Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.08.1983, Blaðsíða 12
'I < ÍIIIili SUNNUDAGUR 21. AGUST 1983 SUNNUDAGUR 21. ÁÓÚST 1983 FRA OMUNATIÐ HAFA ÝMIS DÝR VERIÐ KENND SÉRSTÖKUM EIGIN- LEIKUM EÐA MERKI- LEGUM HÆFILEIKUM SEM BEST HEFUR KOMIÐ FRAM í FORNUM DÆMISÖGUM OG ÆVINTÝRUM SEM ALL- IR KANNAST VIÐ. ÞANNIG ER REFURINN GÆDDUR KÆNSKU ÞORPARANS, LJÓNIÐ HUGDIRFSKU HERKONUNGSINS, SNÁK- URINN TUNGU SVIKARANS OG KÖTTURINN SAMVISKULIPURÐ HINS KÆNA DIPLÓMATA. EN EKKERT DÝR HEFUR FENGIÐ Á SIG JAFN MIKIÐ ORÐ FYRIR VITSMUNI OG UGLAN, - MEIRA AÐ SEGJA ER HÚN OFT GERÐ- UR SPEKINGUR AÐ VITI í SUMUM ÆVINTÝRUM. ÞÓ ER HENNILÝST SEM ÁKAF- LEGA DRAMBLÁTUM FUGLI OG HÉGÓMLEGUM í SUMUM SÖGUM OG VERÐUR HENNI ÞÁ GJARNA HÁLT Á ÞVÍ, ENDA DRAMB FALLI NÆST. AUÐVITAÐ ER ÞAÐ HIN ALVÖRUÞRUNGNA ÁSJÓNA UGLUNNAR, ÞUNGLYNDISLEGT OG STRANGT AUGNARÁÐIÐ ÁSAMT KYRRLÁTU FASI HENNAR ÞAR SEM HÚN SITUR í EINHVERJUM HÁUM STAÐ, SEM ER SKÝRINGIN Á ÞESSU ÖLLU SAMAN. NEI, ÞAÐ ER EKKI UNDARLEGT AÐ HÚN ER LÁTIN VERA DÓMARI í DEILUMÁLUM DÝRANNA OG TEKUR SIG PRÝÐI- LEGA ÚT MEÐ BÓK OG GLERAUGU. ER HÚN EKKI í SKJALDARMERKI LÆR- DÓMSSETURS ÞEIRRA NORÐANMANNA, MENNTASKÓLANS Á AK- UREYRI? Ævar Pelersen. Hér á íslandi verpir ekki nema ein uglutegund, branduglan, og hún lætur ekki mikið á sér bera og þeir eru líklega fáir sem nokkru sinni hafa séð henni bregða fyrir úti í náttúrunni. Stofninn er heldur ekki stór að mati fuglafræðinga. Þó varð vart við þessa uglu meira á síðasta ári en löngum áður, því þá bárust Náttúrufræðistofnun íslands margar ábendingar frá fólki sem varð vart við uglur og brátt varð Ijóst af hverju þetta stafaði. Við Helgar-Tímamenn fórum og ræddum við Ævar Petersen hjá Náttúrufræðistofnun um þetta fyrirbæri og gripum tækifærið til þess að spyrja hann um ýmislegt annað sem uglur varðar í leiðinni. „Nú, það er þá kannski rétt að fara fyrst fáeinum orðum um þessa einu uglutegund sem hér verpir, brand- ugluna," segir Ævar Petersen, „Brand- uglan, sem á fræðimálinu heitir „Asio Flammeus" er fremur nýr landnemi meðal íslenskra fugla, því fyrsta hreiðrið er talið hafa fundist árið 1912 í Vetleifs- holtshverfi í Holtum á Suðurlandi. Snæ- ugla varp einnig hérlendis til skamms tíma, en hreiður hennar hafa ekki fund- ist seinasta aldarfjórðung, svo vitað sé. Branduglunnar fór þó ekki að gæta hér að ráði sem varpfugls fyrr en á áratugnum 1920-1930, en nú á tímum er hún varpfugl á láglendi um land allt. Víðast verpa þær strjált, eru algengastar í Borgarfirði vestra, í Eyjafirði og í ÞLngeyjarsýslum. Þó er langt frá því að varpútbreiðslan sé nægilega vel þekkt. Því eru allar ábendingar og upplýsingar sem lesendur geta veitt með þökkum þegnar. Branduglur voru þekktar sem flæk- ingar á íslandi, áður en þær fundust með hreiður og líklega hafa þær orpið hér við og við, þótt hreiður hafi ekki fundist fyrr en 1912. Má álykta að slíkt flakk eigi sér stað enn þann dag í dag, þótt engin brandugla merkt erlendis hafi náðst hér á landi. Erlendar branduglur þekkjast ekki á' annan hátt frá þeim íslensku, þar sem litur og önnur útlitseinkenni eru svipuð. “ Þegar á tímum Eggerts Ólafssonar er minnst á unglur sem flækinga hér á landi, þótt biskup nokkur Pontoppidan að nafni sem nokkru fyrr fór hér um segði að hér fyndust engar uglur.“ En nú varð vart við óvenjumargar uglur hér árið 1982? „Já, þessi „ganga“ kom okkurmjög á óvart. Eins og áður segir er erfitt að gera greinarmun á íslenskum og erlendum branduglum, því þær líta nær eins út og því urðum við að ráða í það eftir öðrum leiðum hvernig á þessu stóð. ■ Ekki er ofsögum sagt af alvarlegu yfirbragði uglunnar, enda er hún sögð djúpvitur, hvort sem satt er eða ekki. En á það ekki við um margan manninn líka... Á um tveimur vikum 1982 fengum við óvenju mikið af tilkynningum um brand- uglur, sem settust á skip í kring um ísland og væri það ekki eðlilegt ástand, hefði verið um íslenskar branduglur að ræða. Á þessum tíma hafði átt verið austlæg f alllangan tíma og í öðru lagi henti þetta einmitt þegar branduglur frá Skandinavíu eru í farflugi á leið til suðlægari landa. Við þessi skilyrði hefur fuglana hrakið hingað til lands í all miklum mæli. Slíkt hefur vafalaust gerst oftar en í þetta sinn. Þar mun skýringin komin á þeim flækingum sem hér sáust áður en þessi tegund byrjaði að verpa hér. Þareð branduglur verpa á íslandi, þarf hins vegar mikinn fjölda af fuglum til þess að svona „ganga“ fáist greind, svo ekki er víst að menn hafi alltaf orðið varir við svipaðar og minni göngur áður.“ Er mikið um þessa uglutegund í Skandi- naviu? „Já, og í fyrra var einmitt mjög gott varp í Skandinavíu og mikið af ungum. Því var mikið af branduglum á ferðinni, þegar hausta tók. Þetta tvennt, austlægir vindar og mikill fjöldi af uglum á ferðinni á sama tíma, varð svo til þess að við urðum hér varir við mikinn fjölda af þessum fuglum. „Já, margar þeirra settust á skip úti og á flugi sýnast þær því mjög miklar. Þó ber þess að geta að mikið af stæröinni er fiður og undir fiðrinu er kroppurinn á uglum ekki svo stór. En svo eru líka til mjög litlar uglur, t.d. „skopuglan", en hún hefur kontið hingað nokkrum sinnum sem flækingur. Hún er aðeins 15 sentintetrar á stærð." Mörgum mun þykja skrýtið að snæugl- an skuli ekki verpa hér lengur? „Já, einkum þar sem snæuglur verpa talsvert sunnar en ísland, en fyrir 10-12 árum tóku þær að verpa á Hjaltlands- eyjum. Eins og áður er vikið að þá urpu snæuglur hér í nokkra áratugi á þessari öld, en hreiður hefur svo ekki fundist í ein 25 ár. Þó sjást þær hér árlega og eru það einkum stakir fuglar en ekki pör og er þarna líklega um ungfuglá að ræða sem komnir eru frá Grænlandi. Þetta má þekkja á litnum. Fullorðinn karlfugl snæuglu er alveg hvítur, en kvenfuglinn er hvítur með dökkum rák- um og það er ungfuglinn líka. Hjá branduglum eru ungfuglarnir ákaflega svipaðir fullorðnu fuglunum." Hve margar branduglur skyldu vcra hér á landi? „Það er ekki mjög mikið og erfitt að giska á þetta. Við vitum ekki mikið um útbreiðslu og fjölda á einstökum svæðum. Ég hugsa að varpparafjöldinn sé á bilinu 100 til 200 og er það hið allra mesta. Eggjafjöldinn er 4-7 egg, en ætíð ræður hve margir ungar komast upp. í meðalári má búast við að það verði ekki nema 3-4 ungar.“ Hvernig eru uglur í viðkynningu, - eru þær grimmar? „Já, ef menn nálgast hreiðrið. Þær renna sér þá að manni og smella með vængjunum. Ekki ráðast þær þó beinlín- is á menn, en til eru uglur sem það gera. Þannig lenti einn frægasti fuglaljósmynd- ari heims, Eric Hoski illa í þessu, en ugla réðist á hann á Spáni og náði að rífa úr honum annað augað. Þessari reynslu segir hann frá í bók sem hann skrifaði og heitir „An Eye for a Bird.“ Þannig má sjá að þær láta ekki allar hlut sinn mótþróalaust. Við þökkum Ævari Petersen spjallið og viljum koma því á framfæri til lesenda að þeir geri honum eða þeim á Náttúru- fræðistofnun aðvart, ef þeir vita um ugluvarp. Að lokum er skylt að geta hér um tímaritið „Bliki“, sem út kom í fyrsta sinn í maí sl. ogfjallar um fugla. Það var einmitt þar sem við sáum grein eftir Ævar um brandugluna, sem varð kveikj- an að þessu spjalli og auðvitað má finna í „Blika“ fjölda annarra merkilegra greina, sem bráðfróðlegt er að |esa. AM ■ Ein branduglanna, sem bárust Náttúrufræðistofnun. (Ljósmynd Ævar Petersen). fyrir ströndum íslands. Þær höfðu sest á skip milli Færeyja og íslands og margar undan norð-austurlandi, undan Vest- fjörðum, Breiðafirði og Snæfellsnesi. Einnig við Vestmannaeyjar. Nokkrum dögum áður varð mjög mikið vart við branduglur í norð-austur Skotlandi. Líka í Færeyjum, þar sem þessi ugla verpir alls ekki. Uglur munu ekki vera mjög flugþolnir fuglar og enginn veit hve margar kunna að hafa farist á leiðinni eða drepist nokkru eftir að í land kom. Það var greinilegt að uglurnar sem við fengum í hendur - þær voru sjö- voru illa á sig komnar. Uglurnar reyndust ekki vera nema um helmingurinn af þeirri þyngd sem þær ættu að vera. Má ætla að svona hópar flækingsugla verði til þess að styrkja þann stofn sem hér er fyrir? „Um þetta er dálítið erfitt að segja. Sá fjöldi brandugla sem við vitum að kom í fyrra er um það bil 30 fuglar, en það er auðvitað ekki nema brot af því sem komið hefur. Enginn veit hve marg- ar hafa farist, því ef þær hafa yfirleitt verið í sama ástandi og þær sem hingað komu, þá hafa margar drepist". Hvernig eru skilyrði fyrir ugluna hér- lendis? „Þau eru ágæt. Þetta er fugl sem ■ Ekki vitum við hverrar tegundar þeir eru ugluungamir þama á myndinni, en spekingslegir eru þeir þó. verpir talsvert norðar en ísland í Skandi- navíu, en þar verður hún líka að vera farfugl, vegna þess hve erfitt er um fæðuöflun að vetrarlagi. Hér er hins vegar þó það gott loftslag að hér getur hún allt árið náð í fæðu, smáfugla og mýs. Það er líka þekkt með branduglu, eins og fleiri uglutegundir, sem lifa á smánagdýrum, að mjög er breytilegt á milli ára hve mikið kemst upp af ungum. Það er háð því fæðumagni sem til boða stendur og ef eru svonefnd músaár, eins og þekkjast hér á landi, komast margir ungar á legg. Næsta ár geta ungar svo orðið sárafáir." Uglan mundi þá ekki gerast farfugl hérlendis? „Líklega ekki. Að vísu hefur ekki verið merkt nægilega mikið af brandugl- um hérna, til þess að þetta sé öruggt. Víst er að hér eru branduglur að vetrin- um, en spurningin er hvort hluti af stofninum fari burt að vetrinum. Okkur hefur tekist að merkja fáeina tugi en það hve fuglinn býr strjált gerir þetta að vonum örðugara. Við reynum að merkja ungana í hreiðrum en uglan verpir hér aðallega í mýrum og þar sem er lágt víðikjarr eða annað kjarrlendi. Það er hennar kjörlendi til varps.“ í ævintýrum búa uglur einkum á hlöðuloftum og í trjám? „Það eru þá einkum erlendar ugluteg- undir, til dæmis „turnuglan", sem er algeng í Evrópu. Hún er þekkt að því að setjast að á kirkjuloftum og enn eru aðrar uglur sem nátta sig í holum, til dæmis í holum trjám eða á heyloftum. Tegundir af uglum eru margar og í Evrópu eru 13 tegundir. Sumar þessara tegunda hafa flækst hingað og er ein þeirra mjög lík branduglunni sem kemur hér líklega árlega, en það er svokölluð eyrugla. Þetta er fugl sem mjög margir rugla saman við branduglu. Branduglan hefur tvær smáar fjaðrir upp úr hausn- um, sem minna á eyru. Eyruglan hefur eins og nafnið bendir til líka slíkar höfuðfjaðrir, en þær eru miklu stærri. Þetta eru annars líkir fuglar og svipaðir á stærð en standandi mælast þeir um 40 sentimetrar. Hér á landi hefur náðst eyrugla, sem merkt hafði verið í Svíþjóð.“ Hve stórar geta uglur orðið? „Erlendis finnast miklu stærri uglur en branduglan, til dæmis svokölluð „lapp- ugla“ og einnig „úfur“, en báðar eru þær geysilega stórar. Líklega geta þær orðið 70-80 sentimetrar. vængirnir éru breiðir, — Á síðasta ári barst mikill fjöldi af brand- uglum yfir hafið frá Skandinavíu til Islands, flestar hraktar og að dauða komnar. Við ræðum við Ævar Petersen um þetta fyrirbrigði og sitthvað annað sem snertir þennan leyndardóms- fulla fugl i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.