Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 1
Fréttir af Reykjavíkurskákmótinu Sjá bis. 18 Blað Tvö 1 blöd X í dag Helgin 25.-26. febrúar 1984 48. tölublað - 68. árgangur Sidumula 15-PosthoH370 Reykjavik-Ritstiom 86300-Auglysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Lögreglan komin á sporið við lausn vopnaða ránsins? KRAFIST ER 20 DAGA VARD- HALDS YFIR ÞREMUR FEÐGUM ■ Lagðar hafa verið fram kröfur um gæsluvarðhald í Saka- dómi Reykjavíkur á hendur þremur mönnum vegna hins vopnaða ráns sem framið var við útibú Landsbankans sl. föstu- dag. Hljóða þær upp á gæsluvarð- hald til 7. mars annarsvegar en 14. mars hinsvegar. Pessar upplýsingar fékk Tím- inn hjá Þóri Oddssyni vararann- sóknarlögreglustjóra ríkisins sem stjórnar rannsókn málsins. Sagði hann að dómari hefði tekið sér frest til að kanna málin og yrðu þau tekin fyrir hjá embætt- inu í dag. Mennirnir þrír sem hér um ræðir eru feðgar af erlendu bergi brotnir. Voru mennirnir hand- teknir síðdegis á fimmtudaginn. Þórir sagði að hann gæti ekki greint frekar frá málinu þar sem það væri á viðkvæmu stigi nú. - FRI Tillaga um 300 þúsund tonn næsta loðnu- veiðitímabil: NORÐMENN EIGARÉTT Á HELMINGI KVÓTANS — ef gengið er út frá því að við fyllum kvóta yfirstandandi vertíðar ■ „Þeir sættust á að við veidd- um eins og við getum upp í þann kvóta sem búið er að ákveða. Síðan eiga þeir kröfu á að fá sinn hlut, það er að segja 15% af heildarveiðinni, bættan næsta haust. Sem þýðir að hann bætist við þeirra hlut þá,“ sagði Jón L. Amalds, ráðuneytisstjóri og formaður íslenska hópsins í Norsk-íslensku fiskveiðinefnd- inni, en viðræðum nefndarinnar lauk í Reykjavík í gær og næsti fundur hefur verið boðaður í maí næstkomandi í Bergen í Noregi. Það kom fram á fundum nefndarinnar að fiskifræðingar hafa mælt með 300 þúsund tonna loðnukvóta á næsta veiðitíma- bili, frá ágúst á þessu ári fram að lokum vetrarvertíðar 1985. Af þeim kvóta geta Norðmenn krafist 45 þúsund tonna og ef gengið er út frá því, að f slending- ar nái að fylla kvótann á yfir- standandi vertíð, eiga Norð- menn rétt á um 140 þúsund tonnum af 300 þúsund tonna kvóta á næsta veiðitímabili. Jón sagði, að nokkuð Ijóst væri að Norðmennirnir myndu fara af stað næsta haust. - Sjó BaWHKtJMtBaa RITVEIAFAR I HAFNARFIRÐI! — miklar deilur vegna brottraáms ritvélar af bókasaffni Flensborgarskóla ■ „VIÐ VILJUM RITVÉL, VIÐ VIUUM RITVÉL, VIÐ VIUUM BÆJARSTJÓRANN....“ þetta öskruðu nemendur Flensborgarskólans fyrir utan bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar í gærdag er þeir gengu á fund bæjarstjóra til að afhenda honum yfirlýsingu vegna brottnáms ritvélar af bókasafni skólans. Fjöldi nemenda var það mikill að öll umferð um Strandgötuna stöðvaðist meðan á aðgerðum þeirra stóð. Ritvél sú sem um ræðir var upphaflega keypt á bókasafn skólans um áramótin og töldu forráðamenn skólans sig hafa vilyrði Fræðsluráðs til kaupanna. Bæjarstjórinn aftur á móti segir að engin heimild hafa verið til kaupa á ritvélinni og lét hann því fjarlægja hana. - FRI Sjá nánar á bls.5 ■ Starfsmaður Gísla J. Johnsen íjarlægir ritvélina úr Flensborgarskóla. Skólastjórinn Kristján Bersi fylgir honum til dyra. Nauðgunin á Keflavíkur- flugvelli: REYNDIST UPPSPUNI KONUNNAR ■ Nauðgun sú sem tilkynnt var af eiginkonu eins af með- limum Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli og átti að. hafa átt sér stað í hýbýlum hennar af íslending átti sér ekki stoð í raunveruieikanum. Að sögn yfirmanna á Vellin- um var nauðgunarákæran upp- spuni konunnar frá rótum. Konan sem ákærði dvelst nú á sjúkrahúsi á Keflavíkurflug- velli þar sem hún hlýtur geð- rannsókn. Yfirmenn Varnarliðsins lýsa yfir ánægju sinni að þetta mál skuli til lykta leitt en harma jafnframt óþægindi þau sem einstaklingar kunna að hafa orðið fyrir við rannsókn málsins. - FRI BARÁTTUSAM- TÖKIN OG VIN- ÁTTUFÉLÖGIN FENGU EKKI KOMMÚNISTA- ARFINN — heldur lögerfingi eiginkonunnar ■ Borgarfógetaembættið i Reykjavík hefur kveðið upp úrskurð í svokölluðu kommún- istaarfsmáli. Úrskurðurinn féll þannig að lögerfmgi Sólveigar Jónsdóttur, eiginkonu Sigur- jóns Jónssonar, væri einkaerf- ingi að dánarbúi Sigurjóns. Kröfum Baráttusamtaka fyrir stofnun kommúnistaflokks og vináttufélaga íslands við fjögnr sósíalísk rtki, um arf eflir Síg- urjón samkvæmt erfðaskrú, var hafnað, á þeirri forsendu að þessi samtök uppfylltu ekki skilyrði erfðaskrárinnar. Málið kom upp eftir að erfðaskrá Sigurjóns, sem gerð var árið 1961, fannst eftir lát Sólveigar árið 1982. í írfða- skránni var mælt fyrir að cign- arhluti Sigurjóns í húseigninni Bollagötu 12, skyldi verða fræðslu- og menningarstofnun á vegum Sameiningarflokks al- þýðu, Sósíalistaflokksins og starfi jafnan í anda sósfalism- ans, eins og hann er túlkaður af aðalhöfundum hans, Marx Engels og Leníns. - GSH Sjá nánar á bls.2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.