Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 6
6 7. desember 2008 SUNNUDAGUR HAPPDRÆTTI Hjón úr Hafnarfirði sem gáfu sig fram við Íslenska getspá fyrir helgi reyndust vera eigendur eina miðans sem var með allar tölur réttar í útdrætti síðasta laugardags í Lottóinu. Eru hafnfirsku hjónin því rúmlega átta milljónum ríkari. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að hjónin hafi fengið gest í heimsókn á miðvikudag sem hafði séð frétt um að vinningshafa laugardagsins væri leitað. Hjónin munu hafa verið í skýjunum þegar upp úr dúrnum kom að vinningsmiðinn var í þeirra höndum. - kg Lottóvinningshafar fundnir: Fréttin borgaði sig fyrir hjónin KANADA Stephen Harper, forsæt- isráðherra Kanada, fékk ekki annað en gálgafrest þegar Michaelle Jean landstjóri féllst á beiðni hans um að þingi verði frestað þar til í lok janúar. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu hugsað sér að leggja fram vantrauststillögu á minnihluta- stjórn Íhaldsflokks Harpers á morgun. Sú tillaga hefði örugg- lega hlotið samþykki, en Harper á þá von eina að samstaða vinstri- flokkanna verði úr sögunni fyrir 26. janúar næstkomandi, þegar þingið kemur saman á ný. Harla óvenjulegt verður að telj- ast að forsætisráðherra fái því framgengt í lýðræðisríki að þingi verði frestað beinlínis í þeim til- gangi að stjórn hans sleppi við vantrauststillögu. Þrír stjórnarandstöðuflokkar höfðu tekið höndum saman um að koma stjórninni frá. Aðalástæðan var óánægja þeirra með frammi- stöðu stjórnarinnar í efnahags- málum. Hann þykir ekki hafa tekið af nægilegri festu á fjár- málakreppunni, sem komið hefur illa við Kanada eins og fleiri lönd. Harper segist nú ætla að nota tímann þangað til þingið kemur saman á ný, sem verður 26. jan- úar, til þess að setja saman aðgerðapakka í efnahagsmálum. Alls óvíst er hvort það tekst. Í Kanada segja gárungarnir að Harper hafi ekki aðeins tekist fyrir fimm árum að sameina tvo hægriflokka, sem lengi höfðu eldað grátt silfur saman, til að stofna Íhaldsflokkinn, heldur hafi honum nú einnig tekist að sam- eina vinstri flokkana. Á mánudaginn komu Frjáls- lyndi flokkurinn, sem er miðju- flokkur undir stjórn Stephane Dijon, og Nýi demókrataflokkur- inn, sem er vinstri-miðjuflokkur undir forystu Jacks Layton, sér saman um að mynda minnihluta- stjórn með stuðningi frá Bloc Québécois, sem er vinstriflokkur Quebec-búa undir forystu Gulles Duceppe. Þessir þrír flokkar hafa átt erf- itt með að vinna saman, en eru nú æfir út af því hvaða leið Harper fór til að bjarga lífi stjórnarinnar. „Í fyrsta sinn í sögu Kanada hefur forsætisráðherra lagt á flótta,“ segir Dion, sem hefði líklega orðið forsætisráðherra í nýrri vinstristjórn. gudsteinn@frettabladid.is Gálgafrestur Harpers Forsætisráðherra Kanada slapp naumlega við vantrauststillögu. Eina von hans er að að samstaða stjórnarandstöðunnar rofni áður en þing kemur saman á ný. STEPHEN HARPER Ætlar að nota þinghléð til að setja saman aðgerðapakka í efna- hagsmálum, sem hann vonast til að stjórnarandstöðuflokkarnir geti fallist á. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PÓLLAND, AP Fyrsti sólarorkudrifni bíllinn sem tekist hefur að aka hringinn í kringum jörðina lauk hinu 52.000 kílómetra langa ferða- lagi við ráðstefnumiðstöðina í Poznan í Póllandi á fimmtudag, þar sem fulltrúar flestra ríkja heims eru saman komnir á fram- haldsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsmál. Yvo de Boer, æðsti embættis- maður SÞ í loftslagsmálum, fékk far með hinum léttbyggða tveggja sæta smábíl síðasta spölinn. Bíll- inn dregur nokkra fermetra af sólarrafhlöðum á vagni á eftir sér, en öðruvísi fær hann ekki næga orku til að hlaða rafhlöðurnar. Hann kemst um 300 km á hverri hleðslu. Louis Palmer, svissneskur kennari sem átti frumkvæðið að smíði bílsins og stýrði honum umhverfis jörðina, sagði afrekið sanna að umhverfisvæn tækni væri tilbúin. „Hún er umhverfis- væn, hún er hagkvæm, hún er algjörlega áreiðanleg. Við getum stöðvað gróðurhúsaáhrifin,“ sagði hann. - aa Sólarorkudrifinn bíll lýkur hnattferð á loftslagsráðstefnu: Hægt að stöðva gróðurhúsaáhrifin ENGINN ÚTBLÁSTUR Yvo de Boer, æðsti embættismaður SÞ í loftslagsmálum, fékk far hjá frumkvöðlinum Louis Palmer í „Sólarleigubílnum“ í Poznan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra kveðst ekki hafa vitað af því áður en ríkið yfirtók Landsbankann að breska fjármálaeftirlitið hefði boðist til að færa Icesave-reikningana í lögsögu Bretlands gegn 200 milljóna punda greiðslu. Þetta kom fram á Alþingi á föstudag í svari ráðherrans við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttir alþingis- manns. Varðandi 200 milljónir punda sem fjármálaráðherra Breta nefndi í símatali við Árna kvaðst hann telja að breski fjármála- ráðherrann hafi þar átt við 200 milljóna punda fyrirgreiðslu sem Landsbankinn óskaði eftir hjá Seðlabankanum en fékk ekki. - gar Fjármálaráðherra og Icesave: Vissi ekki um tilboð Breta VIÐSKIPTI Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, oft kenndir við fyrirtækið Bakkavör, munu eignast 87,5 prósent í Existu ef fram fer sem horfir. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Stjórn Existu á nú í viðræðum við þá bræður um kaup á félagi í eigu þeirra beggja. Lýður er sjálfur stjórnarformaður Existu, sem verður afskráð úr Kauphöll- inni í bráð. - sh Selja eigið félag fyrir hlutafé: Bakkabræður kaupa í Existu RÚSSLAND, AP Sergei Sokolov, ritstjóri rússneska dagblaðsins Novaja Gazeta, fullyrti við réttarhöld í Moskvu á föstudag að Dsjabraíl Makmúdov, sem grunaður er um morðið á blaðakonunni Önnu Politkovsk öju, hafi verið starfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sokolov sagðist hafa sannanir fyrir þessu, en vildi ekki gefa þær upp. Politkovskaja var blaðamaður á Novaja Gazeta þegar hún var myrt fyrir utan blokkaríbúð sína í Moskvu haustið 2006. Bæði Makmúdov og bróðir hans, Ibragim Makmúdov, eru grunaðir um aðild að morðinu. Þriðji bróðirinn, Rustam Makmúdov, er talinn hafa framið morðið, en hann er flúinn úr landi. - gb Sakborningur í Moskvu: Sagður í leyni- þjónustunni DSJABRAIL MAKMÚDOV Grunaður um aðild að morðinu á Önnu Politkovsköju. SAMFÉLAGSMÁL Hagkaup hafa veitt mæðrastyrksnefnd tveggja milljóna króna styrk til leikfanga- kaupa. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í þeirri stefnu Hagkaupa að styðja veglega við nokkur málefni árlega. Þessi styrkur hafi orðið fyrir valinu þar sem hætta sé á að börn verði út undan í því erfiða árferði sem nú ríkir. Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét K. Sigurðardóttir tóku við styrknum af Gunnari Inga Sigurðssyni framkvæmdastjóra og Arndísi Arnarsdóttur starfs- mannafulltrúa. - hhs Hagkaup og mæðrastyrksnefnd: Veittu styrk til leikfangakaupa LEIKFÖNG Hagkaup hafa veitt mæðra- styrksnefnd tveggja milljóna króna styrk til leikfangakaupa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Munt þú kjósa í formannskjöri Framsóknarflokksins í janúar? Já 8% Nei 92% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú á jólahlaðborð? Segðu skoðun þína á visir.is. SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segir helstu rökin gegn hvalveiðum fallin í ljósi þess að Japanar hafi veitt innflutnings- leyfi fyrir kjötinu og það sé komið þar á markað. Augljóslega sé markaður fyrir kjötið og því sé ekki um neitt annað að ræða en að gefa út kvóta í sam- ræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. „Þetta myndi skapa atvinnu fyrir á annað hundrað manns og útflutningsverðmætið hleypur á milljörð- um,“ segir hann. Jón hyggst óska eftir utan- dagskrárumræðum á Alþingi um hvalveiðar í næstu viku. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að sala hvalkjötsins í Japan breyti ekki hennar skoðun á hvalveiðum. Hún telji sem fyrr að með veiðunum væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. - shá / - sh Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir augljóslega markað fyrir íslenskt hvalkjöt: Skorar á ráðherra að gefa út kvóta HVALKJÖT Hvalkjöt er dýr vara í Japan. Umhverfisráðherra segir það engu breyta um afstöðu hennar til hvalveiða. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.