Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						8
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1983
Utgefandí: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjori: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreioslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Párarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúcl Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Gu&Jón Einarsson, Gu&jón Róbcrt Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstiórnskrifstofurogauglýsingar:Siðumúla15,Reyk|avfk.Simi:86300.Auglýsingastmi
18300. Kvöldsfmar: 86387 og 86306.
Verð f lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Gróðurvernd
á köldu sumri
¦ Veðurfar hefur verið óvenju hart á íslandi í ár.
Veturinn var kaldur og snjóþungur og seint voraði.
Sumarið kalt og votviðrasamt. Um miðjan júlí er nætur-
frost á nokkrum stöðum á landinu, fjöll grána af snjó og
slydda í byggð. Gróður kemur seint upp og víða eru tún
kalin. Menn hafa þótst merkja það að verðurlag fari
kólnandi hin síðari ár og sígi enn á'þá ógæfuhlið. Víst er
að samkvæmt mælingum vísra manna lækkar meðalhitinn,
þótt þeir ali ekki á svartsýni með því að spá neinu um að
sú þróun haldi áfram um eitthvert skeið.
Tíðarfar sem þetta ýtir undir ásókn fólks í sólarlanda-
ferðir og leggja margir hart að sér til að njóta sumarblíðu,
þótt ekki sé nema nokkrar vikur á ári. Vegna þrenginga í
efnahagslífinu treystast nú færri en áður til að leita sólar
og hlýinda í fjörrum heimshornum og er það miður þegar
svona árar.
Oft er því haldið fram að íslendingar ættu að leggja
meira kapp á að skoða eigið land og sumarnáttúru þess og
eyða til þess frístundum sínum í stað þess að flengjast
suður undir hitabelti til að njóta lífsins leystisemda þar.
En það er ekki alltaf auðhlaupið að því að skoða ísland.
Vegatálmar eru settir upp á vegi inn á hálendið til að verja
vegslóða og gróður. í sumum sveitum skella á þorraveður
á þeim tíma sem kenndur er við heyannir og sandbyljir
teppa umferð í öðrum landshlutum. Það er sem sagt
tryggara að leita suður á bóginn á móts við sumar og sól
heldur en að liggja í svaðilförum á Fróni.
En verst leikur kuldatíðin gróður landsins. Talið er að
gróður sé nú um mánuði seinna á ferðinni en í meðalári.
A þetta aðallega við um norðanvert landið, allt frá
Vestfjörðum til Austurlands. Tún koma illa undan
vetrinum og bætir það enn á erfiðleikana. Úthagi og
afréttir gróa seint og eru vart tilbúin að taka við miklum
ágangi kvikfénaðar. Þetta minnir óþyrmilega á hve
gróðurfar landsins er viðkvæmt og krefst aðgæslu og
verndar ef ekki á illa að fara.
Meðferðin á landinu ætti að vera víti til varnaðar. Sem
betur fer er skilningur sífellt að aukast á að kakan verður
ekki bæði geymd og étin. Ef landinu er ofgert hefnir það
sín með síminnkandi afrakstri. En sjónarmið stundar-
gróða og óskhyggju eru samt oft látin sitja í fyrirrúmi.
Þrátt fyrir aðvaranir og frómar óskir þeirra sem vit vilja
hafa fyrir mönnum í þessum efnum, skella aðrir skollaeyr-
um við og láta eins og gróðurmátturinn norður við
Dumbshaf sé ótakmarkaður.
Núna þessa dagana hefur landgræðslustjóri ítrekað bent
á ófhóflega hrossaeign og upprekstur stóðs á viðkvæman
afréttagróður. í sumum sveitum kann það að þykja
mannlegt að slá um sig með ríkidæmi í fjölda hrossa, en
arðsemin þarf samt ekki að fara eftir því, enda offramboð
á öllum mörkuðum. Þá ættu þéttbýlisbúar að fara að gæta
betur að sinni hestaeign. Það mætti kannski leggja meiri
áherslu á færri gæðinga en betri.
Það er vitað mál og viðurkennt að sauðfjáreign er of
mikil. Offramleiðsla er á dilkakjöti og leita bændur nú
ýmissa ráða til að koma á jafnvægi í þeim markaðsbúskap.
Fækkun sauðfjár og gróðurvernd fer vel saman. Óþarft er
að tíunda hvernig ofbeit leikur gróður og moldarskánina
þunnu. En það er hægara sagt en gert að segja mönnum
sem eiga lífsafkomu sína undir sauðfjárrækt og aleiguna í
jörðum, mannvirkjum og vélum til þeirrar framleiðslu, að
vinda sér í aðrar framleiðslugreinar eða atvinnu vegna
breyttra markaðsástæðna.
í hlýindaskeiðínu um miðbik aldarinnar hafa menn
gleymt því að harðindi og góðæri skiptast á hér á landi.
En þjóðin hefur þraukað þorrann og góuna og er betur
undir það búin en nokkru sinni fyrr að mæta hörðu ári og
gróðurinn er lífsseigur ef honum er ekki ofgert af
mannavöldum.                            qÓ
skrifad og skraf ad
Salmyrðandi
úrfelli?
¦ Lofsöngurinn um
dægurtónlistina flýtur
viðstöðulítið út úr öllum
fjölmiðlum, blöðum og
ríkisútvörpum, svolítið í
auglýsingum og enn
meira í skrifum og tali
þar til ráðinna manna og
kvenna. Ekki er laust við
að sumum þyki nóg um,
en enginn þarf að leggja
við eyru þótt einhver sé
að tísta um að miðaldra
æskumenn sem halda að
¦ rafmagnsgítar og magn-
arakerfi séu upphaf og
endir fagurs mannlífs,
hafi sig fullmikið í
frammi.
Kristján skáld frá
Djúpalæk hefur ekki tal-
ið skáldgáfu sinni mis-
boðið með því að yrkja
texta við dægurlög og
gert það betur en flestir
menn núlifandi. Kristján
veit og skilur að það ber
að leggja rækt við þenn-
an þátt menningarinnar
ekki síður en þá sem
hærra hreykja sér. Hann
getur því trútt um talað
er hann lætur í ljósi álit
sitt á margri þeirri lág-
kúru sem flokkað er und-
ir áhugamál ungs fólks
og þeirri matreiðslu sem
þar fylgir. Hann fjallar
m.a. um ugg sinn í dálki
í Helgar-Degi og skrifar:
„Snemma á öldinni
sem leið hófst hér á landi
merkileg menningarsókn
upp úr hörmungum og
niðurlæging liðinna ára
og alda. Pessi sókn fram
á leið óx upp af frækorn-
um Fjölnismanna og náði
loks hámarki um miðbik
þessarar aldar eða um
þær mundir sem hin
miklu heimsátök hófust,
stærsta syndafall germ-
anskra þjóða. Hlið við
hlið sóttu skáld og stjórn-
vitringar 19. aldarinnar
fram undir merki Jónasar
Hallgrímssonar, Jóns
Sigurðssonar og annarra
slíkra. Andleg ofurmenn
um og eftir síðustu alda-
mót, Einar Ben., Matt-
hías og Stefán G. voru
óldufaldar sem risu hátt
og áfram geistist þjóðin
á vaxtarvegi.
Fyrsti íslenski ráðherr-
ann og skáldið, Hannes
Hafstein, og Þorsteinn
Erlingsson efldu einnig
hvort tveggja stjórn-
málaþroska og fagurskyn
þjóðarinnar, síðan hver
af öðrum: Stefán frá
Hvítadal,      Davíð,
Tómas, Guðmundur
Böðvarsson. Höfundar
öbundins máls í skáld-
skap og fræðum:
Laxness, Þórbergur,
Nordal,  Ágúst H.  og
fleiri og fleiri létu ekki
sitt eftir liggja og um allt
land uxu upp og hófust
hærra      stjórnmála-
skörungar, orðlista-
menn, málarar og
tónskáld. Allt frá Sandi
norður til blómlegra
byggða Borgarfjarðar
fylgdu alþýðumenn í fót-
spor menntamanna.
Þá skal ekki gleyma
sigrum í sjálfstæðisbar-
áttu, Ungmennafélags-,
Samvinnuhreyfingu og
vexti fræða í öflugu
skólakerfi en mér er efst
í huga gróskan í orðlist-
inni. Aldrei síðan á ritun-
artíma íslendingasagna
hafði hróður okkar orðið
meiri á þeirri braut. En
eftir aðfallið hefst útfall.
Heimsstyrjöldin breytti
öllu.
Fyrstu fráhvarfsein-
kennin voru eftirsókn í
stórfenginn fjárgróða,
stórveldadekur og sið-
ferðileg sljóvgun. Brott-
felling stuðla og ríms í
ljóðagerð hófst með
áhlaupi og þegar svo
jarðgrónum     undir-
stöðum í menningarhefð
þjóða er tundrað hlaut
fleira að fylgja á eftir: í
kjölfarið fylgdi andleg
lægð og undansláttur í
hverju vígi. Siðferðileg
upplausn upp úr stríðs-
gróða og hernámi gat af
sér eftirsókn eftir fánýti
og síðan beina dýrkun
Ijótleika. Hin síðari ár
kemur þetta best í ljós í
svokölluðum skemmti-
iðnaði í myndum og máli
þar sem vanviska og ógeð
ná einna hæst.
Ágætt dæmi um menn-
ingarlegt fráhvarf okkar
tíma er dægurtónlistin og
flytjendur hennar verða:
að vera í samræmi við
inntak efnisins. Þeirmála
sig því í stíl við hugmynd-
ir manna um óvættir and-
skota, tónar eru laglínu-
laus hávaði, fluttur með
tilbúnum hræfuglarómi,
orðin afskræmilegt klúð-
ur kláms, flónsku og fár-
ánleika þar sem öll vits-
munamerki og fegurðar-
boð eru útlæg ger.
Öll hin mikla tækni
sem hefði átt að leiða
okkur hraðar fram á
þroskabraut er tvíeggjuð
og  reynist  háskaleg  í
höndum þeirra er skortir
siðferðilegan þroska.
Dæmin blasa hvarvetna
við. Fjölmiðlar eiga hér
mikla sök, eindum með
útbreiðslu hins lítilsiglda
vegna þeirrar nútíma
verslunaráráttu að ganga
alltaf niður til hins lága í
stað þess að reyna að
draga það upp til sín á
hærra svið. Maður þorir
varla að opna útvarp og
sjónvarp af ótta við sál-
myrðandi úrfelli.
J?jóð sem gengur bæði
á sviði stjórnarfarslegs
öngþveitis og menning-
arlegs flótta jafnhratt
aftur á bak og við nú á
ekki langt eftir í hrapið
fram af svarta bakkan-
um."
Framtak
heimamanna
þarf til
Iðnþróunarnefnd fyrir
Eyjafjarðarsvæðið hefur
nýverið skilað mikilli
skýrslu um hugsanlega
iðnþróun, eins og skýrt
hefur verið frá í blöðum.
Helgi Guðmundsson er
formaður nefndarinnar.
í síðustu viku birti Morg-
unblaðið viðtal við
Helga. Hann var m.a.
spurður hver væri afstaða
nefndarinnar til orku-
freks iðnaðar. Helgi
svaraði:
„Deilur hafa verið
uppi um slíkt - og eru
sjálfsagt enn. En nefndin
varð sammála um að
bygging orkufreks iðn-
fyrirtækis, sem veita
myndi 200-250 manns at-
vinnu, væri af þeirri
stærðargráðu, að ekki
þyrfti að koma til umtals-
verðrar röskunar á at-
vinnulífi né skaðleg áhrif
yrðu á atvinnurekstur
sem fyrir er. Þvert á
móti, nefndin telur að
þegar fyrir liggja athug-
anir er varða veðurfar og
mengunarhættu, þá sé
ástæða til að gera upp
málið í heild. Fjölmenni
byggðar er slíkt á svæð-
inu, að við teljum að
ekki þurfi að koma til
verulegrar eða umtals-
verðrar byggðaröskunar
af völdum stóriðjuvers.
Við   leggjum   mikla
áherslu á að sveitarfélög
á svæðinu afli nægra upp-
Iýsinga sem fyrst um
þessi mál og kynni þær
fyrir almenningi. Til ým-
issa pólitískra atriða
varðandi stóriðju, svo
sem eignaraðild útlend-
inga og fleira, tekur
nefndin ekki afstöðu,
enda liggur fyrir að
nefndarmenn hafa þar
mismunandi skoðanir."
- Hvað gerist nú næst
eftir útkomu þessarar
skýrslu?
„Ja, það er nú ekki
okkar verk að segja til
um það, en ég tel, að nú
ættu atvinnumálanefnd-
ir, iðnþróunarfélagið og
aðrir aðilar, sem skýrslan
varðar, að taka upp til-
lögur okkar og ábending-
ar og hrinda sem fyrst
sem mestu af þeim í
framkvæmd. Eg vil
leggja sérstaka áherslu á
það, að til þess að nokkur
iðnþróun geti átt sér stað
á svæðinu þarf tvennt til.
í fyrsta lagi, að iðnaði
almennt í landi sé búinn
eðlileg vaxtarskilyrði til
eðlilegrar þróunar. í
öðru Tagi, og ekki síður
mikilvægt, raunargrund-
vallaratriði, að heima-
menn sjálfir séu reiðu-
búnir til að kosta til þess
fjármunum og vinnu.
Það er lykilatriði. Sama
væri þótt við sem í þessari
nefnd unnum, hefðum
skilað 1.000 blaðsíðna
skýrslu og komið með
enn fleiri og ítarlegri til-
lögur, ef framtak heima-
manna er ekki fyrir
hendi, þá er slík athugun
tilgangslaus.
Ég vil biðja framtaks-
sama aðila á Eyjafjarðar-
svæðinu - raunar íbúa
alla - að líta nú upp úr
svartnættishugsunar-
hættinum, sem einkennt
hefur umræðu um at-
vinnumál um of á síðustu
tímum, líta upp og huga
að þeim möguleikum
sém fyrir hendi eru. Þeir
eru miklir ef menn gefa
þeim gaum. íbúar þessa
lands hafa áður þurft að
ganga í gegnum kreppu-
ástand og komist frá því.
Það verður verkefni okk-
ar á næstunni að vinna að
slíku á Eyjafjarðarsvæð-
inu."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24