Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 12
16___________ heimilistíminn ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1983 Wimtm ■ Hún er glæsileg á kafliborðinu, rúllutertan með hindberjunum. í fyllinguna er gott að hafa hindber eða jarðarber, sem hægt er að fá frosin í pökkum eða stundum jafnvel ný. Ef berin eru frosin, þá á auðvitað að láta þau þiðna vel, og síðan eru valin nokkur falleg ber úr til skrauts ofan á tertuna, en annars eru þau hrærð í hrærivél og bætt í sykri eftir smekk hvers og eins. A myndunum, sem fylgja hér með, er tekið fram, að best sé að vefja tertuna upp sem fyrst eftir bakstur, áður en hún kólnar. Tekið er fram, að - ef þarf að láta tertuna bíða eitthvað áður en hún er vafin upp, þá skuli leggja yfir hana rakan smjörpappír, þar til hún kólnar alveg. Þá er pappírinn tekinn og berja - naukinu smurt á og síðan er tertunni rúllað upp. Hér sjáum við svo myndir af rúllu- tertubakstri, sem greinilega hefur tekist vel. 1. Hrærið smjör og sykur vel saman og hrærið síðan eggin út í, eitt og eitt í einu. Blandið lyftiduftinu í hveitið og hrærið það smám saman út í með rjómanum. Setjið deigið í vel smurt aflangt form (ca 30x40 sm) sem er klætt með smurðum og hveitistráðum smjörpappír. Breiðið deigið vel og jafnt út í formið. 2. Bakið kökuna á 200 gr. hita (í miðjum bökunarofninum) í 10-15 mín. Hvolfið henni varlega úr forminu á sykurstráðan Fljótbökuð, ódýr og Ijúffeng: Rúlluterta með hindberjum — eða annarri berjasultu ■ Flestum fínnst heimabökuð rúlluterta sælgæti með kaffí eða súkkulaðidrykk. Og ekki skemmir að þeyta rjóma og setja eins og eina skeið af honum ofan á hverja sneið, um leið og tertan er fram borin. Þá er líka hægt að nota tertuna sem eftirmat. Hér sjáum við hvernig sérfræðingur fer að því að baka fyrsta flokks rúllutertu. Við skulum reyna að fara eins að. Til bakstursins þart': 150 g hveiti 150 g smjör eöa smjörlíki 1 tsk lyftiduft 125 g sykur 3 msk rjómi eða mjólk 3 egg pappír (smjörpappír) og takið strax smjörpappírinn af, áður en kakan kólnar. 3. Hindberin eiga að bíða tilbúin og hrærð með sykri. Berjamaukinu er smurt á kökuna. (Góð sulta gerir sama gagn). Nú er tertunm rúllað varlega- en' þó hratt - saman. Pappírinn sem er undir kökunni er notaður til hjálpar. leggið tertuna þannig að samskeytin snúi. niður. Best er að skera ekki af henni fyrr en hún hefur fengið ttma til að kólna. Verði ykkur að góðu! ■ Lambasneiðar með osti. Glóðaðar lambasneiðar með osti Hollustuvernd ríkisins: Varar við hættu- legum olíuvörum ■ Hollustuvernd ríkisins hefur, að gefnu tilefni vakið athygli á því, að nú eru á ntarkaði víða um land lampaolíur, fallegar á lit og gefa frá sér sérstakan ilm. Þess vegna hefur það gerst að börn hafa í óvitaskap drukkið af þessu, en stór- hættuleg efni eru í olíum. Dæmi eru til þess, að börn, sem drukkið hafa slíka olíu, hafi veikst alvarlega og komist í lífshættu. Einnig vekur Hollustuvemdin athygli á ákveðinni tegund uppkveikju-vökva, sem notaður er við glóðarsteikingu á mat. Grillvökvinn er varasamur og þarf að aðgæta það, að farið sé með hann eftir settum reglum, uppgefnum á brús- anum. Hollustuvernd ríkisins hefur óskað eftir því, að heilbrigðiseftirlit og/eða heilbrigðisnefndir fylgist með því að umrædd vörutegund, og aðrar þess hátt- ar vörur, séu ekki á boðstólum nema þá merktar í samræmi við gildandi lög og reglur. ■ Þessi brúsi með uppkveikju-vökva, eða grillolíu, sem var til sölu á bcnsínstöö var vel merktur á íslensku, og sagt fyrir um hvernig skyldi nota vökvann. ■ Nú er einmitt tíminn til að grilla úti, eða eftir árstímanum ætti svo að vera. Við birtum hér á síðunni viðvaranir frá Hollustuvernd ríkisins vegna lampaolíu, sem valdið hefur eitrun, og sömuleiðis aðvörun til fólks, um að fara að við uppkveikju í útigrillum. Lesa vel leið- beiningar á kveikivökva og fara vel eftir þeim. Hérna komum við svo með eina uppskrift af glóðuðu lambakjöti: 6 snciðar úr framhrygg 2 msk brætt smjör 1 tsk salt V» tsk pipar 1 msk kínversk soja 1. Þíðið upp kjötið 2. Blandið saman smjöri, salti, pipar og kínverskri soju og penslið kjötið með blöndunni. 3. Glóðarsteikið kjötið (nota máglóðar- ofn, mínútuglóð eða útigrill). 4. Skerið ostinn í sneiðar og leggið þær ofan á kjötið um leið og því er raðað á fat. Borið fram með kartöflum og hrá- salati. Góð ráð við gióðarsteikingu Áður en eldur er kveiktur er grindin fjarlægð. Kolunum er raðað í uppmjóan haug, hella skal varlega kveikivökva yfir, eða nota fast kveikiefni. Aldrei skal hella hreinsivökva, spritti eða öðru eld- fimu yfir brennandi viðarkol, jafnvel þótt virðist útdautt í þeim. Það getur verið stórhættulegt. Kveikja skal í kolunum 30-40 mín. áður en glóðun hefst. Þá eru þau orðin gegnheit og þakin Ijósri ösku. Aldrei skal glóða yfir rauðglóandi kolum. Þá þornar kjötið um of. Gott er að setja kryddjurtir og viðargreinar á glóðirnar í lokin. Hvort tveggja gefur sérstakt bragð. Við glóðun þarf ávallt að nota hanska töng og áhald til að snúa matnum. Pensillinn á að vera skaftlangur. Gott er að segja grillaðan mat á viðarbretti með rennum fyrir safann, svo dýrmætur saf- inn fari ekki til spillis. Tvíyddur gaffall og beittur hnífur eru svo hvort tveggja nauðsynleg áhöld. Fljótlegt og auðvelt er að glóða smærri kjötstykki yfir útiglóðum eða í ofni, en þeir sem hafa reynslu og æfingu í því að grilla mat geta með góðum árangri glóðað stór kjötstykki. Góður hiti verður að vera fyrst á kjötinu, til að loka holum í ysta laginu, svo kjötið verði allt safaríkt. Síðan er gott að hækka grindina, ef hægt er, eða reyna að hafa minni hita svo kjötið ofþorni ekki. Fyrir glóðun er kjötið hvorki barið né saltað. Þá missir það oft mikinn vökva og verður of þurrt. Best er að láta kjötið liggja í kryddlegi í nokkrar klukkustund- ir fyrir glóðun. Penslið kjötið a.m.k. með olíu. Aldrei skal setja á glóðir kjöt,. sem var að koma úr kæliskáp. Þíða má djúpfryst kjöt í kryddlegi. Eftir glóðun skal geyma kjötið á heitum stað í ca. 10 mín. þá dreifist safinn um kjötið. Erfitt er að nefna ákveðinn glóðunartíma, en gott er að nota kjöthitamæli. Svínalæri er fullglóð- að vð 85° en nautabógur við 80°, naut- avöðvi við 60° og kálfavöðvi við 75°. Ef kjötið hefur legið í kryddlegi, þá verður að þerra það vel með eldhúspapp- ír áður en glóðun hefst,: en síðan er gott að pensla kjötið með olíu eða kryddlegi aftur, svona stundarfjórðungi áður en kjötið er fullgrillað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.