Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 78. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1983
fréttir
Kvikmyndasjóður veitir 5 milljónir til kvikmyndagerðar
80% FJARMAGNSINS fer til
SEX LEIKINNA KVIKMYNDA
¦  „Ef þeir vilja vera aðstoðarmenn
hjá okkur, þá eru þeir velkomnir," segir
Guðný Halldórsdóttir um þá, Ágúst,
Hrafn og Þorstein.
(Tímamynd G.E.)
„Vildum
spreyta
okkur
sjálfar"
— segir Guðný
Halldórsdóttir,
höfundur kvik-
myndahandrits
að „Skilaboð
til Söndru"
¦  „Við erum ekki búnar að ráða
leikara, við biðum eftir því hvort kvik-
myndasjóður myndi veita okkur fé og
nú er það korhið og undirbúningurinn
getur hafist af fullum krafti," sagði
Guðný Halldórsdóttir í samtali við Tím-
ann í gær, en Guðný hefur samið
kvikmyndahandrit upp úr skáldsögu
Jökuls Jakobssonar, Skilaboð til Söndru,
og er áætlað að taka myndarinnar hefjist
í júní á sumri komanda.
Það er kvikmyndafélagið Umbi, sem
framleiðir myndina og við spurðum
Guðnýju hverjar mynduðu Umba. Hún
sagði að þau sem að því stæðu væru
Kristín Pálsdóttir, sem leikstýrir mynd-
inni, RagnheiðurHarvey, Ingibjörg Bri-
em og Árni Þórarinsson. „Kjarninn í
þessu eru stúlkur sem hafa starfað sem .
aðstoðarstúlkur hjá þessum strákum,
Ágústi Guðmundssyni, Hrafni Gunn-
laugssyni og Þorsteini Jónssyni. Sumar
okkar hafa verið í skólum í millitíðinni
og okkur fannst vera kominn tími til að
við færum að spreyta okkur sjálfar. Ef
þeir vilja vera aðstoðarmenn hjá okkur
þá eru þeir velkomnir, það eru laus
skriftustörf og þess háttar sem þeir eru
velkomnir að spreyta sig í."
Guðný sagði að tökurnar færu fram
hér á landi og í Grikklandi og væri
áætlað að þær stæðu í 6-8 vikur. Stefnt
er að því að myndin verði tilbúin til
sýninga um næstu jól.        -JGK
¦ Tilkynnt var um úthlutanir úr kvik-
myndasjóði til íslenskra kvikmyndagerð-
armanna í gærdag. Úthlutað var 5 millj-
ómim og bárust 42 umsóknir um fé úr
sjóðnum. Veitt var til sex leikinna kvik-
mynda, og nam það fé 80% alls fjárins.
Þrír höfundar fengu styrk til handrits-
gerðar og veitt var fé til 7 heimildakvik-
niynda.
Þær nýju leiknu myndir sem úthlutað
var til nú, eru Atómstöðin, sem Þor-
steinn Jónsson mun leikstýra, Skilaboð
til Söndru sem kvikmyndavélagið UMBI
hyggst gera eftir skáldsögu Jökuls Jakobs-
sonar. Nýtt iíf, sem Þráinn Bertilsson og
Jón Hermannsson vinna nú að. Þessir
aðilar fá 600 þúsund krónur hver. Þá
verður veitt 850 þúsund krónum til
myndarinnar Einu sinni'var, sem Hrafn
Gunnlaugsson stendur að í samvinnu við
sænska aðila. Aðrar leiknar myndir sem
fá fjárstyrk eru fullgerðar og hafa verið
frumsýndar, Húsið 350 þús. og Á hjara
veraldar 850 þús.
Þrír höfundar fengu 50 þús. hver til að
gera kvikmyndahandrit, Agúst Guð-
mundsson til myndar er bera mun nafnið
Skáldsaga, Lárus Ýmir Óskarsson scm
hyggst gera kvikmyndahandrit að Fjalla
Eyvindi og Viðar Víkingsson sem hyggst
gera handrit eftir skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar, Vikivaki.
Heimildamyndirnar sem voru styrktar
að þessu sinni fjalla um aðskiljanleg
efni, Mývatnselda, Síldarævintýrið á
Djúpuvík, íslenska hrafninn, sögu hval-
v'eiða við ísland, Miðnesheiði og herliðið
þar, Línuveiðar frá Vestfjórðum og um
Sigurjón Ólafsson myndhöggvara.
Loks er þess að geta að veitt var 470
þús.- krónum til kynningarstarfsemi á
íslenskri kvikmyndagerð. Að sögn for-
svarsmanna kvikmyndasjóðs er m.a. ætl-
að að styrkja íslenska kvikmyndagerðar-
menn til að koma verkum sínum á
framfæri á kvikmyndahátíðum erlendis,
sem er afar kostnaðarsamt en nauðsyn-
legt til að vekja athygli á íslenskum
myndum erlendis.           -JGK
¦ Nýlega opnaði Sparasjóður Kópavogs útibú í verslunar og þjónustumiðstöðinni
að Engihjalla 8, en þetta er fyrsta útibú sjóðsins, sem nú hefur starfað ¦' 28 ár.
Utibússtjóri verður Bjöm Magnússson og sést hann á myndinni ásamt þeim Maríu
Einarsdóttur, Brynju Stefánsdóttur og Ágústu Bjömsdóttur.
Hólmatindur:
„Fiskar held ég
bara þokkalega"
¦ „Hann er á sjó að fiska, fiskar held
ég bara þokkalega, og landar trúlega í
Reykjavík eftir næstu helgi. Hann er
ekki farinn að koma hingað norður til
okkar ennþá - hefur raunverulega verið
í reynslutúr á vegum skipasmíðastöðvar-
innar og við erum ekki farnir að taka
formlega^við honum ennþá", sagði Jón
Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólm-
avík er Tíminn spurði hvernig útgerðin
hafi gengið á nýja togaranum þeirra,
Hólmatindi.
• Um aflaverðmæti og afkomu sagði
Jón því allt of snemmt að segja ennþá.
Til þessa hafi aflinn verið unninn um
boTð til þess að auka verðmæti hans. En
þar sem rækjuvertíðin á Hólmavík sé nú
að enda og þar með enginn fiskur til
vinnslu sé meiningin að eftir næsta túr
komi Hólmatindur til Hólmavíkur og
landi þar ferskum fiski til vinnslu eftir þá
veiðiferð sem væntanlega hefst í næstu
viku og síðan áfram þar til rækjuveiðar
hefjast á ný í júní.
í einu Reykjavíkurblaðanna var ný-
lega frá því skýrt að verja þurfi meira fé
en togarinn kostaði til dýpkunar hafnar-
innar á Hólmavík til þess að togarinn
komist þar að bryggju?
„Þetta held ég að sé rakin lygi. Hingað
inn komast held ég öll eða flest skip sem
íslendingar eiga, þannig að ég á ekki von
á að þetta verði vandamál," sagði Jón.
Spurður um kolmunnaveiðar þær sem
rætt hefur verið um varðandi Hólmatind
kvað lón hann ekkí vinnanlegann á
þessum tíma. Frá því um miðjan mars
og fram í júlí sé kolmunni svo lélegur að
ekki borgi sig að vinna hann.
-HEI
Á þriðja hundr-
ad tepptir í
Húnavatnssýslu
¦ „Það ér geysimargt fólk veðurtcppt
hér og víðar ísýslunni," sagði Þormóður
Pétursson hjá vegagerðinni á Blönduósi
samtali við Tímann í gær. Fólkið bíður
hér á Blönduósi, Húnavallaskóla í Víði-
gerði í Víðidal, á Laugabakka og víðar.
Það er ófært bæði suður yfir Holtavörðu-
heiði og austur yfir Vatnsskarð og út á
Skagaströnd. HéráhótelinuáBlönduósi
eru um 120 manns og margir eru á
einkaheimilum. Ég frétti af 40 manns
sem biðu í Víðidal og það er sjálfsagt
óhætt að reikna með á þriðja hundrað
manns í héraðinu öllu sem bíður eftir
færð."
Þormóður sagði að ekki hefði verið
um neina hrakninga að ræða hjá þessu
fólki, það hefði sest að og biði þess áð
stytti upp svo hægt yrði að ryðja vegi,
sem yrði gert strax og fært þætti en eins
og veðrið var í gær hafði enga þýðingu
að hefja ruðning. Vegagerðin varnýbúin
að ryðja veginn til Skagastrandar en hún
varð strax ófær á ný.         -JGK
Allir fjallvegir
eru ófærir nyrðra
en fært austur um til
Egilsstaða og vestur á
Búðardal frá Reykjavík
¦ Að sögn Vegagerðarinnar í Reykja-
vík var fært austur um land til Egilsstaða
í gærkvöldi og verið var að ryðja Odds-
skarð og Fjarðarheiði. Fært var vestur til
Búðardals en á norðanverðu Snæfells-
nesi var allt ófært.
Fjallvegiránorðurognorðausturlandi
frá Holtavörðuheiði til Mývatnsöræfa
eru kolófærir. Þó braust áætlunarbifreið
frá Akureyri til Húsavíkur í gær með
miklum erfiðismunum.
Beðið er eftir að veður gangi niður
áður en hafist verður handa við snjó-
ruðning fyrir norðan.         -JGK
Bílvelta í Mosfellssveit
¦ Um kl. 17.00 í gær valt bifreið á móts
viðBlikastaði íMosfellssveit. Þrenntvar
í bílnum, faðir með tvö börn sín og
sluppu öll með skrámur. Bíllinn var
mikið skemmdur.
í'íJþrótfahpísí Cfagnfrce&askó/ans á Se/fossi, ~/Aaprí/ n-k/d 2032*
fjjfi ctahfssMólirrH , BarMadttrfsar*
^t's/i9-(a//dórsson . Z/pfrfestur*
^fánar- ~ ffrtf/urriar ~ jQ'//i Sarrt
9//Jó>tfSi/é>it/H 'frÍMÍfo/ ~ Barrfasfni
Tfóberf tfrMfÍMrtssart sjfrujur'
Uricffr/eiJcari Sklffi 9/a /tdórsso rt
íHyyfrr fr~ * OWqsjrrjÍs Ö/afssorz
fiB§P
i/íttmrrgar':
*fra Si*<ft4r&ctr'&i :
SðfarlaHdafrrSmfðf{t*ifali,i'<'''£"'s/ðf<ff.
förö* *re$ »&$<tdsí tit 0rtmrrffarr*apf'ft6<rfiaf-/
0 ýra'j^íC2/3 » /fafrMaj? MStajttf bursfa eftt.

£jft/rfa//K fifr/r/ækl s/zfrA/a SÁre/rr/?r/u>tjrra - <?iau/>fé/<7jj(7rrrrs/#//<?, farrds/>a*t/ei*trTSe/fos9Í,     m>ÍJ fOSÍ€3hÍ3lO
<2r7&7>', /7/#rerf/t<7r fri/g<;/*T0arl S/fgirtirTjfah^^^^^a^aÁ^sri^uJ^J^/f/rrí/SSorr 9f »—  éSt*9urioii<ii
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24