Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.07.1983, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1983 umsjón: B.St. og K.L. andlát Sigurður Guðgeirsson, prentari starfs- maður Verkamannafélagsins Dags- brúnar, Háagerði 20, lést í Landspít- alanum 6. júlí. Fyrirlestur Opið hús: Fyrirlestur í Norræna húsinu um íslenskar konur í myndlist. Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20:30 flytur Hrafn- hildur Schram, listfræðingur, fyrirlestur um íslenskar konur í myndlist. Þessi dagskrá er í OPNU HÚSI: Með fyrirlestri sínum sýnir Hrafnhildur Schram fjölda litskyggna. Hún talar á sænsku. Að vanda verður hlé að loknum fyrirles- trinum, en síðan verður sýnd kvikmynd Ósvaldar Knudsens um Ásgrím Jónsson, listmálara, sem Ósvaldur tók af listamannin- um þar sem hann vann að list sinni bæði í vinnustofu sinni og úti í náttúrunni. Svo sem verið hefur í OPNU HÚSI er bæði bókasafn hússins og kaffistofa opið samfleytt til kl. 22:00. tilkynningar Frá ferðasjóði íbúa Hátúni 12 ■ Laugardaginn 9. júlí n.k. verður haldið upp á 10 ára afmæli Sjálfsbjargarhússins, m.a. með kaffisölu. Allur ágóði af kaffisöl- unni rennur til ferðasjóðs íbúa Hátúni 12. Sjóðurinn var stofnaður í maí 1979 af Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á ísafirði. Mark- mið sjóðsms er að gefa íbúum Hátúns 12 kost á að fara í ferðalög sem þeim hefði ekki gefist kostur á að fara í annars. Tekjur sjóðsins eru gjafir og áheit. Tekið er á móti framlögum á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Félag austfirskra kvenna í Reykjavík fer sitt árlega skemmtiferðalag sunnudaginn 10. júlí. Farið verður á Þingvöll, Húsafell, Borgarnes. Nánari upplýsingar í símum 33225 (Sonja) 34789 (Sigrún) og 82387 (Sig- urbjörg) fyrir föstudag. ORION sundstadir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. i Vesturbæjarlaug i síma 15004, í Laugardalslaug i síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatimar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatím- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðiud. og fimmtud. kl, 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennirsaunatímar i baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 kvöldferðir á Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I april og október verða sunnudögum. — I mai, júni og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavik kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykjavík, simi 16050. Sím- svari í Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 f lokksstarf Vorhappdrætti Framsóknarfiokksins 1983 VINNINGASKRÁ Ferö í leiguflugi meö Samvinnuferðum-Landsýn 1983; kr. 30 þús. hver vinningur: Nr. 28364, 30188 og 1612. Sólarlandaferð meö Ferðaskrifstofunni Úrval sumarið 1983, gisting í íbúð, kr. 15 þús. hver vinningur: Nr. 46395, 41537, 25049, 28253 og 44943. Ferð í leiguflugi með Samvinnuferðum-Landsýn 1983; kr. 10 þús. hver vinningur: Nr. 32801,27839, 44834,1775, 6807, 22406,25971, 23200, 1857, 23903, 23194, 17652, 22031, 1740, 6566, 9916 og 1568. Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Til Englands með SUF Þann 24. ágúst verður farið i einnar viku ferð til Englands á vegum SUF. Farið verður með MS EDDU og haldið frá Reykjavík að kvöldi 24, ágúst. Komið til Newcastle kl. 10 á laugardagsmorgun. Farþegar munu dveija tvær nætur á Imperial Hotel í Newcastle. Laugardagurinn er frjáls, en fólki er bent á aö gott er aö versla í Newcastle, þar er m.a, ein stærsta verslunarmiðstöðin í allri Evrópu. Á sunnudaginn verður farið í skoðunarferð um nágrenni Newcastle. Rútur koma og ná í farþegana að morgni mánudagsins og farið verður um borð í EDDU. Samkvæmislífið er fjölskrúðugt um borð og svo mikið er víst að engum ætti að leiðast. Vel er hugsað um börn um borð í skipinu. Til Reykjavíkur er komið miðvikudagskvöldið 31. ágúst. Fararstjóri er Guðmundur Bjarnason alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu SUF og hjá Farskipi í síma 91-25166. Góðir greiðsluskilmálar. P.s. þetta er tilvalinn sumarauki fyrir framsóknarfólk á öllum aldri. Óflokksbundnu fólki, sem hefur áhuga á að skemmta sér með framsóknarmönnum, er að sjálfsögðu heimilt að koma með. Skemmtiferð FUF Félag ungra Framsóknarmanna efnir til skemmtiferðar í Þórðarhöfða 9. júlí nk. Lagt verður af stað frá Framsóknarhúsinu við Suðurgötu kl. 10 f.h. Allir framsóknarmenn velkomnir. Þátttaka tilkynnist fimmtudags- og föstudagskvöld (7. og 8. júlí) í síma 5374. FUF Skagafirði • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. )KUcl11U^-\ N C^ddct H F. PRENTSMIÐJA SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Ólafs R. Einarssonar menntaskólakennara Sérstaklega þökkum við hjartanlega öllum þeim mikla fjölda sem heiðraði minningu hans með gjöfum til líknar og minningarsjóða, því miður eru ekki tök á að votta þeim persónulegt þakklæti okkar. Jóhanna Axelsdóttir GísliRafn Ólafsson ÞorvarðurTjörvi Ólafsson Sigríður Þorvarðsdóttir Einar Olgeirsson GuðrúnGísladóttir Axel Jónsson Sólveig Einarsdóttir Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Ingvars ísfelds Ólasonar Lára Guðmundsdóttir Óla Björk Ingvarsdóttir RíkharðurEinarsson Kristinn Þór Ingvarsson ErnaGuðjónsdóttir Inga Hólmfríður Ingvarsdóttir Ásgeir Medúsalemsson Nína Guðmunda Ingvarsdóttir Stefán Karlsson Jenny Björg Ingvarsdóttir VilbergurHjaltason Bryndís Ingvarsdóttir Markús Guðbrandsson Ómar Sigurgeir Ing varsson Birna Björnsdóttir Bjarney Linda Ingvarsdóttir Baldvin Baldvinsson Sigmar Atli ingvarsson Víðir ísfeld Ingvarsson Lára Ingibjörg Ingvarsdóttir og barnabörn Þorbjörg Pétursdóttir Önnumst viðgerðir og nýsmíði Allt til reiðbúnaðar Söðlasmíðaverkstæði Þorvaldar og Jóhanns t ÍtJiR^tz^ Einholti 2 - sími 24180 FAHR sláttuþyrlur meö knosara gera heyverkunina öruggari og auka fóöurgildi heysins. Reynsla íslenskra bænda sýna aö FAHR knosarinn flýtir þurrki heysins um allt aö einn dag. FAHR KM-24 CR sláttuþyrla meö knosara, vinnslu- breidd 1,85 m kostar aðeins kr. 83.710.00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.