Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1983 á vettvangi dagsins .w-v r Ekki játast undir forræði ■ Þjóðviljinn reynir að gera sér mat úr því að Andrés Kristjánsson hártogaði orð Steingríms Hermannssonar í erindi sínu um daginn og veginn 11. júlí. Andrés tók til orða á þennan hátt: „Mér þótti það óþarfi af talsmanni sjálfstæðrar íslenskrar þjóðar í eyru gestsins, að lýsa yfir fyrir hönd þjóðar- innar - og raunar alls hins frjálsa heims, að vænst væri forystu Bandaríkjanna í mikilvægum sameiginlegum málefnum sjálfstæðra vinaþjóða og heimsins alls. - Sjálfstæð þjóð, þótt lítil sé, má ekki gleyma sér svo í návist góðs og voldugs gests að hún lýsi yfir vilja til að lúta forræði hans í málefnum hver sem þau eru.“ Tilefni þessara ummæla mun vera það að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra lauk ræðu svo: „Herra varaforseti. Ég er þess fullviss, að ég mæli fyrir {slendinga alla, þegar ég legg áherslu á von okkar um að úr vopnabúnaði dragi um heim allan, svo engir þurfi að búa í ótta við hernaðar- árásir, svo ekki sé minnst á tortímingu á heimsmælikvarða. í þessu efni væntir hinn frjálsi heimur forystu Bandaríkjanna." Hér er ekki verið að játast undir neitt forræði. Hér er um að ræða skilyrt fylgi við stefnu Bandaríkjanna þar sem fylgið er bundið því að unnið sé að afvopnun. Hér var gestinum sagt kurteislega og ákveðið að fylgi íslendinga við stefnu Bandaríkjanna sé bundið því skilyrði, að stefnt sé að því „að draga úr vopna- búnaði um heim allan.“ Það er óralangt frá því að játast undir forræði. Svo mætti leiða hugann að því hvort eðlilegt væri að íslenskur stjómmála- maður talaði við mestu herveldi heims um forystu íslendinga í afvopnunarmál- um. Auðvitað gætum við mótmælt öllum hervömum hér á landi, en mjög eru skoðanir skiptar um það hvort það yrði nokkur afvopnun þó að sú starfsemi sem þar fer fram yrði flutt. Ætli Bandaríkin hafi ekki flestum þjóðum fremur á svonefndu vesturhveli jarðar möguleika á forystu um afvopnun? Og er þá ekki full hollusta við allan hinn frjálsa heim að leggja áherslu á að stefnt sé í þá átt? Hvað var meiri ástæða til að minna á við þessa gestakomu en einmitt að sú stefna ræður úrslitum um það, hverjir eiga samleið? H. Kr. „Við sámn þtnnan góöa gcsl aldrci sem mann, aldrei meöal fólks, Klfö i jámhulstri," sagöi Andrés mcöal annars í erindi sínu. Myndin er af Bush varaforseta í hópi öryggisvarða. Kafli úr spjalli Andrésar Kristjánssonar fyrrv. rit- stjóra um daginn og veginn í útvarpi 11. j úlí: „Þarna kraup sjálfstæðis- vitundin á bæði hné“ Við höfum nýlega fengið mikla heimsókn. Varaforseti Bandarflg- anna leit inn hjá okkur á yflrreið um mörg lönd. Við reyndum að taka honum vel svo sem sæmdi holl- vini og reiða fram það besta sem til var í kotinu. En samt var það svo, að heimsóknin minnti óþyrmilega á það sem er okkur mestur þymir í augum í lífl og daglegu fari og Ijar- Ixgast þeirri gestrisnishugsjón sem er okkur í blóð borín og innrætt af langri lífsreynslu, og fyrir bragðið hefur góð vináttuheimsókn orðið að verra en engu. Við stöndum eftir með beiskjubros, hendum háðsgaman að öllum fyrirgangin- um, Aryggisgæslunni og þeytingn- um og spyrjum með sjálfum okkur! Hvers vegna láta menn svona? Auðvitað er maðurínn í lifshættu, en það eru allir menn á hverri lausan mann. Hins vegar allt að því hetjudáð að rjúfa herkvína, brjótast gegnum vamarhulstrið. Valdamenn friðsamra þjóða verða einfaldlega að þora að hætta sjálf- um sér, láta lífshættuna ekki reka sig í jámhylki fjandskaparins, og allar þjóðir verða að gera þessa kröfu til fulltnía sinna, því að ann- ars verða þeir aldrci boðberar vin- áttunnar. Hvar var hugrekkið? Og núna eftir heimsóknina bryn- væddu hlær fólk að herskörunum sem sddu fram og aftur á bökkum Þverár með auga á hverjum fíngri, vitandi það að þrátt fyrir allt gat leyniskytta dulist f öðrum hverjum mnna og leikið sér að því að skjóta varaforsetann ef hún vildi, gott ef menn vom eklci að gæla við það f um. Fyrir hönd sjálfstæðrar þjóðar hefði verið viðkunnanlegra að orða þctta svo, að við væntum stuðnings, samvinnu og atfylgis við sameiginlegan, góðan málstað. Sjálfstæð þjóð þótt Iftil sé má ekki gleyma sér svo í návist góðs og voidugs gests að hún lýsi yfir vilja til að lúta forræði hans í málefnum hver scm þau em. Henni veitir ekki af því að halda af öllu afli, og ekki síst í orðum, í þann sjálfstæðisrétt sinn, að hún sé jafningi hvers sem er af öðmm samherjanna, hvemig sem vopnastyrk er háttað, en ekki endilcga* óskoraðrar forystu. Á- kvörðunarréttur frjálsra sam- Stöðuþjóða verður ætíð að vera op- inn og óskertur á hverri stundu til þess fela einhverjum samherjanna forystu ef þurfa þykir, en við megum ekki vænta hennar eða ætl- act til hi'nnar af é*innm pAa Er þetta rétta hug- arfarsbreytingin? ■ Okkur er sagt aö íslensk þjóð þurfi að breyta um lífsvenjur. Nú þurfi hugar- farsbreytingu sem leiði til hófs og sparn- aðar. Auk þess sem slíkt er fjárhagsleg nauðsyn gæti það verið leið til hollari lifnaðarhátta. Þegar svona stendur á taka nokkrir framtakssamir menn sig saman um það að taka á leigu útlend skemmtitæki, svokallað Tívolí. Þeir gera sér grein fyrir því að það muni kosta 8 milljónir króna. En þá langar til að gleðja börnin í Reykjavík og þeim finnst ekkert álitamál að bæta þessum 8 milljónum við útlát bamafjölskyldna í Reykjavík. Hvort þeir hafa gert sér vonir um einhvern afgang fyrir sjálfa sig er ekki vitað. Nú er talað um samdrátt og í því sambandi er minnst á ýmislegt sem nálgast neyðarráðstafanir, svo sem skert námslán og takmarkaða þjónustu við heilsugæslu og heilbrigðismál. Þá finnst okkur sumum að þessar 8 milljónir til að „skemmta börnunum" orki tvímælis. Því bregður okkur í brún þegar fjármála ráðherrann verður stuðningsmaður þess- arar tilraunar eða lætur ríkissjóð styðja hana með eftirgjöf lögbundinna gjalda. Er þetta þá í samræmi við þá breytingu á hugarfari og lífsvenjum sem ríkisstjórn íslands óskar eftir. Sá spyr sem ekki veit. En sé það svona hugarfarsbreyting sem ríkisstjórnin vill þarf ég umhugsunar- frest. ■ Gamall bær frá Hlésey með marhálmsþaki og forn vindmylla Marhálmsþök og vindmyllur ■ Enn ómar mér í eyrum dynurinn í vatnsmyllunni á bernskuheimili mínu Ytri-Reistará. Myllur voru þá allvíða á bæjum (annars kvarnir) til að mala rúg í brauð og grauta. En ómalaður rúgur hætti að flytjast í stríðinu 1914- 1918. Kom þá um skeið hveiti, maísog haframél í staðinn. Vindmyllur voru algengar víða um heim þar sem stormasamt var og skortur á vatnsafli.Holland er frægt fyrir vindmyllur sínar, þurfti þar auk kornmölurnar að dæla miklu vatni. Svo rak að því að ódýr ólía varð myllunum skæður keppinautur og þeim fækkað óðum. Sums staðar er gömlum myllum haldið við vegna ferða- manna. Þær setja svip á landið, og frægar eru þær í sögunni. Fyrir allmörgum árum hækkaði olía mjög í verði eins og alkunnugt er og margir hafa fengið að kenna óþyrmi- lega á. Vindmyllur komust á dagskrá aftur. Grímseyingar hafa fengið sína, svo dæmi sé nefnt. Það eru ekki allar þjóðir svo vel á vegi staddar að eiga bæði mikið vatnsafl og jarðhita eins og við íslendingar. í Danmörku t.d. er vaxandi áhugi fyrir vindmyllum, þar er stormasamt á vesturströndinni og víðar. Myllurnar ætlaðar til rafmagns- framleiðslu. Eyjan stóra Mors á Lima- firði er gott dæmi. Vindmyllur voru þar margar fyrrum. Eitthvað um tugur eftir og framleiddu þær 2-8 þúsund kw hver í maí síðastliðnum. Og nú vilja menn meira. Tvindsamtökin hafa reist risavaxna myllu. Pantaðar hafa verið nýlega 100 vindmyllur frá Danmörku til Kaliforn- íu. Stórt mylluhverfi Það er stormasamt á Mors, vestan- vindar mjög tíðir. Enda eru þar á prjónunum áætlanir um stór vind- mylluhverfi, helst við þorpið Karby. Er ráðgert að reisa 10 myllur og á hver þeirra að geta framleitt 100 kw, eða allt myllulhverfið eitt megawatt. Hver mylla verður 25 m há og hefur 20 m vængjahaf. Það eiga að vera 125-150 m milli myllanna. Alls verður myllusvæð- ið 15 ha. Vegi þarf vitanlega að leggja að myllunum. í nágrannahéraðinu Thy eru áætluð þrjú mylluhverfi. Þök úr marhálmi. Marhálmur er eina blómjurtin sem hér vex í sjó. Þrífst á leirbotni og getur myndað stórar breiður, t.d. mikið á Breiðafirði. Álftir og kýr eru sólgnar í marhálminn. Hann er og hagnýttur sem tróð í húsgagnaiðnaði og til ein- angrunar í húsum (eða var). I Hlésey og víðar í Danmörku var marhálmur ásamt þangi notaður í húsþök, en nú mun því hætt. Árið 1952 var stór bær frá Hlésey fluttur og settur upp í „Frilandsmuseet” í Lyngby, spöl utan við Kaupmannahöfn. Þetta er einskonar Árbæjarsafn Sjálendinga og sannarlega forvitnilegt til skoðunar. Stóðst ég ekki þá freistingu. Að uppsetningu hússins vann ní- ræður öldungur, sá síðasti sem unnið hafði slíkt verk, og nokkrar konur sem á sínum tíma höfðu unnið að með- höndlun marhálmsins og þangsins við þakgerð á Hlésey. Margt fólk vann jafnan að , það þurfti að skola og vinda marhálmflækjurnar og festa við rafta og sperrur neðst í þekjunni. Mar- hálmsþekjan hékk í fyrstu þvínær til jarðar; þurfti að hafa tíma til að síga og jafna sig, verða þétt. Var að lokum skorin til og jöfnuð að neðan. Þekjan gat verið um einn metri á þykkt, þangið var einkum haft til uppfylling- ar. Á sumum stöðum, einkum útihús- um, var þakið látið vera mjög sítt, aðeins gatop fyrir dyrum og gluggum. Þak móti norðri gat enst í öld eða meir. Húsið varð hlýtt að vetri til en svalt á sumrin. Varla var hægt að slökkva ef kviknaði í svona þaki. Á Hlésey hafa verið gerð marhálmsþök í 200 ár, að því vitað er. (Heimild „Folk og Flora“). Moldargólf, hnullungagólf, trégólf Moldargólf tíðkuðust fyrr á öldum víða um lönd, Iíklega mun lengur á Islandi en hinum Norðurlöndunum. Man ég vel harðtroðin, gljáandi mold- argólf í búri og eldhúsi, en timburgólf voru þá komin í baðstofur. Á hinum skógríku Norðurlöndum komu timb- urgólf snemma til sögunnar. Tígul- steinagólf voru víðast í kirkjum og sums staðar annars staðar, t.d. í göngum og geymslum. 1 bæ fátæks verkamanns, sem varð- veittur er á Frílandssafninu í Lyngby, er gólfið lagt graníthnullungum ávölum, líkt og brimsorfnir fjörustein- ar væru. Hefur verið kalt og ónotalegt að stíga á það gólf að vetrarlagi í lítt eða óupphituðu húsi. Bót í máli var það að fólkið gekk á tréskóm. Það var víðar húskuldi en á íslandi. Tværmyndirfylgjagreininni. Önnur sýnir vindmyllu í Mollerup á Mors, myllu sem stöðugt er í gangi, en hin myndin gamla bæinn fyrrnefnda frá Hlésey, þennan sem er með marhálms- þaki. Sést vel hve sítt þakið er. Við dyrnar á gaflinum, nær það niður undir jörð. Lítil, forn vindmylla sést rétt hjá. HKr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.