Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.02.1982, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. febrúar 1982. WtWWffi 7 ■ Ólafur Thors ■ Matthias Johannessen lega fráleit ummæli. Stjórnin sat óbreytt fram á vor 1938. Þá var það vegna gerðardóms I sjó- mannaverkfalli sem Alþýðu- flokkurinn dró ráöherra sinn úr stjórninni. Stjórnin féll þó ekki en fékk nýjan mann i hans stað og sat áfram. Endalok Kvöldúlfs Eitt af þvi sem er nýtt fyrir flestum i þessum bókum er sagan um endalok Kvöldúlfs. Matthias eignar þeim Kvöldúlfsmönnum mikinn hlut i stofnun Bæjarút- gerðar Reykjavikur. Kvöldúlfur átti rétt á 6 nýsköpunartogurum eftir striðið en vildi ekki nema 1. Þá var bæjarötgerðin stofnuö til að taka við af Kvöldúlfi. Hins vegar átti Kvöldúlfur tvær sildar- verksmiöjur. En sildin hætti að veiöast og þá varð Kvöldúlfur verkefnalaus. Skuldugt fyrirtæki sem litið eða ekkert gerir hlýtur að standa þvi verr sem lengra liður. Þvi var það eðlilegt að Ólafur Thors vildi uppgjör og félagsslit. Bú Kvöldúlfs var þó ekki endanlega gert upp við félagsslit fyrr en ára- tug eftir andlát hans. Segja má að Kvöldúlfur hafi orðið að engu ef miðað er viö blómatima hans og lokakaflinn er i hfóplegri mót- sögn viö metnaö eigenda hans þegar staðið var 1 stórræöunum. Vinstri stjórnin 1956 Ólafur Thors viröist trúa þvi að Bandarikin hafi mútað rikisstjórn Hermanns Jónassonar 1956. Og Matthias er svo sannfæröur um að það sé rétt að hann segir blátt áfram aö þaö veki athygli aö hvorki Bernharð Stefánsson, Stefán Jóhann né Emil Jónsson „minnist einu orði á mútufé Bandarikjastjórnar”. Það kallar hann feimnismál. Hins vegar skortir alla tilburöi til sönnunar fyrir þvi aö hug- myndir Ólafs um múturnar séu réttar ef frá er talin athugasemd frá Mörtu Thors I viðauka. Sú athugasemd segir þó ekki annað en það sem alkunnugt var að rikisstjórnin fékk lán i Bandarikj- unum. Og ekki sá Emil Jónsson á- stæðu til að lita á það lán sem mútufé . Glöggur lesandi sér af þessari athugasemd og ýmsu þvi sem Matthias birtir viðhorf ólafs og Bjarna til þessara viöskipta. Segja má að þeir hafi orðið æfir vib enda segir Matthias að ekki megi á milli sjá á hvorum aöilan- um Ólafur hafi meiri skömm, Bandarikjastjórn eða rikisstjórn tslands. Ekkert bendir til aö nokkur undirmál hafi veriö tengd lántök- unni. En ólafi og Bjarna fannst að þaö væri fjandskapur við sig aö Bandarfkin héldu lifi I rikis- stjórninni. Þaö er svo sem augljóst aö þessir menn hefðu spillt fyrir þvi að lánsféð fengist ef á þá hefði verið hlustað. Matthias segir m.a. „Siðar sagði Ólafur Thors Jónasi Haralz að hann hefði séð mest eftir þvi á stjórnmálaferli sinum, aö afstöðunni til „vöku- laganna” þó undan skilinni, að Sjálfstæðisflokkurinn og málsvarar hans heföu ýtt undir eöa jafnvel róið aö verkföllum til að koma þessari vinstri stjórn frá, en Bjarni Benediktsson sagði, aö það heföi veriö rétt- lætanlegt vegna þess aö lif og framtið Islands heföi legið við, svo háskalega stefnu sem stjórnin hafði i öryggis- og varnarmál- um”. Rýmkun fiskveiðilögsög- unnar Saga landhelgismálsins i þess- ari bók er næsta skritin. Rækilega er talað um fjórðu miluna 1952 en henni var aukið við milurnar þrjár þegar Bretar höfðu tapaö máli sinu við Norömenn fyrir alþjóbadómi þar sem deilt var um fjórðu míluna. Um útfærsluna 1958 er sagt að væru dönsk innskotsborð á veg- legum stað. 1 sýningarskrá, segir að dönsku arkitektarnir Rud Thygesen og Johnny Sörensen noti i nær öllum tilfellum náttúrleg efni, svo sem tré, eða timbur, ull, bómull og linoleum. Þau efni hafa þann máttuga eiginleika, að hlutimir varðveitast með öðrum hætti og betri en til dæmis gerviefni. Hafa munir þeirra verið keyptir af Statens Kunstfond og fleiri list- iðnaðarsöfnum i Danmörku og ennfremur af erlendum söfnum. Þessisýning, sem nú er á Kjar- valsstöðum, er farsýning, sem verið hefur á einhverjum ferða- lögum. Kemur hingað, held ég, frá Washington IBandarikjunum. En vikjum nú að mununum. Sýningin Það sem vekur sérstaka at- hygli, er óvenjuleg notkun á trjá- viði. Trén eru sveigð i mjúka boga og linur. Stillinn er bæöi traustvekjandiog fágaður. Það er dálitið lagt upp úr, að unnt sé að raða stólum saman, þannig að hverfallii annan, sem er hentugt, þar sem breytileg not þurfa að vera af salarkynnum. Einkum og sér i lagi eru það stólar og borð, sem athygli vekja. Raðskápar eru ekki eins persónu- legir. Þá vekur handbragðið danska og óaðfinnanlega athygli manns. Sagt er að flugvélar séu svona fallegarog þægilegar, vegna þess að annars gætu þær ekki ftogið. Ljótar og klossaðar flugvélar komast ekki á loft. Þvi miður verður það sama ekki sagt um húsgögn, að nýtískuog falleg hús- gögn þurfi endilega að vera þægi- leg, enþað sem maður stalst til að prófa, var gott. Þá er það athyglisvert, að þeir félagarhafa komið auga á það, að smávaxið fólk þarf öðruvisi stóla enstórvaxið. Þvi eru sumirstólar t.d. til i mörgum stærðum. Eru framleiddir sem barnastólar, stólar fyrir smávaxið fólk og svo fyrir þá sem hávaxnir teljast. 1 þessu er viss tillitssemi — og hefur áhrif á viðskiptin lika, þvi einhver sagöi að þeir hefðu selt stóla til Japan, þar sem mikiö er af lágvöxnu fólki, sem vill ekki láta lappirnar dingla á sér þegar það er að borða. Annars eru þessi húsgögn ekk- ert sérstaklega „dönsk”. Stillinn minnir á einhvern samnorrænan munað, heðsugæslu og opinber hæli, þarsem ekki þarf að horfa i peningana. Húsgagnaframleiðendur og' þeir, sem áhuga hafa á innskots- boröum og finum mublum, ættu endilega aö sjá þessa dönsku sýn- ingu. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið sú að biða nokkra daga og kynna vinaþjóðum okkar málið svo að þær með Breta i broddi fylkingar féllust á okkar mál. Þetta er þó ekki orðrétt eftir haft. Enda hefði biðin oröiö meira en nokkrir dagar. Svo er talað um „lausn land- helgismálsins” 1961. Um 50 milurnar er litiö talaö en hins- vegar dálitið um Geir Hallgrims- son og 200 milur, þó að það væri raunar eftir bókarlok. Hins er auövitað ekki getiö hvernig ólafur Thors geröi Klemens á Skógtjörn hlægilegan á framboðsfundum 1931 vegna þess að hann talaöi um að friða Faxaflóa fyrir togveiöum. Tækifærissinni eöa hvað Matthias býsnast yfir þvi að Dreyfus sendiherra skildi álita að Ólafur væri tækifærissinni. Jafn- framt ræðir hann margt um það hve ákveöinn ólafur hafi verið aö neita beiöni Bandarlkjamanna um herstöðvar i 99 ár 1945. Svo mikið er þó vist að Ólafur flýttisér ekki að láta þá afstöðu uppi. Ég hef lengi haft það fyrir satt að I fyrstu hafi aðeins 3 þing- menn Sjáifstæðisflokksins tekiö afstöðu gegn þeirri beiðni. Gunnar Thoroddsen, Sigurður Bjarnason og Hallgrimur Bene- diktsson. Sjálfur getur Matthias þess aö um mánaöamótin októ- ber-nóvember hafi Ólafur talið fjóröa þingmanninn með þeim, Ingólf Jónsson. Þar liggur þvi fyrir að fyrsta mánuðinn eftir aö beiðni Bandarikjanna kom hafa aðeins þessir fjórir hvatt til aö henni yrði neitað. Sjálfur hefur Ólafur ekkert látið uppi. Þessar vikur var ólafur önnum kafinn að leita ráða til að skjóta málum á frest og lengja lifdaga stjórnar sinnar. Honum fannst mikið til vinnandi ef bjarga mætti stjórninni. Þvi var engin furöa þó að sendimanni Bandarikja sýnd- ist hann tækifærissinni. 10 þingmenn eða 20 Góður Sjáifstæðismaður sagði mér fyrir löngu siöan smásögu sem lýsir Ólafi Thors vel aö minu áliti. Það var á einhverri ráö- stefnu flokksins að menn höfðu nöldraö um að flokkurinn væri á óheillaleiö. Týndur væri hinn gamli og góði ihaldsflokkur Jóns Þorlákssonar. 1 hans stað væri komið tækifærissinnaö stefnu- leysi. Þegar þetta haföi gengiö um stund tók Ólafur Thors til máls og sagöi: „Vinir minir. Viljiö þiö aö flokkurinn hafi 10 þingmenn eða 20 þingmenn? Eg vil að hann hafi 20 þing- menn”. Ólafur Thors gaf alla tið gaum aö þvi hverjar likur væru fyrir þingmannafjölda flokksins. Eftir þvi mat hann alla afstöðu og stefnu að minnsta kosti i og með. Hann var mikill snillingur að halda saman liði og gera sina menn ánægða. Sem flokksfor- maður hafði hann hagnýta eigin- leika svo að fáir þola samanburð. Hins vegar segir fátt af þjóð- málum sem hann var frumkvöð- ull aö. Af einlægni og aðdáun Matthias skrifar söguna af hrekklausri hrifningu. Nærri liggur að tala megi um aö hann trúi Ólafi Thors i blindni og yfir- leitt tortryggir hann menn litið eða efar einiægni þeirra. Hann tekurupp lofsamleg ummæli tals- manna flokksins þegar Ólafur var fyrst I framboði. Reyndir flokks- menn vita aö þegar framboö er á- kveðiö verða talsmenn flokksins, — formaður, ritstjórar o.s.frv., — að ganga eins langt og samviskan frekast leyfir til að auglýsa góða eiginleika frambjóöandans. Þaö er lélegur kaupmaður sem lastar vöru sina. Þó veit Matthias Jóhannesen að Ólafur Thors sagöi ekki alltaf hug sinn allan. Hann segir frá þvi að Ólafur skammaöi Ingólf Jónsson á fundi i Viðreisnarstjórninni en hringdi til hans daginn eftir til aö segja honum að það hefði hann bara gert til aö sýnast fyrir kröt- unum I stjórninni og án þess aö meina nokkuð meö þvl. Þannig ætti Matthias þvi að vita aö Ólaf- ur gat brugðiö fyrir sig leikræn- um tilþrifum. Þess mætti gæta stundum aö höfundur vissi þetta. óvenjulegum manni lýst Svo margt er haft orðrétt eftir Ólafi Thors I þessum bókum aö sumt af þvi lýsir honum vel. Mað- urinn var orðheppinn og tilþrifa- mikill i tali. Mig langar til aö nefna hér eitt dæmi. Það mun hafa verið i stjórnar- tið Stefáns Jóhanns þegar margt var skammtað og bundiö leyfum. Viðskilnaður Nýsköpunar- stjórnarinnar var þannig að slikt þótti óhjákvæmilegt. Flokkunum tveimur sem áfram he'ldu I stjórn fannst voöi fyrir dyrum, ef ekki væri skammtaö. Ólafur sagöi I sambandi viö - vinstri stjórnina 1956. „Ég hef jafnan andstyggð á þvi að innleiða þann hugsunarhátt: eyddu og eyddu, sparaðu ekki, láttu þér liöa vel þessa stundina, hugsaðu ekkert um framtiðina. Það er þetta sem þessir angur- gapar eru aö gera”. Jæja. Það var skömmtunartimi efti Nýsköpun. Þá mælti Ólafur Thors eitthvað á þessa leiö: „Þegar ég var ungur var það metnaðarmál ungra manna að sækjar björg I skaut náttúrunnar. Nú sækja menn sér lífsbjörg i skaut nefndanna. Þegar ég var ungur var þaö draumur ungra manna og fram- gjarnra að eignast bát. Nú er þaö draumur þeirra aö komast I kunningsskap við Sverri Júliusson”. Samt er það nú svo að alltaf verða einhverjir að stjórna, taka ákvarðanir um ráöstöfun almannafjár og fleira. Og Matthi- as kann ýmsar sögur um það að Ólafur reyndist mönnum góður til áheita þegar á reyndi. Menn þurftu oft að sækja sér björg I skaut hans og þá var gott aö vera i kunningsskap viö hann. Þar meö er ekki dróttað að hon- um fremur en Sverri Júliussyni að afgreiðsla mála hafi ekki veriö málefnaleg. En einhverjir veröa að stjórna. Einhverjum veröur aö fela vald. Annað er ekki hægt. H. Kr. Viðbót við dóm H. Kr. Það væri mikiö verk aö taka saman skýringar, athugasemdir og leiðréttingar viö þessar bækur um Ólaf Thors,ættu þær að vera rækilegar. Hér verður ekki miklu fleira nefnt en þegar er gert. Þó skal bent á það aö sr. Frið- rik Friðriksson var alls ekki orö- inn blindur á 75 ára afmæli sinu 1943. I Reykjavik voru engar alþingiskosningar 1920. Með lög- um sem samþykkt voru 1920 var þingmönnum Reykjavikur fjölg- að úr tveimur I f jóra og 5. febrúar 1921 voru kosnir tveir þingmenn fyrir Reykjavik til viöbótar þeim tveimur sem kosnir voru i al- mennum kosningum 1919. Viö þessa aukakosningu voru teknar upp hlutfallskosningar I Reykja- vik og þar með var fyrir það girt að kjósendur gætu vaiið milli manna. Þeir urðu að kjósa lista og gátu þvi t.d. ekki kosið Jón Þorláksson og Magnús Jónsson saman. Halldór Kristjánsson skrifar um bækur Þýskaland á fyrri hluta 19. aldar Helmut Berding, Hans — Peter Ullmann (ritstjóri): Deutschland Zwischen Revolution und Re- stauration. Athenaeum/Droste 1981 423 bls. ■ A fyrri hluta 19. aldar höfðu Þjóöverjar, eða kannski öllu heldur þýskumælandi þjóðir, nokkra sérstöðu i hópi Evrópu- þjóða. Stjórnarfarslega skiptust þær i þrjá meginhópa: stórveldin tvö, Prússland og Austurriki og siðan hin fjölmörgu smáriki, sem flest voru á þvi svæði, sem nú heitir Þýskaland. Þar riktu furstar, erfðaprinsar og smákóngar, sem verið höfðu uppistaöan i hinu heilaga róm- verska riki þýskrar þjóðar. Undir lok 18. aldar stóðu þýsku- mælandi þjóðir að ýmsu leyti að baki grönnum sinum er bjuggu vestar i álfunni. Ahrifa iðnbylt- ingarinnar gætti þar siöar en i vestlægari löndum, þótt ekki ættu öll lönd Þjóðverja þar óskilið mál, og I stjórnarfari virtist flest i föst- um skorðum, ósnortið af þeim sviptivindum, er fóru um I iTcjöl- far frönsku byltingarinnar. En brátt kom að þvi að þetta breyttist. Meö herförum og her- námi Napóleons tók gustur bylt- ingarinnar að leika um Þjóðverja sem aöra og með þeim vaknaði þjóðernishreyfing, sem um það er lauk varö magnaöri en viðast hvar annarsstaðar. Afleiðingin varö sú, að á fyrri hluta 19. aldar urðu miklar og margháttaöar breytingar á þýsku samfélagi og tóku þær til flestra sviða þjóðlifsins: stjórnarfars, andlegs lifs og efna- hagslifs. Menn geröust opinskárri en áður i umræðum um stjórnar- far og valdsviö þjóöhöföingja, iönbyltingin héit innreið sina af miklum krafti, og með mennta- mönnum myndaðist öflug hreyf- ing til sameiningar allra Þjóð- verja i eitt riki. Hún náöi hámarki með þjóðfundinum i Frankfurt am Main árið 1848. Þessi bók hefur að geyma fjór- tán ritgerðir þekktra þýskra sagnfræðinga um þær breytingar, sem áttu sér stað i Þýskalandi á árunum 1789—1848 og hina fimmtándu má telja ýtarlegan inngang ritstjóranna, einskonar yfirlitsgerð yfir viöfangsefnið. Bókinni er skipt i þrjá hluta og fjallar hinn fyrsti um breytingar á stjórnarfari, annar um stöðu aðals og borgarastéttar og hinn þriðji um breytingar á atvinnu og i ielmut Berding lians-IVkT l'llniann (Hrsg.) Deutschland zwischen 'anh v a * Revoluíion Restauratkm efnahagslifi. Allar eru rit- gerðirnar i bókinni stórfröðlegar og ættu þeir, sem hafa áhuga á að fræðast um grundvallarþætti þýskrar sögu á þessu. tímabili að hafa af þeim gott gagn. Heimilda- og tiivitnanaskrá fylgir hverjum þætti, en i bókar- lok er birt ýtarleg skrá yfir helstu heimildir og ritverk um sögu Þýskalands á þvi timaskeiöi, sem um er fjaHaö i bókinni. Ritstjórar bókarinnar eru báðir háskólakennarar i sögu siöari alda við Justus-Liebig háskólann i Giessen. Jón Þ. Þór skrifar um er- lendar bækur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.