Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 5
„Vid höfum lært heil- mikið hérna’% — segir Kristín Konráðsdóttir í Vinnuskól- anum ■ „Ég er bara nokkuð ánægð mcð vinnuna hér og félagsskapinn. Hins veg- ar er kaupið nokkuð lágt og aðstaða léleg“, sagði Kristín Konráðsdóttir sem er ein af starfsstúlkum Vinnuskólans. „Við vinnum hér ýmist frá 8 -4 eða 9 -5 á daginn og komum með nesti með okkur og erum hér því allan daginn. Þegar veður er slæmt eins og oft hefur verið nú í sumar er það nokkuð bagalegt fyrir okkur að hafa ekki betra afdrep og þægilegri aðstöðu en hér er. Þetta eru skúrræflar sem varla halda veðrum auk þess sem hreinlætisaðstaðan er mjög léleg. Það hafa t.d. ekki verið tæmdir kamrar hér um lengri tíma og við veigrum okkur við að nota þá. Ég vil þó geta þess að hér er góður starfsandi og verkstjórarnir eru góðir. Það getur bara verið gaman að vinna hér þegar vel viðrar og þegar krakkarnir eru í góðu skapi. Ég held að við höfum lært heilmikið hér í sumar og þetta sé okkur öllum hollt“, sagði Kristín Konráðsdótt- ir að lokum. -ÞB ■ Kristín Konráðsdóttir. ■ Það var engin önnur en hún Sigrún Linda Karls sem sigraði í limbókeppninni sem haldin var hjá vinnuskólakrökkunum í Hciðmörk. Keppinautarnir standa stjarfir í kring þegar Sigrún innbyrðir sigurinn undir stjórn Vignis Sigurðssonar verkstjóra. „ÞAU ERU BARANOKKUÐ IÐIN,GREY SKINNIN” — segir Anna Gudjónsdóttir, verkstjóri í Vinnuskólanum ■ „Aðalverkefni vinnuskólans hér er fyrst og fremst trjárækt og umhirða á opnum svæðum. Þá eru aðrir hópar sem eru við það að leggja gangstíga og hreinsa til, bæði hér og á ýmsum opnum svæðum borgarinnar“, sagði Anna Guðjónsdóttir, en hún er ein þeirra 6 verkstjóra sem þama voru staddir og með unglingunum við lokadag þeirra í gær. Hver eru önnur verkefni sem ungling- arnir vinna að í sumar? „Það hafa verið flokkar við störf í sumar t.d. við Rauðavatn, Elliðavatn og golfvöllinn. Þá hafa vinnuflokkar frá Vinnuskólanum unnið að viðhaldi og hreinsun í Saltvík, Bláfjöllum, Hvera- dölum og víðar. Einnig hafa unglingar aðstoðað á leik og gæsluvöllum, í skóla- görðum og starfsvöllum og tveir flokkar hafa verið við snyrtingu og umhirðu í görðum ellilífeyrisþega". Hvernig hefur svo starfsandinn verið hér í sumar? „Hann er nú nokkuð góður. Þetta eru mest unglingar á aldrinum 13-14 ára og því oft mikil ærsl og læti, en þau eru bara nokkuð iðin þegar þau vilja það við hafa. Hins vegar get ég tekið undir það með flestum unglingunum hér að aðstað- an mætti vera mun betri, sérstaklega þegar svona hefur árað eins og í sumar. myndatöku“, sögöu þessar stúlkur þegar Ijósmyndarann bar að, en veðurblíðan lék við unglingana eins og aðra hér á Reykjavíkursvæðinu í gær. ■ Anna Guðjónsdóttir verkstjóri. Tímamyndir Ari. í rigningunum í sumar hefur pollagallinn verið mikið notaður en krakkarnir hafa samt sem áður oft blotnað mikið þegar svona hefur rignt. Við erum aðeins með skúra þar sem aðeins eru litlir olíuofnar sem veita jú örlítinn yl, en það er ekki aðstaða til að þurrka föt, eða hlýja sér almennilega þegar kalt er og þar af leiðandi verður kannski minna úr verki en ella. Þess vegna er mikilvægt að starfsandinn sé góður og krökkunum leiðist aldrei að ég held, en það er fyrir mestu þegar verið er að vinna svona vinnu eins og hér.“ Eru einhver fleiri mót fyrirhuguð hjá Vinnuskólanum? Já, það er ætlunin að fara út í Viðey 27. júlí n.k. og er það lokahátíð Vinnu- skólans í sumar. Þar verður ýmislegt gert til gamans og má þar m.a. nefna að þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga yfir svæðið og varpa niður vistum til eyjarskeggja. Þá verða kveiktir varðeld- ar í fjörunni og matföng grilluð, en fróður maður mun verða með í ferðinni og segja frá því helsta sem varðar sögu Viðeyjar", sagði Anna að lokum. -Þ.B. ■ Hér er hið frækna fótboltakvennalið sem kallar sig „Texas Southfork“, en þessar valkyrjur möluðu strákaliðið með 3 mörkum gegn einu. „Það þýðir ekkert fyrir ykkur að tala við strákana núna þvi þeir eru svo ægilega spældir eftir tapið“, sögðu þessar vigreifu stúlkur eftir vel heppnaðan leik sinn gegn strákunum. Tímamynd Ari. ■ Þetta eru verkstjórar í Vinnuskólanum sem mynduðu kjarna liðsins á hátíðahöldunum í gær. F.v. Kristín Jóhannsdóttir, Unnur Heba Steingrímsdóttir, Kristín Svavars, Jón S. Ólafsson, Anna Guðjónsdóttir, Sesselja Bjömsdóttir og Vignir Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.