Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 154. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						mmtra
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1983
fréttir
MOGULEIKAR A
AUKINNI EFNA-
HAGSSAMVINNU
TIL ATHUGUNAR
— Vígbúnaðar- og
afvopnunarmál
annars höf uðmál í
viðræðum Bush við
íslenska ráðamenn
¦ „Við byrjuðum á að ræða efnahags-
málin og við gerðum grein f'yrir okkar
erfiðleikum þar og mikilvægi Banda-
ríkjamarkaðarins fyrir fiskafurðir okkar.
Það var einnig rætt um samvinnu milli
ríkjanna á sviði efnahagsmála. Banda-
ríkjamenn hafa kvartað undan því að
tollar séu of háir hér á þeirra vörum og
við tjáðum okkur fúsa til að skoða það
og þá í tengslum við einhvers konar
efnahagssamvinnu, en þeir hafa t.d.
bent á að þeir leyfa erlendum togurum
veiðar í fiskveiðilögsögu sinni og það á
fl'tir að kanna hvort við gætum. átt
hagsmuni þar.
Síðan var langsamlega mest rætt um
varnarsamstarf vestrænna þjóöa. Bush
gerði allítarlega grein fyrir viðræðum
sínum við Evrópuleiðtoga og viðhorfum
þeirra gagnvart kjarnorkukapphlaupinu
og afvopnunarmálum. Málefni her-
stóðvarinnar hér bár auðvitað einnig á
góina og ég gcrði honum grein fyrir því
að við vildum ekki að þangað kæmu
kjarnorkuvopn og hann lýsti yfir að
engar óskir væru um slíkt af þeirra hálfu.
Við ræddum einnig ástandið í Mið-
Ameríku og ég gerði honum grein fyrir
því að margir hér hefðu áhyggjur af
þróun mála þar og ég lýsti vonbrigðum
mínum með það að þar skyldi ekki hafa
tekist að koma á því lýðræði sem við
vildum gjarna að þjóðir byggju við.
Hann tók út af fyrir sig ákveðið undir
það og kvað margt hafa farið þar á annan
veg en ætlað hafði verið, en lagði áherslu
að markmið þeirra væri að stuðla að
lýðræðisþróun í þessum heimshluta."
Af hálfu Bandaríkjamanna tók
Marshall Brement sendiherra þátt í
viðræðunum með Bush ásamt fleiri em-
bættismönnum, cn af hálfu Islands tóku
auk Steingríms þátt í viðræðunum Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra, Hans
G. Andersen sendiherra, Guðmundur
Benediktsson ráðuneytisstjóri, og Ingvi
Ingvason sendiherra.
-JGK
¦  Steingrímur og Bush heilsast í upphafi viðræðnanna. Geir stendur hjá.
I
Halldór Laxness og Barbara Bush á hlaðinu á Gljúfrasteini.
(Tímamyndir GE)
¦  Þyrla Landhelgisgæslunnar kemur nieð George Bush og St eingríin Hermannsson
úr laxveiðinni í Þverá.                            Tímamynd Ámi Sæberg.
„Vid tökum
öllum jafnt"
— Opinberir gestir koma á
Gljúfrastein á hverju
sumri,segir Auður Laxness
¦ „Við höfum afskaplega oft verið
með svona móttökur fyrir opinbera
gesti, eiginlega meira og minna á hverju
sumri. Við höfum tekið á móti fólki bæði
úr austri og vestri og kippum okkur
ekkert upp við það. Maður er orðinn hálf-
gerð stassjón að því leyti að við tökum
¦  Frú Bush kemur að þjónustuheimili
aldraðra við Dalbraut
(Tímamyndir GE)
öllum jafnt og ef ríkisstjórnin, hver sem
hún er, biður okkur að hafa móttöku
fyrir gesti hennar, þá gerum við það,"
sagði Auður Laxness í samtali við blaðið
í gær, en þau hjónin hún og Halldór
Laxness tóku á móti frú Barböru Bush á
Gljúfrasteini í gærmorgun.
„Við buðum upp á kaffiveitingar og
sýndum frú Bush staðinn og þetta var
ósköp þægileg stund, það var gott veður
og afskaplega fallegt hér úti í garðinum.
Það fylgdu varaforsetafrúnni eitthvað 15
íslenskar konur og síðan var örygg-
isvarsla úti fyrir sem veitti nú litla
athygli, en það var nú heldur með meira
móti miðað við það sem maður er vanur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28