Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
rafmagnsframleiðslu þegar til lengd-
ar léti. Gerði nefndin í því efni eft-
irfarandi tillögur:
1. Að bæjarstjórnin feli nefndinni
að útvega frumvarp og áætlun um
alt að 1000 hestafla rafmagnsstöð
bygða á vatnsafli Elliðaánna.
2.  Að bæjarstjórnin fari þess á
leit við landsstjórnina, að með lög-
um verði heimilað að taka vatns-
aflið úr Soginu eignarnámi handa
Reykjavíkurkaupstað, eða til vara,
að vatnsaflið í Soginu verði tekið
eignarnámi handa landsstjórninni,
en Reykjavíkurkaupstað trygður
kaupréttur án framfærslu að svo
miklu af vatnsaflinu, sem kaup-
staðurinn vill nota.
Bæjarstjórnin samþykti hvort-
tveggju tillögurnar í einu hljóði að
heita mátti.
Vinnnlnun. Þau hafa hækkað
mikið í seinni tíð. Daglaunamenn
fá 60 aura um klukkustund algenga
vinnutímann, 65 aura frá kl. 6—10
og 1 kr. í næturvinnu. — Trésmiðir
fá 65—75 um klst. og múrarar 75
aura.                         •
Ura prentarakaup hefir verið
saraið frá 1. apríi til ársloka, og
er hækkunin 55°/o. Verða þá al-
gengustu vikulaunin kr. 38,75—
43,75. Vinnutíminn er 9 klukku-
stundir. Aukavinna bætt upp með
25-50°/o.
Jón Jónsson sagnfræðingur hefir
tekið sér ættarnafnið Aðils fyrir sig
og sitt fólk. Er það altof góður
greiði ættarnöfnunum, sem sum
blöðin hafa tekið upp, að nota al-
geng mannanöfn fullu nafni að
dulnefnum.
Heimboðsnefnd St. G. Stephans-
sonar hefir gefið út úrval úr ljóð-
um hans. Er það snotrari bók að
útliti en hér tíðkast, og vel valin
Ijóðin. Gerði nefndin þetta til þess
að sameina tvent, að menn ættu
hægt með að kynnast ljóðagerð
Stephans, þeir sem eigi þektu hana
áður, og að um leið og skildingur
rynni í heimboðssjóðinn skyldu
menn eignast eigulega bók. Von-
andi nær nefndin þessum tilgangi
sinum. Verðið er kr. 1,50.
Skipaíerðir. Bisp er í Ameríku-
ferð, væntanlegur um næstu mán-
aðamót með steínolíufarm. Escon-
dito heitir skip, sem landsstjórnin
hefir tekið á leigu og mun hún ætla
því að flytja mjölvöru, sem þegar
hefir verið keypt í Ameríku. Ætti
að geta komið fyrrihluta aprílmán.
Þá er Valurinn, varðskipið danska,
væntanlegt i mánaðarlokin með
póst og farþega frá Danmörku. —
Are nýfarinn með fiskfarm til Eng-
lands. En Ceres er að sækja salt
til Norðurlandsins. — Botnvörp-
ungurinn Þór er nýkominn frá
Danmörku, og er hann eina skipið,
sem þaðan hefir komið um 6—7
vikna tíma. Fór hann ferð þessa
óvátrygður, en kol hafði hann haft
með sér að heiman, svo að þau
nægðu til Seyðisfjarðar. í Dan-
mörku gat skipið fengið þýzk kol,
en vildí ekki. — Kora, eitt af skip-
um Björgvinjar-félagsins, kom ¦ í
fyrradag frá Englandi með kola-
farm til Kveldúlfsfélagsins.
ÍTtsölnverð á landssjóðsvörum
í Reykjavík er sem hér segir:
Haframjöl 65 a. kg., sykur 110
a. kg., steinolía 30 a. liter, kol
12,50 skippund. Hveiti er eigi selt
sem stendur. Verð á öðrum fáan-
legum nauðsynjavörum: Hrísgrjón
70 a. kg., kaffi 180 a. kg., export
140 a. kg.
Annars er hér að verða hörgull
á mýmörgum vörum, og sumar
þegar gersamlega þrotnar, svo sem
smjörliki og kartöflur.
Bannlagabrot. Einn af hásetun-
um á botnvörpungnum Þór með-
gekk fyrir rétti að hafa flutt 200
vínflöskur i land á Akureyri. —
En skipstjórinn sektaður um 200
kr. fyrir að hafa aftrað lögreglunni
frá að komast um borð þegar skipið
kom hér fyrst á höfnina.
Afli er mjög góður þegar á sjó
gefur í veiðistöðvum hér sunnan-
lands. Fiskur inni á milli Eyja í
Vestmannáeyjum og hafa róðrar-
bátar tvíhlaðið. Botnvörpungar
veiða vel, og fiskurinn óvenju vænn.
Maí hafði fengið sjö sinnum full-
an botnvörpupokann í einu »togi«,
og kvað vera eins dæmi. Vildi til
happs að botnvarpan var ný. Þil-
skipin sum aílað vel, Guðrún og
Ása nýkomnar með 15 þús. hvor.
Er hver dagurinn landinu dýr, sem
ekki gefur á sjó, þegar svoná veiðist.
Tíðin er fremur umhleypingasöm,
hafa þessa vikuna skifst á land-
synningar, norðanstormar og aust-
anátt. Gæftirnar því stopular. En
snjóléttara á heiðum öllum sunn-
anlands en oftast nær um þetta
leyti, og hagar í sveilum.
Fundvísi. Lögreglustjórarnir í
Reykjavík og Hafnarfirði hafa í
sameiningu haft upp á allmiklum
áfengisbirgðum bæði í Viðey og
Geldinganesi. Gizka menn á að
botnvörpungurinn Þór muni hafa
haft þetta í fórum sínum er hann
kom frá Danmörku, þótt enn hafi
eigi verið við það kannast. Kvað
þelta vera heill bátsfarmur að
vöxtunum. — Nú er Þór að veið-
um, en yfirheyrslu mun haldið
áfram þegar skipið kemur hingað
næst.
Fregnmiði frá ísafold og Morg-
unblaðinu segir frá stjórnarbyltingu
í Rússlandi, að »nokkurir þingmenn
Rússa hafi auglýst það 11. þ. mán.
að þeir hefðu myndað nýja stjórn
í landinu.« Kvað Pétursborg vera
á valdi þeirra.
Kemur þetta heim við skeyti það
er Vísir flutti í gær um að rúss-
neska þingið hafi verið uppleyst,
en að það mótmælti upplausninni,
uppreist sé hafin í Pétursborg,
Radzianko sé formaður fram-
kvæmdarnefndar uppreistarmanna,
ráðuneytið  gamla hnept í fangelsi
og setulið borgarinnar, 30 þús.
manns, sé gengið á hönd uppreistar-
mönnum.
Símskeyti í »Mbl.« í dag segja
Rússakeisara farinn frá völdum en
erfðaprinsinn tekinn við. Sagt er
og að allsherjarverkfall sé í Moskva.
íslendingar í Höfn. Síðan í
janúarmánuði hefir alls ekkertfar-
þegaskip farið frá Danmörku til
íslands, sakir hafnbannsins mikla.
Segja svo kunnugir menn, að um
tvö hundruð íslendinga sé nú í
Höfn, er bíði með óþreyju skips-
ferðar heim. Má nærri geta, að
dvölin þar sé þeim allbagaleg og
ærið kostnaðarsöm.
Amaryllis
skáldsaga
eftir
Oeorgios Drosinis.
I.
Stefanos
Kæri vinur! Eg kom i gærkvöldi
úr  útlegðinni.  Verð að hitta þig
strax.  Kemur þú  eða  á eg  að
koma?
Vinur þinn
Stefanos.
Jæja, á endanum gat hann þó
slitið sig frá fjöllunum og skógun-
um. Hann fór til eignarjarðar
föðurbróður sins til þess að hvíla
sig eftir lögfræðiprófíð. Ætlaði
sér að verða hálfan mánuð en
varð tvo mánuði. Tvo mánuði —
og hvar? í afkima veraldarinnar,
í bygðarlagi, þar sem íbúarnir
væru á að gizka hundi-að tvífætt
finnudýr, sem þræluðu í korn-
yrkju, eða svo sagði hann sjálfur
frá áður en hann fór. Og hver?
Stefanos, heimsmaðurinn, sem
hvergi lét sig vanta í leikhúsum
eða á dansleikjum. Maður, sem
tók svo nærri sér að skilja við
Aþenu, að hann barmaði sér yfir
því á alla lund, og við sjálft lá að
legði grátandi upp í þessa hálfs-
mánaðar útlegð sína. Enda var
til hennar stofnað fyrir fortölur
föðurbróður hans, sem eignina
átti sem nú átti að gista. Og
þrátt fyrir þetta alt, ferfaldar
hann dvölina sjálfviljugur. Sam-
kvæmt gömlum vana fekk eg
ekkert bréf írá honum, allan tim-
ann, en hjá föðurbróður hans
fékk eg þó að vita, að hann væri
heilbrigður og að hann þrifist
vell Hið fyrra gat eg hugsað mér,
en hið siðara?
Þessar hugsanir gjörðu vart
við sig i heila mínum, meðan
eg ýmist braut saman bréfið frá
honum eða fletti því upp aftur.
En eg varð að svara, eg hafði
næstum gleymt því, eg varð að
ákveða hvar við hittumst, eins og
hann hafði farið fram á. Þess
vegna skrifaði eg á nafnspjaldið
mitt:
Ég kem ekki til þín,  og þú
skalt ekki koma til min. Við
skulum hittast við járnbrautar-
stöðina kl. 7. Þaðan förum við
til Fáliron og fáum okkur mið-
degisverð. í júlímánuði lokar
maður sig ekki inni á herbergj-
unum sínum!
Eg kallaði á þjóninn og sendi
hann til Stefanos. Hann kom aft-
ur með kveðju. Klukkan 7 mætt-
umst við við innganginn til járn-
brautarstöðvarinnar, og i viður-
vist tiltektarsams manngrúans,
föðmuðumst við og kystumst
eins og við værum frændur ofan
úr sveit.
Stundu síðar vorum við komnir
út á ströndina við Fáliron.
»Það lá við að eg yrði hálfhissa
þegar eg fekk bréfið þitt í dag;
eg var næstum hættur að vonast
eftir þér aftur til Aþenu, ég var
farinn að halda að þú fyrir fult
og alt ætlaðir að setjast að sem
ráðsmaður á búgarði frænda
þíns«.
»Já þú mátt tala i svo háðsk-
um tón sem þú vilt, en það get
eg i einlægni fullvissað þig um,
að eg skyldi með ánægju taka að
mér ráðsmannsstöðuna ef eg
fengi að eyða æfinni þar í skóg-
unum og við bafið á jafn unaðs-
legan hátt og þessir tveir mánuðir
hafa verið mér. En — — —«
íþróttafélag Reykjavíkur
átti 10 ára afmæli 11. þ. mán.
Mörgum ógnar nú kannske ekki
aldurinn á slíku félagi í sjálfum
höfuðstað landsins, og vitanlega
hefir löngu fyr verið fengist við
íþróttir í Reykjavík. En öllum
kunnugum finst hins vegar til ilm
tíu ára gamalt íþróttafélag á þess-
um stað, íþróttirnar eiga ekki betra
aðstöðu en þetta — hvorki í mönn-
um né áhöldum. Sérstaklega er
tilfinnanleg vöntunin á fullkomnu
leikfimishúsi, og fengist það, mundi
það sennilega ríða af baggamun-
inn. Því áhugasamir forgöngumenn
eru til og lærðir íþróttakennarar
líka. íþróttafélag Reykjavíkur er
að safna í sjóð til þess að koma
upp slíku húsi, og vonandi tekst
því það og það sem fyrst.
Úr því vantaði svo ekkert nema
samkeppnina, til þess að hleypa lífi í.
Og ekki óhugsandi að Ungmenna-
félögin gætu séð fyrir henni.
Pappírsleysi
vofir yfir flestum íslenzku blöð-
unum, og pappírsskorturinn hefir
ráðið stærð þessa blaðs, upphaf-
lega var því ætlað að verða stærra.
En með því að blaðið gerir ekki
ráð fyrir að eyða miklu rúmi undir
auglýsingar, mun það verða drjúgt
aflestrar.
Ritstjóri:
Gíiðbrandur Magnússon.
Hótel ísland 27.
Simi 367.
Prentsmiðjan Gutenberg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4