Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 154. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						í spegli tfmans
¦ Svona leit Barbara út um það leyti, sem Howard
Hughes gaf henni þá einkunn, að hún væri gjörsneydd
kynþokka!
James Stewart lék á móti Barböru í kvikmynd Alfreds Hitchcocks, Vertigo.
¦   Barbara var vinsæl sviðsleikkona. Hér er hún í hlutverki sínu í leikriti Tennesse Wiliiams,
Köttur á heitu blikkþaki, 1955.
BARBARA BEL GEDDES HEFUR EKKI FAMD
AÐ RAÐUM ANNARRA - OG GEFIST ÞAÐ VEL
¦ - Ef ég hefði gert það, sem
aðrir ráðlögðu mér, væri ég
sennilega duglegur einkaritari
í dag, en alveg óskaplega
óhamingjusöm, segir leikkon-
an Barbara Bel Geddes og
brosir þessu sama brosi,
scm við þekkjum svo vel úr
hlutverki hennar sem Miss 1.11-
ie í Dallas-þáttunum. - Lífíð
hefur ekki verið mér auðvelt,
en ég hef alltaf sjálf gert méf
grein fyrir hvaða hæfileikum
ég bý yfir og vitað hvað ég
vildi, bætir hún við.
Nei, lífið hefur svo sannar-
lega ekki alltaf verið Barböru
auðvelt. 15 ára að aldri missti
hún móður sína, sem var þá
löngu skilin við föður Barböru.
Þvert á móti ráðleggingum
allra vina og vandamanna
ákvað Barbara að flytjast ekki
til föður síns við þessi tímamót,
heldur lét innrita sig í leiklistar-
skóla. Þar felldu kennararnir
snarlega heldur óskemmtileg-
an úrskurð: Þú, ert alveg gjör-
sneydd leikhæfileikum. Lík-
lega hentaði þér best skrif-
stofustarf!
En Barbara sýndi þá þegar,
hvað í henni býr. Hún lét ekki
hugfallast, heldur skipti um
skóla og aðeins tveim árum
síðar kom hún í fyrsta sinn
fram á Broadway. 22 ára
gömul, þegar hún var búin að
vera gift í eitt ár, hreppti hún
sitt fyrsta kvikmyndahlutverk.
6 kvikmyndir fylgdu í kjölfarið,
en þá tók yfirmaður kvik-
myndaversins, hinn voldugi
Howard Hughes sig til og rak
Barböru með þeim orðum, að
hún ætti að hætta þessu stússi,
hún yrði aldrei nein stjarna, til
þess vantaði hana allan kyn-
þokka! Barbara kærði sig koll-
ótta um þennan dóm og tók
bara til við að leika á sviði á ný.
Þetta fyrsta hjónaband Bar-
böru stóð ekki lengi, en árið
1951 giftist hún leikstjóranum
Windsor Lewis, auðvitað þvert
ofan í allar ráðleggingar vina
og vandamanna. Það hjóna-
band varð til fyrirmyndar og
varði til dauðdags Lewis, en
hann veiktist 1966, fékk heila-
æxli, sem leiddi hann til dauða
6 árum síðar. Þessi 6 ár tók
Barbara engum atvinnutilboð-
um, heldur var heima og hjúkr-
aði manni sínum. Skömmu
áður en Lewis lést, kom í Ijós,
að Barbara var sjálf haldin
brjóstkrabbameini. - Nú er úti
um hana, sögðu vinirnir ráð-
snjöllu, en enn kom Barbara
þeim á óvart með því að kom-
ast ósködduð út úr þessari
eldraun.
Þegar henni bauðst svo að
taka að sér hlutverk Miss Ellie-
ar í Dallas-þáttunum, hugsaði
hún sig ekki lengi um, áður en
hún tók því, þrátt fyrir að enn
¦   Best þekkjum við Barböru
Dallas.
hlutverki  Elliear  Ewing í
væru vinirnir með hrakspár.
Ekki leið þó á löngu, uns hún
komst að því, að hlutverkið
var ekki alveg í þeim anda,
sem hún hafði hugsað sér. Miss
Ellie átti nefnilega í upphafi að
vera hálfgerð fótaþurrka ann-
arra á heimilinu. - Þannig
hlutverk hentar þér einmitt,
sögðu höfundarnir! En Bar-
bara linnti ekki látum fyrr en
hún fékk hlutverkinu breytt í
þá mynd, sem við þekkjum úr
sjónvarpinu.
Og nú hefur Barbara orðið
fyrir einu stóráfallinu enn. Hún
fékk hjartaslag í vor, eins og
áður hefur verið greint frá í
Spegli Tímans. Að vísu heppn-
aðist vel skurðaðgerð, sem
gerð var á henni í kjölfarið, en
nú þykir einsýnt, að kraftar
Barböru séu á þrotum, og veru
hennar í Dallas-þáttunum sé
lokið.
viðtal dagsins
ff
ÞORFERA
BAK VID VERWN"
— segir Sæmundur Valdimarsson,
sem gerir höggmyndir úr rekavid
¦ „Þetta er eitthvað sem mað-
ur hefur þörf fyrir að gera",
sagði Sæmundur Valdimars-
son, starfsmaður hjá Áburðar-
verksmiðju ríkisins í viðtali við
Tímann, en í frístundum sínum
býr hann til höggmyndir úr reka-
viði.
„Höggmyndunum er komið
fyrir hér í matsal Áburðarverk-
smiðjunnar í tilefni af því að það
er aðeins hálfur mánuður síðan
hann var tekinn í notkun. Ann-
ars hefur það komið til tals að ég
sýni í Listasafni ASÍ", sagði
Sæmundur.
„Þessi sýning mín hér er ekki
opin almenningi því miður en ég
vona að ég geti einhvern tímann
leyft þeim sem vilja að skoða
verkin mín."
- Hve langt tímabil spanna
þessar höggmyndir?"
„Þau elstu eru frá 1970 en hin
yngstu gerð nú í vor. Það var
1970 sem ég byrjaði á þessari
iðju minni. Annars byrjaði ég á
því að gera mósaíkmyndir úr
íslensku grjóti en sneri mér svo
að þessu", sagði Sæmundur.
„Hér sérðu 21 verka minna en
það eru fleiri heima í bílskúr.
Það tekur langan tíma að vinna
hverja höggmynd, u.þ.b. einn
mánuð. Annars stend ég nú
aldrei við þetta."
- Veistu um einhverja fleiri
sem gera svona höggmyndir úr
rekaviði?
„Nei, ég hef ekki heyrt af
fleirum."
- Ertu eitthvað lærður í list
þinni?
„Nei, ekki beint en handtökin
lærði ég á útskurðarverkstæði
Hannesar Flosasonar. Sjáðu til,
það er mjög sérstakur stíll yfir
þessum verkum mínum. Stíll
ólærðs manns sem gerir þetta af
innri þörf, en ekki stíl hins lærða
sem gerir þá hluti sem honum
Sæmundur Valdimarsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28