Tíminn - 06.04.1986, Side 19

Tíminn - 06.04.1986, Side 19
Sunnudagur 6. apríl 1986 Tíminn 19 HALASTJARNAN HALLEY HEIMSÓTT Á föstudaginn í næstu viku verður halastjarnan Halley næst jörðu í þessari heimsókn sinni. T>á getur fólk á suðurhveli jarðar séð hana án sjónauka, og reyndar nokkra daga fyrir og eftir. Halley mun heimsækja okkur næst árið 2061, svo þetta er sjálfsagt eina tækifærið sem flestum okkar býðst til að líta fyrirbærið augum. Það hafa líka margir lagt mikið á sig til að berja Halley augum og verið tilbúnir til að greiða vænlegar upp- hæðir fyrir. Ferð með þeim fræga fræðingi, Carl Sagan, um Kyrrahafið í fjórtán daga kostar til dæmis rétt tæpa hálfa milljón íslenskra króna. Það skal strax tekið fram að þegar er uppselt í ferðina og margir á biðlista ef einhver forfallaðist. En það hafa fleiri en þeir sem ætla með Sagan lagt peninga og fyrirhöfn í að kynnast þessari frægustu hala- stjörnu allra tíma. Sovétmenn sendu tvö geimför á móti Halley, .lapanir sömuleiðis, en Bandaríkjamenn létu sér nægja eitt. Ekki er enn komið á hreint hvað þessar framkvæmdir muni kosta, enda ætti það varla að skipta almennan lesanda máli, því talan væri hvort sem er fyrir ofan skilning hans. Þessi geimför fóru til móts við Halley um miðjan síðasta mánuð og voru næst henni þann 6., 8., 9., 10. og 13. mars. Halastjarnan Halley hefur nálgast Jörðu á 7ó ára fresti frá því fyrir daga mannsins. Heimsókn hennar var fýrst skráð árið 240 f. kr. og allt frá þeim tíma hefur hún vakið for- vitni jarðarbúa. En í síðasta mánuði gerðist það í fyrsta skipti að jarðar- búar fóru á móti halastjörnunni, áður höfðu þeir látið sér nægja að bíða eftir að hún kæmi til þeirra. Vega I, sovéskt könnunarfar, var fyrst af geimförunum til nálgast Halley þann 6. mars. í geimrann- sóknárstöðinni í Moskvu var saman-' kominn mikill fjöldi af sovéskum vísindamönnum auk um eitt hundr- að starfsbræðra þeirra frá ýmsum löndum. Það ríkti mikil spenna í loftinu því enn var óvíst hvort geim- farið þyldi allt sem á því byldi, og menn voru ekki vissir um að frá því kæmu nokkrar upplýsingar. Þegar fyrstu myndirnar fóru að berast jókst spennan og mönnum fannst sem þeir væru að sjá eitthvað sem enginn hafði séð áður. Myndirn- ar birtust á stórum sjónvarpsskermi og vísindamennirnir fylgdust með Vega I nálgast kjarna halastjörnunn- ar. Eftir því sem Vega I nálgaðist tók kjarninn að koma í ljós á skerminum, eða það sem vísinda- mennirnir töldu vera kjarnann. „Ef þetta væri aðeins ryk, þá væri þetta ekki eins óreglulegt og það sýnist," sagði Fred Whipple, 79 ára bandarískur vísindamaður sem árið 1950 kom með hina svokölluðu „Skítuga-snjólbolta“-kenningu. Hún gerir ráð fyrir að halastjarnan samanstandi af ís, ryki og málmögn- um. Hann telur að myndirnar sem Vega I náði renni stoðum undir kenningu sína. Vega I náði 500 myndum af Halley áður en það varð rykskýjunum að bráð. Viku síðar nálgaðist bandaríska geimfarið Giotto Halley. Því var ætlað að komast nær Halley en öll hin, eða í um 500 kílómetra fjarlægð frá kjarnanum. I geimrannsóknarstöðinni í Darm- stadt í Þýskalandi var spennan engu minni en í Moskvu vikuna áður. Að senda geimfar svona nálægt kjarnan- um er mikið hættuspil. „Þetta er eins og rússnesk rúll- etta,“ sagði einn af vísindamönnun- um, „þú getur lifað hana af en eitt skot mun drepa þig.“ Giotto stóðst álagið og sendi um 2000 ntyndir til jarðar, auk annarra athugana. Á myndunum kom í ljós kjarni halastjörnunnar og það mátti greina að yfirborð hans var með fjöllum, hæðum og gljúfrum. Hann var svartur ólíkt því sem menn höfðu búist við. Þetta' voru mun betri myndir en hin geimförin höfðu náð. Þegar Giotto fór inn í rykmökkinn hætti það að senda myndir. Vísinda- mennirnir voru ánægðir með það Ljósmynd sem sovéska geimfarið Vega I tók af ftjarna Halley. Ljósmynd sem bandaríska geimfariö Giotto tók af Halley. Ef myndin prentast vel má sjá svartan kjarna hala stjörnunnar efst í vinstra horninu. sem komið var og héldu hátíð. En hálftíma síðar byrjuðu að berast nýjar myndir, Giotto hafði komist í gegnum mökkinn, laskað en ennþá starfhæft. Vísindamenn verða sjálfsagt lengi að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem könnunarförin fimm sendu til jarðar, en það er þegar ljóst að manninum hefur tekist að ræna Hall- ey sumum þeim leyndardómum sem alltaf hefur fylgt henni. FDD BUVELAR UM ALLT LAND Dráttarvélar Plógar Herfi Jarðtætarar Mykjudælur Haugsugur Mykjudreifarar Áburðardreifarar Ávinnsluherfi Sláttuþyrlur ~pt;z Sláttutætarar Heykvíslar Heybindivélar - Rúllubindivélar Heyhleðsluvagnar Baggafæribönd Heyblásarar Heydreifikerfi og matarar Súgþurrkunar- blásarar VIJTU L-— Fóðurturnar Votheysskerar Hjólkvíslar Kjarhfóöurvagnar Flórsköfur Mjaltatæki Mjólkurkælitankar OPIÐHUS HLUTI AF ER AÐEINS ÚRVALINU KAUPFÉLÖGIN OG = i*J M: -rfif AnV. TTPI n 1: U-i ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.