Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.11.1983, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983 4___________________________________________©ftnhm f réttir ' y; -^y <á:' ■ Séð yfír sýninguna í Listasafni íslands. Sýning á verkum Amgríms Gíslasonar málara í Listasafni ísiands: Hann nam list sfna með bréfaskriftum vid Sigurd Guð- mundsson málara ■ „Kristur birtist Maríu Magdalenu“, altaristafla í Stykkishólmskirkju. í bréfl til Benedikts á Auðnum segist Arngrímur aö mestu hafa hugsaö hana sjálfur, „þótti mér það skemmtilegra en að copiera". Myndin er frá árinu 1881. ■ „Kristur með kaleik hins nýja sáttmála í hægri hendi með upplyftri blcssandi vinstri hendi. Altaristafla í Einarsstaðakirkju í Reykjadal. Talin fyrsta tilraun Amgríms til að mála altaristöflu og að þessi tafla brúi bilið inilli mannamynda hans og altaristaflna. Tímamynd Arni Sæberg. ■ Sérstæð listsýning verður opnuð í Listasafni íslands kl. 14.00 í dag. Þar verða sýnd verk íslensks alþýðumanns, Arngríms Gíslasonar sem ýmist var kallaður Arngrímur málari, eða Arn- grímur bókbindari, en hann var fæddur 1829 og lést 1887. Dr. Kristján heitinn Eldjárn fyrrum forseti Islands hafði lengi unnið að bók um Arngrím og var því verki nærfellt lokið er dr. Kristján lést fyrir rúmu ári síðan. Sonur hans, Þórarinn tók þá við og bjó bókina til prentunar og er hún væntanleg á markaðinn á næstunni. Listasafnið kynn- ir almenningi þennan lítt þekkta lista- mann með sýningunni og heiðrar um leið minningu dr. Kristjáns, segir dr. Selma Jónsdóttir í sýningarskrá. Arngrímur Gíslason var fæddur á Skörðum í Reykjahverfi og ólst þar upp. Hann var frábitinn búskap en frábær hagleiksmaður. Skólagöngu naut hann engrar utan hins venjulega barnalær- dóms þess tíma, auk þess sem hann nam rcnnismíði og bókband. En hann hóf ungur að teikna mannamyndir og þótti. ná frábærum árangri á því sviði. Einnig hneigðist hugur hans að tónlist Upphaflega vann Arngrímur myndir sínar í svarthvítu, en upp úr 1865 byrjaði hann að mála með olíulitum á striga. Þá hafði hann vart átt þess kost að skoða aðra myndlist en altaristöflur, en kunn- áttu háði hann sér með bréfaskriftum við Sigurð Guðmundsson málara, sem leið- beindi honum bréflega og reyndist hon- um hið besta. Eru bréf Arngríms til Sigurðar varðveitt en svarbréf Sigurðar hafa orðið glatkistunni að bráð. Segja má því að Afngrímur hafi numið það sem hann nam í list sinni við bréfaskóla. Sýningin í Listasafninu sýnir einkum mannamyndir Sigurðar bæði í svart hvítu og málaðar, nokkrar útsýnismyndir og altaristöflur. Hann mun hafa gert 10 altaristöflur og eru 8 þeirra enn varð- veittar. Sumar mun hann hafa „kopier- að“ upp eftir verkum annarra, en einnig hefur hann gert töflur sem eru algerlega hans eigin verk og bera þær vitni um ótrúlegan hagleik þessa sjálfmenntaða listamanns. Á efri árum ævi sinnar bjó Arngrímur í Svarfaðardal, fyrst á Völlum þar sem tengdafaðir hans var prestur og síðar í Gullbringu sem var hjáleiga frá Tjörn. Þar byggði hann sér litla vinnustofu, sem enn stendur og er varðveitt með tilsjón Þjóðminjasafnsins. Það er fyrsta vinnu- stofa listmálara sem byggð var á íslandi. -JGK ■ Brenna Möðruvallakirju 1865. Bandarísk listsýning opnar á morg un á Kjarvalsstöðum: Sú stærsta sinnar tegundar utan Bandaríkjanna ■ Klukkan 14.00 á morgun verður opnuð á Kjarvalsstöðum yfirlitssýning á verkum yfir 80 núlifandi bandarískra handverkslistamanna. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar sem hefur verið haldin utan Bandaríkjanna og verða þar sýndir munir úr gleri, tré, leðri, textíl og ennfremur er þar sýnd keramík. „Þessi sýning hefur upp á að bjóða vandað yfirlit yfir það besta á þessu sviði í ■ Þrír bandarísku listamannanna, sem staddir eru hér á landi vegna sýningarinnar ásamt frú Pamelu S. Brement sendiherrafrú formanni stjómamefndar sýningarinnar. F.v. Cynthia Boyer, Solveig Cox, frú Brement og O’Brien. Tímamynd GE Bandaríkjunum í dag“, segir í fréttatil- kynningu um sýninguna. meðan á henni stendur mun Lloyd Herman, helsti sér- fræðingur í handverkslist í Bandaríkjun- um og forstjóri Renwick safnsins í Smithsonian Institution í Washington D.C. flytja fyrirlestra í Reykjavík og sjö af þeim listamönnum sem verk eiga á henni munu verða til staðar og halda sýnikennslu og efna til kynna við ís- lenska kollega sína. Eigendur verkanna munu gefa 10% andvirðis af seldum verkum til að koma á fót sérstökum námssjóði til styrktar íslenskum listamönnum sem vilja nema og starfa erlendis og auka samskipti ís- lenskra og bandarískra listamanna. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14.00- 22.00 til 27. nóvember. -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.