Tíminn - 07.01.1986, Síða 12

Tíminn - 07.01.1986, Síða 12
12 Tí.minn llllllllllllllllllllllll DAGBÓK Afmæli Afmælisfrétt ■ Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands, Mána- götu 14 Reyðarfirði, verður 60 ára fimmtudaginn 9. janúar n.k. Hann hefur gegnt fræðslustjórastarfi Aust- urlands undafarin 9 ár, en var áður m.a. skólastjóri Breiðholtsskóla og Laugalækjarskóla í Reykjavík. Guðmundur og kona hans, Anna Frímannsdóttir, taka á móti gestum í Félagslundi, Reyðarfirði, laugar- daginn 11. janúar kl. 4-7. Tímarit FAXI-45 ára afmælisblað ■ Faxi, tímarit sem Málfundafé- lagið Faxi í Keflavík gefur út, er 45 ára og er jólablaðið um leið afmælis- blað. Það hefst á Jólahugvekju eftir séra Örn Bárð Jónsson, sóknarprest í Grindavíkurprestakalli. í>á koma myndir og frásögn frá formlegri opn- un skurðstofudeildar Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs. Matthfas Hallmannsson skrifar grein með frá- sögn frá liðnum dögum, sem nefnist Blessuð jólin. Minningargrein um dr. Sigurð S. Magnússon prófessor skrifar Sólveig Þórðardóttir, deildar- stjóri Fæðingardeildar Sjúkrahúss Keflavikur. Forsaga að byggingu Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs heitir grein eftir Jóhönnu Stefáns- dóttur og Sólveigu Þórðardóttur. Að verða gamall glaður í hjarta er heiti á ræðu, sem flutt var í Keflavíkur- kirkju á degi aldraðra af Ólafi Oddi Jónssyni. Kveðjuathöfn - veglegt hóf heitir frásaga í blaðinu um at- höfnina í Grindavíkurkirkju er sr. Jón Árni Sigurðsson, sem þjónað hafði Staðarprestakalli frá 1948, var að láta af störfum. Hann flutti kveðjuræðu, sem einnig er birt í blaðinu. Við þetta tækifæri var Grindavíkurkirkju færð lágmynd af Sigvalda Kaldalóns að gjöf. Ingólfur Aðalsteinsson skrifar: Hitaveita Suðurnesja á tímamótum. .lúlíus Jónsson skrifar um sama efni. Á Suðurnesjum kynntist ég fyrst óp- erusöngnum heitir frásögn sr. Jóns Thorarensen. Níels Árni Lund skrif- ar í tilefni af alþjóðaári æskunnar. Fyrirburðir og draumar frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur í Keflavík. Hún segir þar frá ýmsum dulrænum fyrirbærum. Sagt er frá Niðjamóti Húsatóftaættar í Festi í Grindavík, en þar mættu um átta hundruð manns. Margt fleira efni er í blaðinu, af- mælis- og minningargreinar, Ijóð og fleira. Forsíðumyndin er glæsileg mynd af Ungfrú alheimi, Hólmfríði Karlsdóttur. Styrkir úr Minningarsjóði Theódórs B. Johnsons í samræmi viö skipulagsskrá Minningarsjóðs Theódórs B. Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að úthluta tveimur styrkjum, að upphæð kr. 60 þús. hvor. í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a. „Þeim tekjum, sem ekki skal leggja við höfuðstól sbr. 3. gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla íslands eða fram- haldsnáms erlendis að loknu námi við Háskóla íslands." Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu háskólans. Umsókn- arfrestur er til 15. febrúar 1986. Laus staða Laus er til umsóknar lektorsstaöa I íþróttum og líkamsrækt viö Kennarahá- skóla íslands. Umsækjandi skal hafa lokið prófi frá viðurkenndum háskóla eöa sambærilegri stofnun, hann skal auk þess hafa lokið tilskildu námi í upp- eldis- og kennslufræöi. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísinda- störf, rannsóknir og ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf. Gert er ráö fyrir aö staðan veröi veitt frá 1. ágúst 1986. Umsóknum sé skilaö til menntamálaráðuneytisins fyrir 1. febrúar 1986. Menntamálaráöuneytið. 31.desember1985. Ráðskona Ráðskona óskast í sveit. Upplýsingar í síma 94-1596 á kvöldin Útboð Fjölbrautaskóli Suöurlands óskareftirtilboðum í smíði á gluggum og útihurð- um I nýbyggingu skólans á Selfossi. Útboösgagna má vitja á skrifstofu skól- ans Austurvegi 10, Selfossi eöa á Teiknistofu Magga Jónssonar, Ásvallagötu 6, Reykjavík, gegn 5000,- kr. skilatryggingu. Frestur til aö skila tilboðum er til 21. janúar kl. 11.00. Bygginganefnd F.S.U. Þriðjudagur 7. janúar 1986 nám og Sigurgeir Tryggvason, sem brautskráðist af eðlisfræðibraut eftir 7 anna nám. 39 stúdentar frá Flensborg ■ Föstudaginn 20. des. s.l. voru 39 stúdentar brautskráðir frá Flens- borgarskólanum í Hafnarfirði. Best- um árangri á stúdentsprófi náðu: Bryndís Eysteinsdóttir, sem braut- skráðist af náttúrufræðibraut eftir 7 anna nám, cn hún er jafnframt fyrsti stúdentinn, sem hefur stundað nær allt námið í öldungadeild skólans, sem tók til starfa haustið 1982. Hild- ur Kristinsdóttir, sem brautskráðist af náttúrufræðibraut eftir 7 anna Sögubúðin opnar deild með þýskar bækur ■ Sögubúðin Laufásvegi 2 hefur opnað sérstaka deild í verslun sinni með þýskar bækur. Þar er að finna skáldsögur í vasabroti eftir viður- kennda höfunda, bækur í fallegu bandi, hentugar til tækifærisgjafa, barnabækur og ýmiss konar hand- bækur. úrval þýskra orðabóka auk kennslubóka í þýskri tungu. Verslunin fær jafnan nýjustu upp- lýsingarit um þýskar bækur og tekur að sér að panta þær eftir beiðni ein- staklinga eða fyrirtækja. Bókaskrár er hægt að fá ókeypis. Verkstæðið Þingholtsstræti 7 B: Nýstárlegarvörurúr ull og lambsskinni ■ Nýlega var opnað Verkstæðið Þingholtsstræti 7 B. Þar eru til sölu nýstárlegar vörur úr íslenskri ull og lambsskinni í ýmsum litum, unnar á Verkstæðinu eftir eigin hönnun og hugmyndum. Á boðstólum eru ýms- ar gerðir af flíkum: jakkar, hattar, húfur, treflar, múffur, barnaföt o.fl. unnar úr skinnum. Verkstæðið Þing- holtsstræti 7 B er opið alla virka daga kl. 13.00-18.00 en sýningargluggi erá horni Bankastrætis og Þingholts- strætis. Eigendur eru Edda og Iðunn Óskarsdætur. Við brautskráninguna söng kór Flensborgarskólans undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og Kristján Bersi Ólafsson, skólameist- ari, flutti ræðu og afhenti prófskírt- eini og bækur í viðurkenningar- skyni fyrir góðan námsárangur. Þá færði hann Þorgerði M. Gísladóttur íþróttakennara málverk að gjöf frá skólanum og Fræðsluráði Hafnar- fjarðar, en hún lét á þessu ári af störf- um við skólann eftir fjögurra áratuga starfsferil. Eigandi verslunarinnar er Ferða- skrifstofan Land og saga hf. Verslun- arstjóri er Karin Hartjenstein, en af- greiðslustúlka Soffía Sæmundsdótt- ir. Fræðslufundur Fuglaverndar- félagsins ■ Næsti fræðslufundur Fugla- verndarfélags íslands verður haldinn miðvikudaginn 8. janúar kl. 20.30 í Norræna húsinu. Efni: 1. Um íslenska hafarnarstofninn. Kristinn Haukur Skarphéðinsson Iíffræðingur. 2. Kvikmyndin Arnarstapar eftir Magnús Jóhannesson. Öllum heimill aðgangur. Stjórnin. Kvennaráðgjöfin Kvennahúsið við Hallærisplan Opið á þriðjudagskvöldum kl. 20.00-22.00. Sími 21500. Slökkvilið-Lögregla Reykjavik: Lögreglan sími 11166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 18455, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan sími 3333, slökkvilið sími 2222 og sjúkrabifreið simi 3333 og í simum sjúkrahússins 1400,1401 og 1138. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 1666, slök- kvilið sími 2222 og sjúkrahúsið sími 1955. Akureyri: Lögreglan símar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Lögreglan sími 4222, slökkvilið simi 3300, brunasími og sjúkrabifreið sími 3333. Gengisskráning 31. desember 1985 kl.09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ...42,000 42,120 Sterlingspund ...60,449 60,621 Kanadadollar ...30,051 30,137 Dönsk króna ... 4,6823 4,6957 Norsk króna ... 5,5413 5,5571 Sænsk króna ... 5Í5446 5^5604 Flnnskt mark ... 7,7491 7,7712 Franskur franki ... 5^5731 5Í5890 Belgískur frankl BEC. ... 0,8351 0,8375 Svissneskurfranki ...20,2458 20,3037 Hollensk gyllini ...15,1666 15,2099 Vestur-þýskt mark ...17,0923 17,1411 ftölsk líra ... 0.02503 0.02510 Austurrískur sch ... 2,4291 2,4361 Portúg. escudo ... 0,2667 0,2674 Spánskur peseti ... 0,2732 0,2740 Japanskt yen ... 0,20919 0,20979 írsktpund ...52,206 52,355 SDR (Sérstök dráttarr. ..46,0249 46,1564 Helstu vextir banka og sparisjóða (Allir vextir merktir X eru breyttirfrá siöustu skrá og gilda irá og með dagsetningu þessarar skrár) I. Vextir ákveðnir af Seðlabanka sem gilda fyrir allar innlánsstofnanir: Dagsetning siðustu breytingar: 2/9 1985 Sparisjóðsbækur 22.0 Afurða- og rekstrarlán v/ framleiðslu fyrir innlendan markað 27.5 Afurðalán, tengd SDR 9.5 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravisitölu, allt að 2,5 ár 4.0 Verðtryggð lán m.v. lánskjaravísitölu, minnst 2.5 ár 5.0 Óverðtryggð skuldabréf, útgefin fyrir 11/8 1984 32.0 (þ.a. grunnvextir 9.0) Dagvextir vanskila, ársvextir 45.0 Vanskilavextir (dráttarvextir) á mánuði, fyrir hvern byrjaðan mánuð 3.75 II Aðrir vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum að fengnu samþykki Seðlabanka: Lands- Útvegs- Búnaðar- Iðnaðar- Verzl- Samvinnu- Alþýðu- Spari- Daasetnina banki banki banki banki banki banki banki sjóðir Siðustubrevt. 1/12 1/12 1/12 21/11 21/7 11/8 1/10 11/11 Innlánsvextir: Óbundiðsparifé 7-36.0 22.-34.6 36.0 22.-31.0 22.-31.6 27.-33.0 3.0” Hlaupareikninqar 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Ávisanareikn. 10.0 8.0 8.0 8.0 10.0 8.0 17.0 10.0 Uppsaqnarr. 3 mán. 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 25.0 25.0 Uppsagnarr. 6mán. 29.0 28.0 28.0 31.0 30.0 30.0 28.021 Uppsaqnarr. 12 mán. 31.0 320 32.0 Uppsagnar. 18man. 39.0 36.031 Safnreikn. 5. mán. 23.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 Safnreikn.6.man. 23.0 29.0 26.0 28.0 Innlánsskirteini. 28.0 28.0 Verðtr. reikn.3mán. 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 1.5 1.0 Verðtr. reikn.6mán. 3.5 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 Ýmsirreikningar Sérstakar verðb.ámán 1.83 7.0 1.83 2.0 2.0 2.0 2.0 8-9.0 2.0 1.83 Innlendir gjaldeyrisr. Bandaríkjadollar 7.5 7.5 7.5 7.0 7.5 7.5 8.0 8.0 Sterlinqspund 11.5 11.0 11.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 V-þyskmörk 4.5 4.5 4.5 4.0 5.0 4,5 4.5 4.5 Danskarkrónur 9.0 9.0 8.00 8.0 10.0 9.0 9.5 9.0 , Útlánsvextir: Víxlar (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 Viðsk.víxlar (forvextir) 32.5 4| 34.0 4, 4) 4, 4, 34 Hlaupareikninqar 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 Þ.a. qrunnvextir 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 14.0 Almennskuldabréf 32.051 32.0SI 32.051 32.051 32.0 32.051 32.0 32.051 Þ.a. qrunnvextir 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 9.0 Viðskiptaskuldabréf 33.5 4) 35.U 4) ...4| 4) 3531 1) Trompreikn. sparisj. er verðtryggður og ber 3.0% grunnvexti. 2) Sp. Hafnarfjarðar er með 32.0% vexti. 3) Eingöngu hjá Sp. Hafnarfj. 4) Útvegs-, Iðnaðar-, Verzlunar-, Samvinnu- og Alþýðubanka, Sp. Hafnarfj., Kópavogs, Reykjavikur, Vélstjóra og í Keflavík eru viðsk.vixlar og skuldabréf keypt m.v. ákveðið kaupgengi. 5) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilaláns er 2% á ári og á það einnig við um verðtryggð skuldabréf.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.