Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.02.1984, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 fréttir ■ Söngsextettinn Toneka, þau Skarphéðinn, Habbí, Sibbí, Debbí, Rúna og Þór. (Ljósmynd Guðjón Einarsson) Önnur jammsessjón Jassklúbbs Reykjavíkur: Tvær nemendahljóm- sveitir og söngsextett ■ Önnur jammsessjón Jassklúbbs Reykjavíkur verður í Kvosinni í húsi Nýja bíós kl. 15.00 á morgun. Þar koma fram tvær hljómsveitir skipaðar nemend- um í jassdeild Tónlistarskóla Félags íslenskrá tónlistarmanna og nýstofnaður söngsextett, Toneka. Aðra nemendahljómsveitina skipa Vilhjálmur Guðjónsson gítarleikari, Einar Bragi sem leikur á altsaxófón, Davíð Ólafsson trompettleikari, Össur Geirs- son básúnuleikari, Gunnar Jónsson slag- verksleikari, Þorsteinn Gunnarsson trommuleikari og Skúli Sverrisson bassa- lcikari. Hin hljómsveitin er skipuð þeim Helga Þór Ingvasyni píanóleikara, Ein- ari Sigurðssyni bassaleikara, Gunnari Jónssyni trommuleikara og gítarleikur- unum Vilhjálmi Guðjónssyni, Leó Geir Torfasyni, Davíð Guðmundssyniog Jó- hannesi Snorrasyni. Loks kemur fram sveiflusveit undir stjórn Guðmundar R. Einarssonar trommuleikara, en honum til fulltingis verður Gunnar Egilsson klarinettieikari, Árni Elvar á píanó, Jón Sigurðsson bassaleikari og Trausti Thorberg sem leikur á gítar. Jasssöngur hefur ekki verið iðkaður mikið á íslandi hvað þá sextettsöngur en þau sem standa að þessu nýstárlega framtaki eru þau Þór, Habbí, Rúna, Sibbí, Dabbí og Skarphéðinn. Undirleik fyrir sextettinn annast Carl Möller á píanó, Árni Scheving bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. -JGK Hringur sýnir í Ásmundarsal og á Kjarvalsstöðum: 145 MYNMR AÐ MESTU UNNAR SÍÐUSIU FJÖGUR ÁR ■ „Menn ráða því hvort þeir líta á þetta sem eina sýningu eða tvær, en það er orðið nokkuð langt síðan ég hélt sýningu síðast eða fjögur ár og ég vildi sýna það sem ég hef til að sýna í einu. Myndirnar eru flestar unnar á þessu tímabili." Eitthvað á þessa leið sagði Hringur Jóhannessoh listmálari þegar hann spjallaði við blaðamenn á Kjarvals- stöðum í gær. Á laugardaginn kl. 14.00 verður opnuð sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum og kl. 15.00 sama dag önnur sýning í Ásmundarsal á Freyju- götu, alls 145 myndir. „Það er svolítill munur á sýningunum að því leyti að í Ásmundarsal sýni ég eingöngu olíumyndir, en hér á Kjarvals- stöðum er ég með myndir unnar með ýmiskonar efnum og tækni, olíupastel, krítarmyndir, bæði svartkrít og litkrít og svo er ég með í afhólfuðu plássi á ganginum nokkrar litlar myndir sem ég teiknaði á Kanaríeyjum fyrir tveim árum, nokkurs konar afleggjara. Ég var þarna á sólarströnd í fyrsta sinn á ævinni og það var vissulega reynsla út af fyrir sig. Þarna var ekkert landslag, bara hótel, sundlaugar og fólk og auðvelt að sitja og teikna, það gerði enginn athuga- semd við það, fólk var svo mikið út af fyrir sig og skipti sér ekki af þótt maður sæti og teiknaði það." • Hringur sagði að myndir hans væru að miklu leyti unnar eftir mótífum, ýmist teiknaði hann upp mótífin eða Ijósmynd- aði þau, eða hvort tveggja, til að festa smáatriðin sem best í minni. Olíumynd- irnar væru hins vegar að mestum hluta náttúrustemmningar, unnar á staðnum. Hringur er af þeirri kynslóð málara sem fékkst einkum við afstrakt myndlist á mótunarárunum, en hefur aldrei feng- ist við hana sjálfur. „Afstrakt listin var að halda innreið sína fyrir alvöru þegar ég var að ljúka námi upp úr'50 og á sjötta áratugnum voru þeir að mestu útskúfaðir sem voru að bjástra með náttúruna. Ég reyndi við afstraktmálverkið, en það ■ Hringur Jóhannesson hjá einu verkanna á sýningunni Tímamynd Róbert Jón Óskar á Kjarvalsstöðum ■ Jón Óskar opnar í dag sýningu sína að Kjarvalsstöðum, austursal, en þar mun hann sýna 40 verk eftir sig, bæði málverk og ljósmyndir. Jón Óskar er nýkominn heim úr þriggja ára námi við New York School of Visual Arts en þar áður stundaði hann nám við bæði Myndlistar- og Handíða- skólann og Myndlistarskóla Reykjavík- ur. hentaði mér ekki svo að ég hætti.og ég sýndi ekki fyrr en 1962 í Bogasalnum. Þá voru menn að byrja að hverfa aftur frá afstraktinu og fígúratífri myndlist fór að vaxa fiskur um hrygg.sérstaklega um og eftir 1970. Nú, hún er auðvitað.í sókn núna, með nýja málverkinu svokallaða, þessari endurvakningu á expressjónism- anum sem nú er að eiga sér stað." „Nei, það eru engar slórbreytingar hjá mér frá því sem áður var," segir Hringur og þegar maður gengur um salinn sér maður að hann er enn að yrkja sinn akur. Hringur er fæddur og uppal- inn á Haga í Aðaldal og þar á hann vinnustofu og dvelur flest sumur. Þaðan eru líka flestar myndir hans upprunnar þótt það sé e.t.v. erfitt að greina, þær gætu verið úti í hvaða sveit sem er. Þarna er mikill gróandi, en sífellt eitthvað sem minnir á bjástur mannsins og lífsbaráttu, skuggar af fólki í sóllýstu grasi, skuggi af gömlum Farmal undir hlöðuvegg, stórt kýrjúgur sem fyllir upp myndflötinn með mjaltavélarkoppa hangandi á spenunum. Oft er sjónum skoðandans beint á óvæntan hátt að örlitlu smáatriði, Iitlum hluta af verk- færi, heysátu eða hundaþúfu, sýnt svo skýrum dráttum að það er eins og maður sjái allt í einu kunnuglega hluti í spánnýju Ijósi í gegnum stækkunargler. -JGK í slandsmeistara- keppni áhugamanna í gömlu dönsunum ■ íslandsmeistarakeppni áhugamanna í gömlu dönsunum verður haldin á vegum Nýja Dansskólans og Þjóðdansa- félags Reykjavíkur að Hótel Sögu n.k. sunnudag, 26. febrúar. Öllum áhuga- mönnum frá 16 ára aldri er heimil þátttaka svo og börnum og unglingum frá 6 ára aldri. Keppni barna og unglinga hefst kl. 14 á sunnudag. Börn 6-8 ára dansa: Polka, Vals, Fingrapolka, Skósmíðapolka, Klappende og Svensk Maskerade. Hóp- ur 9-15 ára dansa: Polka, Vals, Skottís, V ínarkrus, Marzúka og Skoska-dansinn. Fullorðnir keppa í sömu dönsum og unglingarnir, en keppni fullorðinna hefst kl. 20 á sunnudag. Dómarar verða fjórir og sýna þeir dóma sína strax og dansi lýkur. Skólabókaverðir funda með skólastjórum og fræðsluráði: Ástandið gjörsamlega óviðunandi ■ Frá fundinum sem skólabókaverðir efndu til í gær í húsnæði bókasafns Langholtsskóla. Tímamynd Róbert. ■ „Gífurleg óánægja skólabóka- varða með fjárveitingar til skólasafna olli því að við sendum Fræðsluráði Reykjavíkur bréf, þar sem við mót- mælum þessu ástandi og fundurinn núna er haldinn í framhaldi af þessu bréfi. Við boðuðum á hann alla skóla- stjóra í grunnskólunumi í Reykjavík, meðiimi fræðsluráðs og fræðslustjóra. Við bókaverðir og skólastjórarnir vor- um sammála um það að ástandið væri gersamlega óviðunandi," sagði Sigurð- ur Helgason skólabókavörður við Fellaskóla í samtali við blaðið, en skólabókaverðir boðuðu til fundar með ofangreindum aðilum um málefni skólabókasafna í Reykjavík. „Það lýsir ástandinu kannski best að fjárveitingar til þessa málaflokks hafa staðið í stað í krónutölu síðan 1980. Það safn sem ég starfa við hefur t.d. fengið 100 þúsund krónur á ári síðan 1980, það þýðir að raungildi fjárveit- ingarinnar er ekki nema um 20% af því sem var fyrir fjórum árum. Þetta bitnar mjög harkalega á starfi skólanna. Ef við tökum kennslu -í íslandssögu og samfélagsfræðum sem dæmi þar sem það er ofarlega á baugi nú, þá hefur kennslan í þessum grein- um í auknum mæli færst inn á söfnin, þar sem nemendur fá þjálfun í notkun handbóka og heimilda. Fjársveltið ger- ir það að verkum að við getum ekki gert þá hluti sem áhugi er á og aðstæður að öðru leyti bjóða upp á. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að það eru til börn sem þurfa mjög á bókasöfnunum að halda til að öðlast þjálfun í lestri, börn sem hafa ekki mikinn aðgang að bókum heima hjá sér. í því sambandi verður að geta þess að þjónusta Borgarbókasafnsins við Breiðholtið er fyrir neðan allar hellur.“ Sigurður sagði að það safn sem hann starfaði við hefði starfað í um 10 ár og samkvæmt grunnskólalögunum hefði átt að ná því markmiði á 10 árum að skólabókasöfn ættu 10 eintök af bókum á hvern nemanda.,,1 mínum skóla vantar meira en helming á að það takmark hafi náðst,“ sagði Sigurður. „Það er auðvitað pólitískt mál að leysa þetta, þetta er spurning um að verja fé í eitt fremuren annað. Viljamenn t.d. frekar kaupa hlutabréf í ísfilm en bækur?" Sigurður sagði formann fræðsluráðs hafa tekið mjög vel í erindi fundarins og lofað auknum fjárframlögum síðar á árinu. „Við metum þessi viðbrögð mikils og væntum þess að efndir verði á, því að ekki kaupum við bækur fyrir Ioforð.“ -JGK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.