Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 197. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Wimtm
MIDVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1982
stuttar fréttir
Kirkjan í Saurbæ á Rauðasandi
125 ára Reyk-
hólakirkja end-
urreistíSaurbæ
Barðaströnd: Endursmíðuð Reyk-
hólakirkja verður vígð í Saurbæ á
Rauðasandí n.k. sunnudag, 5.
september, af herra Sigurði Pálssyni,
vígslubiskupi í Skálholtsstifti. Síð-
asta kirkja í Saurbæ, var meira en
aldar gömul þegar hún fauk og
brotnaði í spón í aftakaveðri í janúar
1966.
Reykhólakirkja var fyrst smíðuð
árið 1857, en ný kirkja varsíðan vígð
þar árið 1963. Það var herra Sigurður
Pálsson, vígslubiskup, sem þjónaði
sem prestur á Rcykhólum um 5 ára
skeið, sem fyrstur átti hugmyndina
að því að flytja hina gömlu kirkju
vestur að Saurbæ í stað þeirrar er
fauk, því fólk þar vildi fá nýja kirkju.
Gamla kirkjan var síðan kunnáttu-
samlega rifin af Hannesi Stígssyni,
sem merkti vandlega hverja spýtu,
bjálka og stoð, til að auðvelda
endurreisn síðar. Kirkjan var flutt
þannig í samanbundnum spýtna-
bútum til Reykjavíkur.
Með sameiginlegu átaki heima-
manna, Þjóðminjasafns Islands og
Húsfriðunarsjóðs fannst sú lausn að
endurreísa kirkjuna í Saurbæ og fela
Saurbæjarsöfnuði hana til varð-
veislu. Endurbygging kirkjunnar
hefur tekið nokkur ár. Forsögn alla
um endursmíðina hafði Hörður
Ágústsson, listmálari af hálfu Þjóð-
minjasafnsins og Húsfriðunarsjóðs.
En sjálft verkið vann að langsamlega
mestu leyti Gunnar Guðmundsson,
kirkjusmiður á Skjaldvararfossi á
Barðaströnd.
Saurbæjarkirkja er annexía frá
Sauðlauksdal, en þar hafur verið
prestlaust síðan 1964. Prestakallinu
er nú þjónað af séra Þórarni Þór,
prófasti á Patreksfirði.
Þess má geta að aðalhvatamenn að
endurbyggingu kirkju á Saurbæ voru
Ivar ívarsson, kaupfélagsstj. í
Kirkjuhvammi og ívar Halldórsson
bóndi á Melanesi, sem báðir eru nú
látnir fyrir fáum árum, en arfleiddu
kirkjuna að eignum sínum, eins og
fleiri hafa gert.         - HEI
Varað við
aukinni
miðstýringu
minja- og
bókasafna
Norðurland: Fjórðungsþing Norð-
lendinga samþykkti í ályktun að vara
við þeim ráðagerðum áð auka á
miðstýringu í uppbyggingu minja-
safna og bókasafna og telur rétt
ríkisins vafasaman um slíka íhlutun
og skipan safna, þar sem söfn séu
fyrst og fremst byggð upp af framtaki
áhugamanna og fjárframlögum
heimaaðila.
ítrekaði þingið því enn fyrri
ályktun sína um endurskoðun þjóð-
minjalaga, þar sem gert er ráð fyrir
samtökum minjasafna og þjóðminja-
verði í hverjum fjórðungi.  _ HEI
„frönsku "
f rá Sval-
barðseyri
seljast
jafnóðum
Svalbarðseyri: „Það gengur alveg
stórkostlega með framleiðslu
frönsku kartaflnanna. Við fram-
leiddum t.d. um 70 tonn í júlímánuði
og þetta fót út alveg eftir hendinni",
sagði Karl Gunnlaugsson, kaup-
félagsstjóri er Tíminn grennslaðist
fyrir um hvernig vinnslan gengi, m.a.
í ljósi þess að nú hefur önnur
verksmiðja tekið til starfa með sömu
framleiðslu, þ.e. austur í Þykkvabæ.
Karl  sagði  verksmiðjuna  hafa
gengið hvern virkan dag síðan um
áramót, að undanteknum um viku-
tíma nú nýlega sem stöðvað var til
viðhalds og hreinsunar á vélunum.
Lagerinn væri ekki nema um 20-30
tonn, því þetta fari jafn óðum. Það
virðist því vera rúm fyrir báða þessa
aðila á markaðinum.
Aðspurður kvað Karl ekki verða
farið að vinna úr nýjum íslenskum
kartöflum fyrr en eftir u.þ.b.
mánaðartíma. Fyrst yrði lokið við
það sem til er af erlendum kartöflum
í verksmiðjunni.         - HEI
Framhalds-
skólalög til-
gangslaus
án f jár-
mögnunar
Norðurland: „Fjórðungsþing Norð-
lendinga telur óhjákvæmilegt að sett
verði lög um skipan framhalds-
menntunar, en vekur á því athygli að
tilgangslaust er að setja slík lög nema
jafnframt sé kveðið á um fjármögn-
un slíkra skóla", segir í ályktun
þingsins.
Fari svo að ríkið kosti ekki að öllu
leyti framhaldsskólana og að um
kostnaðarskiptingu milíi ríkis og
sveitarfélaga verði að ræða bendir
þingið á yfirsjtórn framhands-
menntunar sé í höndum fræðsluráðs
og fræðslustjóra eins og tíðkast með
grunnskólastigið.
Jafnframt beindi þingið því til
menntamálaráðuneytisins að unnið
verði að tiilögu að námsframboði
fyrir fullorðinsfræðslu á Norðurlandi
og að komið verði á fót í samráði við
ráðuneytið sérstakri nefnd til að
vinna að málinu.
-HEI
Fjársöf nun til endurnýjunar
á f jarskiptabúnaði
björgunarsveitarinnar:
Nauðsynleg
endurnýjun
- vegna nýrra reglna um f jarskipti
¦ „Hér er um mjög fjárfreka endur-
nýjun að ræða og er hún björgunarsveit-
um gersamlega ofviða nema til komi
stuðningur almennings í landinu. Það er
um miHjónir að ræða," sagði Baldur
Jónsson, lyrrv. formaður björgunar-
sveitarinnar Ingólfs á blaðamannafundi
í húsi SVFÍ í gær.
Tilefni fundarins var að kynna
fjársöfnun til endurnýjunar fjarskipta-
búnaði björgunarsveita um allt land.
Söfnunin fer fram dagana 2. til 5.
september n.k. þ.e. frá fimmtudegi og
fram á sunnudag.
í frétt frá aðstandendum söfnunar-
innar segir: Nýlega gengu í gildi nýjar
reglur um fjarskipti. Reglurnar hafa það
í för með sér að allar slysavarna og
björgunarsveitir verða að endurnýja
allan sinn fjarskiptaútbúnað."
Ennfremur segir í fréttinni: „Hjálpar-
stofnun kirkjunnar hafði því frumkvæði
að því að skipuleggja viðkomandi
landssöfnun í samvinnu við slysavarna-
og björgunarsveitir landsins til þess að
styðja við bakið á félögum sveitanna við
endurnýjunina. Ljóst er að góður
fjarskiptabúnaður er nauðsynlegur til
þess að björgunarsveitir megi uppfylla
sem best hið mikilvæga hlutverk sem
þær gegna."
Hvernig fer söfnunin fram
Dreift hefur verið inn á öll heimili
landsmanna málgangi Hjálparstofnunar-
innar, Höndinni, sem inniheldur upp-
lýsingar um söfnunina ásamt fræðandi
efni um félögin sem að söfnuninni
standa. Blaðinu fylgir einnig umslag sem
fólk getur sett framlög sín í og sent til
Hjálparstofnunarinnar, komið því til
viðkomandi sóknarprests eða afhent
það félögum björgunarsveitarina sem
verða staðsettir með söfnunarfötur við
bensínstöðvar og verslanir um allt land
söfnunardagana. Þeir taka einnig á móti
framlögum í föturnar þó þau séu ekki í
umslagi. Þá er tekið á móti framlögum
inn á gíróreikning nr. 20005-0. Áætlað
er að á annað þúsund manns muni starfa
við söfnunina söfnunardagana.
Starfsemin kynnt
söfnunardagana
Slysavarna og björgunarsveitirnar
munu söfnunardagana standa fyrir
kynningu á ýmsu úr starfi sínu.
Fallhlífarstökk verður sýnt, björgun í
björgunarstól og sig niður háa byggingu.
Fleira verður gert ef veður leyfir.
¦  Ásgrímur Björnsson, erindreki SVFI, með talstöðvartæki eins og björgunarsveit-
irnar þurfa að eignast.                              Tímamynd Ari
¦ Torsten Föllninger. Tímam Ella
Fjölhæfur
sönglista-
maður og
leiðbeinandi
í Norræna
húsinu
¦ Fimmtudaginn 2. september held-
ur sænski listamaðurinnTorsten Föfl-
inger tónleíka í. Norræna húsinu og
hefjast þeir klukkan 21:30. Undir-
leikari verður Jónas Ingimundarson og
verður söngskráin mjög íjölbreytt,
m.a, lög eftir Mozart, Schumann,
Ture Rangström o.fl.
Föllinger er fjöllærður tónlistar-
maður sem nam sörtg við fremstu
óperuhús heimsins og hefur hann þó
getið sér einna mest orð sem
leiðbeinandi við ieiklistarskóla rfkisins
í Svíþjóð. Hann hefur m.a. leiðbeint
Birgit Nilson og Max von Sydow, en
hann er einmitt hér á landi nú til þess
að lejðbeina ungum leíkurum og
karlakórnum Fóstbræðrum, sem senn
leggja upp í tónleikaför til Bandarfkj-
anna. Er óhætt að hvetja fólk til að
sækja tónieikana í Norræna húsinu og
kynnast þar þessum óvenju fjöl-
gáfaða tónlistarmanni.
ísvog býður amerískar frystihúsavogir:
„íslendingur" fyrir
eina milljón dollara
¦ „Það er alveg upppantað, sem við
fáum næstu tvo mánuðina afíslendingn-
um, en við fáum um tuttugu stykki á
viku," sagði Guðlaugur Hermannsson
framkvæmdastjóri í Isvog, sem flytur
inn rafeindavogir fyrir fiskiðnaðinn, frá
Bandaríkjunum.
Fyrir um sjö mánuðum fékk ísvog
umboðssamning við Circuits & Systems
inc, í USA og tók að sér umboðið á
íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Færeyjum og Grænlandi. Liður í
samningnum var að ísvog kaupir vogir
fyrir eina milljón dollara fyrir 1. júlí
1983.
Þær vogir sem hér um ræðir eru
sérhannaðar til nota í frystihúsum og
hafa hlotið framleiðslunafnið „Iceland-
er". Að sögn Guðlaugs eru þessar vogir
mjög ódýrar, miðað við það sem yfirleitt
gerist hér á markaðnum, eða um 19
þúsund krónur stykkið, á núverandi
gengi. Það sem af er hefur ísvog selt
um 15-20% af umsömdum hluta.
Nýlega tók ísvog þátt í fiskiðnaðar-
sýningu í Þrándheimi, ásamt umboði
sínu þar í landi, en fyrirtækið Seatech
a.s. í Oslo, sem er í eigu Islendings,
Guðlaugur Hermannsson og Stefán Jónsson með „Islendinginn" á milli sín.
Tímamynd Ári
Stefáns Jónssonar, hetur tekið að sér að
selja vogirnar í Noregi. Stefán Jónsson
var staddur hjá ísvog, þegar Tíminn
kvaddi þar dyra. Hann sagði að
undirtektir hefðu verið mjög góðar á
sýningunni og allt útlit væri fyrir að þar
muni vogirnar seljast vel, þrátt fyrir
harða samkeppni. í Noregi eru um 1000
frystihús, að því er Stefán sagði og
markaðurinn því töluverður.
Nú er beðið eftir löggildingu á
vogirnar á Norðurlöndunum, en þegar
hún er fengin verður settur fullur kraftur
á söluna, en auk þess að kynna vogirnar
hér og í Noregi hafa þær einnig verið
kynntar í Færeyjum, og vakið áhuga þar
einnig.
SV
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24