Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						íwmw
SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1982
4NfM»>
¦ Um þessar mundir er lesin í útvarpi
skáidsaga Francis Scott Fitzgerald,
„Tender Is the Night," sem í þýðingunni
hefur hlotið nafnið „Næturglit." í tilefni
af lestri á „Tender", eins og bókmennta-
fræðingar i Ameríku kaila söguna stutt
og laggott ( sinn hóp, ætlum við að rifja
hér upp eitt og annað um þetta skáld,
sem Bandaríkjamenn hafa þóst sjá í
einkar glögga spegilmynd af eigin
þjóðarsál með kostum hennar og
göllum. Þótt Scott Fitzgerald sé stund-
um kallaður skáld „jass-skeiðsins"
á þríðja áratugnum, mun hitt þó sanni
nær að hann á sess þann sem hann skipar
í bókmenntasögunni því að þakka að
landar hans kannast enn við sjálfa sig í
sögum hans. Sumir hafa sagt að
endurlífgun frægðarljóma hans, sem í
eina tvo áratugi eða lengur var að mestu
útkulnaður, eigi þjóðfélagslegar rætur.
Menn hafa sagt að oiíukreppa, forseti í
snöru úr segulbandsflækju og fleiri
óstöðugleikaeinkenni hafi átt sinn þátt í
því að menn horfðu með söknuði til
þessara „góðu, gengnu daga." En
sjálfsagt er þetta götótt kenning eins og
svo margar aðrar í bókmenntum. Scott
Fitzgerald náði að slá hljóm sem ekki
deyr út héðan af, meðan einhverjir
verða til að lesa góðan skáldskap.
Níu ára þögn
„Tender Is the Night" kom út árið
1934 en þá voru níu ár liðin frá því er
hann gaf út „The Great Gatsby", sem
hafði aflað honum fortakslausar viður-
kenningar meðal þeirra sem helst mátti
taka mark á í bókmenntaheiminum,
þótt ekki hlytí sagan sömu frægð og
útbreiðslu og fyrsta skáldsaga hans,
„This Side of Paradise,"
Þessi þögn varð Fitzgerald tvímæla-
laust dýr. Hann hafði að vísu minnt á
sig jafnt og þétt með smásögum sínum,
sem birtust í víðiesnum vikublöðum,
einkum „The Saturday Evening Post",
en áhugi lesenda hafði þá beinst að
öðrum mönnum, sem meir svöruðu til
samtfmans, eins og Hemingway. Fitz-
gerald sat iengst af suður við MiðjarAar-
haf þessi ár og vann að rítun „Tender,"
en verkið sóttíst seint og menn voru
hættir að nenna að spyrja eftir nýju
bókinni lengur. í formála sem Fitzgerald
ætlaði að hafa að sögunni, en birtist þó
aldrei með henni sagði hann:
„Þetta er fyrsta sagan sem höfundur-
inn gefur út eftir níu ára hlé. Þennan
tíma hefur vart liðið sú vika að einhver
hafi ekki spurt mig hvernig gangi og
hvenær sagan komi út. Um sinn svaraði
ég því til sem mér fannst næst sanni: „í
haust," „í vor", „næsta ár." Svo tók ég
að þreytast á þessu og fór að ljúga og
ljúga, sagði ýmist að ég hefði gefist upp,
SCOTT
Skáld auðlegðar, ást
Viðamesta
skáldsaga hans
„Tender is the
Night" er flutt
í hljóðvarpi um
þessar mundir
eða þá að sagan væri orðin milljón orða
löng og kæmi sjálfsagt út í fimm
bindum..."
Fitzgerald vann að 17 mismunandi
gerðum að sögunni og þetta verk, sem
gekk svo hægt, gekk nærrí honum
sjálfum og öllu einkalífi hans. Þegar
sagan kom út fékk hún loðnar umsagnir
og fyrsta útgáfa hennar seldist í aðeins
15 þúsund eintökum. Viðtökurnar voru
höfundinum sífellt umhugsunarefni til
dauðadags 1940 og hann hélt áfram að
velta þessu margslungna verki fyrir sér
og leita uppi þau mistök í byggingu þess,
sem hann taldi orsökina. Það lýsti
„ameríkananum" í Fitzgeraid vel að
hann ieit á rithöfundinn sem vörufram-
ieiðanda og ef varan ekki seldist mátti
hann engum nema sjálfum sér um
kenna. Honum datt aldrei í hug að
áfellast „viðskiptavinina", eins og mörg-
um vonsviknum skáldum hefur hætt til.
Þegar sagan var gefin út að nýju eftir
dauða hans, höfðu verið gerðar á henni
róttækar breytingar að tillögu höfundar,
þannig að gömlu byrjuninni var skellt
inn í miðja bók og síðari kafli í bókinni
gerður að byrjun þess í stað. Um Scott
Fitzgerald hefur verið sagt að hann hafi
ekki verið hinn „fæddi skáldsagna-
höfundur" og sú umsögn er ekki út í
bláinn. Kannske er „Tender Is the
Night" besta dæmið um það. Eigi að
síður hefur þessi saga sem kostaði
höfund sinn svo langar yfirlegur og
vonbrigði, sem fremur en annað brutu
sjálfstrú hans og sjálfsvirðingu, staðið af
sér þá sjói sem virtust ætla að skola
henni út í djúp gleymskunnar. Heming-
way sagði um hana að hún yrði því betri
sem hann læsi hana oftar og um hana
hafa verið höfð jafn hæpin ummæli sem
þau að hún „kunni að vera mesta
stórvirki í bandarískri skáldsagnaritun á
tuttugustu öld." Rithöfundur einn sem
hitti Fitzgerald í Baltimore árið 1933
gekk með honum inn í vinnustofu hans,
þar sem skáldið lagði höndina á
handritsbunka sem var fet á hæð. „Hér
er nýja sagan mín," sagði hann. „Ég hef
skrífað fjðgur hundruð þúsund orð og
kastað þremur fjórðu af því..." Hann
stóð þarna með vískýglasið í hendinni
og sagði allt í einu: „Hún er góð, góð,
góð. Þegar hún kemur út mun fólk segja:
„Hún er góð, góð, góð."
Því miður fór það ekki svo þá. En eftir
stríðið fóru menn að átta sig á því, en
þá var höfundurinn ekki lengur til staðar
að fagna þeim umskiptum.
Að vakna frægur
Scott Fitzgerald fæddist 1896 í St. Paul
í Minnesota. Móðir hans var af
gamalgróinni fjölskyldu komin og átti
nokkuð fyrir sig að ieggja, en faðirinn
var ekki séður fjármálamaður og þegar
fyrirtæki hans varð gjaldþrota mátti
fjölskyldan fara að horfa í aurana. Scott
var sendur f ódýran kaþólskan skóla í
New Jersey og þaðan lá leiðin til
Princeton, þar sem hann kynntist Keats,
Oscar Wilde og fleirum og lifði í mesta
máta glöðu og ábyrgðarlausu lífi meðal
efnaðri skólafélaga. Hann var kvaddur
í heimsstyrjöldina fyrrí en komst þó
aldrei til vígstöðvanna. í hernum hóf
hann hins vegar að rita fyrstu skáldsögu
sína This Side of Paradise" sem út kom
1920. Hann var þá orðinn ástfanginn
upp fyrir haus af ungri Suðurríkjameyju,
Zeldu Sayre, sem var hans betri, - sumir
segja verri, - helmingur öll hans helstu
starfsár og skipar síður en svo lægri sess
en bóndi hennar í þjóðsögunni sem um
þau hefur myndast.
Zelda hafði verið treg til að taka
ástum Scott, en eftir að „This Side of
Paradise" kom út og vakti feyki athygli,
skoðaði hún hug sinn ekki lengur og
giftist honum. Sagan er um námssvein-
inn Amory Blaine og er bæði sundurlaus
og merkt ýmsum einkennum byrjand-
ans, enda víða seilst til fanga í stíl og
verk frægra höfunda. En þrátt fyrir alla
hnökra glitraði í sögunni á eitthvað
meira, - þann eðlismun sem skilur þann
útvalda frá „hinum". í ritgerð sem
Fitzgerald skrifaði árum síðar og nefndi
„Early Success" lýsti hann þessum
dögum:
„Bréfberinn hringdi dyrabjöllunni og
daginn þann gleymdi ég öllu öðru, hljóp
út á götu og stoppaði bíla til þess að
segja vinum og kunningjum frá hvað
hent hafði, - að þeir ætluðu að gefa
„This Side of Paradise" út. Þessa viku
hringdi bréfberinn aftur og ég borgaði
allar þessar andstyggilegu smáskuldir,
keypti mér föt og vaknaði á hverjum
morgni léttur eins og fjöður og
sprengfullur af eftirvæntingu."
Scott og Zelda
Þau Scott og Zelda giftust vorið 1920
í New York. Nú fóru dýrðardagar í
hönd. Sjálfsagt hefðu flestu ung hjón
ruglast nokkuð í ríminu af allri
velgengninni eins og þau sannarlega
gerðu. Þessi 23ja ára rithöfundur og hin
19 ára gamla þokkadís frá Alabama voru
eftirlæti allra, - ung, fögur og rík og
enginn hafði yfir þeim að segja. Það var
skrifað um þau í blöðin, þau sátu uppi
á þakinu á leigubflunum eftir samkvæmi
hér og þar, böðuðu sig í gosbrunnum og
þar fram eftir götunum. Alltaf voru þau
á leið í eitt samkvæmið enn. „Ég man
eftir mér eitt kvöld á ferð í leigubíl undir
gríðarháum byggingum. Himininn var
Fltzgerald kippti sér aldrei upp við að selja nafn sitt, pegar peningar voru annars vj
bleikur og rósrauður og ég fór að æpa,
af því að ég hafði allt sem ég gat óskað
mér og vissi að ég yrði aldrei jafn
hamingjusamur aftur. „Fitzgerald hjón-
in urðu ímynd þeirrar æskudýrkunar
sem á þessum tíma var að hefjast.
Þótt þetta væri á bannárunum í
Ameríku, þá var ekki að sjá að bannið
hefði mikil áhrif meðal hástéttarinnar í
New York og þar skorti ekki vín í
samkvæmum. Zelda fékk sér neðan í
því með manni sínum, áfengi var
eldsneytið sem keyrði þau áfram í hinum
cmialau.su boðum. Þó var iiuinur á þeim
í þessu efni. Zelda drakk af þvi' að hún
naut þess að finna á sér, en Fitzgerald
var skjótt kominn á byrjunarstig
ofnautnarinnar og hegðun hans undir
áhrifum varð æ erfiðara að spá um hver
yrði hverju sinni.
Þegar gestum á einhverju hótelinu
þótti orðið nóg um næturglauminn,
fluttu þau sig bara yfir á það næsta. Scott
og Zelda urðu ekki auðug af sölunni á
„This side of Paradise," en bókin greiddi
þeim leið inn í ýmsa áhrifaríka hópa og
opnaði hinu unga skáldi aðgang að
viðlesnum tímaritum, sem greiddu vel
fyrir smásögur hans, en hann var
afkastamikill og snjall smásagnahöfund-
ur. Margir, svo sem Hemingway, áttu
síðar eftir að hneykslast á því að hann
eyddi hæfileikum sfnum í hraðsoðnar
lýsingar á tískubrúðum handa glans-
myndablöðum, en slíkar sögur urðu
langtímum saman eitt helsta hfibrauð
Fitzgeraldhjónanna.
Árið 1922 kom út önnur skáldsaga
Skáldið ásamt dótturinni „Scottie".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24