Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 154. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FIMMTUDAGUR 7. JÚLI1983
mtront
9
á vettvangi dagsins
r     r
FRKHJR SEM BYGGKT A OTTA
ER EKKIRAUNVERUŒGUR FRKHJR
Ræða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í veislu til heiðurs George Bush og frú
Herra varaforseti og frú Bush,
heiðruðu gestir
Konu minni og mér er ánægja að
bjóða ykkur velkomin til þessa kvöld-
verðar. Sérstaklega er okkur ánægjuefni
að bjóða yður, herra varaforseti og frú
Bush, velkomin til íslands ásamt fylgdar-
liði yðar.
Þótt mikill munur sé á stærð landanna,
eiga Bandaríkin og ísland ýmislegt sam-
eiginlegt.
Bæði löndin nam fólk sem yfirgaf
heimkynni sín í leit að frelsi og frjáls-
ræði, karlar og konur, sem buðu óblíðu
hafi byrginn og sigldu í vesturveg í leit
að fyrirheitna landinu. Þau fundu fyrir-
heitna landið. í báðum löndum öðluðust
þau að lokum frelsið og frjálsræðið sem
þau sóttust eftir.
Báðar þjóðir aðhyllast sömu grund-
vallarhugsjónir. Þér herra varaforseti
nefnduð í sendiráði yðar í dag
sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.
Við og allir frjálsir menn geta gert að
sinni tveggja alda gamla yfirlýsingu
ykkar, um að allir menn séu skapaðir
jafnir og gæddir óskerðanlegum rétti til
lífs, frelsis og hamingjuleitar.
Þér rædduð einnig um frelsið. Það
gerði Franklin Delano Roosevelt einnig
í boðskap sínum til Bandaríkjaþings 6.
janúar 1941. Við og allir frjálsir menn
geta tekið undir það sem Franklin De-
lano Roosevelt sagði:
„Á komandi tímum, sem við leitumst
við að gæða öryggi, horfum við fram á
við til heims sem byggist á fjórum ómiss-
andi eigindum mannlegs frelsis.
Fyrst er málfrelsi og tjáningarfrelsi -
um heim allan.
Annað er frelsi hvers og eins til að
dýrka guð á sinn hátt - um heim allan.
Þriðja er frelsi undan skorti - sem á
heimsmælikvarða þ'ýðir efnahagslegt
samkomulag sem tryggir sérhverri þjóð
lífvænleg kjör á friðartímum - um heim
allan.
Fjórða er frelsi undan ótta - sem á
heimsmælikvarða þýðir, að svo mjög og
svo rækilega verði dregið út vopnabún-
aði um allar jarðir, að engin þjóð sé þess
megnug að ráðast með ofbeldi á nokkurn
nágranna -um heim allan."
Sjálfstæði okkar og lífsskoðun byggist
þannig á sömu hugsjónum. Því var engin
furða, að fjöldi Islendinga fór af landi
brott til Norður-Ameríku á erfiðleika-
tímum, einkum á síðustu áratugum lið-
innar aldar. Ég hygg að nú búi fleira fólk
af íslenskum ættum í Norður Ameríku
en á íslandi. Fjöldi karla og kvenna úr
þessum hópi er mér vitanlega góðir
þegnar lands yðar.
Að ýmsu öðru leyti eru lönd okkar að
sjálfsögðu afar ólík. Við erum ekki annað
en peð á taflborði heimsmála, en þið eruð
risi. Og hjá ykkur verða frjálsar þjóðir
að leita forustu. Sú staða gerir miklar
kröfur og mikið veltur á hvernig ykkur
tekst.
Því miður er sú raunin, þrátt fyrir
gífurlegar framfarir í tækni og efnahags-
málum, að skammt hefir miðað að
tryggja þær fjórar eigindir frelsis, sem
Franklin Delano Roosevelt nefndi.
Málfrelsi er enn skert í fjölda landa
víða um heim.
Því fer einnig fjarri, að frelsi til
guðsdýrkunar ríki hvarvetna.
Frelsi undan skorti hefur síður en svo
áunnist, og hörmulegt er til þess að vita,
að á fimum allsnægta hefur bilið milli
fátækra og ríkra breikkað.
Og loks er frelsi undan ótta fjarlægara
en nokkru sinni. Öldum saman nutu
land yðar og land mitt verndar af
fjarlægð og víðáttu hafsins. Sú er ekki
raunin lengur. Fjarlægðir eru í rauninni
úr sögunni. Og vopnabúnaðurinn hefur
margfaldast og eyðingarmátturinn
magnast geigvænlega. í rauninni veltur
friður á áhættusömu jafnvægi, svo líkast
er línudansi án öryggisnets.
Ég er þess fullviss, að með sjálfum
okkur erum við öll sammála um, að
friður sem byggist á ótta er ekki raun-
verulegur friður. Við verðum að keppa
að breytingu til batnaðar.
Ég efast um að raunverulegur friður
fáist án trausts þjóða á milli. Því trausti
verður helst komið á með opinskáum
skoðanaskiptum, víðtækum skilningi á
skoðunum og vandamálum hvers annars
og efnahagslegu samstarfi í einlægri
viðleitni til að tryggja öllum lífvænleg
kjör í friði. Ég tel víst að slíkt myndi
brjóta niður öll járntjöld.
Herra varaforseti, ég er þess fullviss,
að ég mæli fyrir íslendinga alla, þegar ég
legg áherslu á von okkar um að úr
vopnabúnaði dragi um heim allan, svo
engir þurfi að búa í ótta við hernaðará-
rásir, svo ekki sé minnst á tortímingu á
heimsmælikvarða.
í þessu efni væntir hinn frjálsi heimur
forustu Bandaríkjanna.
menningarmá!
Glenda
Maurice
söng
¦ Bandarískir Ijóðasöngvarar segjast
hafa átt erfitt uppdráttar því Bandaríkja-
menn sjálfir telji þetta vera evrópska
listgrein, sem rétt sé að sækja til höfuð-
stöðvanna, og Evrópumenn telji sömu-
leiðis að ekki þurfi að leita út fyrir
landsteina eftir ljóðasöngvurum. En þó
vill svo til, að meðal fremstu ljóðasöng-
vara, sem hér hafa heyrst, eru einmitt
allmargir frá Vesturheimi - ég minni á
William Parker, og Rosemary Landry
og Laurence Albert, og að auki Marga-
rítu Zimmermann frá Suður-Ameríku.
Og nú er hér ennþá komin ein gríðarleg,
hvernig sem á er litið. Glenda Maurice,
mezzósópran sem fáir (og engir sem ég
hef hitt) höfðu heyrt getið. Glenda
Maurice er kennari við háskólann í
Delaware í Bandaríkjunum og tilheyrir
sýnilega sönghring Gérards Souzay. Hún
söng í Austurbæjarbíói þriðjudags-
kvöldið 28. júní við undirleik Daltons
Baldwin, landa síns, sem hefur spilað
undir með flestum stór-ljóðasöngvurum
sem hingað hafa komið í seinni tíð.
Efnisskrá sönghátíðar segir að gagnrýn-
endur New York borgar hafi þrotið
lýsingarorð þegar þeir vildu lýsa söng
Glendu Maurice svo sem verðugt væri,
og lái ég þeim það ekki, svo gífuryrtir
sem útlendir gagnrýnendur virðast vera
útaf smámunum, ef marka má þann
Ævintýri
efnivið sem gjarnan fylgir söngskrám.
því Glenda Maurice er engin venjuleg
söngpípa. Rödd hennar er voldugt hljóð-
færi sem er jafnfært um fárveikan söng
og Dettifoss-kraft, sem „með ómi brims
megnar klettinn helst af ró að bifa", eins
og skáldið sagði. Eins og við var að búast
af bandarískri söngkonu ræður Glenda
Maurice yfir gríðarlegri tækni og kunn-
áttu, auk greinilegra náttúrlegra hæfi-
leika, þvf guð hefur gefið henni stóra
rödd, eins og áður var lýst. Samt er
styrkur hennar ekki í röddinni, heldur í
flutningnum, túlkuninni, sem er af
dæmalausri kunnáttu gerð.
í stuttu máli fluttu Glenda Maurice og
landi hennar Dalton Baldwin píanóleik-
¦ Elly Ameling hefur sungið hér áður,
en aldrei haldið jafn yfirburða góðan og
skemmtilegan konsert og nú á fimmtu-
daginn, þegar hún rak smiðshöggið á
Sönghátíð 1983 ásamt undirleikaranum
Dalton Baldwin. Engan skugga bar á
tónleikana, sem þó spönnuðu gríðarlegt
svið, frá Mozart til Schönberg, frá
Brahms til Satie. Elly Ameling hefur
verið dugleg að syngja inn á hljómplötur,
og flestir þeir, sem gaman hafa að
ljóðasöng, eiga plötur með henni. En
ari ljóðasyrpu eftir Brahms, Duparc,
Mahler, Poulenc og Rachmaninoff, með
•glæsibrag og öryggi. Mér fannst 'sjálfum
mest gaman að síðari hluta efnisskrár-
innar, Poulenc og Rachmaninoff, en
Glenda Maurice virðist hneigjast ögn
þunglamalegrar tónlistar vegna þess að
hún er mezzósópran en ekki sópran.
Öðrum þótti mest koma til Duprac-syrp-
unnar, ; þar sem Glenda Maurice sýndi
fáheyrð píanissimó-tilþrif.
Sumir segja að hjartað skipti mestu
máli, og því get ég ekki neitað að þrátt
fyrir glæsilegan og kunnáttusamlegan
flutning hreif Glenda Maurice mig ekki
sérlega með söng sínum, eða eins og
einn piparsveinn orðaði það: „Þetta er
eins og að vera skotinn í stelpu; annað
hvort er maður skotinn eða ekki, burtséð
frá því hvort hún er lagleg eða ófríð."
En þó spillir ekki hið fyrrnefnda.
5.7. Sigurður Steinþórsson.
sjálfur er ég ekki meiri en svo, að
gamansöngvar hennar, og raunar allur
seinni hluti efnisskrárinnar, kom mér á
óvart: ég hafði ekki hugmynd um að
þessi Schubert-snillingur ætti til þennan
kankvísa æringjahátt sem fram kom í
síðustu þremur söngvum efniskrárinnar,
La dive de L'Empire eftir Satie, La
derniére valse eftir Reynaldo Hahn, og
Gegerlette eftir Arnold Schönberg. En
þessir kabarett-söngvar eru einmitt til á
plötum sem maður tímir þó sjaldnast að
kaupa, því Wagner, Beethoven, Mózart
og Erik Satie eru í 100% tollflokki
meðan Shakespeare, Zweig og Wodeho-
use eru tollfrjálsir - svona gerir þjóðfé-
lagið upp á milli listgreina á fullkomlega
órökvísan hátt. Ég beini því til Alberts
fjármálaráðherra, sem „gerir bókstaf-
lega allt fyrir alla" eins og einn samþing-
maður hans sagði mér, að gera það fyrir
mig að breyta þessu.
Elly Ameling hefur allt sem prýða má
söngvara: dásamlega rödd, fullkomna
kunnáttu, leikhæfileika og mikinn
þokka. Ég hef víst vitnað áður í þessum
þáttum til orða Francis Turner, fyrrum
jarðfræðiprófessors í Berkley, sem sagði
við mig eitthvað á þessa leið: „Ég hef
verið svo gæfusamur að lifa á tímum
þegar prófessor hafði efni á því að eiga
vínkjallara" - en þeir tímar eru víst
liðnir núna. Og eins get ég sagt: Mikil
gæfa er það að við Halldór Hansen,
vinur Gérard Souzay og Elly Ameling,
skulum vera samtímamenn.
Ekki verður svo skilist við Sönghátíð
1983 að ekki sé minnst á undirleikarann
Dalton Baldwin, sem hér hefur verið
tíður gestur hin síðari ár með hinum
fremstu ljóðasöngvurum. Baldwin spilar
af mikilli kunnáttu og smekkvísi -
sumum píanistum finnst hann jafnvel
fullmikið „tilbaka" - auk þess sem
framkoma hans þykir fögur, hofmann-
leg, virðuleg og kurteis. Og lauk þar
með Sönghátið 1983.
5.7. Sigurður Steinþórsson.
		BLJIf
Sigurður Steinbórsson skrifar imi tónKst		S*;^3WB»^

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28