Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						20  21. desember 2008  SUNNUDAGUR

M

ér finnst aldrei 

nægjanlega 

mikið sagt í 

samræðum, 

það bjagast 

allt, kemur illa 

út,? segir Steinar Bragi, eins og 

hann vilji vara blaðamann við að 

gera sér ekki of miklar vænting-

ar í upphafi spjalls. Augun eru 

límd á tebolla sem hann hrærir í 

án afláts í nokkrar mínútur. ?Ég 

er ekki sérstaklega góður í að 

færa hugsanir mínar í orð í töluðu 

máli, það er kannski ein helsta 

ástæðan fyrir því að ég fór upp-

haflega að skrifa.?

Klukkan er að ganga ellefu á 

fimmtudagskvöldi, fannfergi úti 

og Steinar Bragi farinn að sýna 

þreytumerki eftir þeytinginn á 

milli bæjarhluta við kynningu á 

sinni fimmtu skáldsögu, Konum. 

Þetta er saga um unga konu sem 

snýr aftur til Íslands eftir nokk-

urra ára dvöl erlendis og reynir 

að raða saman brotunum í lífi 

sínu í samfélagi sem hún kemst 

að að hefur gjörbreyst. Smám 

saman fær hún á tilfinninguna að 

verið sé að leiða hana í gildru. 

Bókin hefur skýra skírskotun í 

atburði líðandi stundar; á kápu-

texta segir að hún varpi ljósi á 

íslenska þjóð eins og hún sé 

nákvæmlega núna. 

?Ég skrifaði þessa bók reyndar 

fyrir nokkrum árum, tók mér hlé 

og lauk við hana rétt áður en hún 

kom út. Ég er að sumu leyti hepp-

inn að samtíminn uppfyllir allt 

það sem þessi bók lofaði. Þegar 

hún var skrifuð var valdið ekki 

búið að taka ofan grímuna; þetta 

var enn á frumstiginu, þegar við 

vorum öll saman í baráttunni og 

allir fengu sinn skerf af hamingj-

unni. 

Það hefur núna breyst. Kerfið 

er hrunið og það er sterk almenn 

tilfinning að það séu nokkrar klík-

ur að togast á um þetta hræ sem 

er íslenska efnahagskerfið. Þeir 

hafa varla fyrir því að hylja þetta, 

þess vegna segi ég að valdið sé 

orðið grímulaust.? 

Hvert skref kvöl og pína

Þetta er óyggjandi sú skáldsaga 

Steinars Braga sem bestar við-

tökur hefur hlotið og bókarýnar 

keppast við að hlaða hana lofi. 

Sjálfur segist Steinar Bragi ekki 

hafa haft á tilfinningunni þegar 

hann skrifaði bókina að hún 

myndi falla í kramið. 

?Þetta var eins og að rífa úr sér 

æxli sem var samgróið hjartanu,? 

segir hann. ?Hvert einasta skref í 

vinnslu bókarinnar var hrein og 

klár pína. Það er ógeðfelld reynsla 

sjálfs mín á bak við þetta og 

úrvinnslan var erfið.? 

Hann segist ekki finna fyrir 

?kaþarsis? eða hreinsun, þegar 

hann skrifar; hann eigi í heldur 

ógeðsblendnu sambandi við 

skriftir. ?Ég hef alltaf haft sterk-

lega á tilfinningunni að ég sé að 

fást við rangt form, þess vegna á 

ég í átakamiklu sambandi við 

tungumálið og formið. Ég hefði 

átt að verða steppdansari finnst 

mér, það hefði fært mér milliliða-

lausa gleði í hvert sinn sem ég 

steppaði ? þá myndi ég hverfa inn 

í listræna gjörninginn og gleyma 

sjálfum mér. 

Þegar ég skrifa finnst mér eins 

ég sé að leita inn í sjálfan mig og 

þenja mig út í hvern kima hugs-

unarinnar og tilfinninganna. Ég 

finn ekki beinlínis hamingjuna í 

skriftunum. Kannski einhvern 

tíma á eftir þegar verkið er farið 

að fjarlægjast mig. En ég á frek-

ar erfitt með að finna til einhverr-

ar sjálfsánægju þegar kemur að 

skriftum.?

Að næra þjáninguna

Hann líkir þessu við að vera klof-

inn í tvennt í gegnum miðjuna, 

sem hann kveðst ávallt hafa haft 

sterkt á tilfinningunni að eigi við 

um sig. ?Mér finnst ég í eigin lífi, 

í öllu sem ég geri, vera bæði við-

fang og gerandi; mér finnst ég 

ekki hafa fundið skotheldar for-

sendur fyrir mínu sjálfi, ég er 

stöðugt að renna út í sandinn, 

leysast upp í ólíkar persónur. 

Það er til fólk sem segir að ég 

hafi persónu, að ég sé nokkurn 

veginn eins milli daga og vikna og 

ára. Sjálfur hef ég mjög óljósa til-

finningu fyrir því, eins og kannski 

margir listamenn í mismiklum 

mæli. Kannski erum við stöðugt að 

reyna að sviðsetja þessar mörgu 

persónur sem eru ?ég?, og reyna 

að finna eitthvað sem getur sam-

einað þær, til dæmis söguþráð, 

tesu. Á þann hátt erum við kannski 

að reyna að nálgast okkur sjálf. 

Svo er það þetta próblematíska 

samband við listir yfirhöfuð, til-

finningin að maður sé stöðugt að 

næra einhverja þjáningu. Í stað 

þess að gangast á hólm við sjálfan 

sig af heiðarleika og útrýma 

vandamálinu ? eins og þeir sem 

eru ekki listamenn geta kannski 

leyft sér ? fara listamenn að líta á 

vandamálið sem mjólkurkúna; 

eintthvað sem sér þeim fyrir 

starfa. Það er kannski eitthvað 

bernskutrauma sem hefur eyði-

lagt líf þitt og grafið um sig alls 

staðar og maður tekst ekki á við 

það nema óbeint í verkum sínum. 

Í öllum sínum verkum það sem 

eftir er ævinnar. Það er þetta sem 

mér finnst ógeðslegt við listsköp-

un. Listin er einhvern veginn allt 

það sem er stærrra en einstakl-

ingarnir sem veita henni áfram 

og það er eitthvað sem er óbæri-

lega ópersónulegt við alla list-

sköpun.? 

Forsíðufrétt á hverjum degi

En hvers vegna konur? Af hverju 

kýs Steinar Bragi að sökkva sér 

ofan í kvenleikann? ?Kannski af 

því að persónulega reynslan á bak 

við bókina hefur með konur að 

gera. En ég lyfti því upp í eitt-

hvað almennara lögmál eða geri 

tilraun til að skilja það. En þetta 

var ekki tilraun til að skrifa for-

framað lesendabréf um kynin og 

stöðu kynjanna í nútímanum.? 

Engu síður megi líta á bókina 

sem kraftmikið og ögrandi inn-

legg í umræðuna um stöðu og 

hlutskipti kynjanna. ?Já, ég blað-

aði í bókinni um daginn og rakst á 

setninguna um að fjórðungi 

kvenna er á einhverjum tíma-

punkti ævi sinnar nauðgað. Þetta 

er sú tölfræði sem helstu sér-

fræðingar styðjast við. Þetta eru 

sláandi tölur sem eiga við konur 

og hvernig þær eru beittar ofbeldi 

af öllum gerðum. Þetta gæti í 

raun verið forsíðufrétt á hverjum 

einasta degi ársins. Krafan um 

breytingar á þessu ætti að vera 

risavaxin.?

Mannvonska er algengt stef í 

bókum Steinars Braga. ?Mér 

finnst ekki vera neitt sem heitir 

illt í náttúrunni, í hinu náttúru-

lega fyrirkomulagi. Dýr eru ekki 

ill, rándýr eru ekki ill. Menn geta 

hins vegar verið feikilega illir, 

sérstaklega þegar þeir styðjast 

við hugmyndafræði, sem bjagar 

allan veruleika, náttúruna eða 

eitthvað sem getur verið lífræn 

dýnamík í samfélaginu. Þeir troða 

módelunum sínum á heiminn. 

Þetta er kannski sér-karllegt, 

ég veit það ekki; kannski hafa 

konur aldrei haft vald til að troða 

sínum módelum að. En þessi 

módel karlmanna eru valdbeiting 

og yfirleitt enda þau í illsku eða í 

réttlætingu á illsku. Það birtist í 

öfgum eins og útrýmingarbúðun-

um ? eða hruni líkt og því sem 

reið yfir íslenskt samfélag.? 

Kem að betra gagni annars staðar

Steinar Bragi hefur búið erlendis 

undanfarin misseri en frá því 

hann kom heim fyrir jól hefur 

hann blandað sér í þjóðmálaum-

ræðuna, skrifað greinar, mót-

mælt og kallað eftir kosningum. 

Hann segir það ekki brenna á sér 

að vera um kyrrt til að fylgja bar-

áttunni eftir. Nei, ég held að ég 

komi að miklu betra gagni annars 

staðar. Minn styrkur, ef hann er 

einhvers staðar, liggur ekki í að 

vera í líkamanum að berja í veggi 

Landsbankans, þar sem þeir eru 

sýnilegir, heldur frekar að reyna 

að fanga það sem er að gerast 

með mínum hætti. Ég held ég 

hljóti að gera það betur.? 

Steinar kveðst að mörgu leyti 

sáttur við íslenskt samfélag, hans 

hæfileiki felist hins vegar í að 

koma auga á það sem fer úrskeið-

is. ?Að sumu leyti hef ég sérhæft 

mig í því. Ég leita á mið þar sem 

eitthvað hefur brugðist; þar er 

merking að fæðast, þar eru að 

verða breytingar. Við vitum ekk-

ert hvert þær leiða en það er auð-

vitað nauðsynlegt að losna við 

hugmyndafræði sem er orðin föst 

í sessi og einráð, hefur nýtt alla 

möguleika sína og er nú orðin inn-

rotin. Þá verður að sparka henni 

burt því hún hvílir á þjóðfélaginu 

eins og mara, á nýsköpun og hug-

sjónum á borð við réttlæti. Þetta 

er kerfi sem er búið að ganga sér 

til húðar, við verðum að samein-

ast og losa okkar við það. 

Þá getum við búið í haginn fyrir 

nýjar öfgar en við höfum tíu til 

tuttugu ár fram að því.?

Brýtur af sér formin

Steinar Bragi vinnur nú að þrem-

ur bókum sem hann gerir ráð 

fyrir að komi út á næstu fimm 

árum. Hann heldur til Bandaríkj-

anna fyrir áramót en hefur hug á 

að fara bráðlega til Suður-Amer-

íku, á fund við shamen-anda-

lækni, fá hjá honum ofskynjunar-

lyf ?og eiga í gagnlegum 

samræðum við verur af öðrum 

heimi?. 

?Ég naut líkama míns lengi vel 

framan af, æfði karate þegar ég 

var tólf ára og spilaði fótbolta 

með Fylki fram að átján ára aldri. 

En ég fann mig ekki í hópíþrótt-

um, hefði kannski orðið góður 

tennisleikari. Nú er ég hins vegar 

að reyna að brjóta af mér öll föst 

form; ég er búinn að flýja allt sem 

til er í heiminum. Nú á ég bara 

eftir að brjótast út úr líkamanum. 

Þegar það tekst þá sný ég ábyggi-

lega ekkert aftur.?  

Þjáningin er mjólkurkýr

Steinar Bragi Guðmundsson rithöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir skáldsögu sína Konur. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir 

Steinar Bragi um togstreituna við skriftirnar, hliðarferil í steppdansi, grímulaust vald og gagnlegar samræður við verur af öðrum heimi.

ÓGEÐFELLD REYNSLA SJÁLFS MÍN BAK VIÐ BÓKINA ?Þetta var eins og að rífa úr sér æxli sem var samgróið hjartanu,? segir Steinar 

Bragi.  FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

Í stað þess að gangast á hólm við sjálfan sig af heiðarleika 

og útrýma vandamálinu ? eins og þeir sem eru ekki lista-

menn geta kannski leyft sér ? fara listamenn að líta á 

vandamálið sem mjólkurkúna; eitthvað sem sér þeim fyrir 

starfa.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64