Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 128. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1982
menningarmál
Iðnsýning á Kjarvalsstöðum
KJARVALSSTAÐIR
Hönnun '82
4.-20. júni
Opið á venjulegum tímum.
Handverk á
undanhaldi
¦ Þótt eigi liggi fyrir um það á
borði mínu neinar sérstakar tölur,
þá virðist sem iðnnám, lærðar iðngrein-
ar, hafi átt i vök að verjast á íslandi
undanfarna áratugi.
Þegar striðgróðinn kom og sveit-
irnar tæmdust svo að segja alveg,
varð hér eins konar félagsfræðileg
bylting. Fólk með peninga vildi láta börn
sín læra latínu. Líka fólk sem ekki hafði
peninga.
Langskólanám hafði allan forgang, og
það dró úr ásókn í lögverndaðar
iðngreinar, svo við lá að sumar legðust
niður. Og það þurfti ekki einu sinni
latínu til að draga allan mátt úr
iðnaðarvinnu. Vélvæðing kom einnig
við sögu og erlendur stóriðnaður. Og
getum við nefnt t.d. bókband eða
bókagerð og klæðskeraiðn, sem dæmi.
Fyrir rveim áratugum, eða svo voru
mörg klæðskeraverkstæði starfandi i
helstu bæium landsins oe bað bótti
virðing, fremur en hitt að ganga í
skreðarasaumuðum fötum. Núna er
þetta svo að segja liðið undir lok.
Stórfyrirtæki i saumaskap moka út
fatnaði á því verði, sem handsaumaskap-
ur getur með engu móti keppt við, enda
þótt gæði handsaumaðra herrafata væru
oftast mikil.
Nú, það sama hendir prentverkið,
bókbandið og þá bókagerðina. Handsett
bók hefur ekki komið út á íslandi í
áratugi, ef frá er talin ein bók, sem
systurnar i Stykkishólmi handsettu fyrir
nokkrum árum. Vélar komu og juku
afköst i setningu og svo komu afkasta-
meiri prentvélar - og siðan tölvan og
offsetið, þannig að gömlu blýprent-
smiðjurnar eru byrjaðar að tina tölunni
og vélritunarstúlkur sjá um setningu.
Þegar síðan að bókbandinu kemur, þá
er það allt að verða vélavinna. Og til
landsins munu nú komnar maskinur svo
góðar, að mannshöndin fær ekki að
koma nærri bókbandi. Prentaðar arkir
fara inn og út koma innbundnar bækur.
Þá er alþjóðleg samvinna i bókagerð
einnig vaxandi. Risaupplög eru prentuð
af ljtprentuðum bókum en íslenskur
texti á spöltum er sendur út i pósti til
útlanda. Heima kemur síðan „islensk"
bók á verði, sem útkjálkaprent getur
ekki látið sig dreyma um að keppa við.
Þannig hefur verið sótt að handverki
á íslandi lengi. Ýmist með latínu,
taumlausum innflutningi, andvaraleysi
ráðamanna og stöðnun.
Nýtt verðmætamat
Það er eiginlega núna fyrst á
alseinustu árum, sem nýir straumar, nýr
metnaður og nýtt verðmætamat, er að
ýta á flot. Iðngreinar, eða löggiltar
iðngreinar eru aftur að byrja að njóta
virðingar og skilnings.
Haldnar hafa verið nokkrar sýningar
á smiðisgripum og munum, og nú er
haldin á Kjarvalsstöðum sýningin Hönn-
un '82, en þar eru sýnd húsgögn,
vefnaður, leirmunir og glermunir, sem
hannaðir eru hér á landi og eru búnir
hér til.
Ýms þekkt fyrirtæki sýna þarna
vörur, sem búnar eru til eftir islenska
hönnuði og erlenda, er hér starfa. Og
það verður að segjast eins og er, að þessi
sýning er islenskum iðnaðarmönnum og
hönnuðum til mikils sóma.
Það er eigi auðvelt að gefa út ákveðna
reglu um það, hvað eigi heima á
sýningum á Kjarvalsstöðum, sem er
myndlistarhús fyrst og fremst. Líklega
gilda þar sömu lögmál og með bylting-
una, hvenær bylting væri lögleg. En
frægt er svar Jóns Þorlákssonar sem var
á þá leið, að bylting væri lögleg, þegar
hún heppnaðist. Það sama má segja um
húsmunasýningar á Kjarvalsstöðum.
Þær eiga þar heima, ef þær eru góðar.
Og það er þessi svo sannarlega.
Sýningin
Mest fer fyrir húsmunum frá Kristjáni
Siggeirssyni hf., en þar hefur Gunnar
Magnússon hannað húsgögn: Þá er
Trésmiðjan Víðir hf. með verk, sem
Finninn Ahti Taskinen hefur hannað og
Ingvar og Gylfi sf. sýna hjónarúm, sem
Þórdís Zoéga hefur hannað.
Smiðastofa Eyjólfs Eðvaldssonar sýn-
ir grindur, sem Pétur Lútersson hefur
hannað, en fylgihlutir eru úr nylonhúð-
uðu stáli.
Pétur Snæland hf. sýnir húsgögn úr
frauðplasti, en hönnuður þar er Gunnar
Snæland. Að lokum má svo nefna
Stálhúsgagnagerð Steinars hf., er sýnir
stóla úr rúnstáli og borð , en stólar,
hannaðir af Pétri B. Lútherssyni, hafa
hlotið mikla og verðskuldaða athygli
hér   heima   og   erlendis,   bæði   fyrir
þægindi, fegurð og siðast en ekki síst
fyrir það, að hundrað stólar taka lítið
meira pláss en einn. stóil þegar búið er
að hlaða þeim saman.
Þá eru ennfremur á sýningunni ljós
hönnuð af islenskum mönnum og
framleidd hér, sem eru mjög vönduð að
því er virðist og formfögur.
Þá vil ég geta um vefnað, leirmuni og
gler, en þessi siðasttaldi iðnaður hefur
tekið stórstígum framförum hér á
íslandi á seinustu árum. Þá er að geta
um leðurmuni, silfurmuni og fatnað,
sem einnig sýnir að samband er nú aftur
að komast á milli hugar og handa, eftir
alla vora latinu og iðnbyltingu nágranna-
landanna.
Mér er sagt að islensk iðnfyrirtæki séu
nú þegar byrjuð að flytja út sérhannaðar
iðnaðarvörur, og verður það að teljast
vel af sér vikið, miðað við allar ytri
aðstæður hér. Enginn vafi er þó á því
heldur, að hönnun hlýtur að vera ein
aðalforsendan fyrir slíkum útflutningi
og sölu innanlands.
Tæknilega séð eru þetta lika vel unnir
fagrir munir og maður finnur hjá sér þörf
til að strjúka fægðan viðinn.
Á Kjarvalsstöðum sýna margir þekkt-
ir hönnuðir og iðnaðarmenn sina vinnu,
en einnig nokkrir nýliðar og vil ég hvetja
alla, er fögrum munum unna, að sjá
þessa sýningu.
Jónas Guðmundsson
		
Jónas		
Guömundsson'		
skrifar	^	W
Keramik
Leðurvinna
¦ Ekki fer hjá því, að Silkitromma
Atla Heimis Sveinssonar verði talinn
með allra merkustu viðburðum nýbyrj-
aðrar listahátiðar. Raunar held ég, að
hún sé bezta verk Atla hingað til. Að
vísu er erfitt að dæma um tónlistina eina
útaf fyrir sig, eftir að hafa séð óperuna
einu sinni, enda er sá ekki tilgangur
sýningarinnar: höfundum og öðrum
aðstandendum Silkitrommunnar hefur
nefnilega tekizt það sem þeir sögðust
vera að stefna að: allsherjarleikhús. Þar
styðst hvað við annað og verður varla í
sundur slitið.
Sveini Einarssyni virðist láta vel að
setja á svið stykki sem þetta, litríkan og
gróteskan farsa. í Silkitrommunni á þessi
uppsetning jafnvel við og hún átti illa
við í ímyndunarveiki Moliers. Sýningin
er mjög stílhrein og „flott", og þar eiga
að siálfsögðu mikilvægan hlut að máli
Silkitromman
sviðsmynd Sigurjóns Jóhannssonar og
búningar Helgu Björnsdóttur.
Texti Örnólfs Árnasonar þolir jafnilla
bókmenntarýni og flest önnur „lib-
rettó", og sver sig þannig i ætt margra
stórverka á þessu sviði.
Hins vegar er í honum sitthvað
hnyttilegt, t.d. hlð óborganlega glys-
mennatrió þeirra Sigurðar Björnssonar,
Kristins Sigmundssonar og Jóns Sigur-
björnssonar uppi á svölunum.
í sýningunni er valinn maður í hverju
rúmi og hallast þar hvergi á. Guðmundur
Jónsson leysir sitt hlutverk, gamla
manninn, stórkostlega af hendi, og það
er vafalaust rétt sem Gilbert Levine
hljómsveitarstjóri sagði einhvers staðar,
að þetta hlutverk væri með hinum allra
erfiðustu fyrir baritón á þessari öld,
sambærilegt við Wozzeck í samnefndri
óperu Albans Berg. Raunar minnir
Silkitromman og þá einkum tónlistin,
mjög á þessa 60 ára gömlu óperu (sem
væri sannarlega gaman að fá að sjá hér
í jafngóðri uppfærslu og Silkitromman
fær, úr þvi Þjóðleikhúsið þurfti endilega
að klúðra leikriti Búchners hér um árið.
En Búchner, sem var jarðfræðingur,
samdi þetta dæmalausa framúrstefnu-
verk fyrir 150 árum, sem sýnir að listin
getur verið „nútimalist" um aldir, hafin
yfir tíma og tízkustefnur).
Ólöf Harðardóttir og Helena Jó-
hannsdóttir fara saman með hlutverk
stúlkunnar sem töfrar gamla manninn.
Önnur á vist að syngja i henni sálina,
en hin að dansa líkamann. Mjög
glæsilegt var loka-atriðið, þar sem þau
sungu saman lengi tvö ein Guðmundur
og Ólöf við daufan bakhljóm einsamlar
knéfiðlu.
Rut Magnússon syngur konu með
tizkubúð. Eins og aðrir leikur hún bæði
og syngur mjög vel. Silkitromman á
vafalaust eftir að bera hróður höfunda
sinna, og íslenzkrar listar, út fyrir
landsteinana, þvi „hún er i takt við
tímann" eins og Stundarfriður og fnúk.
Hvort endist yfir gröf og dauða skal
ósagt látið, en það er víst ekki okkar mál.
Sagan segir, að fegursta bygging
jarðar, Taj Mahal, hafi konungur
nokkur byggt utan um steinkistu
látinnar drottningar sinnar. Hún var úr
svörtum marmara og stóð á miðju gólfi
- upphaf, miðja og tilgangur verksins
alls. En þegar smiðirnir höfðu loksins
lagt síðustu hönd á hið glæsta listaverk
og kóngur leit yfir það, fannst honum
eitthvað vera að - eitthvert ósamræmi.
Og skyndilega áttaði hann sig á þvi, að
steinkistunni var ofaukið, hún féll ekki
inn í listaverk, sem var i sjálfu sér
fullkomið. Svo kistan var flutt burt.
Og eins er silkitromman sjálf veikasti
punktur þessa verks - hið eina sem eftir
Hfir af upprunalegri hugmynd Atla
Heimis um óperuefni. Þvi viðfangsefni
og uppsetriing óperunnar er fullkomlega
vestræn - tízkuheimur nútimans með
öllu sinu glysi annars vegar, og fátækur
maður hins vegar - og þar á japönsk
silkitromma hvergi heima. Hún er ekki.
til i okkar menningu.
En það er ópera Atla Heimis
Sveinssonar hins vegar - raunar eykur
hún verulega við menningu vora.
8.6. Sigurður Steinþórsson.
Frumraun
flautuleikara
Sigurður
Steinþórsson
skrifar um tónlist
¦ Þriðjudagskvöldið 1. júni voru
skemmtilegir tónleikar háðir i Félags-
stofnun stúdenta við Hringbraut:
Kolbeinn Bjarnason lék á einsamla
flautu. Þetta var á sina vísu dirfskufull
uppákoma - frumraun flautista, án
undirleiks með hljóðfæri sem að sönnu
er ekki einleikshljóðfæri í sjálfu sér. En
Kolbeinn reyndist vera snjall flytjandi
sem kann sitthvað fyrir sér, og auk þess
kom salurinn sjálfur til hjálpar með öllu
sínu bergmáli og glymjanda, sem lyfti
hinu kurteisa hljóðfæri verulega með
lifandi svari sínu.
Kolbeinn hafði þrjú verk á efnisskrá:
Fimm særingarþulur, eða Galdra, eftir
ArTdré Jolivet (samið 1938), Partítu i
a-moll eftir Sebastían Bach, og Ascéses
fyrir flautu eftir Jolivet (samið 1967).
Beethoven á að hafa sagt það um Bach,
að hann ætti ekki að heita lækur (Bach)
heldur haf, vegna sinnar óendanlegu
hugmyndaauðgi. Og þetta hefur ekki
verið hrakið ennþá. En það þýðir ekki
að Jolivet þoli 10 stykki - fimm fyrir hlé
og fimm eftir hlé - enda var hans
hugmyndaauðgi brostin eftir galdrana
fimm, og Ascéses litið meira en
endurtekning. En hvað um það.
Kolbeinn Bjarnason hefur lært
mestmegnis hjá Jósef Magnússyni, en
fengið fínslipun hjá svissneskum
mönnum og Manúelu Wiesler. Tónn
hans virðist mér sérlega safarikur og
bústinn, og flutningsmátinn allur virðist
vera nokkuð i stíl við Jolivet sjálfan, sem
Kolbeinn sagði hafa leitast við að ná
frumhljómi tónlistarinnar, dansi og
tilbeiðslu. En er ekki trumbusláttur, og
þar með taktfesta, frumrót þess alls? Og
það vantaði helst hjá Kolbeini, einkum
í partitu Bachs, sem Kolbeinn lék
listilega útaf fyrir sig, en alltof
„rhapsódiskt". Þetta var sérlega
áberandi i Courante-kaflanum, sem er
hraður og mtssir allt form ef taktur er
óákveðinn.
Tónleikar Kolbeins voru vel sóttir,
einkum af ungu fólki. Nú um tiðir er
flautan í miklum uppgangi hér á landi,
og afburðasnjallir flautuleikarar meðal
vor sem örva æskumenn til dáða. Yfir
tónleikunum var skemmtilega óhefð-
bundinn andi, likt og Kolbeinn hefði
staðið þarna upp óforvarandis í vinahópi
og sagt fáein orð til að gleðja sjálfan sig
og aðra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24