Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 15.03.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 15. mars 1986 ÍÞRÓTTIR ! Körfuknattleikur: Landsliðið utan - í keppnisferð en leikur áður við Pressuliðið Landslið fslands í'körfuknattleik er á förum til Evrópu til keppni og æfinga. Ferð þessi er liður í undir- búningi landsliðsins fyrir Evrópu- keppnina (C-riðill) sem verður hér á landi í vor. Einar Bollason landsliðs- þjálfari og landsliðsnefnd hafa valið 12 leikmenn til fararinnar. Þeir eru: Torfi Magnússon, Val Valur Ingimundarson, UMFN Pálmar Sigurðsson, Haukum, Jón Kr. Gíslason, ÍBK Tómas Holton, Val Páll Kolbeinsson, KR Guðni Guðnason, KR Birgir Mikaelsson, KR Hreinn Þorkelsson, ÍBK Símon Ólafsson, Fram Þorvaldur Geirsson, Fram Ragnar Torfason, ÍR Farið verður út þann 23. mars en áður mun landsliðið leika gegn firna- sterku Pressuliði sem íþróttafrétta- menn hafa valið. Leikurinn verður á miklu Stjörnukvöldi í Laugardals- höll á þriðjudaginn og hefst það kJ. 20.00. Lið íþróttafréttamanna er þannig skipað: fvar Webster, Haukum Helgi Rafnsson, UMFN Leifur Gústafsson, Val Garðar Jóhannesson, KR Ólafur Rafnsson, Haukum Kristinn Einarsson, UMFN Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN Henning Henningsson, Haukum ísak Tómasson, UMFN Gudjón Skúlason, ÍBK Karl Guðlaugsson, ÍR Björn Steffensen, ÍR Er ekki að efa að hart verður bar- ist í Höllinni en auk leiksins verða margar skemmtilegar uppákomur, þar á meðal verður fyrsta troðslu- keppnin á fslandi. Laugardalshöll á þriðjudagskvöldið: - Pressuleikur í körfu og fyrsta troðslukeppnin eru meðal skemmtiatriða Pað verður mikið um að vera' í Höllinni á þriðjudagskvöldið næst- komandi. Pá verður Stjörnukvöld í gangi sem borið verður uppi af pressuleik í körfuknattleik. Þá leiða saman hesta sína landsliðið í körfu- knattleik og lið sem íþróttafrétta- menn velja. í hálfleik í þeim leik verður fyrsta troðslúkeppnin sem fram fer hér á landi. Þar eigast við risar eins og ívar Webster, Torfi Magnússon og flciri svo og minni menn eins og Páll Kolbeinsson og Tómas Holton auk fleiri leikmanna. sem eru þekktir fyrir að geta troðið á sérstæðan hátt. Auk þessa munu Vígamenn mæta á svæðið, Stjörnu- lið Ómars Ragnarssonar verður í stuði og hver veit nema að alþingis- menn mæti þeim. Þá eru ýmsaraðrar uppákomur meðal þess sem til skemmtunar verður fyrir og eftlr pressuleikinn. Til gamans má geta að pressuleikurinn verður2x20 mínút- ur og verður klukkan látin ganga. Það verður því sannkölluð stjörnu- og fjölskyldustemmning í Höllinni á þriðjudagskvöldið. Skemmtunin hefstkl. 20.00. Hörður Tuleníus dæmdi sinn síðasta leik í körfuknattleiknum á fimmtudags- kvöldið. Honum voru þökkuð góð störf fyrir KKÍ. Ii/b**** ** «•>>* f£E£^*Z2*** ... Pálmar Sigurðsson úr Haukum og Linda Jónsdóttir úr KR gleðjast yfir góðum árangri. Uppskeruhátíðkörfuknattleiksfólks: Pálmar og Linda - voru kosin körfuknattleiksmenn ársins - Fjöidi leikmanna heiðraður - Linda vann allt hjá konunum - Valur stigahæstur Körfuknattleiksmenn héldu upp- skeruhátíð í Sigtúni í fyrrakvöld að lokinni viðureign Hauka og Njarð- víkinga í bikarkeppninni. Á hátíð- inni voru veitt mörg einstaklings- verðlaun en þau voru öll ákveðin af þjálfurum úrvalsdeildarinnar og 1. deildar kvenna auk þess sem töluleg- ar upplýsingar réðu mörgu. Há- punktur kvöldsins var er tilkynnt var um valið á besta leikmanni úrvals- deildarinnar. Pálmar Sigurðsson úr Haukum varð fyrir valinu. Er Pálm- ar vel að þessum heiðri kominn. Val- ur Ingimundarson varð í öðru sæti og jafnir í 3.-5. sæti voru Birgir Mik- aelsson, Guðni Guðnason báðir úr KR og Ragnar Torfason ÍR. Önnur verðlaun féllu sem hér segir: Flest stig úrvalsdeildarinnar: Valur Ingimundarson, UMFN.......513 Pálrnar Sigurðsson, Haukum ..........496 Birgir Mikaelsson, KR................397 Besti nýliðinn: Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN Guðjón Skúlason, ÍBK Ólafur Gottskálksson, ÍBK Besta vitaskyttan: Birgir Mikaelsson, KR............... 92% Tómas Holton, Val................... 83% Pálmar Sigurðsson, Haukum .......... 78% Besti varnarmaðurinn: ívar Webster, Haukum ísak Tómasson, UMFN Torfi Magnússon, Val Flestar þriggjastiga körfur: Pálmar Sigurðsson, Haukum ............55 Karl Guðlaugsson, ÍR . . . ...........31 Valur Ingimundarson, UMFN.............31 Besti dómarinn: Kristbjörn Albertsson, UMFN Jón Otti Ólafsson, KR ómar Schewing, KR Efnilegasti dómarinn: Ómar Schewing, KR Jóhann Dagur Björnsson, Fram Kristinn Albertsson, Val Konur Besti leikmaður: Linda Jónsdóttir, KR Þórunn Magnúsdóttir, UMFN Guðlaug Sveinsdóttir, ÍBK Stigahæstu leikmenn: Linda Jónsdóttir, KR.................205 Guðlaug Sveinsdóttir, ÍBK .......... 145 Ásta Óskarsdóttir, Haukum .......... 118 Besta vitaskyttan: Linda Jónsdóttir, KR................ 70% Ragnheiður Steinback, ÍS............ 68% Cora Barker, KR..................... 67% Eins og sjá má þá varð Linda Jóns- dóttir tvímælalaust sigurvegari í kvennaflokki. Hún undirstrikaði yfirburði sína í bikarúrslitaleiknum þar sem hún skoraði 33 stig. Þá má ekki gleyma því að Kristinn Kristinsson úr Haukum var kosinn prúðasti leikmaður úrvalsdeildar- innar. SUMARHÚS — HEILSÁRSHÚS Reyns/a - Þekking - Hagkvæmni S. G. Einingahús hafa nú framleitt sumarhús í 20 ár. Efþú leitar að lausn sem dugar, ha fðu þá samband við okkur. Útvegum iand ef óskað er. > Vr? . S. G. Einingahús h/f. Eyravegi 37 - 800 Selfoss l Sími 99-2277

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.