Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1984
9
,.
á vettvangi dagsins
¦ Lengi hefur mér fundizt kirkjur
landsins bera söfnuðum sínum þögult
vitni. Snyrtilega og velhirta kirkju er
eins ánægjulegt að skoða og ömurlegt er
að koma í kirkjur sem eru í meiri eða
minni niðurníðslu.
Á s.l. hausti kom ég í tvær af þrem
kirkjum á Mýrum vestur, og sá mér til
sárrar raunar, að enn eru þær að hrörna.
Þarna eru þrjár kirkjur, í Álftanesi,
Ökrum og Álftártungu. All nokkuð er
síðan ég heyrði að þær fengju ekkert
viðhald af því að uppi væru áform um að
rífa þær allar og byggja í staðinn eina
kirkju meira miðsvæðis (við Arnarstapa
- þar sem félagsheimilið Lyngbrekka er)
Sem betur fer virðist nú hafa orðið þarna
hugarfarsbreyting, þó enn sýnist ekki
afráðið hvað gera skuli.
Allir eru þessir staðir gamlir kirkju-
og sögustaðir. Skallagrímur Kveldúlfs-
son átti bú á Álftanesi og Ökrum og í
Álftanesi var veizlan fræga sem Egill
sonur hans hans reið til í óleyfi föður
síns, sællar minninga. Þar lifði Marteinn
biskup Einarsson síðustu æviár sín og
dó þar.
í kirknaskrá Páls biskups um 1200 var
geftið um kirkju á Álftanesi.í kaþólsk-
S*<*hr
,-.,-.

Alftártungukirkja.

Jóhanna Björnsdóttir
Hvað á að verða um
kirkjur Mýramanna?
um sið  var hún helguð Maríu Guðs-
móður og þar var heimilisprestur.
Kirkjan sem þar er nú, var byggð árið
1904. Greinilega hefur verið vel til
hennar vandað - útskurður er yfir hurð
og gluggum, turninn einstæður að gerð,
sérkennilegt milliverk milli kórs og kirkju
og upphaflega málningin er enn að
innan. Enn heldur hún sínum uppruna-
lega reisulega og glæsilega svip, þó hún
sé farin að láta talsvert á sjá. Altaris-'
tófluna málaði Sigurður Guðmundsson,
málari, eftir altaristöflu Dómkirkjunnar
í Reykjavík.
Akrar eru fornt hófuðból í Hraun-
hreppi og þaðan er komin mikil ætt,
Akraætt, frá Arnóri Finnssyni, sýslu-
manni, (Laga-Nóra) sem þar bjó um
skeið.
Getið er um kirkju að Ökrum í
máldaga Sigvarðar biskups um 1250 og
var hún í kaþóskum sið helguð Maríu,
Pétri og Klemensi og þar munu hafa
setið prestar fram að siðaskiptum. Kirkj-
an sem þar er nú, er timburkirkja byggð
árið 1900.
í Álftártungu er getið kirkju í kirkna-
tali Páls biskups um 1200. Hún var í
kaþólskum sið helguð Maríu Guðsmóð-
ur. Þegar Reykjavíkurkirkja var rifin
skömmu fyrir aldamótin 1800, keypti
Álftártungubóndi timbur úr henni til
þess að byggja úr sína kirkju og mun hin
nýja Álftártungukirkja hafa fengið
skrúða og gripi úr Reykjavíkurkirkju.
Þessi kirkja stóð til 1873, en þá var hún
rifín og sama ár var byggð litla timbur-
kirkjan sem enn stendur í Álftártungu.
í lýsingu kirkjunnar segir, að hún sé
„ný að viðum og veggjum, nema norður-
veggurinn er gamall". í bréfi til biskups,
dags. 28.11. 1874, segir m.a: „Álftár-
tungukirkja er frá grundvelli nýbyggð
trékirkja úr fallínni torfkirkju". Sam-
kvæmt þessu er mjög líklegt, að enn sé
i kirkjunni viður úr hinni gömlu Reykja-
víkurkirkju. í vísitasíu frá 1907 er getið
um, að búið sé að járnklæða
Álftártungukirkju, en annars mun hún
alveg óbreytt. Hún stendur á hlöðnum
grunni og virðist verst farin af umrædd-
um kirkjum. Hún er gott dæmi um litla
sveitakirkju frá lokum síðustu aldar.
Að mínu mati eru þessar kirkjur
menningarverðmæti, sem þyrfti að gera
upp sem allra fyrst áður en þær eyðileggj-
ast alveg. Þær eru einu mannvirkin á
umræddu svæði sem uppistandandi eru
frá því um og fyrir síðustu aldamót.
Hver þeirra ermeð sínu lagi og sínum
einkennun og þyrfti að varðveita þær
komandi kynslóðum. Það að þær eru
óbreyttar, ætti að auðvelda að mun
viðgerð þeirra, sem þyrfti að vinna undir
stjórn manna sem kunna vel til verka við
viðgerðir gamalla húsa og sjá um að í
engu verði skertur glæsileiki þeirra eða
einfaldleiki.
Víst yrði þetta mikið átak fyrir fá-
menna sófnuði, en ýmsar fjáröflunar-
leiðir hafa verið notaðar, þegar farið
hefur verið út í framkvæmdir af þessu
tagi. Oft hefur þá komið í ljós, að
sterkar taugar liggja milli brottfluttra
sóknarmanna og gömlu kirkjunnar heima
og illa trúi ég því, að brottfluttir Mýra-
menn yrðu þar undantekning.
Vonandi er að allar niðurrifshug-
myndir séu úr sögunni og að hafizt verði
handa sem allra fyrst við björgunarstarf-
ið. Mún þá verða ánægjulegt að koma á
kirkjustaði Mýramanna.
- Jóhanna Björnsdóttir.
Akrakirkja á Mýruni.
Álftaneskirkja.
menning
wii l
words
N:
Raymond Wifltams
Tvær nýjar
bækur f rá
Fontana
Raymond Williams:  Keywords. A
vocabulary of culture and society
Flamingo published by Fontana Paper-
backs. 1984.
349 bls.
¦  í inngangi gerir bókarhöfundur
nokkra grein fyrir tilurð þessa rits. Hann
lýsir því er hann losnaði úr herþjónustu
árið 1945 og sneri aftur til Cambridge
eftir hálfs fimmta árs fjarveru. Þá kom
það honum mjög á óvart, hve ólíka
merkingu ýmsir samstúdentar hans
lögðu í sömu ofðin, jafnvcl algeng orð,
sem þeir þurftu að nota daglega. Þótti
honum sem stúdentar frá ólíkum stöðum
og úr ólíkum þjóðfélagsstcttum töluðu
ekki sama tungumál þótt svo ætti að
heita að allir töluðu ensku.
Þetta varð til þess að hann fór að velta
fyrir scr margvíslegri merkingu orða og
cr þessi bók árangur þeirrar iðju. Þetta
er ckki orðabók í eiginlegum skilningi,
hcldur cru tekin til athugnar tiltölulcga
fá orð og rýnt í merkingar þeirra allra.
Bókin cr óneitanlega fróðlcg og ekki að
efa, að margir þeir, scm mikið þurfa að
nota ensku tungu, gcta haft af henni
mikil not.
Roland:  Barthes: Selected Writings.
Edited and with an introduction by
Susan Sontag.
Fontana/Collins 1984.
495 bls.
¦  Hér á landi mun franski rithöfundur-
inn, kennarinn, hugsuðurinn og hcim-
spekingurinn Roland Barthes vera næsta
lítt þekktur. Hann er engu að síður einn
af merkustu rithöfundum Evrópu eftir
stríð og kom víða við í ritsmíðum sínum.
Sérgrein Barthes var ritgerðín (essay),
þar sem hann fjallaði um ólíkustu menn-
ingarsvið. Hann var maður ekki einham-
ur við skrifborðið og afkastaði gífurlega
miklu.
í þessari bók eru birtar nokkrar rit-
smíðar Roland Barthes, en hann lést í
umferðarslysi árið 1980. Ritgerðinar í
bókina hefur Susan Sontag valið og
skrifar hún einnig ítarlegan inngang um
Barthes og verk hans.     Jón Þ. Þór
I Jón Þ. Þór
skrifar um bckur
FONTANA POCKErtJEADERS
BARTHES
SELEGTED
WRITINCS
INTRODUCED
BY
SUSAN
SONTAC
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
10-11
10-11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20