Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 fréttir; ■ Lögreglan í Árbæ þurfti að eltast við nokkuð óvenjulega afbrota„menn“ aðfaranótt sunnudags. Hún fékk nefnilega tilkynningu um að nautgripahóp- ur væri að spóka sig í húsagörð- um við Jaðarsel í Breiðholti. Þegar lögreglan kom á staðinn fann hún 10 nautkálfa á rölti eftir götunni en hópurinn hefur sjálf- sagt verið á leiðinni niður í Mjódd að skoða næturlífið. Lögreglan snéri hópnum við og rölti á eftir honum upp að Vatnsenda. Þar sem skilið var við nautin. Lögreglan í Árbæ vissi ekki til þess að kálfarnir hefðu valdið nokkrum skemmd- um í Breiðholtinu. -GSH ■ Lögreglan eða „Midnight cowboys“ að kúarektorsstörf um í Breiðholti. Tímamyndir Sverrir LÚGREGLAN í NAUTGRIPA- REKSTRI í BREIÐHOLTINU Humarköss- um stolið á Grundarfirði ■ Humrakössum var stolið úr frystihúsinu á Grundarfirði um síðustu helgi. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem humri er stolið úr frysti- geymslum þarna á staðnum. Að sögn lögreglunnar í Grindavík er ekki vitað hvað miklu var stolið nú um helgina í fyrra sinnið, 4. júlí, voru teknir 3 kassar og verðmæti þeirra mun vera um 20.000 krónur. Ekki hefur enn tekist að upplýsa þessa þjófnaði en auðvelt mun vera fyrir óráð- vanda að komast óséðir að frystigeymsiunum. - GSH ' 'fj' ’ 1 Fjármagn- aði helgar- skemmtun- ina með innbroti ■ Maður nokkur fjármagn- aði helgarskemmtunina með því að fara inn í íbúð við Lerkihlíð á aðfaranótt laugar- dags og steia þar 2000 krónum úr veski. Skemmtunin stóð þó ekki lengi því kona sem býr í íbúðinni kont að þjófnum við iðju sína. Þjófurinn lagði þá á flótta en konan gat lýst honum það vei að lögreglan hafði uppá honum skömmu seinna. Og maðurinn játaði verknað- inn. Þá var einnig brotist inn í Álftamýrarskóla aðfaranótt laugardags. Þar var brotinn upp peningaskápur í skrifstofu með kúbeini og stolið strætis- vagnamiðum og ávísanahefti. Ekki hefur enn tekist að upp- lýsa það mál. -GSH Humarvertld lýkur fyrir mánadar- mótin ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur á- kveðið að síðasti veiðidagur á yfirstand- andi humarvertíð verði miðvikudaginn 27. júlí næst komandi. í frétt frá ráðuneytinu segir, að ástæða þessarar ákvörðunar sé sú, að humarafl- inn var orðinn um 2.400 lestir 14. júlí síðast liðinn en heildarkvótinn á þessari vertíð var ákveðinn 2.700 lestir. - Sjó. Komum farþega til íslands: Islendingum fækkar útlendingum f jölgar ■ Samkvæmt yfirliti Útlendingaeftir- litsins um komu farþega til íslands frá áramótum og til síðustu mánaðarmóta kemur í ljós að íslendingum hefur fækk- að verulega, frá sama tíma í fyrra, en útlendingum hefur aftur á móti fjölgað. Frá áramótum til 30. júní í ár komu þannig 30.623 íslendingar til landsins á móti 33.273 á sama tíma í fyrra en þetta er um 10% fækkun. Útlendingar sem komu voru aftur á móti 28.946 í ár á móti 28.151 á sama tíma í fyrra. Ef litið er til júnímánaðar eingöngu kemur í ljós að í ár komu hingað til lands 9456 íslendingar á móti 10.691 í sama mánuði í fyrra. Útlendingar voru 12.273 í júní í ár en 11.737 í júní í fyrra. Flestir útlendinganna í júní í ár koma frá Bandaríkjunum eða 3366, næst flestir frá Vestur-Þýskalandi eða 1648. Hins- vegar komu aðeins 5 Austur-Þjóðverjar hingað í júní. Tónleikar endurteknir í Norræna húsinu ■ Bergþóra Árnadóttir, Pálmi Gunn- arsson og Tryggvi Húbner endurtaka í kvöld tónleika sína í Norræna húsinu, og hefjast þeir kl. 21. Þau héldu tónleika þann 12. þessa mánaðar sem þóttu takast svo vel að nú endurtaka þau þá. Megin uppistaða í efnisskrá þeirra eru lög Bergþóru við ljóð margra okkar þekktustu skálda og einnig efni væntan- legrar plötu Bergþóru, sem nýlega er lokið upptöku á. Sérstakur gestur kvöldsins í kvöld verður Magnús Þór Sigmundsson, sem leikur m.a. lög af plötu sinni „Draumur aldamótabamsins". Ennisvegur opnaður ■ Á sunnudaginn var Ennisvegur opnaður fyrir almennri umferð. Hann er nýr vegur, um 2,2 km að lengd og lagður í fjörunni framan við Ólafs- víkurenni. Gamli vegurmn, sem uggur uppi í Enninu, var gerður 1963-1964. Þessi 20 ára gamli vegur var mikið mannvirki á sínum tíma og hefur þjónað íbúum á Nesinu vel. Umferð um hann hefur þó alltai verið nokkurt hættuspil vegna grjóthruns og snjóflóða og slysatíðni þar hcfur verið há. Það var fyrirtækið Hagvirki hf. sem sá um að leggja nýja veginn, og hefur framkværad verksins gengið hraðar en í upphafi var búist við. Verktaki tekur sér frí í sumar, en hefst handa á ný í haust og lýkur verkinu að fullu fyrir 1. maí á næsta ári. Næsta sumar verður svo lagt slitlag á veginn og verður þá áætlaður heildarkostnaður orðinn um 80-85 milljónir króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.