Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.06.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR U. JÚNÍ 1982 5 fréttir Bæjarstjóraskiptin í Kópavogi: „ENDANLEGT AF OKKAR HALFU” ■ Borgarstjórinn fékk aðeins urr- iða í Elliðaánum í gær. TímamyndtGE Dregur urriðinn úr laxa- gengd? ■„Ég get náttúrulega ekkert fullyrt um það, hvort' þessi urriði í Elliðaánum er að eyðileggja laxa- gengdina þar, en hann veiðist að minnsta kosti grimmt núna, en fram að hádegi í dag kom ekki einn einasti lax upp,“ sagði Friðrik Stefánsson, framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, i viðtali við Tímann í gær þegar hann var spurður um óánægju veiði- manna vegna urriða i Elliðaám. „Ég veit að það eru margir veiðimenn uggandi um þetta og okkar álit hér hjá Stangaveiðifélag- inu er, að það hafi verið mjög óráðlegt að sleppa urriðanum í ána i fyrra,“ sagði Friðrik, „þvi hann er svo frekur á ætið að margra áliti, auk þess sem margir óttast að hann éti laxaseiðin. Þessi urriði, sem er að v^lkjast þarna upp, er allur rifinn og tættur. Margir uggar eru jafnvei alveg af og þetta eru hálfgerðir ræflar, þannig að þessi seiði hafa frá fyrstu gerð verið gölluð vara. Við teljum auk þess, að þessum urriða hafi verið sleppt i ána á sínum tíma án þess að nokkrar heimildir hafi verið fyrir því.“ Friðrik sagði jafnframt, að sér væri kunnugt um, að menn í veiði-og fiskiræktarráði borgarinnar hefðu verið andsnúnir þessu á sínum tíma, en einhverra hluta vegna hefði þetta verið gert samt sem áður, og þvi sagðist Friðrik telja, að þetta hefði verið gert í heimildarleysi. -AB Bæjarstjórn Sauðárkróks: Meirihluti Framsóknar og Alþýðu- bandalags ■ Framsókn og Alþýðubandalag mynd- uðu með sér meirihlutasamstarf á Sauðárkróki og var fyrsti reglulegi bæjarstjómarfundurinn haldinn i hinni nýju bæjarstjórn síðdegis í gær. Forseti bæjarstjórnar var kosinn framsóknarmaðurinnMagnúsSigurjóns- son en fyrsti varaforseti Stefán Guð- mundsson alþýðubandalagsmaður. Magnús las upp á fundinum málefna- samninginn, sem meirihlutaflokkarnir gerðu með sér og þar bar hæst samþykkt um atvinnumálin, nýja áætlun um gatnagerð og skólamál. Á fundinum var tekin fyrir kæra Jóns Karlssonar, efsta manns á lista Alþýðu- flokksins i bæjarstjórnarkosningunum. Eins og menn muna kærði Jónfram- kvæmd kosninganna, þar sem fjórum sjúklingum á sjúkrahúsi staðarins var gert kleift að kjósa á kjördag utan kjörstaðar. Kærunni var visað frá með átta atkvæðum framsóknarmanna, alþýðu- bandalagsmanna og sjálfstæðismanna, en K-listamaðurinn Hörður Ingimars- son sat hjá. GÓ/SV ■ Af okkar hálfu er ákvörðunin um ráðningu Kristjáns Guðmundssonar endanleg og eftir því sem ég best veit er það sama uppi á teningnum hjá Alþýðuflokknum. Hvað Al- þýðubandalagið samþykkir á félags-. fundi i kvöld veit ég aftur á móti ekkert um,“ sagði Skúli Sigurgrims- son, annar bæjarfulltrúa fram- sóknarmanna i Kópavogi i samtali við Timann i gær. „Ég held að þessi mótmæli sem borist hafa frá starfsmönnum strætis- vagnanna og bæjarskrifstofanna komi ekki til með að hafa nein áhrif á þetta mál. Enda tel ég að um stundaræsing sé að ræða,“ sagði Skúli. Þrjátiu starfsmenn SVK sendu Tímanum bréf i gær þar sem segir: „Við eftirtaldir starfsmenn strætis- vagna Kópavogs styðjum það ein- dregið að Bjarni Þór Jónsson verði endurráðinn bæjarstjóri. Teljum við, að þeir menn sem hvöttu Bjarna til starfsins á sinum tíma, hafi siðferðilega skyldu til að tryggja honum starfið áfram, þar sem hann hefur gegnt þvi með miklum sóma og aflað sér virðingar og trausts þeirra Sem til hans þekkja". „Það er ekki nokkur leið að svo stöddu að segja til um hvort samningurinn verði samþykktur hjá okkur. En samt þykir mér það heldur líklegt því þetta er góður samningur," sagði Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins i Kópavogi i samtali við Timann. „Auðvitað koma mótmæli starfs- manna bæjarins til með að hafa áhrif á fundinn í kvöld, enda margir þeirra sem skrifa undir mótmæla- bréfin úr okkar hópi,“ sagði Bjöm. Nú er Castrol líka komin til íslands..! Castrol er olían fyrir allar vélar sumar sem vetur Margir hafa beöiö um Castrol á ís- landi, en án árangurs - fremstu smurolíu á heimsmarkaði. En nú er hún komin. þÓR H/F hefur tekið aö sér sölu og dreifingu á íslandi. Castrol framleiðir 450 gerðir af smurolíum fyrir bíla, báta- og ski- pavélar, iönvélar og búvélar. Orug- gar olíur, sem auka slitþol véla og gera þær hagkvæmari í rekstri - olíur með 75 ára reynslu að baki. Innan skamms fæst Castrol einnig um allt land. hringiö og sþyrjið um næsta sölustað og biðjið um ókeypis smurkort. H SÍMI 81500-ÁRMÚLA11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.