Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Föstudagur 3. janúar 1986 Varðstjóri hjá slökkviliðinu: „Annasömustu áramót sem ég man ■ Slökkviliö Reykjavíkur var kall- að úr 48 sinnum á tímabilinu frá því um miðjan dag á gamlársdag og fram undir klukkan tvö á nýársnótt. Þaraf voru 38 útköll á sex klukkustunda tímabili. Svo til öll útköllin voru vegna sinubruna. „Þetta cru annasömustu áramót scm ég man eftir," sagði Arnþór Sig- urðsson varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Tímann í gær. Arnþór hefur starfað 23 ár í slökkviliöinu. Sinubrunar kviknuðu víða á gaml- eftir“ árskvöld, og var um að kenna flug- eldum og blysum sem fólk henti frá sér og þar sem jörð var þurr komst eldur í gróður. „Rokið var það mikið að eldurinn læsti sig um þurra jörð- ina eins og hann hefði komist í púð- urtunnu," sagöi Arnþór. Álagið á skiptiborðið hjá slökkviliðinu var mjög mikið og sagði Arnþór að ekki hefði tckist að kanna öll útköll og hefði borgarinn þá sjálfur slökkt gróðurelda, með vatnsslöngum og skóflum. Ekkert tjón hlaust af sinu- bruntlnum. Tima-mynd: Sverrir Áramótabrennurnar urðu sums staðar stærri en ráð var fyrir gert, Fálkaorðan í barmi Davíðs ■ „Á fyrri tíð þá fengu margir embættismenn orður fyrir sín em- bættisstörf. Það var eiginlega aðal- venja hér á fyrri hluta aldarinnar. Venja sem tíðkaðist í Danntörku þegar ísland var undir dönsku valdi. Svo hefur þetta minnkað smám saman og nú eru það ein- ungis allra æðstu embættismenn sem fá heiðursmerki lyrir embættisstörf eftir tiltölulega skamman tíma," sagöi Halldór Reynisson forsetaritari sem jafn- framt er ritari Orðunefndar. 'I'il- efnið var orðuveiting forseta ís- lands á nýársdag þar sem nt.a. Davíð Oddsson borgarstjóri var sæmdur riddarakrossi fálkaorð- unnar fyrir embættisstörf. Halldór gat þess að starf borgar- stjóra í Reykjavík hefði um langan aldur verið talið býsna yfirgrips- mikið og því hefði sú venja ríkt að borgarstjórar væru sæmdir orðunni tiltölulega fljótlega cftir að þeir kæmu í embætti. Því væri umrædd orðuveiting á cngan hátt óvcnju- leg. Þess ntá geta að fyrrverandi borgarstjóri fékk riddarakross er hann hal'ði gcgnt embætti í svipað- an tíma og Davíð. „Orðuveitingum til (slendinga hefur fækkað nokkuð miðað við það sem var fyrir svona fimm til sex árunt. Þetta er ekki formléga fast- bundið en sanit sem áður hafa veit- ingarnar ekki aukist. Það ber í því sambandi að minna á að það er Orðunefnd sem gerir tillögur um orðuveitingar til forseta. Málið cr því að mestu leyti í höndum nefnd- arinnar eins og annarra stjórnar- valda," sagði Halldór. Hann sagði að engin föst hefð væri á því hvern- ig tillögur væru bornar upp við nefndina. Þær kæmu ýmist frá ein- staklingum eða hópum, þó þannig að tilgreindar væru ástæður fyrir tillögum. Þeir sem hlutu heiðursmerki Itinnar íslensku fálkaorðu að þessu sinni voru: Daníel Sigmundsson, húsasntíða- meistari, ísafirði, riddarakross fyr- ir störfaðslysavarnamálum; Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavík- ur, riddarakross fyrir embættis- störf; Eiríkur Björnsson, rafvirki, Svínadal í Skaftártungu, riddara- kross fyrir rafvæðingarstörf; Elín Aradóttir, Brún í Reykjadal, ridd- arakross fyrir félagsmálastörf; Hálfdán Einarsson, skipstjóri, Bol- ungarvfk, riddarakross fyrir út- gerðar- og félagsstörf; Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, fv. forstjóri, Reykjavík, stjörnu stórriddara fyr- ir störf að viðskiptamálum; Heíga Bachmann, leikkona Reykjavík riddarakross fyrir félags- og leik- listarstörf; Hjalti Gcir Kristjáns- son, húsgagnaarkitekt. riddara- kross fyrir störf að iðnaðar- og verslunarmálum; ingibjörg Thor- arensen, Reykjavík, riddarakross fyrir félags- og safnaðarstörf; Jón Magnússon, Skuld, Hafnarfirði, riddarakross fyrir ræktunarstörf; dr. Karl Kortsson, fv. héraðsdýra- læknir, Hellu, riddarakross fyrir embættisstörf; Ólafur Björnsson, útgerðarmaður, Keflavík, riddara- kross fyrir útgerðar- og félagsstörf; Skúli Pálsson, fiskiræktarbóndi, Laxalóni við Reykjavík, riddarakr- oss fyrir fiskirækt; Trausti Sigur- laugsson, forstöðumaður, Reykja- vík, riddarakross fyrir störf að mál- efnunt fatlaðra; Unnur Halldórs- dóttir, Gröf, Miklaholtshreppi, riddarakross fyrir störf að sam- göngu- og ferðamálum; Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf á sviði uppeldis- og fræðslu- ntála; Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, Reykjavík, stórriddara- kross fyrir störf í þágu lista- og at- vinnulíís. Upplýstar öndvegissulur I Á nýársdag tendraði Davíð Oddsson borgar- stjóri „öndvegissúlur“ við borgarmörkReykja- víkur í tilefni af 200 ára afmæli höfuðstaðarins. Útlit þessara upplýstu hliðarstólpa er sótt í önd- vegissúlurnar í borgarmerkinu og með bjartari vornóttum er gert ráð fyrir að flögg og borðar skreyti súlurnar þannig að þær „blómstri“ með vorblómum . TÍMAMYND-Árni Bjarna. Tæknimenn fresta Máliö fyrir Félagsdóm ■ Ekkert varð úr boðaðri vinnu- stöðvun tæknimanna hjá útvarpi, sjónvarpi og Pósti ogsíma, sem hefj- ast átti í gær. Féllust þeir á að vísa málinu til Félagsdóms og að hann myndi skera úr um hvort uppsagnir 122 tæknimanna hjá hinu opinbera, væru löglegar og verkfallsboðunin því Iögleg. Helgi Gunnarsson, starfsmaður Sveinafélags rafeindavirkja, sagði að á gamlársdag hefði komið beiðni frá fjármálaráðuneytinu um að fresta verkfallinu og leggja málið fyrir Fé- lagsdóm. Sagði hann að þeir hjá Sveinafélaginu hefðu orðið sammála um að fallast á það, þar sem þeir telja uppsagnirnar löglegar, þrátt fyrir þann fyrirvara, sem var á þeim. Nú er alls ekki víst að Félagsdóm- ur fallist á að taka að sér að skera úr um hvort uppsagnirnar hafi verið löglegar eða ekki. Séu þær löglegar þá eru tæknimennirnir lausir allra mála við ráðuneytið og samnings- réttur þeirra í höndum Sveinafélags- ins. Helgi sagði að þeir myndu hlíta úr- skurði Félagsdóms og yrði hann nei- kvæður verði hann til þess eins að fresta uppsögnunum, því þær verða endurteknar og þá án fyrirvara. J afn- vel kemur til greina að endurtaka þær strax, til að flýta fyrir gangi mála. BSRB: Viðræður að hefjast ■ ídagmun 10 manna undirnefnd í 60 manna samninganefnd BSRB koma saman til að móta enn frekar stefnuna í komandi samningum. 7. janúar kemur svo 60 manna nefndin saman og upp úr því munu viðræður við fjármálaráðuneytið hefjast. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði við Tímann í gær, að stefnt yrði að því að auka kaupmátt og tryggja hann í komandi samning- um. Þetta á svo eftir að útfæra nánar. Með þessu er stefnt að því að stjórn- völd haldi verðlagi í skefjum en þær hækkanir sem nú eiga sér stað verða tæpast til þess að liðka fyrir samning- um. Bjóst Kristján við því að strax í kjölfar fundar samninganefndar hefjist viðræður við fjármálaráð- herra. Sérhæfír danskennarar Brautryðj endur á íslandi í kennslu á keppnisdönsuxn fyrir alla aldurshópa svo sem: gömlu dönsunum og samkvæmisdönsum, einnig: bamadansar, jassballett, rokk og tjútt. Félagar í F.Í.D. og Alþjóðasaxntökum danskennar< Takmarkaður fjöldi nemenda í hvém tíma. Kennsla hefst 7. janúar. / Kennslustaðir: REYKJAVÍK Ármúla 17a HAFNARF J ÖRÐUR Linnetsstíg 3 Innritun í símum 52996 og 38830 7 daglega kl. 10-12 og 14-18. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.