Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Opiö virka daga
9-19.
Laugardaga 10-16
HEDD
Skemmuveg> 20 Kopavogi
SlftUf (91)7-75 51 & 7 B0 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ÁRMULA3 SlMl 81411
M
-abriel
pHÖGGDEYFAR
UQJvarahlutir .SSSSf'
36. Evrópumótid í bridge ÍWiesbaden 1983
ISlf NDINGAR TEKNIR A BEIN-
IÐ AF BELLADONNA OG GAROZZO
¦ íslenska liðinu gekk ekki vel
í fyrstu þrem leikjum sínum á
Evrópumótinu í bridge. í fyrstu
umferðinni tapaði liðið fyrir
Bretum, 3-17; í annari umferð
tapaði liðið fyrir Tyrkjum 7-13
og í þriðju umferð spiluðu ís-
lendingar við ítalíu og þurftu að
draga 3 stig frá inneign sinni en
ítalía fékk 20 stig.
Mótið hófst á laugardag með
glæsilegri setningarhátíð sem
endaði á stóreflis flugeldasýn-
ingu. Spilamennskan hófst síðan
á sunnudag en þá voru spilaðar
tvær umferðir. í gær voru aftur
spilaðir tveir leikir, við ítalíu og
Frakkland, en úrslitin í leiknum
við Frakkland höfðu ekki borist
þegar blaðið fór í prentun.
Að sögn Guðmundar Péturs-
sonar fyrirliða liðsins er næstum
ólíft í Wiesbaden sökum hita og
var talið að hitinn komist í 40 stig
þegarverst er. Engin loftræsting
er á hótelinu sém iiðið býr á og
ekki heldur á spilastaðnum en
þar bjargar nokkru hvað hátt er
til lofts í spilasalnum. Guðmund-
ur sagði að jafnvel ítatirnir
kveinkuðu sér vegna hitans.
Guðmundur sagði að fyrsti
dagurinn hefði verið nokkuð
dæmigerður fyrir fslendinga á
Evrópumóti; hann væri yfirleitt
slakur. Jón Baldursson og Sævar
Þorbjörnsson spiluðu fyrri hálf-
leik á móti Bretum en Jón Ás-
björnsson og Símon Símonarson
komu í seinni hálfleik fyrir
GuðmUnd og Þórarin. Jón og
Símon og Jón og Sævar spiluðu
síðan allan leikinn á móti
Tyrkjum.
íialía sendir nú sitt alsterkasta
lið á mótið með heimsmeistarana
margföldu Belladonna og Gar-
ozzo í fararbroddi. Þeir spiluðu
fyrri hálfleikinn í opna salnum á
móti Jóni og Símoni og Guð-
mundur sagði að þeir hefðu setið
rólegir og tekið á móti stigunum
sínum. íslendingarnir börðust
eins og þeir gátu en þetta var
•einn af þeim leikjum þar sem allt
var dæmt til aðmistakast. Staðan
í hálfleik var 18-72 fyrir ítalíu og
þá fóru Belladonna og Garozzo
útaf og létu Franco og DeFalco
sjá um að halda fengnum hlut.
¦  Gömlu refirnir frá ítalíu, Giorgio Belladonna og Beníto Garozzo,
fóru ill'j með íslenska landsliöið í gær á Evrópumótinu í Wiesbaden.
Mosca og Lauria spiluðu allan
leikinn fyrir ítalíu. Guðmundur
og Þórarinn spiluðu allan leikinn
fyrir ísland en Jón og Sævar
komu í seinni hálfleikinn.
. í gærkvöldi spilaði ísland við
Frakkland en að sögn Guðmund-
ar Péturssonar hefur franska lið-
ið spilað mjög vel fyrstu þrjá
leikina. Úrslitin í leiknum verða
að bíða birtingar í Tímanum til
morguns.
Staðan á mótinu eftir 3 um-
ferðir er sú að Spánn er f fyrsta
sæti með 52,5 stig, Frakkland í
öðru með 52 stig, Belgía í þriðja
með 46,5 stig og ítalía í fjórða
með 46 stig.
-GSH
7T
ÞETTA VAR HEIL-
MIKIL SPRENGING"
— Breskt tundurduf I f rá styrjaldarárunum
sprengt á Landeyjarsandi í gær:
¦  „Þetta var heilmikil spreng-'
ing og það myndaðist líklega um
2ja metra djúpur og 6 metra
breiður gígur eftir hana", sagði
Sveinn ísleifsson lögreglumaður
á Hvolsvelli í samtali við Tímann
Bráðkvaddur
í trillubát
¦ Maður lést um borð í trillu-
bát rétt fyrir utan Reykjavfkur-
höfn f gær morgun. Maðurinn
var einn í bátnum. Trillubátur-
inn sást á hringsóli í gærmorgun
og þar sem hann var greinilega
stjórnlaus var hafnsögumanni
gert viðvart. Þegar hann kom
um borð í bátinn fannst maður-
inn látinn. Að sögn rannsoknar-
lögreglunnar bendir allt til þess
að maðurinn hafi órðið bráð-
kvaddur.
-GSH
en hann var viðstaddur þegar
breskt tundurdufl var sprengt á
Landeyjarsandi í gær.
Tundurduflið, sem er frá
seinni heimsstyrjöld, kom í
trollið hjá Hásteini ÁR 8 þar
sem báturinn var að Humarveið-
um skammt frá Geirfugladrangi.
Sprengihleðsla duflsins var enn
virk þó kveikiútbúnaður væri
ónýtur en samkvæmt upplýsingum
frá Landhelgisgæslunni er talið
að duflið hafi verið skotið í kaf á
sínum tíma og síðan legið á
sjávarbotni þar til það kom í
humartrollið.
Hásteinn kom með duflið til
Vestmannaeyja um kl. 8 í gær-
morgun og þá var Landhelgis-
gæslunni gert viðvart. Lögreglan
á Hvolsvelli var síðan beðin um
að velja stað á Landeyjarsandi
til að sprengja duflið á þar sem
ekki var talið hættandi á að
sprengja það í Vestmanna-
eyjum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
flutti duflið síðan á Krosssand og
þar var duflið sprengt rétt eftir
kl. 13.00 af Gylfa Geirssyni sem
er einn af sprengjusérfræðingum i
Landhelgisgæslunnar.
Talið er að þó nokkuð sé til í
sjónum hér við land af svona
tundurduflum frá stríðsárunum
sem enn hafa virka sprengi-
hleðslu.
-GSH
Fallhlífastökkslysið f Grimsey:
Oryggisbún-
aður í lagi
¦ Rannsóknarlögreglan á Ak-
ureyri, sem unnið hefur að rann-
sókn á fallhlffarstökksslysinu í
Grímsey, hefur ekkert fundtð
sem telja má beina orsök þess að
Rosemarie Abelson le'nti eftir
failhlífarstökk í hamrabeltinu á
austurhiíð Grímseyjar og lét við
þaðlífið.
Að sögn Ófeigs Baldurssonar
rannsóknariögregluraanns á Ak-
ureyri vírðist allurðryggisútbún-
aður stökkvarannahafa verið í
lagi og fallhlíf konunnar einnig.
Ófeigur sagði að það hefði verið
alfarið ákvörðun stökkvaranna
sjáifra hvenær stokkið var úr
vélinni en það hafi síðar komið í
ljós að stökkstaðurinn var ekki
aiyeg réttur miðað við vindátt.
Það hafi að vísu verið erfitt að
gera sér grein fyrir þvt' f þessari
hæð, um 14500 fet, og einnighafi
smá goluhnútar getað haft sín
áhrif. Samt átti ekki að vera nein
hætta á ferðum vegna þessa því
fallhiífastökkvararnir voru allir
atvinnumenn og þvf átt að geta
stjómað sér til lendingar á örugg-
um stað. Þeir voru ailir með
björgunarbelti ef þeir skyldu
lenda í sjónum og auk þess var
bátur til taks til að taka þá upp.
-GSH
Bannað að veiða þann gula í viku
¦ Sjávarútvegsráðuneytið hef-
ur gefið út reglugerð um bann
við þorskveiðum tímabilið frá og
með 24. júlí til 2. ágúst næst
komandi.
Bann þetta tekur til allra
veiða,  annarra  en  togveiða
skipa, er falla undir skrapdaga-
kerfið og línu og handfærabáta,
sem eru 12 rúmlestir og minni.
Það að þorskveiðar eru bann-
aðar þýðir, að hlutfall þorsks í
heildarafla hverrar veiðiferðar
má ekki vera meira en 15%.
dropar
Innflutningur
í Hafnarfjörð
¦ í nýjasta hefti Frjálsrar
verslunar er frá því sagt að
nýlega hafi fyrirtækið Dvergur
hl'. í Hafnarfirði tekið að sér
vöruafgreiðslu fyrir Flugfrakt
Flugleiða, og einnig vöruaf-
greiðslu fyrir Hafskip, þ.e.a.s.
geymslu og afhendingu á inn-
fluttum vörum. „Hefur þessi
starfsemi Dvergs farið ört vax-
andi, ekki vegna mikils inn-
flutnings hafnfirskru fyrirtækja,
heldur vegna þess að sífellt
fleiri innflutningsaðilar beina
innflutningi sínum um Hafn-
arfjörð.
Eru þeir þannig að flýja
yfirráðasvæði Tollstjórans í
Reykjavík," segir ¦' Frjálsri
verslun, „en pappírsbákn em-
bættisins er orðið þvílíkt að
viðskiptavinir þess eyða orðið
meira í tíma í að leysa út vörur
en að selja þær. Á meðan
herskarar Tollstjórans taka sér
iðulega tvo til þrjá daga til að
fjatla með innflutningsskjöl
tekur afgreiðsla þeirra aðeins
um eina klukkustund hjá fóget-
anum í Hafnarfirði. Það er
orðið atriði til að standast sam-
keppni að fá vörumar heim um
Hafnarfjörð."
Til hvers var
græna hliðið?
¦ En það er fleira athygl-
isvert sem fram kemur í Frjálsri
verslun, eins og meðfylgjandi
greinaistúfúr ber með sén „I'yr-
ir nokkrum úruiu fetaði toilur-
inn á KeflavíkurflugveUi í fót-
spor tollgæslu í öðrum Evrópu-
löndum og tók upp svokallað
grænt hlið til að flýta fyrir
afgreiðslu farþega, sem voru
að koma til landsins án toll-
skylds varnings og væntanlega
til að spara mannskap. Nú
virðist sem tilgangur græna
hliðsins sé löngu gleymdur hafi
hann á annað borð nokkurn
tíma verið Ijós yfirmönnum
tollgæslunnar. Flestirheiðvirð-
ir borgarar, sem vanir eru að
ganga hindrunarlaust um græn
hlið á flugvöUum nágranna-
landanna eru hér meðhöndlað-
ir eins og grunaðir glæpamemt.
Sjaldan sleppa menn hér í gegn
án þess að vera spurðir spum-
inga og flestir eru niðurlægðir
af tollvörðum, sem telja sig
vera að gæta almannaheiUa
með því að kássast ofan í
Fríhafnarpokum og öðram far-
angri. Og að hverju er verið að
leita? Þrjú hundmð króna
brennivínsflösku og ósoðnu
kjöti undir því yflrskyni að það
geti komið drepsótt í roUu
norður í landi. A meðan toU-
þjónustan á Kefiavtkurflug-
vt'Ili þarf fjóra tíl fimm toU-
verði í græna hliðið íil að
afgreiða 200 farþega þurfa toU-
gæslunnar á Kastmp og Heat-
hrow þrjá menn tíl að afgreiða
10 þús. farþega. Þaraa er Uður
sem þú getur skorið niður
Albert!", segja þeir á Frjálsri
verslun.
Krutnmi
...er yfir sig hissa á íbúuni þeim
í Breiðholtinu, sem köUuðu á
kúrekasveit lögreglunnar tíl að
reka T-bónin og fflein úr görð-
um sínuni, eins og verðhækk-
anirnar hafa verið að uiidiiii-
förau...!           §^;
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24