingi Fram-
sóknarmanna 1941. Jónas frá
Hriflu var þá enn formaöur
flokksins. Hann talaði um aö
Island mætti ekki „liggja eins og
illa geröur hlutur” viö styrjaldar-
lok.
Mér hefur alltaf fundist þaö
mikill barnaskapur að hugsa sér
aö nasistarnir þýsku bæru svo
mikla viröingu fyrir þeirri lýö-
veldisstofnun smáþjóöar sem
Bretar hersátu aö þeim dytti ekki
I hug aö seilast hingað sem sigur-
vegarar aö lokinni styrjöld enda
þótt þeir geröu Danmörk þýskt
sambandsriki. Þvi er ekki aö
neita aö ég ól með mér
grunsemdir um aö hraö -
skilnaöarmenn langaöi til aö sýna
aö þeir væru sérstaklega áhuga-
samir og árvakrir I sjálfstæöis-
baráttunni. En það er ekki vert aö
gera þeim neitt upp. En ekki
finnst mér rök þeirra sannfær-
andi þegar Matthias rifjar þau nú
upp fremur en þá.
Matthias kallar þá oft lög-
skilnaöarmenn sem vildu biöa
meö lýöveldisstofnun þar til úti
væri frestur sambandslaganna.
Ég held aö þaö nafn hafi aldrei
veriö notaö um þá. Þeir sem 1944
vildu biöa meö formleg sam-
bandsslit og lýöveldisstofnun þar
til hernámi Danmerkur væri lokiö
nefndu sig lögskilnaöarmenn og
ég held aö þaö sé rétt aö láta þá
halda nafni sinu i friði. En þaö
hafa fleiri en Matthias ruglast I
þvessu.
Kvöldúlfur og skuldaskil
Svo er helst aö skilja af frásögn
Matthiasar aö stjórnarflokkarnir
hafi ákveöiö aö ganga af Kvöld-
úlfi dauönm 1937 og lögbinda upp-
gjör hans. Þingmenn Alþýöu-
flokksins fluttu frumvarp um
uppgjör og skuldaskil. Fram-
sóknarmenn beittu sér fyrir þvi
aö skuldir Kvöldúlfs yröu
tryggöar eöa fyrirtækiö gert upp
að öörum kosti.
Nú um hriö hafa ýmsir viljaö
halda þvi fram aö nokkrir út-
geröarmenn hafi veriö geröir
gjaldþrota i byrjun kreppunnar,
enda þótt þeir stæöu raunar vel og
ættu meira en fyrir skuldum.
Þetta á viö um menn eins og
Sæmund Halldórsson i Stykkis-
hólmi og Stefán Th. á Seyöisfirði.
Þó mun enginn mótmæla þvi aö
þessir menn voru komnir i
greiösluþrot meö fyrirtæki sin og
rekstur. Mér skilst aö menn vilji
telja þessi gjaldþrot pólitiska of-
sókn Jónasar frá Hriflu.
Nú er rétt aö hafa þaö i huga að
þegar þessi gjaldþrotabú gáfust
upp var Asgeir Asgeirsson fjár-
málaráöherra og stjórnskipu-
legur yfirmaður bankanna. Og
þaö voru bankastjórnarnir sem
urðu aö taka ákvaröanir um þaö
hvort þeir hættu fé bankanna i
hendur þessara fyrirtækja eöa
ekki.
Auövitaö má lengi deila um þaö
hvernig meta skuli eignir fyrir-
tækja. Þó er skiljanlegt aö lánar-
drottnar séu hikandi viö aö meta
þær langt yfir hugsanlegu sölu-
veröi á hverjum tima. Litlar likur
eru til þess aö þeir Sæmundur og
Stefán heföu stórbætt hag
fyrirtækja sinna fyrstu árin eftir
aö upp var gert þótt þeir heföu
fengiö aö skulda meira. Ekki
bætti Kvöldúlfur hag sinn 1931-
1939.
Þaö sem gerðist 1937 er ein-
faldlega þaö aö Kvöldúlfur átti
ekki fyrir skuldum aö mati lánar-
drottna. Þvi þótti ekki ráölegt aö
lána honum nauösynlegt
rekstursfé aö óbreyttu ástandi.
Eigendur Kvöldúlfs og faðir
þeirra áttu miklar eignir sem þeir
settu aö veöi fyrir skuldum
Kvöldúlfs. Út á þær lánaöi Lands-
bankinn og Kvöldúlfur hélt á-
fram.
Þetta er einföld saga og auö-
skilin. Hins vegar er erfitt aö
skilja sögu Matthiasar. Vel má
hugsa sér aö einhverjir pólitiskir
andstæöingar ólafs Thors heföu
taliö pólitiska nauösyn aö ganga
af Kvöldúlfi dauöum. En heföi svo
veriö vantar alveg skýringuna á
þvi hvers vegna þeir hættu viö
þaö.
Matthlas talar um aö átökin um
Kvöldúlf 1937 hafi orðið til þess að
rikisstjórnin féll. Þetta eru furöu-
Húsmunir á
Kjarvalsstödum
K jarvalsstaðir
og danska sendiráðið.
H ú sa g agn a sý ni ng
Itud Thygesen og
Johnny Sörensen.
Opin á safntima.
Húsgögn
■ Það er ekki oft sem húsgagna-
sýningar eru haldnar á Kjarvals-
stöðum, þótt fvrir hafi komið að
mublur hafi verið á sýningum
munahönnuða þar. Vestursalur-
inn hefur nú verið mubleraður
uþp og þótt hér standi húsgagna-
framieiðendur, eða smiðaverk-
smiðjur i Danmörku auðvitað þar
a'ð baki, þá tel ég þetta framtak
Kjarvalsstaða lofsvert, þótt deila
megi um samkeppnislögmálin,
eöa hvort þessi sýning sé kaup-
stefna, eða „eommercial”, eins
og þaö er stundum nefnt til að-
greiningar frá heilögum mark-
miðum listarinnar.
Það er í s jálfu sér ekki út í hött
aö dönsk húsgögn, skuli sýnd á ts-
landi. Hér á lándi hafa danskar
mublur um langa hriö verið tald-
ar öðrum betri, og sú var tiðin, til
sællar minningar, að naumast
var talið sómasamlega búið aðis-
lensku heimili, án þess að þar
i