Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 4
4 Kennari við Samvinnuskólann Kennarastarf í verslunar og viðskiptagreinum við Samvinnuskólann í Bifröst er laust til umsóknar, til 1. ágúst n.k. Umsóknir sendist skólastjóra, sem veitir allar upplýsingar. Samvinnuskólinn Bifröst, 311 Borgarnes. Sími 93-5001 Kennarar - Lausar stöður Almenn kennarastaða í 1.-6. bekk og staða smíðakennara við grunnskóla Hafnarhrepps. Góð vinnuaðstaða. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar veita: Sigþór Magnússon í síma 97-8148 og Guðmundur Ingi Sigbjörnsson í síma 97-8321. Styrkur til háskólanáms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa (slendingi til háskólanáms í Japan námsárið 1984-85 en til greina kemur aö styrktímabiliö veröi framlengt til 1986. Ætlast ertil að styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi eöa sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast aö styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heilbrigð- isvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. ágúst n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 13. júlí 1983. ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLI 1983 fréttir ■ Hér er saman kominn hópurinn úr Vinnuskóla Reykjavíkur sem gerði sér dagamun í gær í góða veðrinu, en eins og sjá má er þetta mjög harðsnúið lið. Eigum til á lager hinar vel þekktu HEYÞYRLUR Tvær vinnslubreiddir. Lyftutengdar og dragtengdar. VÉLADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900 Kennarastöður Kennarar óskast við grunnskólann á Hellu Rangárvöllum í eftirtöldum greinum: raungreinum, íslensku og myndmennt. Húsnæði í raðhúsi eða einbýli til reiðu á staðnum. Umsóknir sendist fyrir 27. júlí til formanns skólanefndar: Óli Már Aronsson, Heiðvangi 11, 850 Hella. Skólanefnd grunnskólans á Hellu. ■ í byrjun sumars voru innritaðir tæplega 1200 unglingar í vinnuskóla Reykjavíkur. Þessum unglingum var skipt niður í 36 hópa í borginni þar sem þeir hafa verið að vinna ýmis störf í borginni og nágrenni hennar. Starfræktar hafa verið 9 aðalbækistöðvar og hafa verið víða fleiri en einn flokkur á sama stað við vinnu. Megintilgangur vinnuskólans er fyrst og fremst að kenna unglingunum til verka, en samhliða er reynt að stuðla að öðrum þáttum sem eru þroskandi fyrir unglingana. Er þá gjarnan um ýmisskonar íþróttamót og leiki að ræða sem reynt er að koma með á vissum tíma og fléttað er inn í starfstíma skóians. í góða veðrinu í gær voru nokkrar deildir vinnuskólans saman komnar inni í Heiðmörk og fóru þar fram ýmsir leikir og skemmtanir sem unglingarnir efna yfirleitt til þegar líður að lokum skólans. Um var að ræða m.a. fótbolta, brennó, limbokeppni, reiptog o.fl. auk þess sem varðeldur var kveiktur. Við náðum tali af nokkurm þeirra sem þarna voru og spjölluðum lítillega við þá um vinnuskólann, krakkana og starfsemina yfirleitt. ■ „Við höfum óskaplega gaman aj því að gróðursetja tré. Þegar hríslurnar verða orðnar svona stórar ætlum við að halda veislu og bjóða ykkur ef þið viljið“, sögðu þessar blómarósir sem starfa í vinnuskólanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.