Tíminn - 22.03.1983, Blaðsíða 7
r
umsjón: B.St. og K.L.
DALLAS-stjörnurnar
syngja inn á plötur:
Bobby
syngur í
Frakklandi
með Mireille
Matthieu
■ Úr því að J.R. gat það, þá Nú ætla þau að láta taka
vildi hann Bobby reyna líka! söng sinn upp á plötu og láta
J.R. varð á undan með það að reyna á hvort hlustendur vilja
gefa út plötu með söng sínum, kaupa. Það var heilmikill
og nú keppast DALLAS-leik- undirbúningur að þessu, því að
ararnir við að syngja inn á í fyrravor fór Mireille til
plötur, hver af öðrum. Bandaríkjanna til að leggja á
Næst á eftir J.R. kom Pam ráðin um hvað þau ættu að
(Victoria Principal), en hún syngja saman og hvernig ætti
söng með þáverandi kærasta að standa að útsetningu á
sínum, Andy Gibb, inn á plötu íögunum. Quincy Jones kom
hugljúf ástarlög. þeim til aðstoðar og valið var
Nú hefur Patrick Duffy byrj- lagið „Together We Are
að sinn söngferil, og sú sem er Strong“,ogáþvíáttiaðbyrja.
honum til aðstoðar er ekki af
verra taginu sem söngvari, því Larry Hagman (J.R.) gaf út
að hann syngur með plötu með laginu „My Favour-
hinni heimsfrægu frönsku ite Sin“ (Uppáhalds syndin
söngkonu Mireille Matthieu í niín) o.fl. og seldist platan
Frakklandi. Þetta á að vera til nokkuð vel. Þó flestir segðu að
skemmtunar fyrir sjónvarps- maðurinn kynni alls ekki að
áhorfendur þar í landi, en Patr- syngja, vildu samt margir eiga
ick (Bobby) er þar á ferðinni - plötu með söng J.R. Betur
og í fleiri löndum í Suður-Ev- gekk það hjá Pam, því að
rópu - til að kynna og vekja Andy Gibb, kærastinn hennar
athygli á DALLAS-þáttunum. söng prýðilega og hélt
Sagt er að hann heilli kvenfók- tvísöngnum þeirra uppi.
ið og standi sig vel í auglýsinga- Kannski Mireille Matthieu
ferðinni, sem lauk með tvísöng geti haldið plötunni þeirra
þeirra Mireille og Bobby í Patricks á floti með sínum sæta
sjónvarpinu. söng.
■ Patrick Duffy og Mireille Matthieu skemmta sér vel við að
hlusta á upptöku af söng þeirra. Svo er það bara spumingin hvort
sjónvarpsáhorfendur og hlustendur skemmta sér jafn vel
eftir 80 núlifandi listamenn, full-
trúar þessara listgreina sem ég
taldi upp áðan. Síðan eru á
sýningunni nokkrir tugir eldri
kirkjugripa sem eru allir í tölu
merkustu kirkjugripa landsins.
Þar á meðal er hluti af biskups-
staf frá 11. öld, sem fannst á
Þingvöllum fyrir nokkrum árum,
þetta er elsti kirkjugripur sem
hér hefur fundist og er frá fyrstu
árum kristninnar. Stafurinn er í
eigu Þjóðminjasafnsins eins og
örfáir fleiri gripir á sýningunni
en flestir eru fengnir að láni frá
kirkjum út um land, frá Borgar-
firði eystra, Þingmúla í Skriðdal,
Stað í Súgandafirði og frá Beru-
neskirkju svo að nokkrir staðir
séu nefndir. Svo sýna tveir list-
viðgerðarmenn hvernig viðgerð
fer fram á gömium listaverkum.
Hvers eðlis eru þessir gömlu
kirkjugripir?
Við sýnum róðukross, gamlar
bækur og einnig eru allmargar
gamlar táknmyndir hér til sýnis
og þær eru útskýrðar mjög vand-
lega í sýningarskránni, sem er
mjög vegleg, 80 blaðsíður með
útskýringum á gömlu verkunum
og táknmyndunum og þrem
fræðilegum greinum.
Eru verkin á sýningunni hugs-
uð sem skreytingar á kirkjubygg-
ingum eingöngu.
Nei, alls ekki, og það er vert
að leggja áherslu á það að hér er
ekki bara um að ræða kirkjulega
list heldur einnig trúarlega list,
sem er auðvitað mun víðara
hugtak. Trúarlega listin fjallar
um trúarleg viðfangsefni, er
viðureign við hinn trúarlega
veruleika og margir mundu telja
sum verkin andkirkjuleg, eða
ögrandi gagnvart kirkjunni, en
þau hafa trúarlegt inntak. Og
fullu nafni heitir sýningin, „Sýn-
ing á kirkjulegri og trúarlegri
list.“
Ég býst við að það komi
mörgum á óvart sem skoða sýn-
inguna hve margir af lista-
mönnum samtímans fjalla um
þessi viðfangsefni í verkum
sínum.
JGK
■ Thatcher og Foot.
Foot og Thatcher bída
úrslitanna í Darlington
Þau geta orðið örlagarík fyrir þau bæði
■ Howe kemur til þings með fjárlagatöskuna frægu.
■ ATHYGLl fjölmiðla í Bret -
landi beinist nú mjög að kjör-
dæmi í norð-austurhorni
Engiands, Darlington. Þar fer
fram aukakosning tii þingsins
næstkomandi fimmtudag, og
þykja úrslitin líkleg til að hafa
meiriháttar pólitískar afleiðing-
ar.
Meðal annars þykir ekki
ósennilegt að þau geti ráðið
miklu um, hvort Michael Foot
heldur sæti sínu sem formaður
Verkamannaflokksins. Einniger
talið líklegt, að þau geti haft
áhrif á hvort Margaret Thatcher
efnir til almennra kosninga í vor
eða dregur þær til haustsins, eða
jafnvel fram á næsta vor.
1 síðustu þingkosningum, sem
fóru fram í maí 1979, munaði
ekki nema réttum 1000 at-
kvæðum á fylgi Verkamanna-
flokksins og íhaldsflokksins í
Darlington. Frambjóðandi
Verkamannaflokksins 'fékk
22.563 atkvæði, en frambjóðandi
íhaldsflokksins fékk 21.513.
Frambjóðandi Frjálslynda
flokksins fékk 5.054 atkvæði.
Eftir að Verkamannaflokkur-
inn tapaði aukakosningunni,
sem nýlega fór fram í Bermonds-
ey-kjördæmi í London, er höf-
uðnauðsyn fyrir hann að halda
þingsætinu í Darlington. Þetta
gildir þó enn frekar um Foot
persónulega. Bætist við tap í
Darlington mun staða hans, sem
þegar er veik fyrir, veikjast að
miklum mun. Krafan um, að
hann segi af sér formennsku, fær
sívaxandi fylgi í Verkamanna-
flokknum.
Bermondsey var talið eitt af
aðalvígjum Verkamannaflokks-
ins. Þess vegna var tapið þar
honum mjög tilfinnanlegt. Þess
vegna yrði það mikil uppörvun
fyrir hann að halda velli í Dar-
lington.
Fyrir íhaldsflokkinn yrði það
á sama hátt mikil uppörvun, ef
honum tækist að vinna þingsætið
í Darlington af Verkamanna-
flokknum. Það myndi herða
þrýstinginn af hálfu þeirra, sem
vilja að Thatcher láti kjósa í vor.
ÞAÐ ER annars ekki íhalds-
flokkurinn, sem er talinn helzti
keppinautur Verkamanna-
flokksins í Darlington, heldur
Bandalag Sósíaldemókrata-
flokksins og Frjálslynda
flokksins.
Bandalagið missti stórlega
vindinn úr seglunum eftir að
Falklandseyjastríðið gerði
Margaret Thatcher vinsæla. Það
kom því næstum á óvart, þegar
bandalagið vann þingsætið í
Bermondsey. Það reyndist mun
fylgismeira en skoðanakannanir
höfðu bent til.
Eftir sigurinn í Bermondsey
hefur fylgi þess farið vaxandi, ef
marka má skoðanakannanir.
Niðurstaða skoðanakönnunar,
sem birt var í síðustu viku, gaf til
kynna, að það væri orðinn næst-
stærsti flokkurinn. Samkvæmt
þeirri skoðanakönnun hefði það
fengið 31% greiddra atkvæða, ef
kosið hefði verið þá. íhalds-
flokkurinn hefði fengið 41% og
Verkamannaflokkurinn 27%.
Þessi niðurstaða þykir líkleg
til að styrkja stöðu bandalagsins
í Darlington.
Könnunin benti til þess, að
íhaldsflokkurinn væri byrjaður
að tapa og Falklandseyjaævin-
týrið væri ekki sama vatn á myllu
hans og áður. Þess vegna þykir
ólíklegt, að hann verði sigurveg-
ari í Darlington. Fyrr í vetur
hefði íhaldsflokkurinn fengið
allt að 50% í skoðanakönnun-
um.
Það var talið eiga þátt í ósigri
Vcrkamannaflokksins í Ber-
mondsey, að frambjóðandi hans
var úr vinstri armi flokksins. Það
hafði komið til orða, að fram-
bjóðandi hans í Darlington yrði
einn af ritstjórum Tribune, mál-
gagns vinstri armsins. Við nánari
athugun þótti þetta of áhættu-
samt og varð niðurstaðan sú, að
teflt var fram vinsælum heima-
manni Oswald O’Brien mennta-
skólákennara, 54 ára gömlum.
Sósíaldemókratar áttu rétt til
að velja frambjóðanda í Darling-
ton samkvæmt samkomulaginu
milli þeirra og Frjálslynda
flokksins. Framboð sósíaldem-
ókrata bendir til þess, að fjöl-
miðlamenn þyki ekki síður væn-
legir til fylgis í Bretlandi en hér
á landi. Frambjóðandi þeirra,
Tony Cook, er fréttamaður sjón-
varpsstöðvar á Norðaustur-
Englandi, 37 ára.
íhaldsflokkurinn teflir fram
Michael Fallon, þrítugum félags-
fræðingi, sem fengizt hefur við
pólitískar rannsóknir og ætti því
að vera vel heima í flestu því,
sem snertir pólitísk vinnubrögð.
Helztu leiðtogar flokkanna
hafa heimsótt Darlington að
undanförnu og er bersýnilegt, að
þcir telja allir að úrslitin geti
orðið mikilvæg fyrir flokka
þeirra.
Það myndi til viðbótar því,
sem áður er rakið, gefa banda-
laginu byr undir vængi, ef það
ólíklega gerðist, að frambjóð-
andi þess færi með sigur af hólmi.,
NOKKUÐ hefur það dregizt
inn í kosningabaráttuna í Dar-
lington, að Gcoffrey Howe
fjármálaráðherra lagði fjárlaga-
frumvarpið fyrir þingið á þriðju- v
daginn var.
Frumvarpið hlaut nokkuð
svipaða dóma og ræða Gunnars
Thoroddsen í eldhús-umræðunum.
Menn skildu það nokkuð á tvo
vegu.
Sumir töldu það bera merki
þess, að Thatcher hyggði ekki á
kosningar í vor, þar sem fátt nýtt
cg óvænt væri að finna í frum-
varpinu, en slíks hefði mátt
vænta, ef kosningar væru í nánd.
Aðrir töldu, að sitthvað í
frumvarpinu gæti bent til þess,
að kosningar væru ekki langt
undan, þar sem það fæli í sér
ýmislegt, sem væri millistéttun-
um og efnaminna fólki til hags-
bóta. T.d. er gert ráð fyrir nokk-
urri tekjuskattslækkun, sem er
framkvæmd á þann hátt að
auka skattfrádrátt. Þetta verður
til þess, að mun fleiri verða
skattlausir en áður.
Innan íhaldsflokksins er veru-
lega deilt um, hvenær sé heppi-
legast aðefnatilkosninga. Marg-
ir vilja láta kjósa strax, því að
flokkurinn standi vel um þessar
mundir.
Aðrir telja betra að bíða til
haustsins og treysta á, að þá
verði meiri bati kominn í ljós.
í þriðja lagi eru svo þeir, sem
telja að ekki verði hægt að vænta
batans fyrr en á næsta ári, og því
sé bezt að bíða til næsta vors.
Thatcher sjálf gefur helzt til
kynna, að hún ætli að sitja út allt
kjörtímabilið eða þangað til í
maí 1984. Andstæðingarnir þora
þó ekki að treysta því.
Þórarinn
Þórarinsson,
rítstjóri, skrifar