Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1983, Blaðsíða 1
Siðumuia 15-PósthóH 370 Reykjavík—Ritstjórn 86300- Auglýsingar 18300- Afgreidsla og askríft 86300 - Kvoldsímar 86387 og 86306 — segir félags- málaráðherra fsleridingaþættir fylgja bladinu í dag FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAD! Miðvikudagur 30. nóvember 1983 278. tölublað - 67. árangur x'<i ■■ ■ Tvær þyrlur eru nú í eigu íslenskra aðila. Önnur er þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRÓ °8 hin, TF FIM, er í eigu Albinu Thordarson. Báðar þyrlumar ero af sömu gerð, Hughes 500 D. Þessi mynd var tekin við Reykjavíkurflugvöll af þessum þyrlum við æflngar. Tímamynd Árni Sæberg. Álagningareglur hjá sveitarfélögum: SKATTBYRDIN TAUN AUKAST UM 800 MIUJÓNIR KR. MIIU ARA — nema útsvarsprósentan verdi lækkuð um sem næst 3% ■ Með því að lækka útsvar Reykvíkinga úr 11.88% í 11% þá er um liðlega 40% hækkun á útsvari á milli ára að ræða, en ef engu væri breytt, þá myndi útsvar hækka um 54%. Þessar upplýs- ingar fékk Tíminn í gær hjá Bolla BoUasyni, skattasérfræðingi Þjóðhagsstofnunar, og var hann beðinn um þessar og fleiri upplýs- ingar í tílefni þeirra orða Davíðs Oddssonar,borgarstjóra,að borg- arstjóro væri að framfýlgja skatta- lækkunarstefnu sinni, með því að iækka útsvar úr 11.88% í 11%. Jafnframt fékk Tíminn þær upplýsingar hjá Bolla að útsvar sveitarfélaganna þyrfti að lækka um sem nemur þremur prósentu- stigum til þess að skattbyrðin á milli ára yrði óbreytt, eða að lækka alveg niður undir 9%. Bolli sagði að það væri náttúrlega spursmál hvort menn vildu ein- ungis breyta þessu með því að breyta áiagningarprósentu útsvars, eða hvort menn vildu eitthvað breyta fasteignagjöldun- um, en ef það væri gert, þá væri ekki nauðsynlegt að lækka útsvar jafnmikið og ella, til þess að greiðslubyrðin héldist óbreytt á milli ára. Aðspurður um hve mikla fjármuni hér ræddi, ef ráðist yrði í slíka útsvarslækkun í öllum sveitarfélögum, sagði Bolli að þetta væru um 800 milljónir króna hjá sveitarfélögunum í heild. Reykjavík er með um 40% af öllum útsvörum og 40% af þess- um 800 milljónum eru 320 mill- jónir króna. Ef borgin ætlaði að láta Reykvíkinga hafa sömu skattabyrði á næsta ári og þessu, þá þyrfti borgin að gefa eftir 220 milljónir króna til viðbótar við þær 100 sem Davíð hefur þegar rætt. -AB Hringormur í þorski er stöðugt vaxandi vandamál: Áætlad ad þad kosti vinnsluna um 240 milljónir kr. á ári ■ Hringormur er stöðugt vax- andi vandamál í þorskafla okkar Islendinga og hefur tíðni hans aukist jafnt og þétt á undanförn- um árum. Nú er svo komið að frystihús á Vestfjörðum sem vinnur 2000 tonn af þorskflökum þarf að láta tína úr þeim tæplega 10 milljónir hringorma, og er kostnaður hússins við það verk tæpar 4 milljónir kr. Ef þcssar tölur eru alhæfðar að vinnslunni á öllu landinu og sú forsenda gefin að þorskaflinn verði 300 þúsund lestir og miðað við að 40% þess magns séu flök, eða 120 þús. lestir, þá er kostnaður- inn við hringormahreinsunina alls tæpar 240 milljónir kr. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali Tímans við Jón Pál Halldórsson, sem er einn af fuli- trúum Fjórðungssambands fiski- deilda á Vestfjörðum á 42. Fiski- þingi sem nú stendur yfir, en Vestfirðingar hafa töluverðar áhyggjur af hringorminum og munu leggja fram tillögu um málið á þinginu. „Það er mín skoðun að þetta ástand sé orðið mun alvarlegra en menn hafa almennt gert sér í hugarlund, og miðað við þær niðurstöður sem við höfum í höndunum erum við ef til vill komnir með sforlega sýktan fiskstofn, þannig að minnkandi vaxtarhraða þorsksins á síðustu árum megi að einhverju leyti rekja til þessara staðreynda“, sagði Jón Páll Halldórsson í samtali við Tímann, en niður- stöður þær sem hann talar um er að finna í skýrslu, sem Halldór Bernódusson á Suðureyri hefur unnið, um þróun hringorms í þorski og öðrum fiski frá árinu 1963 og til ársins í ár. -FRI -Sjá nánar á bls. 2. ■ „Leyfi til álagningar á 11 % útsvar kemur ekki til greina nema i algjörum neyðartilfell- um,“ sagði Alexander Stefáns- son, félagsmálaráðherra er hann var spurður hvort hann myndi hugsanlega veita cin- hverju svcitarfélagi lcyfi til þess að hækka útsvar úr 11% um allt að 10%, en fyrir þvi þarf leyfi félagsmálaráðherra. Félagsmálaráðherra bætir því við að hann vildi að sveitarfé- lögin hefðu áfram sitt sjálf- ræði, en hann sagðist treysta þeim til þess að haga sinni skatttöku, framkvæmdum og fjárfestingaáætlunum í sam- ræmi við stefnu ríkisstjómur- innar. Er Tíminn bar undir félags- málaráðherra útreikninga Þjóðhagsstofnunar um aðútsvar þyrfti að lækka um 3% til þess að greiðslubyröi milli ára ykist ekki, sagði Alexander: „Þetta er nú ekki á rökum byggt, og á þessu stigi málsins viljum við ekki viðurkenna þessa útreikn- inga. Ég tek með vara fullyrð- ingum Þjóðhagsslofnunar, því hana skortir enn upplýsingar. Þá er það ekki endilega þar með sagt að allar breytingar þurfi að gerast í gegnum út- svarið, heldur má einnig breyta fasteignagjöldum til dæmis með því að breyta ekki álögum. En ég legg áherslu á að ég mun ekki lögþvinga sveit- arfélög tii þess að breyta einu eða neinu, heldur fara fram á það, og ég veit að þau eru flest þannig stemmd að þau vilja haga sínum málurn í samræmi við gjaldþol sinna þegna, enda vita sveitarfélögin best hvað bjóða má þegnum sínum.“ -AB BARN FYRIR BÍL ■ Barn varð fyrir bíl við gangbraut á mótum Arnar- bakka og Eyjabakka í Breið- holti kl. rúmlega 18.00 í gær. Tildrög voru ekki að fullu Ijós í gærkvöldi.að sögn lögreglu.en barnið mun ekki hafa slasast alvarlega. Sveitarf élög fá ekki leyfi til aukaálagn- ingar á útsvar: „NEMA í ALGJÖRUM NEYÐAR- HLFELLUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.