Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
Listahátíð í Reykjavík 5.-20. júní '82
17
't + i
Weldisins, sem byggir á sögu guatemalska
isturias.
ikhússins
nnrinn frá Veneznela
leiksviðsins eru nýttir út í ystu æsar.
Því þurfa íslenskir áhorfendur tæpast
að hafa áhyggjur af því að sýningarnar
tvær fari fyrir ofan garð og neðan hjá
þeim vegna tungumálaörðugleika.
Sýningar hópsins fara allar fram á
spænsku, en áherslan er ekki síður lögð
á hið sjónræna og leikræna en textann
. svo rás atburðanna fer sjaldnast á milli
mála. Auk þess verður efni og innihald
sýninganna skýrt i leikskrá.
Bolívar eftir José Antonio Rial er
nýjasta leiksýning Rajatabla leikhópsins
og var frumsýnd í Maracaibo í
Venezúela 3ja mars síðastliðinn eftir 13
mánaða undirbúning og æfingar. Þegar
áður en sýningin var frumsýnd var búið
að ákveða að sýna hana á Listhátíð í
Reykjavík. Leikritið á upptök sín í
andstæðum og hliðstæðum milli nútíðar
og fortíðar: annars vegar er barátta
Simons Bólivars fyrir frelsun Spönsku-
Ameríku á siðustu öld og hins vegar
ástandið í þessum ríkjum árið 1981,150
árum eftir dauða Bólívars. Leikritið
hefur vakið mikla athygli og deilur i
Venezúela, allir voru sammála um
listrænt ágæti sýningarinnar, en hins
vegar fjallar leikritið um viðkvæm mál
-  mannréttindamál, sálfræði kúgunar-
innar og sambandið milli þeirra kúguðu
og þeirra sem kúguðu. Þetta eru snöggir
blettir á mörgum Suður-Ameríkuþjóð-
félögum, þó kannski einna síst í
Venezúela, enda tóku margir til máls i
blöðum í Caracas og töldu ekki rétt að
gefa útlendingum slika ranghugmynd af
ástandinu þar í landi. Kom jafnvel til
tals að rjúfa tengsl Rajatabla við
Þjóðleikhúsið og taka af þeim alla styrki
- svo var þó ekki og Bólivar verður á
fjölum íslenska þjóðleikhússins föst-
udaginn 1 lta júní og laugardaginn 12ta.
Forseti lýðveldisins eða „Senor
Presidente" er ekki beinlínis leikgerð af
frægri skáldsögu Nóbelshafans Asturias,
heldur frjáls og innblásin útlegging
leikhópsins á höfuðefni sögunnar.
leikurinn lýsir suður-amerisku bananal-
ýðveldi þar sem viðgengst hin svartasta
stéttaskipting og þróast smátt og smátt
yfir í súrrealisma og martröð. Allar
persónur leiksins eru á einn hátt eða
annan í þjónustusveit hins alvalda
forseta, smátt og smátt er flett ofan af
hirð hans þangað til sést inn að hinum
rotna kjarna.
Leikurinn fer fram á sviði sem er
umgirt hvitmáluðum grindum, þar
ganga menn um í hvitum fötum, með
svört sólgleraugu og silfraðar skamm-
byssur - útkoman er formfagurt
sjónarspil, sem tekst einstaklega vel að
sameina nýsköpun og hefðbundna
fagmennsku innan leikhússins. Fyrri
sýningin á Forseta lýðveldisins er í
Þjóðleikhúsinu mánudaginn 14da júni,
en hin siðari þriðjudaginn 15da.
Örnólfur Árnason, framkvæmdastjóri
Listahátiðar, vildi meina að Rajatabla
væri „la créme de la créme" i leikhúsi
heimsins. Það verður forvitnilegt að sj á.


HANN VAR VIÐ?
- „Borgarlistamaðurinn" Magnús Tómasson sýnir á Kjarvalsstöðum
¦ Magnús Tómasson, myndlistarm-
aður, opnaði sýningu sína að Kjarvals-
stöðum i gær. Magnús, sem er tæplega
fertugur, hélt sina fyrstu sýningu aðeins
19 ára gamall og hefur síðan komið viða
við. Hann stundaði nám i Kaupmann-
ahöfn, var meðal súmmara hér uppi á
íslandi og rak SÚM meira að segja um
skeið. f fyrra var Magnús fyrstur
listamanna útnefndur svokallaður
„borgarlistamaður", þ.e. var á launum
hjá borginni i heilt ár, og afrakstur þess
árs sýnir hann nú á Kjarvalsstöðum. Við
þykjumst hafa heimildir fyrir þvi að
sýning hans, sem opin er 4.-20. júni frá
kl. 14-22-daglega, muni vekja nokkra
athygli en hana kallar listamaðurinn
„Sýniljóð og skúlptúr". Grípum niður á
stöku stað í texta Magnúsar í
sýningarskrá.
Herostratos
og Mídas
„Það var á árunum 1967-69 að ég bjó
til ýmsa hluti, sem mér gekk illa að fella
að ríkjandi myndstefnum. í bland voru
litlar sprettimyndabækur, þ.e. að þegar
opnaður er tvfblöðungur sprettur fram
þrivið mynd, eins og í ævintýrabókunum
um Stígvélaða köttinn og Hans og
Grétu, sem ég minnist frá æsku. Þá duttu
mér í hug orðin „visual poetry"
(„Sýniljóð"), rétt eins og maður veifar
röngu tré, og allt verður að heita
eitthvað... En hvað er þá „visual
poetry"? Ef til vill mætti skiigreina það
svona: Það er eitthvað, sem er of tengt
ljóði til þess að geta verið mynd og of
myndrænt til að geta verið ljóð, eða:
ekki nógu myndrænt til þess að geta
verið mynd og heldur ekki nógu
ljóðrænt til að vera ljóð. Efnislega eru
„sýniljóð" eins og hverjar aðrar
lygisögur, misjafnlega sannar, misjafn-
lega fyndnar, suiiiar soldið „lousy -
sneddy" og fljóta hér með sakir
frumstæðrar kímnigáfu höfundar.
í upphafi var orðið, og þannig er það
með margar myndirnar á þessari
sýningu, að orð eða hugtak goðsögn eða
eitthvað slikt, hefur orðið kveikjan að
mynd og stundum öfugt. Myndunum er
ekki ætlað það hlutverk að vera
siðbætandi, enda höfundur tæpast
aflögufær siðferði, heldur þegar best
lætur athugasemd um atburð eða ástand
liðins tíma með skírskotun til okkar
eigin. Þannig hafa orðið mér hugleiknir
¦   Er Magnús Tómasson með fugla á heilanum? Myndirnar - sem og forsiðumyndina
- tók Jóhanna Ólafsdóttir.
þeir kumpánar Midas með gullið sitt og
Herostratos, maður lítilsháttar, sem
brenndi til grunna hið undurfagra
Artemishof í Efesos i þeim tilgangi að
verða frægur. Harmi slegnir ibúar
Efesos bundust samtökum um að nefna
aldrei nafn hans, en fyrir lausmælgi
sagnaritarans Theopomposar varð nafti
Herostfatosar frægt að endemum þrátt
fyrir allt. Myndi Herostratos okkar daga
láta af iðju sinni, ef honum væri reist
veglegt minnismerki? Tæpast en þó
reynandi! Um Midas þýðir ekki að fást,
hann lærir aldrei af reynslunni.
Flugþol fiskiflugna kannað
Þessar myndir eru yfirleitt séðar frá
þröngu sjónhorni og gerðar eftir
formúlunni að léleg mynd versnar i réttu
hlutfalli við stærðaraukninguna, þannig
að mér hefur þótt vissara að hafa
myndirnar eins litlar og mér var
mögulegt. Aftur á móti geta umbúðirnar
verið viðamiklar, það er gert til að
væntanlegur kaupandi mynda fái
tilskilið fermál í hlutfalli við verð. Oft
hef ég reynt að gera mynd þannig að
frómur áhorfandi myndi segja: „Þetta
hefði ég sosem getað gert sjálfur", þ.e.
ná einhverjum þeim einfaldleik, sem
hverjum og einum finnst liggja í augum
uppi eftirá, en sjálfsagt hefur mér ekki
tekist að vera sjálfum mér samkvæmur
í þvifrekar en öðru...
Undarlegir eru mennirnir, fyrst loka
þeir fuglana inní búri, búa svo til vél sem
getur flogið. Siðan skera þeir tungurnar
úr næturgölunum og búa til tæki sem
syngur. Og þegar ég horfi á þessa
vesalings fugla í myndunum, efast ég um
sannleiksgildi málsháttarins, að betri sé
einn fugl í hendi en sjö í skógi. Ekki veit
ég nákvæmlega hvenær ég fór fyrst að
hugsa uin flug, en um 4-5 ára aldur
kannaði ég flugþol fiskiflugna með þvi
að binda tvinnaspotta um miðjuna á
þeim og láta þær siðan fljúga með eins
Íangan spotta og þær þoldu. Álika langt
má rekja eggin. „Ef þú einn góðan
veðurdag sérð eitthvað litið og hvítt
koma ofan úr loftinu, þá er það
kjarnorkusprengja," sagði bróðir minn
við mig, þegar við vorum minni en við
erum núna og vorum að skoða
kaffipakkamynd, sem hann fullyrti að
væri af vél sem framleiddi kjarnorkus-
prengjur. Seinna komst ég að þvi að
þetta myndi hafa verið útungunarvél.
,En síðan hefur mér hætt til að rugla
saman eggjum og kjarnorkusprengjum,
og ætíð búist við einhverju hvítu ofan
frá.
Fátt skyggði á
borgaralega hamingju...
En altént hefur þessi flugsaga orðið
umfangsmeiri en efni stóðu til i upphaft
og vandséð hvort henni lýkur nokkurn
tíma, en hér vil ég skjóta inní að stóra
myndin úr „Sögu flugsins" er tileinkuð
amerískumanninum Poul MacCready
sem nýverið lét þann árþúsunda draum
mannsins að fljúga fyrir eigin vöðvaafli
rætast...
Ég vil að loktim þakka Reykjavikur-
borg, stjórn Kjarvalsstaða og listráðu-
nauti fyrir að hafa létt af mér
brauðstritinu um sinn og gert þessa
sýningu mögulega. Þetta ár á launum
skyggði ekkert á borgaralega hamingju
miiiii, nema að hafa ekki stimpilklukku
á vinnustofunni og stúlku fyrir framan
hjá mér sem sagði: „Því miður, hann er
ekki við".
Þetta eru aðeins brot úr ritsmíð
Magnúsar Tómassonar, og visast illa
slitin úr samhengi, en þá er bara að fara
á Kjarvalsstaði og sjá með eigin
augum...
¦   Delfi.
¦   Prometheus.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32