Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 11
T í M I N N
11
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON:
Reistir pýramídar
Það var Friðmundur Engiljón, vitrasti
smiður í heimi, sem afhjúpaði leyndar-
dóma pýramídans og kenndi mér að skilja
dularfyllstu byggingarlist jarðarinnar.
Hann steig út úr heitri lognmóðu júlídags-
ins, klyfjaður alls konar verkfærum og
tólum, sneri fyrirmanníega upp á rauð-
leitt yfirskeggið og dvaldi hjá okkur um
rösklega tveggja mánaða skeið. Við höfð-
um reyndar búizt við honum miklu fyrr,
þar sem hann hafði lofað fóstra mínum
bréflega að koma hingað í síðasta lagi
um Jónsmessuna til þess að smíða nýja
hlöðu og nýtt fjós. En Jónsmessan leið, —
dagarnir á eftir henni liðu einnig og skip-
uðu sér í viku, hálfan mánuð, þrjár vikur,
án þess að Friðmundur Engiljón léti nokk-
uð frá sér heyra. Hvað hugsaði maðurinn?
Hafði hann kannski gleymt hinu skriflega
loforði sínu? Hafði hann kannski látið
aðrár byggingar í öðrum sveitum sitja í
fyrirrúmi? Fóstri hristi höfuðið áhyggju-
fullur og gat ekki sofið á næturnar. Hann
sagðist hvorki botna upp né niður í svona-
orðheldni og ekki gera sér neinar vonir
um, að hlaðan kæmist undir þak, fyrr en
einhverntíma í haust, þaðan af síður fjós-
ið. Hann þuklaði á timbrinu með stóra
hnykla í augnabrúnunum, gekk kringum
tætturnar hvern hringinn af öðrum og
horfði fram á veginn þrjátíu sinnum á dag,
en allt kom fyrir ekki: Friðmundur Engil-
jón var hvergi sjáanlegur. Veggirnir biðu
eftir honum, nýhlaðnir og vandaðir, stoð-
irnar biðu eftir honum, langar og digrar,
sömuleiðis bárujárn og tjörupappi, rúðu-
gler, saumur og lamir, en Friðmundur Eng-
iljón hélt stöðugt áfram að negla og saga
einhversstaöar lengst úti i fjarlægðinni.
Hann lét sér ekki ailt fyrir brjósti brenna,
maðurinn sá! Honum virtist sannarlega
ekki umhugað að standa við orð sín!
Svo var það einn kyrrlátan sunnudag á
miðjum túnaslætti, að ég dundaði við ryðg-
aða tunnugjörð vestan undir bæjarveggn-
um og horfði á puntinn í óslægjunni og
fyrsta töðugaltann í heygar'ðinum bak við
nýju hlöðutóttina, en áhyggjur fósturfor-
eldra minna bægðu frá mér altri gleði. Ég
var einmitt að brjóta heilann um Frið-
mund Engiljón og vandaði honum ekki
kveðjurnar í huganum, þegar hann steig
skyndilega út úr heitri, umhjúpandi logn-
móðunni, lágvaxinn, þybbinn og hjólbein-
óttur, klyfjaður áhöldum sínum og föggum.
Hann hraðaði sér heim traðirnar, furðulega
léttur í spori, vingsaði öðrum handleggnum
í samræmi við gongulagið, leit hvorki til
hægri né vinstri og nálgaðist mig óðum.
Hvílík dæmalaus heppni, að ég skyldi vera
úti! Hvílíkur fengur, að ég skyldi sjá hann
á undan öðrum! Ég tók viðbragð, fleygði
frá mér ryðguðu tunnugjörðinni, þaut eins
og elding inn í baðstofuna og hrópaði tíð-
indin á miðju gólfi. Loksins var Friðmundur
Engljón kominn!
Já, hann var þá reyndar kominn, bráð-
lifandi og fjörugur, enda hafði ég ekki
augun af honum, meðan hann sneri upp á
rauðleitt yfirskeggið, strauk svitann af
skallanum og tróð gulbrúnu tóbaki í bognu,
hausbrenndu pípuna sina. Hann flutti heill-
andi lykt inn í baðstofuna, lykt af sagi
og hefilspónum, reykingum og ferðalögum,
en hendur hans voru eins og óyggjandi
skírteini um hagleik og þekkingu, gefið út
af sjálfum skaparanum. Hann hló sjald-
an með opnum munni, heldur skríkti hann
lágt og hristist allur innvortis eða kipraði
bara hrukkótta hvarmana kringum blá-
dökk augun, skær og tindrandi, unz geislar
þeirra spegluðust framan í öllúm viðstödd-
um. Og þegar hann talaði, þræddi rödd
hans eitthvert lokkandi einstigi milli gáska
og alvöru, en orðin brugðu sér i líkingar,
spakmæli og ráðgátur, iem eggjuðu mig
til skilnings og lögðu mér í sama vetfangi
spurnir á tungu. Hann bað margsinnis
fyrirgefningar á óáreiðanleik sínum, —
það var ljóta klúðrið. Öann hafði verið að
byggj a baðstofu í annarri sýslu, en allt
gekk á tréfótum og dróst á langinn:
viðurinn reyndist bæði illur og ónógur,
kötturinn hafði líklega étið .slatta af
nöglunum, því að einn góðan veðurdag sáust
þeir ekki framar. Alltaf vantaði eitthvað
og alltaf var verið að senda í kaupstaðinn.
Fólkið hýrðist úti í fjárhúsi, hripleku og
óvistlegu fjárhúsi, sem komst ekki í neinn
samjöfnuð við hliðstæð mannvirki austur
í Betlehem: ungbörnin hrinu, amma skalf,
húsmóðirin barmaði sér án afláts — og
Friðmundur Engiljón gat ekki fengið af
sér að hlaupa á brott, fyrr en hann hafði
lokið við baðstofuna. Jæja, nú var ekki til
setunnar boðið, nú var betra að láta hend-
ur standa fram úr ermum.
Hann tók strax til óspilltra málanna,
mældi planka, stoðir og sperrutré, tautaði
langar og flóknar tölur í hálfum hljóðum,
skrifaði ekkert hjá sér, skrifaði ekki staf
í vasabókina. en hafði allt í kollinum eða
bak við eyrað, hafði sérhvert smáatriði
þessa vandasama verks ýmist í kollinum
eða bak við eyrað. Hvílíkur snillingur! Hann
átti ógrynni tóla og tækja: sagir, hamra,
nafra, hefla, sporjárn, naglbíta, tengur og
hallamæli, en öll þessi verkfæri léku svo
öruggt og fimlega í höndum hans, að það
var engu líkara en hann væri göldróttur.
Mér er enn í minni, hvað ég varð glaður
og hamingjusamur, þegar fóstri minn skip-
aði mér að vera honum til aðstoðar, rétta
honum nagla og áhöld, snúast fyrir hann
og færa honum sýrublöndu að drekka í
miðdegishitanum, þar sem ég var of ungur
og veimiltítulegur • til þess að geta orðið
að nokkru liði við heyskapinn. Og ég sner-
ist eins og ofurlítill fylgihnöttur kringum
Friðmund Engiljón, meðan sumarið ók
gegnum heiðríkjuna á leið sinni til hausts-
ins. Ég þreyttist aldrei að dást að tilburð-
um hans, virða fyrir mér glampandi skall-
ann í sólskininu, blikið i hýrlegum aug-
unum, glettnar hrukkurnar á andlitinu
og kyrfilega uppsnúið yfirskeggið með við-
loðandi sagkornum og tréspónum. Hann
var alltaf í góðu skapi og reiðubúinn að
tala við mig um fjarskyldustu málefni,
eins og ég væri fullorðinn maður, en svör
hans og athugasemdir líktust ósjaldan tor-
ráðnum gátum eða dulrænni speki, sem
gerði mig ýmist framúrskarandi gáfaðan
eða óttalega heimskan. Ég hefi oft nagað
mig í handarbökin út af því, að ég skyldi
ekki hafa vit á að hagnýta mér vizku hans
betur en ég gerði eða festa rækilegar i
minni sum tilsvör hans og heilræði; en
*
sérstaklega blygðast ég mín fyrir hinar
ójjroskuðu og kjánalegu spurningar, sem
ég hellti yfir hann fyrstu dagana, áður
en vísindin skárust í leikinn og ráðagerð-
irnar um byggingu pýramídans gagntóku
hug minn.
Ég sagði: Af hverju heitirðu svona
skrítnu nafni? Af hverju heitirðu Frið-
mundur Engiljón?
Margur er smjörs voðinn, anzaði hann
og velti vöngum yfir sperrunni. Nú væri
gaman að fá eina fírtommu, drengur minn!
Ég rétti honum naglann, en tók upp
þráðinn á ný, jafnskjótt og höggunum
linnti. Hélt presturinn kannski. að þú
værir engill? spurði ég.
Það er gott að vera prestur um páska,
svaraði hann. Og engill í ofviðri.
Ég þagði dálitla stund og horfði forvit-
inn á nauðsköllótt höfuð hans, unz ég gat
ekki setið á mér lengur. Varstu ljóshærður
eða dökkhærður? spurði ég.
Hvorugt, svaraði hann samstundis.
Hvernig varstu?
Líklega eins og Guð skapaði mig, sagði
hann kímandi og lét höggin dynja á sperr-
unni. Mér kæmi ekkert á óvart, drengur
minn, að ég hafi verið nákvæmlega eins
og Guð skapaði mig.
Ég sætti mig ekki fyllilega við þessa af-
greiðslu málsins og vildi fá einhverja vit-
neskju um, hvernig hárið hefði dottið af
honum og hvort honum fyndist ekki leið-
inlegt að vera svona sköllóttur og koll-
-húfulegur. Hann svaraði mér þannig, að
ég bað fóstru mína að snoðklippa mig síðar
um daginn og linnti ekki tátunum, fyrr en
hún hafði gert eins og ég vildi. En það
var ekki nóg. Þegar ég var háttaður, grúfði
ég mig undir sængina, spennti greipar og
sárbændi skaparann að gefa mér skalla
í nótt, hvítan, gljáandi skalla, svo að ég
yrði álíka gáfaður og Friðmundur Engiljón,
álíka fróður og hagur. Hann sagði nefni-
lega: Jafnan er heimskinginn hárprúður,
— og leit spotzkur upp frá vinnu sinni,
leit eitthvað út í bláinn og sneri virðulega
upp á yfirskeggið, en mér fannst sem augu
hans hvíldu á hrokkna lubbanum mínum
og kafroðnaði af sneypu. Það var alveg
óbærilegt að hafa ekki skalla.
Daginn eftir urðum við að bíða eftir
sólskininu framundir nón. En varla hafði
fyrsti geislinn náð til okkar á balann hjá
tóttunum, þegar Friðmundur Engiljón
lagði frá sér sögina og strauk flötum lóf-
anum um bert höfuðið, áður en hann greip
sporjárn og hamar. Hvað er þetta? sagði
hann og lézt vera hissa. Þú hefir aldeilis
látið kalúna þig!
Já, sagði ég og reyndi að gera mig full-
orðinslegan í málrómnum. Það er miklu
betra að vera snoðklipptur.