Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TlMINN
Peir Reykvíkingar sem
gerast vilja fastir áskrifendur
Tímans segi til sín í síma
444.
fú útloníum.
Hinn 1. febrúar byrjar nýr þáttur
í sögu ófriðarins mikla. Þá tilkynna
Þjóðverjar að þeir hafi lagt hafn-
bann á óvinalönd sín í Norður-
álfunni og að umsvifalaust verði
hverju því skipi grandað, er sigla
ætli til þeirra landa, eða þaðan.
Þóttu þetta mikil tíðindi og ill,
enda komu þau öllum algerlega á
óvart. Á Norðurlöndum komst þeg-
ar talsverður ruglingur á verzlun
og viðskifti og mátti ekki miklu
muna að uppþot yrði. Var þá það
ráð tekið að loka kauphöllum til
þess að draga úr verðhruni hluta-
bréfa og annara verðskjala, sem
yfirvofandi var, á meðan fólk hafði
eigi áttað sig á þessum skyndilegu
viðburðum. í Kaupmannahöfn
gerðu ýmsir kaupmenn tilraun
til þess að setja upp verð á vör-
um sinum, enda vissu þeir sem
var, að almenningur myndi þegar
reyna af fremsta megni, að festa
kaup á sem flestum nauðsynja-
vörum þar eð útlitið virtist ekki
glæsilegt í fyrstu. Þessi gróðavegur
kaupmanna fór þó alveg út um
þufur, því að stjórnin tók þegar í
taumana og bannaði að selja vör-
ur hærra verði, en það hafði ver-
ið fyrir mánaðarmótin. Kom og i
ljós að sæmilegur forði nauðsynja-
vara var til i landinu og því ekki
stórhætta fyrir dyrum, 'sizt að svo
stöddu. Svipað mun hafa átt sér
stað á öðrum Noröurlönduin. Þó
var talsverður hörgull á kolum,
bæði i Danmörku og Noregi jafn-
vel svo, að loka varð skólum sak-
ir þess. Og mjög að takmarka
framleiðslu gass og rafmagns.
Skemtistöðum, veitingahúsum og
búðum var lokað talsvert fyr en
áður tiðkaðist. Sporvagnaakstur
og bifreiða minkaður að nokkru.
Götulýsing stórum minni en áður.
Að öðru leyti var bæjarbragur stór-
borganna óbreyttur. Nægir pening-
ar og enginn afturkippur að sjá á
verzlunarveltu.
Óttinn við að voði stæði fyrir
dyrum þvarr og kauphallir voru
opnaðar aftur von bráðar. Varð
þess ekki mikið vart, að verðbréf
hefðu hrunið tiltakanlega.
Engu að síður tókst þó Þjóð-
verjum að skjóta Norðurlandaþjóð-
unum þeim skelk í bringu, að þær
þorðu ekki að hefja siglingar um
»hættusvæðið«. Var það hvortteggja
að vátrygging skipanna 'var örðug
og að sjómenn voru ófúsir að tak-
ast slíkar ferðir á hendur. Þegar
síðast fréttist, var algert sjómanna-
verkfall í Danmörku, en eitthvað
hafa Norðmenn byrjað á siglingum
milli Björgvinjar og Nýjakastala
við Tyneíljót. Hvert framhald
verður  þeirra   ferða,  er óvíst enu
eða   hversu   hættan   hefir   reynst
mikil.
Útlend blöð segja að að með-
altali hafi í febrúarmánuði verið sökt
10 skipum á dag. Bar oft við að
yfir tuttugu var sökt, en þá aðra
daga færra. Bretar og Frakkar
láta ógnanir Þjóðverja ekkert á sig
fá og hafa sízt dregið úr siglingum
sínum. Auðvitað verða þeir fyrir
stórtjóni og til hinna mestu óþæg-
inda er þeim það, að verða af
flutningum skipa hlutlausra þjóða,
sem þeir hafa að undanförnu haft
stórgagn af. Samt sem áður sýna
hagskýrslur þeirra, hinar siðustu,
sem birtar eru svo að segja dag-
lega, eða að minsta kosti vikulega
að flutningur nauðsynjavara til
þeirra hefir aukisl frá þvi sem var
um sömu mundir í fyrra. Er á-
stæðan sú, að nú er algerlega bann-
að að flytja annað en allra nauð-
synlegustu vörur til landanna, en
flutningur stranglega bannaður á
skrani og öllum óþarfa, sem átti
sér stað áður.
Hagskýrslur Breta og Frakka
sýna og að kaupför geta talsvert
varist neðansjávarbátum Þjóðverja
ef þau eru vopnuð og er því í óða
önn verið að vigbúa þau nú.
Ekki vita menn hversu margt
neðansjávarbáta Þjóðverjar hafa
úti um höfin, en gizkað hefir verið
á að þeir væru alt að 5G0. Lítill
efi er á þvi, að margt þeirra fer
forgörðum, bæði að þeir farist og
að óvinir þeirra grandi þeim. Er
sagt frá því nýlega í norsku blaði,
að af 50 bátum, sem lagt hafi út
í janúar, hafi ekki spurst til 18, er
fullyrða megi að hafi farist.
Þegar er tilkynning Þjóðverja
kom um þessa allsherjar siglinga-
teppu þótti Wilson forseta Banda-
ríkja Norður-Ameríku hér vera
svo mikil rangindi i frammi höfð
að hann sleit tafarlast sendiherra-
sambandinu við Þýzkaland. Var
eigi annað sýnna en til ófriðar dragi
með þeim þjóðum þá þegar, og var
talsverður vigahugur í mönnum,
ekki sízt vestanhafs. Til þessa hefir
þó friður haldist og ekki vonlast
um að svo geti staðið. Fullyrt er
þó að Bandaríkin muni slíta friðn-
um ef Þjóðverjar bana þegnum
þeirra.
Engar getur er hægt að því að
leiða hversu lengi siglingateppa
þessi stendur, en ekki er það álit
manna á Norðdrlöndum, að hún
geti ráðið úrslitum ófriðarins.
Frá ófriðnum á landi er alls*
ekkert markvert að herma. Þar sit-
ur alt í sama fari að heita má sem
fyrir tveim arum, að minsta kosti
á vestri vígstöðvunum. Ekki eru
ófriðarþjóðirnar þó athafnalausar
og má vænta mikilla viðburða
með vorinu.
Fregnir frá Danmörku herma það
afdrátttarlaust, að ástandið heima
fyrir í Þyzkalandi sé talsvert bág-
borið sakir matvælaskorls, og hinn
mesti voði sé þar fyrir dyrum.
Því líkar fréttir hafa heyrst áður
svo að ekki er vert að leggja of
mikinn trúnað á þær.
Stephans heimboBit.
Klettafjallaskáldinu Stephani G.
Stephanssyni hefir verið boðið
heim, hann hefir þegið boðið og
er væntanlegur með vorinu.
Nefnd manna hefir unnið að fjár-
söfnun í heimboðssjóðinn, og hefir
fjársöfnunin gengið fremur greið-
lega, þótt enn sé eigi fullsafnað.
Var svo ráð fyrir gjört að skáld-
ið kæmi. hingað til Reykjavíkur,
helzt með Gullfossi, þegar liði
fram á vorið, yrði hér um stund,
en ferðaðist síðan landveg víðsvegar
um landið. Og mundi ekki veita
af meiri hluta sumarsins til þessa
ferðalags, ef allir ættu að fá að sjá
skáldið sem það kysu. Fer þar vel
saman, löngun fólksins og skálds-
ins, því víst vildi það, geta sem
bezt skoðað þetta land í krók og
kring.
En hve víðförull Stephan verður,
fer alt eftir þvi, hvernig honum
lætur að ferðasl á hestbaki — nú
orðið.
Þótt þau séu litil skáldalaunin
sem í þessu heimboði eru fólgin,
þá hafa þau þó þann kostinn, að
vera ekki talin eftir af neinum.
Og öllum finst mikið um að
»koma heimcc En eg efast um að
mörgum finnist meir um það en
Stephani.
fráfaerur.
Tíminn vill vekja eftirtekt á góðri
grein eftir Hermann Jónasson, er
birtist i siðasta tölublaði ísafoldar.
Er þar vakið máls á tilþrifamiklu
heilræði, ef eftir yrði farið.
Hermann vill að hér á landi
verði alstaðar fært frá að þessu
sinni, þar sem hagar og vinnu-
kraftur leyfi það á nokkurn hátt.
Orsökin sú sem allir vita, ófrið-
urinn, með öllum hans illu afieið-
ingum um verzlun og siglingar.
Skyrið bæti bezt upp mjölmatar-
skortinn, en viðbitinu veiti okkur
ekki af, þegar innfiutningur þess
nemi 145,900 kílóum, umfram það
sem út er fiutt af smjöri og tólg,
og það í ári þegar vel mjólkar.
Amaryllis,
skáldsagan sem hefst hér í blað-
inu er einhver nafnkendasta sagan
eftir gríska skáldið Georgios Dro-
sinis. Drosinis er fæddur 1859, las
lögfræði en varð síðan blaðamað-
ur í Aþenu. Hann vakti snemma
eftirtekt sem skáld og rithöfundur,
"en frægastur er hann fyrir þessa
sögu, enda hefir henni verið snúið
á margar tungur. — Nú er sagan
þýdd úr sænsku, en á sænsku var
henni snúið úr frummálinu af
málamanninum Julius Centerwall.
— Mun þetta fyrsta nýgrisku skáld-
sagan sem snúið er á íslenzku.
Hún verður sérprentuð handa skil-
vísum kaupendum.
^éukin matjurtarækt.
Það er annað heilræðið til þess
betur að geta tekið því sem að
höndum kann að bera, að auka
matjurtaræktina sem verða má.
Hefir stjórnarráðið því lagt fyrir
sýslumenn, að skora á hrepps-
nefndirnar að þær tryggi hrepps-
búum nóg útsæði, með því að
kaupa nú þegar kartöflur, þar sem
þær fást, innan sveitar eða utan,
og sé til í hreppnum meira útsæði
en hann þarf, þá stuðli hrepps-
nefndin að því, að það sé látið
óeytt til annars fram á vorið.
Þá hefir Búnaðarfélag íslands i
þessu skyni sent sveitarstjórnum
leiðbeiningar um matjurtarækt eft-
ir Einar Helgason forstöðumann
Gróðrarstöðvarinnar i Reykjavík,
tií ókeypis útbýtingar,
Landsstjórnin vinnur að því að
viða að fræi og kartöflum til út-
sæðis frá- útlöndum; vissast að
byggja fyrst og fremst á því sem
þegar er til í landinu sjálfu af
þessum nauðsynjum, og spilla engu,
því engin vissa er fyrir því, að
stjórninni takist þetta í tæka tíð.
JFVéttir.
Breskur botnvörpungur strand-
aði nýlega á Meðallandsfjöru; menn
komust allir af. Björgunarskipið
Geir fór austur til þess að reyna að
ná skipinu út, en tókst ekki.
Dauskt seglskip, Alliance, var
á leið til Vesturheimseyja, en í hafi
kom leki að skipinu, svo að það
leitaði hafnar hingað. Skömmu eftir
að það hafði hafnað sig, gerði
norðanstorm og rak skipið þá á
land, rétt austan við eystri hafnar-
garðinn. Skipið var aðallega með
sement, en eitthvað af mjölvöru
og eldspitum. Var það sem bjarg-
ast hafði selt á uppboði — nema
1100 bjórkassar. Þessu skipi hefir
Geir nú náð út og mun verða gert
við það hér í »Slippnum«.
RafmagDsmáli Reykjavikur er
þar komið, að nýkomið er álit
norsku sérfræðinganna, sem fengnir
voru til þess að gera áætlun um
hve mikið rafmagn væri hægt að
vinna úr Elliðaánum og með hvaða
kostnaði. Töldu þeir að með 2 milj.
og 400 þús. kr. tilkostnaði mætti
ná 3000 hestöfliím úr inum, en af
þeim kæmi þó ekki nema helm-
ingurinn að beinu gagni án enn
meiri tilkostnaðar, hinn hlutinn
yrði til vara.
Rafmagnsnefnd bæjarstjórnarinn-
ar var sammála um að ráða bæj-
arstjóminni frá því að leggja út í
að koma upp svona stöð. Aftur á
móti leiddi hún likur að því, að
takast mætti að koma upp minni
stöð tiltölulega ódýrari, bráðabirgða-
stöð, vatnsafl Elliðaánna hefði
hvort sem er eigi í sér fólgið afl
það er nægja mundi Reykjavik til
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4