Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.02.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 1983 sem miðað er við að dekki_ rekstrarkostnað íbúðanna og' viðhald. Ríkið leggur fram að láni 99% byggingakostnaðarins á móti þessu eina prósenti leigj- andans. Eini gallinn sem hefur komið fram á þessu fyrirkomu- lagi er sá að eins og reglurnar eru í dag geta menn selt íbúðar- rétt sinn á frjálsum markaði með hagnaði. Það er nauðsynlegt að breyta þessu þannig að sameign- arfélagið kaupi íbúðarréttinn vilji handhafi þess selja og fái hann þá tii baka það fé sem hann hefur lagt fram verðtryggt að sjálfsögðu, líkt og tíðkast hér á íslandi varðandi verkamanna- bústaðina. Húsaleigustyrkir tíðkast í Sví- þjóð til fólks sem hefur tekjur undir ákveðnu lágmarki. Er það almennt fyrirkomulag í þeim löndum sem eiga aðild að Al- þjóðasamtökum leigjenda? Já, leigjendastyrkir í ein- hverju formi tíðkast í flestum löndum í Evrópu þar sem ég þekki til, ísland er undantekning í þessu efni eins og fleirum þegar kjör leigjenda eru annars vegar. í Svíþjóð hafa samtök leigj- enda sett fram þá kröfu að enginn greiði hærri leigu en sem svarar 15% af launum sínum. í dag er þetta hlutfall nálægt því að vera 27%. Nú eru leigjendasamtök í Svíþjóð líklega þau sterkustu í Evrópu. í hverju koma áhrif þeirra fram? Þau eru samningsaðili um leigukjör. Húsaleiga er ákveðin árlega í samningaviðræðum í millum leigjendasamtaka og samtaka leigusala. Hjá okkur eru stærstu leigusalarnir opin- berir aðilar, sveitarfélög og ríki og þeir eru ákvarðandi um upphæð leigu, einstakir leigusal- ar geta ekki hækkað meir en þéir, nema um betra húsnæði sé að ræða.„ Okkar mottó er að maður á ekki að þurfa að eiga til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Menn hafa rétt til þess með því að vera. JGK ■ ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, að byltingar hafa verið og eru enn tíðar í flestum löndum rómönsku Ameríku. Stundum hafa margar stjórnir farið með völd á sama árinu. Síðustu þrjá áratugina hefur þó eitt ríki Suður-Ameríku verið alger undantekning í þessum efnum. Það er Paraguay. Þar er sami maðurinn búinn að fara samfleytt með einræðisvald í þrjá áratugi. Einvaldurinn þar, Alfredo Stroessner, lítur þó engan veginn á sig sem einræðisherra. Hann telur sig vera kjörinn á lýðræðis- legan hátt. Fyrra sunnudag var hann í framboði við íorsetakosningar í sjöunda sinn. Hann gekk með glæsilegan sigur af hólmi, eins og í hinum sex fyrri kosningunum. Andstæðingar hans telja hins vegar að lítill lýðræðisbragur hafi verið á þessum kosningum. Aðeins hafi verið að ræða um málamyndaíramboð gegn Stro- essner, sem hafi verið undirbúin af fylgismönnum hans. Allur aðdragandi kosninganna og framkvæmd þeirra hafi verið með þeim hætti, að hrein fjar- stæða sé að tala um frjálsar kosningar í þessu sambandi. Það er þó mat fréttamanna, sem hafa heimsótt Paraguay, að ■ S,troessner að greiða atkvæði Stroessner fer með sigur af hólmi f sjöunda sinn Hann hefur verið forseti Paraguay í 29 ár ■ Nábúaríkin hafa oft ágimzt Paraguay. Stroessner njóti talsverðra vin- sælda. Hann gæti því sennilega sigrað í frjálsum kosningum, en ekki með slíkum glæsibrag og úrslit í undangengnum sjö for- setakosningum gefa til kynna. Annars leggja ekki margir erlendir blaðamenn leið sína til Paraguay. Það er meðal af- skekktustu landa í heirni og hefur ekki upp á ntikið fréttaefni að bjóða. Þó hefur þetta breytzt nokkuð í seinni tíð, því að síðustu árin hafa orðið meiri verklegar fram- farir en í öðrum löndum Suður- Ameríku. Ástæðan er m.a. sú, að Para- guay og Brasilía hafa verið að byggja þar í sameiningu eitt mesta orkuver í heimi. í undir- búningi er að tvö mikil orkuver verði byggð í náinni framtíð í samvinnu við Argentínu. PARAGUAY er landlukt land milli Argentínu, Brasilíu, Uruguay og Bolivíu. Það er um 157 þús. fermílur að flatarmáli og hefur um 3.5 milljónir íbúa. Flestir íbúanna eru blandaðir, komnir af Spánverjum og Indi- ánum. Þeir brutust undan yfirráðum Spánverja á öðrum áratug síð- ustu aldar. Mestalla síðustu öld og framundir miðja síðustu öld, hefur Paraguay átt í meiri eða minni styrjöldum við nábúa sína. Á áratugnum 1860-1870 geröu Uruguay, Brasilía og Argentína bandalag um að ná sem mestu landi af Paraguay og helzt að skipta landinu á milli sín. íbúarn- ir vörðust hraustlega, en urðu að láta úndan ofureflinu. Brasilía innlimaði þá allstóran hluta af Paraguay. Á þessari öld átti Paraguay í styrjöld við Bolivíu, sem stóð í fjögur ár, eða á árunum 1932- 1935. Þessari styrjöld lauk með sigri Paraguay, sem innlimaði allstórt landsvæði, sem áður heyrði undir Bolivíu. Það var í þessan styrjöld, sem stundum hefur verið nefnt Chaco-stríðið, sem Stroessner kom fyrst við sögu. Stroessner var rétt tvítugur, þegar styrjöldin hófst, og tók hann þátt í henni allan tímann. Hann fékk mikið lof fyrir hraustlega framgöngu og hækkaði síðan stöðugt í tign innan hcrsins. Stjórnmáladeilur voru harðar í Paraguay á þcssum árum, og næstu árin á cftir. Á árunum 1934-1954 voru ekki færri en 22 forsetar í Paraguay. Herinn var alltaf öðru hverju að grípa í taumana og skipta um forseta. Ý msar heimildir telja, að Stro- essner hafi raunverulega ráðið mestu í Paraguay síðan 1947, en hafi fyrstu árin stjórnað á bak við tjöldin. Fyrst á árinu 1954 kom hann opinberlega fram á sjónarsviðið og var í framboði í forsetakosningunum. Hann náði auðveldlcga sigri og hefur verið kosinn jafnan síðan. STROESSNER er kynblend- ingur, eins og flestir landa lians. Faðir hans var þýzkur, en móðir hans var af Indiánaættum. Stro- essner lærði ungur mál hennar og hcfur það komið honum að góðurn notum cftir að hann varð forseti. Stjórnsemi og atorku þykir hann hafa crft af hinum þýzku forfeðrum sínum. Stroessner er sagður lifa hóf- sömu lífi og berst ekki mikið á að öðru leyti en því, að hann hefur ferðazt mikið um landið og temur sér þá alþýðlega fram- göngu. Það er talið ciga þátt í vinsældum hans. Hann er sagður starfsmaður rnikill og fylgjast vel með á flcstum sviðuni stjórnkerf- isins. Vinnutími hans hefst jafn- an klukkan sjö að morgni og er vinnusemi hans viðbrugðið. Stroessner er ekki talinn hafa notfært scr aðstöðu sína til að safna miklum auði, en hann er þó sagður eiga í ýmsum fyrir- tækjum. Hins vcgar er talið að ýmsir samstarfsmcnn hans hafi hagnýtt sér aðstöðu sína betur, en einkum þó yfirmenn í hernum, scm hafa átt kost á að smygla ýmsum vörum til landsins. Andstæöingar Stroessners halda því fram, að ntikil opinber spilling þrífist undir verndar- væng hans, eins og oft vill verða þegar santi maður eða sami flokkur fer lengi með völd. Stjórn Stroessners hefur oft verið kærð fyrir brot á mannrétt- indunt. Pólitískir andstæðingar hans þykja oft sæta fangelsunum og harðri mcðferð. Stundum hefur komið til illinda tnilli hans og Bandaríkjanna um slík mál. Stroessncr hefur látið slíka gagn- ,ýni Bandaríkjanna sig litlu varða. Stroessner er mikill andstæð- ingur kommúnista, en yfirleitt kallar hann alla andstæðinga sína því nafni. Stroessner hefur annað viðhorf til nasista, einkum þó, ef þeir eru af þýzku bergi brotnir. Margir fyrrverandi for- ustumenn þýzkra nasista eru sagðir hafa leitað sér skjólshúss í Paraguay og verið þar vel tekið. Paraguay er ekki ríkt land frá náttúrunnar hendi, þegar vatns- orkan er undanskilin. Mörgstór- fljót renna um landið og hefur verið hafizt handa um að virkja þau, eins og áður segir. Náma- auðæfi eru lítil og landbúnaður- inn hefur verið aðalatvinnuvegur landsmanna. í kjölfar virkjananna hefur iðnaður aukizt og þykir líklegt, að orkan eigi eftir að bæta mjög lífskjör í Paraguay. Stroessner verður 71 árs á þessu ári. Fréttaskýrendur spá því, að ótryggt ástand geti skap- azt í Paraguay, þegar hann fellur frá, en ekki er talið, að hann hafi fieitt undirbúið hver skuli taka við af honum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.