Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 193. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982
fréttir
Sum fyrirtæki greiða allt að 20% „mætingabónus" til starfsfólks:
„HEILSUFARIÐ SNAR-
LAGAST HJÁ FÚLKENU
— segir Helgi Vilhjálmsson, iðnrekandi í Hafnarfirði
11
¦ „Þessi svokallaði „mætingabónus"
hefur verið hér hjá okkur í mörg ár og
ég held að hann tíðkist hjá ýmsum
fyrirtækjum. A.m.k. lærði ég þetta af
öðrum, enda eru allir að reyna að finna
einhver ráð til að bjarga sér varðandi
lélegar mætingar í vinnu. Það vita allir
að þessi algengu eins dags veikindi - oft
á mánudögum - eru tóm uppgerð,"
sagði Helgi Vilhjálmsson, iðnrekandi í
Hafnarfirði. En Tíminn hafði frétt af
þessum „mætingabónus" greiðslum hjá
honum og fleiri fyrirtækjum, sem borga
fólki allt upp í 20% kaupauka fyrir að
mæta á réttum tíma í vinnu.
Ekki er þrátt fyrir allt ætlast til að fólk
sé alfullkomið, þar sem því líðst að
tilkynna um einn veikindadag og auk
þess að mæta einu sinni of seint í
hverjum mánuði án þess að missa rétt
sinn til greiðslu á „mætingabónusnum".
„Já, heilsufarið hefur snarlagast hjá
fólkinu. Þetta hefur komið þannig út að
það mætir alla daga nema að um
raunveruleg veikindi sé að ræða. Enda
er það töluverð uppbót að fá yfir 1.400
krónum meira í laun^ hverjum mánuði
(um 20% eftir árs starf eða meir) bara
með því að mæta til þeirrar vinnu sem
fólk er ráðið til, ekki síst í ljósi þess að
fólk er kannski að fara í verkföll til að
ná sér í 3% kauphækkun.
Já, það er engin spurning að þetta
borgar sig fyrir báða aðila. Einstaka
nýbyrjaðir hafa ætlað að halda sömu
vitleysunni áfram, en eru venjulega
fljótir að sjá að sér þegar mismunurinn
í launaumslögunum kemur í ljós um
mánaðamót."
Og Helgi hefur tekið upp fleiri nýmæli
í sínu fyrirtæki.
„Hér  vinnum  við  bara  4  daga
vinnuviku, þ.e. frá 8.00 á morgnana til
18.30 á kvöldin, en föstudagurinn er
alger frídagur sem fólk hefur til að
útrétta. Áður þurfti fólk sffellt að vera
að fá frí úr vinnu, því allar stofnanir sem
fólk þarf að leita til eru lokaðar eftir kl.
16.00 til 17.00 á daginn. Nú eru slík frí
alveg úr sögunni. Auðvitað fékk ég á mig
í byrjun að ég væri að svindla á fólkinu,
en það kann þessu vel og vill ekki skipta
aftur. Og þessu verður aldrei breytt
aftur meðan ég á þetta fyrirtæki," sagði
Helgi.
-HEI
„Meinilla við að kalla
»f
þetta „mætingabónus
— „Viðurkenning á þvíað fólk geti ekki mætt á réttum tíma til
vinnu nema gegn sérstakri umbun", segir formaður Iðju
¦ „Mér er meinilla við að kalla þetta
„mætingabónus", því það er hreinlega
viðurkenning á því að fólk getur ekki
mætt á réttum tíma í sína vinnu nema
gegn einhverri sérstakri umbun. Við
gerum samninga fyrir fólk þar sem það
er ma. skuldbundið til að mæta í vinnu
á réttum tíma. Geri fólk það ekki er fólk
að brjóta samningana, en atvinnurek-
andi á ekki að þurfa að borga því
sérstaklega fyrir að halda þá," sagði
Bjarni Jakobsson, formaður Iðju félags
verksmiðjufólks, er Tíminn spurði hvort
verkalýðsfélögin fari kannski að taka
„mætingabónus" inn í samninga.
Bjarni kvaðst vita að menn væru í
vandræðum með hvað starfsfólk mætir
illa og einnig sagði hann vitað að mikið
væri um tilkynnta veikindadaga: „Þetta
á við almennt í þjóðfélaginu." Ekki
kvað hann sér kunnugt um nema tvö
fyrirtæki sem greiði þennan svokallaða
mætingabónus, en af hvorugu þeirra
fyrirtækja hafði Tíminn haft spurnir af.
Enda þurfa atvinnurekendur að sjálf-
sögðu ekki að semja um það við
verkalýðsfélag hvort þeir borga starfs-
fólki sínu launauppbætur.
„Hins vegar hef ég heldur aldrei getað
fengið það út hvernig þetta orð
„mætingabónus" er til komið. „Bónus" !
þýðir einfaldlega „tímamæld ákvæðis-
vinna". Þarna hlýtur því að vera um að
ræða tímamælingu á því hve fólk erfljótt
að mæta á rétrum tfma í sína vinnu. Mér
finnst þetta því tóm endemis vitleysa,"
sagði Bjarni.
-HEI
¦  Móðir BasOia, ein af stofnendum
Maríusystraregluiinar.
Maríusystur
á íslandi
¦  Tvær Maríusystur frá Noregi, sem
tilheyra kirkjudeild mótmælenda, munu
dvelja hér á landi dagana 1.-13.
september n.k.
Systrasamfélag þetta, Maríusystur, á
rætur sínar að rekja til vakningar í
Biblíuhópum á meðal unglinga á tímum
loftárásanna á Darmstadt í Vestur-
Þýskalandi árið 1944, þegar fjðldi fólks
lét lffiö.
Maríusystur reka m.a. eigin prent-
smiðju og bókaútgáfu, og einnig hafa
þær verið með eigin útvarpsdagskrár,
þar sem kristilegar bækur eru sjaldséðar.
Víðtæk ferðalög einkenna starfsemi
systranna. Þær heimsækja söfnuði og
kirkjur, sem óska eftir samkomum,
helgarsamverum, kyrrðardögum með
Biblíutímum, þar sem sýndar eru
skuggamyndir, og kvikmyndir sem boða
fagnaðarerindið.
Maríusysturnar Phanuela og Juliana
munu heimsækja mörg kristileg félög og
söfnuði hér á landi. Einnig verða
helgarsamverur á Löngumýri 3.-5.
september, og í Skálholti 10.-12.
september, þar sem þær munu uppörva
trúáða.                  - SVJ
B í gær opnaði danski sendiherrann i
íslandi, J.A.W. Paludan, stóra postu-
línssýningu á Kjarvalsstöðnm. Það er
danska fyrirtækið Bing & Gröndahl sem
sýnir sjaldgæfa postulinsmuni, m.a. með
sérstöknm tengslnm við Island, sérunnin
listaverk eflir nútíma listamenn, verð-
mært safn platta og merka muni, sem nú
ern í framleiðslu, m.a. eftir íslenska
listamanninn Rúnn.
Forseri íslands var viðstaddur opnun-
ina, og skoðaði sýninguna í fylgd danska
sendiherrans. Að því loknn var Vigdísi
Finnbogadóttur færð að gjöf vegleg
stytta af móður með tvö börn sín i
brjósti. Myndimar sem hér fylgja með
voru teknar við athöfnina.
Tímamyndir: G.E.
Stjórn Blaða-
mannafélags
íslands:
Þakkar
Friðjóni
samvinnu
— „Oft skort á
við svipaðar
aðstæður, að
blaða- og
fréttamönnum
væri gert i
kleift að gegna
skyldum
sfhum"
¦  Stjórn Blaðamannafélags íslands
óskar að koma á framfæri þökkum og
stuðningi við Friðjón Guðröðarson,
sýslumann og lögreglustjóra á Höfn í
Hornafirði, vegna góðrar samvinnu
hans við starfsmenn fjölmiðla er fylgdust
með hörmungaratburðunum í öræfum
fyrr í þessum mánuði. Stjórnin er þess
fullviss, að hún talar fyrir munn
meginþorra íslenskra atvinnublaða-
manna er hún lýsir yfir stuðningi við
starfsaðferðir sýslumanns gagnvart fjöl-
miðlum og við miðlun upplýsinga til
landsmanna af þeim atburðum er þarna
áttu sér stað, - atburðum er öll þjóðin
fylgdist með af óhug. Pað var skylda
fjölmiðla þessa daga, sem endranær, að
gefa sem gleggstar upplýsingar af
framgangi málsins. Oft hefur mjög skort
á við svipaðar aðstæður, að blaða- og
fréttamönnum væri gert kleift að gegna
þeim skyldum sínum. Friðjón Guðröð-
arson sýslumaður á þakkir skildar fyrir
að veita dygga aðstoð við það.
Samþykkt i stjómarfundi
26. agúst 1982
Aðalfundur Menningar-
samtaka Norðlendinga
¦  Nýstofnuð Menningarsamtök Norð-
lendinga halda sinn fyrsta aðalfund
dagana 4.-5. september n.k. í Gagn-
fræðaskólanum á Húsavfk. í tengslum
við aðalfundinn verður efnt til samsýn-
ingar norðlenskra myndlistarmanna og
ráðstefnu um listir og skipulag lista-
starfsemi á Norðurlandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er
sérstök samsýning myndlistarmanna á
Norðurlandi. Á sýningunni, sem verður
haldin f Safnahúsi Þingeyinga, verða
sýnd verk eftir yfir 20 listamenn, 2-4
verk frá hverjum. Þarna gefst því í fyrsta
skipti kostur að sjá úrval þeirrar
norðlensku myndlistar sem unnin er um
þessar mundir.
í tengslum við fundinn verður einnig
haldin ráðstefna um listir og skipulag
listastarfsemi á Norðurlandi. Hún verð-
ur í tvennu lagi.
Fyrri hluti hennar er helgaður sam-
skiptum fjölmiðla og listámanna, og
hinn síðari skipulagi listastarfseminnar
á Norðurlandi, sem er eitt af meginhlut-
verkum Menningarsamtaka Norðlend-
inga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28