Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.12.2008, Blaðsíða 4
4 13. desember 2008 LAUGARDAGUR ÚTFÖR Fjölmenni var við útför Guðmundar Rúnars Júlíussonar, eins ástsælasta tónlistarmanns þjóðarinnar, sem gerð var frá Keflavíkurkirkju í gær. Einnig var sýnt beint frá athöfninni í sjónvarpi, í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Fríkirkjunni í Reykjavík og Duus-húsinu í Reykjanesbæ, en þar var haldin erfidrykkja að athöfn lokinni. Dagur íslenskrar tónlistar var í gær, og var hann tileinkaður minningu Rúnars. Keflavíkurkirkja var skreytt skjaldarmerkjum Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og íþrótta- og ungmennafé- lags Keflavíkur í tilefni dagsins, en eins og kunnugt er var Rúnar Júlíusson liðtækur knattspyrnu- maður og lék með liðinu við góðan orðstír. Séra Skúli S. Ólafsson, sóknar- prestur í Keflavíkurkirkju, minntist tónlistarmannsins með þeim orðum að íslenskt samfélag og menning væri fátækari ef ekki væri fyrir ævistarf Rúnars. Nokkrir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar fluttu lög til heiðurs Rúnari. Einnig fluttu þeir Baldur Þórir og Júlíus Freyr, synir Rún- ars, lagið Það þarf fólk eins og þig eftir föður sinn. Rúnar Júlíusson lést föstudag- inn 5. desember af völdum hjarta- áfalls. Hann lætur eftir sig eigin- konuna Maríu Baldursdóttur, tvo syni og sex barnabörn. - kg Einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar var borinn til grafar í Keflavík í gær: Fjölmenni við útför Rúnars Júlíussonar RÚNAR KVADDUR Gunnar Þórðarson, Ágúst Hans Ágústsson, Þorsteinn Eggertsson, Magnús Torfason, Tryggvi Hübner, Hermann Gunnarsson, Bjartmar Guðlaugsson og Gylfi Ægisson báru kistu Rúnars. MYND/VÍKURFRÉTTIR Minningarsjóður Rúnars: Styrkir unga tónlistarmenn SAMFÉLAGSMÁL Stofnaður hefur verið sjóður til minningar um Rúnar Júlíusson í Sparisjóðnum í Keflavík. Reikn- ingsnúmer sjóðsins er 1109- 05-2717, kennitala 610269-3389. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til ungra og upprenn- andi poppara á Suðurnesjum. Þetta kemur fram á vefsíðunni runarjul.is. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 3° 3° 3° 3° 3° 1° 3° 3° 5° 19° 8° 0° 19° -1° 4° 12° 3° -5 -3 -2 -5 -4 -1 -5 1 -6 -1 Á MORGUN 3-8 m/s MÁNUDAGUR 5-10 m/s 4 2 3 4 4 5 5 4 4 4 2 -3 -3 -5 -6 -4 2 3 -1 -3 -2 RÓLEGT UM HELGINA Veðrið um helgina einkennist af hægum vindum og úrkomu- litlu veðri. Í dag má búast við einhverjum snjókornum sunnan til og síðan á morgun er að sjá snjómuggu einnig með austur- strönd landsins. Það er harðnandi frost í kortunum og raunar má búast við hörku frosti til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur RÚNAR JÚLÍUSSON GENGIÐ 12.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,102 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,72 117,28 174,22 175,06 155,33 156,19 20,847 20,969 16,889 16,989 14,608 14,694 1,2934 1,3010 176,91 177,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR EFNAHAGSMÁL Álögur ríkisins á áfengi, tóbak, eldsneyti og fleira hækkuðu um 12,5 prósent þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum með miklum hraða á mið- vikudagskvöld. Hagstofan áætlar að bein áhrif hækkunarinnar á vísitölu neyslu- verðs, sem mælir verðbólgu, verði 0,4 til 0,5 prósent. Þá hefur ekki verið tekið tillit til mögulegra hækkana á fargjöldum og flutn- ingskostnaði vegna hærra elds- neytisverðs. Það þýðir að höfuðstóll verð- tryggðra lána almennings hækkar um 0,4 til 0,5 prósent, sem og verð- tryggður sparnaður landsmanna. Hækki verðbólgan um 0,5 prósent hækkar höfuðstóll 20 milljóna króna láns um 100 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands eru skuldir heimilanna um 1.890 milljarðar króna, þar af um 1.337 milljarðar í verðtryggðum lánum. Sérfræðing- ur ASÍ segir að hækki verðbólgan um 0,5 prósent hækki skuldir íslenskra heimila um 6,7 milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar, sem kynnt var í byrjun október, var lagt til að þessir liðir hækkuðu um 11,5 prósent til að halda í við verðbólguspá. Fram kemur í athugasemdum með nýsett- um lögum að vegna breytinga á verðbólguspá hafi þurft að hækka meira en áformað var. Alþingi samþykkti að hækka áfengisgjald og tóbaksgjald, en auk þess hækka bifreiðagjöld, vöru- gjald af bensíni, olíugjald og kíló- metragjald. Allt hækkar þetta um 12,5 prósent. Áætlað er að tekjur ríkisins á næsta ári aukist um tæp- lega 3,6 milljarða vegna hækkunar- innar. Hækkun um eitt prósentu- stig umfram það sem áður var ráðgert mun skila ríkinu tæplega 300 milljónum króna á næsta ári. brjann@frettabladid.is Skuldir heimilanna upp um 6,7 milljarða Alþingi hefur samþykkt að hækka álögur á eldsneyti, áfengi, tóbak og fleira um 12,5 prósent. Þetta hækkar verðbólgu um allt að hálft prósent. Verðtryggð lán landsmanna hækka um það bil um 6,7 milljarða vegna hækkunarinnar. DROPINN DÝRI Verð á bensínlítra hækkar um 7,70 krónur og dísilolíulítrinn hækkar um 6,40 krónur samkvæmt útreikningum FÍB. Að auki hækkar verðbólgan, og þar með skuldir heimilanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN STJÓRNSÝSLA Embætti sérstaks saksóknara sem rannsaka á grun um refsiverða háttsemi vegna bankahrunsins hefur verið auglýst. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum til skipunar í embætti héraðsdómara en þau kveða meðal annars á um góða heilsu, lögræði, óflekkað mannorð, próf í lögfræði og tiltekna starfsreynslu. Sérstakur saksóknari þarf að opinbera upplýsingar um hluta- bréfaeign í gömlu bönkunum, skuldir við þá og tengsl sín og skyldmenna við þá. Dómsmálaráðherra skipar í embættið en hann hefur lýst yfir vilja til að eiga samráð við alla flokka um verkið. - bþs Auglýst eftir saksóknara: Þarf að upplýsa um skuldir og hlutabréfaeign BELGÍA, AP Sex menn, sem voru í hópi fjórtán manna sem hand- teknir voru víða um Belgíu á fimmtudag, voru í gær ákærðir fyrir að tilheyra hryðjuverka- samtökum. Meðal hinna ákærðu er kona, hvers eiginmaður átti þátt í samsæri um að ráða Ahmed Massoud, stríðsherra í Norður- Afganistan sem barðist gegn talibönum er þeir voru við völd í Kabúl, af dögum haustið 2001. Hin ákærðu eru kjarni hryðju- verkahóps herskárra íslamista, og að sögn Lieve Pellens, talsmanns belgísku lögreglunnar, var einn í hópnum að undirbúa sjálfsvígs- sprengjutilræði. - aa Grunur um hryðjuverkatengsl: Sex handteknir ákærðir í Belgíu HANDTÖKUR Lögreglubíll fyrir utan dómhús í Brussel í gær, þar sem sak- borningunum sex voru birtar ákærur. NORDICPHOTOS/AFP Fangelsi og ævilöng svipting Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi og til ævilangrar ökuleyfissviptingar fyrir ölvunarakstur. Hann hafði áður gerst brotlegur og verið sviptur ökuréttind- um tímabundið. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Fresta þurfti meðferð kröfu um að Landsbankinn veiti upplýsingar um fjárfestingar peningamarkaðssjóða sinna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögmaður Landsbankans var upptekinn við málflutning í öðru dómsmáli. Hópur fólks sem átti í peninga- markaðssjóðum Landsbankans hefur krafið bankann upplýsinga um fjárfestingar, eignaskiptingu og fleira. Bankinn hefur ekki svarað erindum þar um. Því er upplýsinganna krafist með fulltingi héraðsdóms. Stefnt er að því að taka málið fyrir á ný í næstu viku. - bþs Upplýsinga krafist fyrir dómi: Lögmaðurinn var upptekinn Bifreiðagjöld, vörugjald af bensíni, olíugjald og kílómetragjald, hækka um 12,5 prósent. Hækkunin tók gildi í gær. Bensínlítrinn mun hækka um 7,70 krónur og dísilolíulítrinn um 6,40 krónur, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Það þýðir um 20 þúsund króna kostnaðar- auka fyrir meðal heimilisbíl, segir Runólfur. Áfengisgjald og tóbaksgjald hækkuðu um 12,5 prósent. Tóbak hækkaði strax í gær, en áfengi hækkar á næstu dögum þegar birgjar hafa endurskoðað verðskrá sína, segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Meðaltalshækkun á tóbaki er um 7,8 prósent. Hækkun á áfengi er misjöfn eftir áfengisprósentu. Algeng tegund af rauðvíni mun hækka um 5,2 prósent, hálfur lítri af vinsælli bjórtegund um 5,8 prósent, algeng tegund af vodka um 9,2 prósent og vinsæl koníaksflaska um 4,4 prósent. KOSTAR BÍLEIGANDA 20 ÞÚSUND Á ÁRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.