Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 1
ingar, seinni hluti - bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Föstudagur 16. júlí 1982 159. tbl. - 66. árgangur. Síðumúla 15-Pósthólf370Reykjavik-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla Erlent yfirlit: mm Afvopnun- arþingiö .7 Dallas stjömur — bls. 2 Ólga vegna reyks og óþefs frá porti Sindra-Stáls í Sundahöfn: „Þessar íkveikjur stórhættu- legar” ■ fbúar í nágrenni Sundahafnar hafa ítrekað kallað út slökkviliðið í Reykja- vik vegna mikils reyks og óþefs sem lagt hefur frá porti Sindra-Stáls i Sundahöfn að undanförnu. Reykinn og óþefinn, leggur frá bílhræjum sem allt lauslegt er brennt úr áður en þau eru sett í brotajárn. Að sögn Hjalta Benedikts- sonar, aðalvarðstjóra hjá slökkvi- liðinu, hefur sérstaklega rammt kveðíð að þessum íkveikjum að undanförnu. Sagði hann að þær væru að verða vandræðamál. „Við höfum itrekað farið þess á leit við forráðamenn Sindra-Stáls að þessum íkveikjum verði hætt. Peir gera þetta í óleyfi, því það er algjörlega bannað að kveikja í með þessu móti innan borgarmarkanna," sagði Rúnar Bjarna- son, slökkviliðsstjóri, i samtali við Tímann í gær. „Fyrir utan það að vera til mikilla óþæginda fyrir fólkið i grenndinni geta þessar íkveikjur verið stórhættulegar," sagði Rúnar. Loks sagði Rúnar að þetta væri lögreglumál og að hann skildi ekkert i þvi hvað'lögreglan í Reykjavík gerði lítið til að stöðva þetta. Magnús Einarsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn i Reykjavík, sagði í samtali við Tímann i gær, að mál þetta væri í könnun hjá lögreglunni. -Sjó. Garpur án strlds — bls. 19 Dagur í Iffi - bls. 12 . - •; ■I ■ Hliðargarðshátíð var haldin i HUðargarði i Kópavogi í gær, en þetta er útiskemmtun sem Vinnuskóli Kópavogs stendur fyrir, nú annað árið i röð. Meðal skemmtiatriða var koddaslagur sem háður var í gosbrunninum, og voru oft mikil tilþrif i slagnum. Timamynd: Ari Menntamálaráöherra um hugsanlegt eignarnám á Keldnalandi: DÓMSTÓLARNIR SKERI ÚR UM RÉTTMÆÍI ÞESS „Kemur ekki af landi sínu ; ■ „Það kemur ekki til greina að Keldur geti látið svo mikið af landi sinu sem stjómendur borgarinnar ætlast til. Ætli Reykjavíkurborg að taka Keldnaland með eignamámi, þá verður naumast hjá þvi komist að láta dómstóla skera úr um, hvort það er réttmæt aðgerð, sagði Ingvar Gislason, menntamálaráðherra, er Tíminn bar undir hann eignamámshugmyndir nýja borgarstjómarmeirihlutans á yfir 100 hekturum af landi Tilrauna- stöðvarinnar á Keldum. „Ég vildi leysa þetta mál með til greina að Keldur geti látið svo mikið sem stjórnendur borgarinnar ætlast til” samkomulagi á þeim grundvelli að áætlað yrði hvað Keldur og Háskólinn þyrftu þarna mikið land miðað við eðlilega þróun næstu áratugina og að síðan yrði samið um að borgin fengi það sem umfram væri til lóðaúthlut- ana. En vitanlega vill Menntamála- ráðuneytið hafa í sínum höndum hvaða þróunarmöguleikar stöðinni verða búnir, en ekki láta Reykja- víkurborg ákveða það. Slíkt kemur ekki til greina. Staðurinn er mjög hagkvæmur fyrir Tilrauna- stöðina, bæði vegna landrýmis og nálægðar við Háskólann. Einnig er reiknað með að fleiri Háskólastofn- anir geti þróast á þessu svæði,“ sagði Ingvar. - Er eignarnámsheimildin þá vafa- söm? „Fljótt á litið hefur borgin heimild til að taka land eignamámi. Hins vegar teljum við að það kunni að bresta algerlega lagaheimild til að taka Keldnaland ef á reynir. Við eignarnám verður almannaheill að vera fyrir hendi. En við viljum efast um að hægt sé að halda því fram að það sé ótviræð almannaheill að taka Keldnaland undir íbúðabyggð. Það þurfi líka að líta á hagsmuni stofnunarinnar, Há- skólans og fleira." Varðandi tal bæjarfulltrúa um að flytja stöðina sagði Ingvar að þeir verði þá lika að geta sagt hvert á að flytja hana og í öðru lagi hvað slíkt kostar. En áætlað hefur verið að það væri vart undir 100 millj. kr. á núgildandi verðlagi. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.